Þjóðviljinn - 21.12.1976, Side 6

Þjóðviljinn - 21.12.1976, Side 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur 21. desember 1976 Suður-Afríka stefnir að íhlutun í Angólu Seán McBride — vona aft Carter-stjórnin skilji, hvillka ógnarhættu aðstoft Bandarikjanna vift áform Suftur-Afrlku heffti I för meft sér. Seán Bride, aftstoöaraftal- ritari Sameinuöu þjóöanna og umboösstjóri þeirra fyrirNami- biu, er áreiöanlega meöal þeirra framámanna á vettvangi alþjóðastjórnmála sem viötæk- asta hafa reynsluna og kynnst hafa við margbreytilegastar aö- stæður. Auk langrar þátttöku I alþjóöastjórnmálum á hann aö bakilangan og að segja má meö nokkrum rétti ævintýralegan feril i stjórnmálum fööurlands sins, írlands, var þar þingmað- ur og utanrikisráðherra. Áður hafði hann tekið þátt i frelsis- baráttu ira gegn bretum ( hann er fæddur 1904) og mátt af þeim sökum gista bresk tugthús. Fað- ir hans var einn af foringjum Páksauppreisnarinnar frægu I Dublin 1916 og var að henni lok- inni tekinn af lifi af bretum á- samt með mörgum öðrum fyrir- iiðum uppreisnarmanna, sem af „ábyrgum” stjórnmálamönn- um og fjölmiölum samtimans voru auðvitað stimplaðir sem ófyrirleitnir hryðjuverkamenn. Páskauppreisnin varð upphaf atburðakeðju, sem leiddi til þess að írland varð sjálfstætt lýðveldi. — Páksauppreisnin (Easter Week) var einnig upp- hafið aö þeirri þróun, sem leiddi til upplausnar nýlendukerfisins, segir Seán McBride. Þaft er þvi ekki nema eðlilegt að maður sem hann skuli á alþjóðavett- vangi einkum hafa unnið að af- námi nýlendukerfisins, afnámi þess ástands að stærri og sterk- ari rikjum liðist að drottna yfir smærri og veikari þjóftum og arðræna þær. Starfsvettvangur McBrides hefur á þessu svifti einkum verið Afrika sunnanverð, og einnig þar kom faðir hans við sögu á undan honum. í Búastriðinu um aldamótin barðist hann sem sé með búum gegn sameiginlegum andstæðingi — breska heims- veldinu. — Meðan Seán Mc- Bride dvaldist i nokkra daga hérlendis á vegum íslandsdeild- ar Amnesty International og is- lenska utanrikisráöuneytisins, náði Þjóðviljinn af honum tali og fjallaði viðtalið einkum um ástand og horfur i sunnanverðri Afriku, sem nú er mjög i brenni- depli heimsstjórnmálanna, en gang mála þar þekkir McBride flestum betur. Yfirráð Suður-Afríku í Namibiu lögleysa — Til þess að Namibia geti hlotið frelsi sitt er aðeins um tvær leiðir að velja, sagði Seán McBride. — í fyrsta lagi að landið fái sjálfstæði með frið- samlegu móti, með samninga- umleitunum. Hinn kosturinn er að sjálfstæðið verði ekki að verul. fyrr en að undangengnu ofbeldi og blóðsúthellingum. Enn sem komið er hefur mjög litið miðað áleiðis, sökum þess að Suður-Afrika hefur neitað að fara eftir ákvörðunum Samein- uðu þjóðanna varðandi Namibíu og viðurkenna vald samtakanna i málefnum landsins. Samein- uðu þjóðirnar og hinar ýmsu stofnanir á vegum þeirra hafa lýst þvi yfir að yfirráð Suður-Af- riku í Namibiu séu ólögleg. Namibia er eina landssvæðið, sem er undir beinum yfirráðum Sameinuöu þjóðanna, lagalega séð. En Suður-Afrika neitar enn að viðurkenna þennan yfirráða- rétLSuðurafriska stjórnin neitar °g borgara- Namibíu með stuðningi þarlendrar kvislinga- stjórnar þvi einnig að láta fara fram i Namibiu almennar kosningar undir eftirliti og stjórn Samein- uðu þjóðanna. Stefnt að kvislinga- stjórn og borgarastyrj- öld — Nú hefur undanfarið setið i Namibiu svokölluð stjórnar- skrárráðstefna, sem samkvæmt fréttum hefur fyrir verkefni að undirbúa sjálfstæði landsins. — Þeir sem ráðstefnu þessa sitja eru kvislingar i þjónustu suðurafrisku stjórnarinnar og flestir beinlínis á mála hjá henni, enda fara þeir eftir fyrir- mælum frá Pretóriu. Stundum