Þjóðviljinn - 21.12.1976, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 21.12.1976, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 21. desember 1976 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13 Aö tjaldabaki fyrir 30 árum Síöari hluti greinar í sunnudagsblaði endurbirtur vegna brenglunar, sem varð í prentsmiðju Það er margt, sem getur skeð i prentsmiöju I mesta jólaannrik- inu. t siðasta sunnudagsblaði bjóðviljans skrifaði Kjartan Ólafsson greinina ,,AÖ tjaldabaki fyrir 30 árum” og var þar fjallaö um nýjar og stórfróölegar upp- lýsingar um samskipti banda- riskra og islenskra stjórnvalda á árunum 1945 og 1946. Svo tókst til I prentsmiðju, að siðari hluti greinarinnar brenglaðist illilega.svo að tilvitn- anir gengu Ur lagi og lokaorð lentu alls ekki aftast, svo sem bera ber. Siðari hluti greinarinnar veröur þvi prentaður hér að nýju, og von- um við að hann komist að þessu sinni rétta leið i gegnum prent- verkið. Það skal tekiö fram aö greinin i heild er byggð á ritgerð Þórs Whitehead, sagnfræöings er hann birtir i nýjasta hefti timaritsins Skirnir sem út kom fyrir fáum dögum. Þór Whitehead hefur á undanförnum árum stundað ýtar- legar rannsóknir um þessi efni i bandariskum skjalasöfnum og viðar, og byggir hann i grein sinni i Skirni fyrst og fremst á bréfa- viðskiptum þáverandi sendiherra Bandarikjanna i Reykjavik við bandaríska utanrikisráðuneytið. Og svona átti þetta þá að vera i sunnudagsblaði Þjóðviljans: ★ I byrjun ágúst 1946 skrifar bandariski sendiherrann enn til utanrikisráðherra sins og lýsir viðræðunum viö Ólaf Thors og félaga. Nýjar tillögur eru komnar fram af hálfu bandarikjamanna og ummæli Dreyfusar sendiherra eru þessi i endursögn Þórs White- head (Sjá Skirni bls. 158): Um klafa kosningaheita og svikna dúsu „Taldi hann (þ.e. Ólafur Thors) vist að alþingi hafnaöi bandarisku tillögunni vegna and- stöðu við hersetu. Þótt margir þingmenn væru i hjarta sinu hlynntir varnarsamstarfi við Bandarikin væru þeir bundnir á klafa kosningaheita.” — En sá klafi hélt ekki lengi, og nú fer að styttast til hausts. Ólafur Thors viröist hafa velt fyrir sér þeim möguleikum að herstöðvarnar yrðu á nafni ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna og spurst fyrir um það hjá bandarikjamönnum, hvort þetta væri hugsanlegt. Hann fær þau svör að um þetta stoöi ekki að ræða. Og eftir tveggja vikna þóf i leyniviðræðunum, sem hófust 27. júli, þá ber Ólafur Thors loks fram þá tillögu sem siðar leiddi til gerðar Keflavikursamningsins. Litum á bréf Dreyfusar sendi- herra til bandariska utanrikis- ráðherrans frá 13. ágúst 1946 en kafli úr þeim er birtur orðrétt i Skrini (Skirnir bls 159) Þar talar Dreyfus sendiherra um, að ólafur Thors hafi er hann gerði grein fyrir tillögu sinni skir- skotaðtil bandariskra hagsmuna, og hefur þetta eftir Olafi: „...ef við (Bandarikjamenn) fengjum fótfestu (á tslandi) sam- kvæmt áætlun hans, gætum við smám saman aukið grundvall- arréttindi okkar...rétturinn til uppsagnar, að undangengnum fresti, nægði til þess að þjóöernis- sinnaðir islendingar gerðu sig ánægða ...litlar likur væru á þvi að þeir (tslendingar) færðu sér réttinn i nyt.”!! Svona var þá ráðunum ráðið fyrir luktum dyrum bandariska sendiráðsins, en við þjóðina var sagt, að auðvitað ættu banda- rikjamenn aðeins að dvelja hér skamma hrið. ólafur pantar bandarískar þvinganir Enn sem fyrr átti þó Ólafur Thors erfitt með að sjá baki stjórnarsamstarfinu við islenska sósialista, og hann gripur til hinna furðulegustu úrræða i þvi skyni, að fá sósialista til að láta hinn komandi Keflavikursamning ekki varða stjórnarslitum. Gefum Þór Whitehead orðiö en hann byggir hér m.a. á bréfi Dreyfusar frá 13. ágúst (Skirnir bls. 161): „Samningarnir við bandarikja- menn höföu ekki dregið úr áhuga Ólafs Thors á nýju nýsköpunar- ráðuneyti og voru stjórnar- myndunarviðræður á lokastigi. Sú ákvörðun Ólafs að leyna sósialista (sem voru með honum i stjórn) aö mestu gangi samning- anna þjónaði þeim tilgangi að telja „kommúnista á aö sitja hjá viö flugvallarsamninginn fremur en að greiða atkvæði gegn meiri- hlutanum og hætta þar með ráö- herrastólum sinum. „Þá falaðist ólafur eftir bandarlskum hótun- um ,,um að beita lsland þvingun- um.” Og Þór Whitehead heldur áfram: „I viöræðum viö sósiai- ista staðhæfði ólafur, að banda- rikjamenn hótuðu að virða upp- sögn Isiands (á samningnum frá 1941) að vettugi og hann væri þvi neyddur til að ganga að Kefla- vikursamningnum. Meö þvi að leggja málið þannig fyrir vonað- ist Ólafur til þess að hljóta af- lausn Sósialistaflokksins fyrir samningsgerðinni og lengja lif- daga nýsköpunarstjórnarinnar. Sá hængur reyndist á þessari málsmeðferö að sósialistar neit- uðu að ætla bandarikjamönnum þá ósvinnu að sitja áfram á Is- landi i trássi við yfirlýstan þjóðarvilja. I rauninni efaðist Ólafur heldur aldrei um að upp- sögn yrði virt, eins og hann hafði sagt bandarikjamönnum.” Mr. Cumming og ,,einhver stofnun eins og Alþingi." En nú skulum við heyra hvað Cumming, sendimaður banda- riska utanrikisráðuneytis., hefur að segja, þegar kominn er 4. september á örlagaárinu 1946. Hann símar til Washington (Sjá Skirni bls. 162 orörétt): „...Við verðum að neyta allra bragða og knýja forsætisráðherra (Ólaf Thors) til þess að krefjast tafarlausrar ákvörðunar meö eða á móti samningsuppkastinu... á þann hátt að hann leggi að veði pólitiska stöðu sina og þar með framtið stjórnarsamstarfs- ins...ekki má gefa honum tóm til aö koma ábyrgðinni yfir á ein- hverja stofnun eins og Alþingi.Þá yrði máliö ofurselt öllum duttl- ungum islenskra stjórnmála.” Virðing stórveldisins fyrir Al- þingi islendinga er ljós. Og nú renna upp dagarnir i kringum Keflavikursamninginn fyrir röskum 30 árum. Cumming hinn sérlegi sendi- maöur og Dreyfus sendiherra eru iðnir viö kolann. í fimm klukku- stundir sitja þeir yflr Hermanni Jónassyni formanni Fram- sóknarflokksins og fá hann til að lofa sér því „að undir engum kringumstæðum skyldi hann eða flokkur hans starfa með komm- únistum”. (Skirnir bls. 164). Tiu árum seinna varð nú Hermann samt forsætisráðherra i stjórn með „kommúnistum”!!! Þá Kakali gerðist konungs- þjónn Og i bréfi þann 25. sept 1946, 10 dögum fyrir Keflavikursamning- inn segir Dreyfus sendiherra orð- rétt um Hermann: „Þótt hann virðist harma þá tafstöðu innan landsmála, sem hann telur aö ráði núverandi afstöðu sinni er hatur hans á ólafi Thors þvilikt, að honum eru aörar leiðir lokaðar (Þetta minnir á Gizur og Þórð kakala á vist með Hákoni gamla tæpum 700 árum fyrr!) Sem Bandarikjavinur, og það