krefjast þeir að vísu sjálfstæðis, en það er einungis til að telja fólki trú um að þeir séu dháðir. — Hverjar eru fyrirætlanir Suður-Afrikustjórnar i Nami- biu, nánar tiltekið? — Stefna suðurafrisku stjórn- arinnar, i heild er sú, að koma á fót leppstjórn i Namibiu snemma á næsta ári og fá þeirri kvislingastjórn i hend- ur takmörkuð yfirráð yfir land- inu. Tilgangur Suður-Afriku með þessu er sá að breyta nú- verandi vopnuðum átökum milli hvitra suðurafrikumanna og frelsishreyfingarinnar SWAPO i borgarastyrjöld, þar sem blökkumenn berjist innbyrðis. Suður-Afrika myndi sjá blökku- mannastjórn þeirri, er hún kæmi á i Namibiu, fyrir vopnum og ef til vill einnig liðsforingj- um. Þar með yrði borgarastyr j- öld hafin i Namibiu og suðuraf- riska stjórnin hefði komið i framkvæmd fyrsta hluta þeirr- ar áætlunar sinnar að stjórna landinu áfram eftir reglunni gömlu um að deila og drottna. Suður-Afriku ósigur vis Með þessari stefnu mundi suðurafriska stjórnin i raun og veru skapa i Namibiu samskon- ar aðstæður og voru fyrir hendi i Angólu, aðstæður sem hefðu það i för með sér að frelsishreyfing Namibiu kæmi sennilega tilmeð að leita utanaðkomandi hemað- arlegrar ihlutunar Frelsis- hreyfingin leitar í þvi sambandi sennilega til Einingarsamtaka Afriku (OAU), Angólu og Kúbu og biður þessa aðila hjálpar til þess að steypa af stóli þeim ólöglegu stjórnarvöldum, sem Suður-Afrika hefði þá komið á fót i Namibiu. Ef slik átök yrðu, tel ég engum vafa bundið að liðsmenn Suður-Afrikustjórnar myndu biða ósigur, enda mundi til dæmis Nigerla, sem hefur allsterkan her, þá ganga í lið með brjóstfylkingarrikjunum. (Brjóstfylkingarrikin svoköll- uðu eruþau Afrikuriki, en liggja næst Suður-Afriku, Ródesiu og Namibiu, það er að segja Angóla, Sambía, Botsvana, Tansania og Mósambik, innsk. Þjv.). Slik átök myndu hafa iför með sér miklar blóðsúthelling- ar. En þegar haft er i huga hve fordómafull suðurafrisk stjórn- völd eru og þröngsýn, er engin ástæða til að ætla að þau láti sig sliktneinu varða, sérstaklega ef um lif blökkumanna er að ræöa. Bandarisk aðstoð við Suður-Afriku myndi kalla á ihlutun sósial- iskra ríkja — Eru miklar likur á að Suður-Afrika komi þessum fyrirætlunum sinum i fram- kvæmd? — Ég vona að Suður-Afrika fái hvorki hjálp né hvatningu frá Bandarikjunum til þess að framfylgja þessari stefnu. Fái Suður-Afrika hjálp og uppörvun þaðan, fá Bandarikin alla Afriku á móti sér. Bandarikin myndu einnig meö þvi eiga hlut að þvi að gera Namibiu að nýrri Angólu. Það er aðeins ein leið möguleg til friðsamlegrar frels- unar Namibiu: að farið sé eftir samþykkt Oryggisráös Sameinuðu þjóðanna frá janúar s.l., þar sem gert er ráð fyrir undirbúningi þess, að Suður- Afrika kalli allt herlið sitt á brottúr landinu og að kosningar fari þar fram undir eftirliti og umsjón Sameinuðu þjóðanna. — Fréttirhafa boristaf þvi að utanaðkomandi riki, og einna helst Bandarikin, séu i ráðum með Suður-Afriku og beiti fyrir sig til dæmis CIA og fjöl- þjóðlegum auðhringum. Hvað viljið þér segja um það? — Ég hef óraskar sannanir fyrir gifurlegum vigbúnaði Suður-Afriku meðfram landa- mærum Angólu, og einig þvi að verið sé að gera i Ródesiu þrjá nýja flugvelli með suðurafriskri hjálp. Ég fæ varla annað séð en að Suður-Afrika og Rédesia hafj iundirbúningi aö reyna að grafa undan stjórn Angólu, og verði það gert með hernaðarlegum stuðningi við UNITA (Samtök undir stjórn Jonasar Savimbi, sem reyndu að ná völdum i Angólu eftir brottför portúgala með stuðningi Suður-Afríku o.fl. og munu enn halda uppi skæru- hernaði gegn Angólustjórn, innsk. Þjv.) Á það hefur verið bent að Bandaríkin styðji UNITA með leynilegum aðgerðum i þvi skyni að grafa