er Her- mann raunverulega, ráðleggur hann okkur, að knýja samnings- uppkastið i gegn eins fljótt og auðið er. Hann telur allar horfur á þvi, að Alþingi samþykki uppkast- ið” Nú vitum við reyndar að Framhald á bls. 18. Happdrætti Þjóðviljans UMBOÐSMENN Austurland Benedikt Þorsteinsson, Ránarstíg 6, Höfn Már Karlsson, Dalsmynni, Djúpavogi Guðjón Sveinsson, Mánabergi, Breiödalsvík Baldur Björnsson, Hafnargötu 11, Fáskrúðsfiröi Alfreð Guðnason, Túngötu 4, Eskifirði Anna Pálsdóttir, Lindargötu 4, Reyðarfirði Hermann Guömundsson, Hafnargötu 48, Seyðisfirði GIsli Jónsson Hafnarbraut 29, Vopnafirði Sigriður Eyjólfsdóttir, Ásbyrgi, Borgarfiröi Sveinn Arnason, Bjarkarhlið 6, Egilsstöðum Guðrún Aöalsteinsdóttir, Otgarði 6, Egilsstöðum Hjörleifur Guttormsson, Neskaupstað Vesturland Sigrún Gunnlaugsdóttir, Vallholti 21, Akranesi Flemming Jessen, Þorsteinsgötu 7, Borgarnesi Bragi Guðmundsson, Bárðarási 1, Hellissandi Kristján Helgason, Brúarholti 5, Ólafsvlk Matthildur Guömundsdóttir, Grundargötu 26, Grundarfiröi Birna Pétursdóttir, Silfurgötu 47, Stykkishólmi Kristjón Sigurösson, Búöardal. Vestfirðir Jónas Eliasson, Hliðarvegi 7, Isafirði Þóra Þórðardóttir, Aðalgötu 51, Suðureyri Guðvarður Kjartansson, Flateyri Friðgeir Magnússon, Þingeyri Unnar Þór Böövarsson, Tungumúla, V-Barðastrandarsýslu Höskuldur Daviðsson, Eyrarhúsum, Tálknafirði Jón Snæbjörnsson, Mýrartungu, A-Barðastrandarsýslu Þorkell Jóhannsson Skólabraut 16, Hólmavik Norðurland vestra Eyjólfur Eyjólfsson, Geitafelli, Hvammstanga Jón Torfason, Torfalæk, viö Blönduós Kristinn Jóhannsson, Héðinshöfða, Skagaströnd. Hulda Sigurbjörnsdóttir, Skagfirðingabr. 37, Sauðárkróki GIsli Kristjánsson, Kárastig 16, Hofsós Kolbeinn Friðbjarnarson, Hvanneyrarbraut 2, Siglufirði Norðurland eystra Haraldur Bogason, Norðurgötu 36, Akureyri Sæmundur Ólafsson, Vesturgötu 3, Ólafsfirði Hjörleifur Jóhannsson, Stórhólsveg 3, Dalvlk Kristján Pálsson, Uppsalavegi 21, Húsavik Þorgrímur Starri Björgvinsson, Garði, Mývatnssveit Angantýr Einarsson, Raufarhöfn. Suðurland Gyða Sveinbjörnsdóttir, Vallholti 23, Selfossi Páll Bjarnason, Stokkseyri Jóhannes Helgason, Hvammi, Hreppum Þorsteinn Sigvaldason, Reykjabraut 5, Þorlákshöfn Bjarni Þórarinsson, Þingborg, Flóa Olafur Auðunsson, Fossheiði 26, Selfossi Sigmundur Guðmundsson, Heiðmörk 58, Hverageröi Birkir Þorkelsson, Héraðsskólanum Laugavatni Hulda Jónasdóttir, Strandarhöfði, V-Landeyjum. Guörún Haraldsdóttir, Þrúðvangi 9, Hellu Jón Hjartarson, Kirkjubæjarklaustri Magnús Þórðarson, Austurvegi 23, Vlk I Mýrdal Jón Traustason, Hásteinsvegi 9, Vestmannaeyjum. Suðurnes Karl Sigurbergsson, Hólabraut 11, Keflavlk Sigurður Hallmannsson, Heiðarbraut 1, Geröum Hilmar Ingólfsson, Hraunbraut 44, Garöabæ Þorbjörg Samúelsdóttir, Skúlaskeiði 20, Hafnarfirði Ragna Freyja Karlsdóttir, Grenigrund 2b Kópavogi Runólfur Jónsson, Reykjalundi, Mosfellssveit Reykjavík Skrifstofa Alþýðubandalagsins, Grettisgötu 3 Gamla afgreiðsla Þjóðviljans, Skólavöröustig 19 Afgreiðsla Þjóðviljans, Siðumúla 6 Opið aila daga á eftirtöldum stöðum: Á gömlu afgreiðslu Þjóðviljans , Skólavörðustíg 19. Á afgreiðslu Þjóðviljans, Síðumúla 6. Á skrifstofu Al- þýðubandalagsins, Grettisgötu 3. Umboðsmenn um land allt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.