undan stjórn Angólu, en ég hef ennþá von um að stjórn Carters muni gera sér ljóst, hvilika ógnarhættu slik stefna hlyti að hafa i för með sér. Þeim mun meira sem Bandarikin styddu Suður-Afriku til þess að veikja Angólu, þeim mun meiri likur yrðu á þvi að Angóla fengi aðstoð utan frá, sem sé þvi að sósialisk riki myndu blanda sér i átökin i Afriku sunnanverðri. Reynt að grafa undan afriskum sósialista- rikjum — Og Ródesia? — Ródesiustjórn reynir að halda i horfinu, meðan Suður- Afrika er að skipuleggja hernaðarlega ihlutun sina i Angólu. Suður-Afríkustjórn mun þegar þar að kemur halda þvi fram að ihlutunin sé til þess gerð að koma i veg fyrir árás frá Angólu, en það sem Suður- Afrikustjórn gengur i rauninni til, er að hún vill grafa undan stjórnum sósialisku rikjanna i Afriku. — Ber að skilja þetta svo að Suður-Afrikustjórn óttist Angólu meira en Mósambik, sem er þó nær Suður-Afriku sjálfri? — Suður-Afrikustjórn óttast Angólu meira, meðal annars fyrir þá sök að Mósambik er talsvertháð Suður-Afriku vegna ýmisskonar samskipta rikj- anna. Þar að auki telja suður- afriskir ráðamenn að auð- veldara muni að fá hjálp frá Bandarikjunum gegn Angólu, vegna kúbönsku hersveitanna þar. Reynt að koma upp varnarvegg — Hver eru langtímamark- mið Suður-Afriku með þessari stefnu? — Stefna þessi er tilkomin vegna þeirra gifurlegu breyt- inga, sem orðið hafa i Afriku sunnanverðri siðan stjórnar- byltingin varð i Portúgal. Fyrir þann atburð hafði Suður-Afrika fyrir norðan sig svo að segja órofinn hlifiskjöld ianda undir stjórn vinveittra aðila, það er að segja Portúgals og Ródesiu- stjórnar. Suður-Afrika stefnir að þvi að reyna að koma þessum vamarvegg aftur upp i nýju formi, það er að segja að efla til valda i rikjunum fyrir norðan sig aðila, sem yrði henni háðir og hliðhollir. Suðurafriskir valdhafar telja sér sennilega bráðan voða búinn, ef þetta tekst ekki, þvi að þeir eiga við að striða vaxandi andóf blökku- manna i eigin landi. Sem dæmi um styrk þess andófs má nefna að þegar óeirðimar urðu i Soweto á dögunum, varð Suður- Afrikustjórn að kalla allt herlið sitt frá angólsku landamærun- um til að geta haft hemil á and- stöðunni heimafyrir. — Hvorugt risaveldið kann full skil á eigin vopnum — hvað þá annarra I tali okkar Seáns McBride vék þessi þrautreyndi garpur i alþjóðastjórnmálum meðal annars að vigbúnaði i heiminum almennt og þeirri hættu er af honum stafar, og þá sérstaklega vigbúnaði risaveldanna tveggja, Bandarikjanna og Sovétrikjanna. McBride sagði að nú væri i heiminum 30 sinnum meira af vopnum en var árið 1961 — fyrir aðeins fimmtán árum. — Hvorugt risaveldanna kann nákvæmlega skil á eigin vopnum, hvað þá annarra, sagði Seán McBride. Það eru komin til sögunnar ný vopn, sem enginn veitá hverja lund kunna að breyta svokölluðu ógnajafn- vægi (banance of terror), þann- ig að ekkert algilt mat er til á þessu jafnvægi. Hættan liggur ekki hvað sist i þvi að hershöfð- ingjar annars hvors aðilans kynnu að meta aðstöðuna svo, að þeirra stórveldi gæti unnið strið með þvi að gera árás nú þegar, en eftir til dæmis sex mánuði yrði það orðið of seint, þá yrði andstæðingurinn orðinn sterkari. Á þessum forsendum myndu þeir hvetja ráðamenn sins risaveldis til að gera árás. Slikt hættuástand gæti skapast ef leikurinn æstist verulega i einhverjum hluta heimsins, þar sem heitt er i kolunum, svo sem i löndunum fyrir Miðjarðar- hafsbotni og sunnanverðri Afriku. En reynsla sögunnar sýnir að hershöfðingjar fara yfirleitt viilt i mati sinu og spám, sagði Seán McBride að endingu. dþ Rætt við Seán McBride, aðstoðaraðalritara S.Þ. og umboðsstjóra fyrir Namibíu

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.