Þjóðviljinn - 24.12.1976, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 24.12.1976, Blaðsíða 5
Jólablað 1976 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Skoskir hermenn ganga fram hjá yfirmönnum breska setuliðsins hinn 13. júlí. Úr myndabók Vináttutengsl mynduðust oft á milli breskra hermanna og ís- lendinga. Hér standa þeir i anddyri loftskeytastöðvarinnar í Gufunesi,en hún var geysimikilvæg í stríðinu, þeir Karl Vil- hjálmsson loftskeytamaður þar og Jack Morris. Tekið 20. mars. Skafta Guðjónssonar HERNÁMS- ÁRIÐ 1941 Eitt mesta sviptingaár f sögu islands á þessari öld var áriö 1941. Þá sat hér fjötmennur breskur her og á miðju ári tóku bandarikjamenn við hernáminu og hafa slðan setið sem fastast. Ekki er vitað um tölu hinna er- lendu hermanna þegar þeir voru flestir hér en áætlað er aö þeirhafi verið jafnfjölmennir og alit fullorðið fólk á islandi. t Reykjavík og viða um land risu upp hverfi bragga og ann- arra hernaðarinannvirkja. Er raunar orðið brýnt aö varðveitt verði sýnishorn af þessum byggingum frá striðsárum sem urðu svo örlagarik fyrir litla is- land. Braggar sjást ná vart orðið og hernaðarmannvirki grotna niður um völl og mela. Mikil harka |ilti i sambúð þjóðar og hers á þvi herrans ári 1941 þó að stjórnvöid og ýmsir hópar manna lcgðust I duftið fyrir hinum erlendu herrum. Þeir sem einkuin héldu uppi merkjum þjóðlegrar reisnar og dáiitiu viðnámi voru sósialistar og verkalýðs- hreyfingin með Þjóðvtljann 1 broddi fylkingar. Enda fór það svo að Þjóðviljinn var bannaöur 27. april þetta ár og allir blaða- menn hans fluttir fangnir til Bretlands. Mikilli hörku var bcitt gagnvart verkalýðshreyf- ingunni og sáu Islensk stjórn- völd um að hirta verkamenn að boði útlendinga. Frægust var fangelsun nokkurra verka- manna út af svokölluöu dreífi- bréfsmáli á öndvcrðu árinu. Bretar sáu hins vegar að sér vegna viðbragða út af banninu á Þjóðviljanum og tóku upp mildari stefnu, sáu að þeir gátu ckki svínbeygt þessa útkjálka- þjóð. Þegar landið fylltist heilli þjóð karlmanna, stráka, fuiluin af æskufjöri og ærslurn var ekki að furða þó að kvenþjóðinni væri voði búinn. Og margar lentu þær I ástandinu og lái þeim svo scm cnginn. En is- lenskum strákum likaðiilla sem von var og bundust stundum samtökum um að berja á hel- vítis tjallanum. Heílu stúdenta- fundirnir voru haldnir um ástandið og kvenfélög sendu ályktanir f grið og erg. En ekk- ert tjóaði. Astandsmálin urðu aö hafa sinn gang. Og á hafinu fórnuðu sjómcnn lifíiiu i þcssu stríði svo að hlut- fallslegt mannfall islendinga var sfst minna en margra styrjaldaþjóða. A árinu 1941 voru skotin i kaf Reykjaborg og 13 fórust, Pétursey með 10 mönnum, Hekla með 14 mönn- um,Jariinn með 11 mönnum og llólmsteinn með 4 mönnum. Eróði varð fyrir skotárás og segir frá þvl i sérkafla hér. Stranglega var bannað að taka myndir af her og hernaðar- mannvirkjum. En fslendingar eru þekktir fyrir aö taka litið mark á sliku húmbúkki. Heragi og hermennska er þeim fram- andi. Einn af þeim scm gekk með mvndavél um allan bæ eins og ekkert hefði i skorist var Skafti Guðjónsson bókbindari og komst upp með það. Mynda- safn hans frá slrlðsárunum er vcrðmæt heimild og hér eru birtur hluti af myndasafni hans frá árinu 1941. Til öryggis reif hann samt myndir sem hann hafði tekið af fslenskum nasist- um á kreppuárum út úr albúm- um sinum. Ef bretar grunuöu hann um græsku... —-GEr Fleiri myndir á næstu 6. april. Breskir tundurspillar og eitt breskt farþegaskip á ytri höfninni. Fyrir neöan Rauðará sem er á miöri mynd liggur portúgalska skipið Ourem strandað. Það náðist síðar á flot og komst í eigu íslendinga um hríð og nefndist Auðhumia. f Skafti Guðjónsson bíóvörður í Nýja biói og Andy MacQueen ur herlögreglunni. hermenn i tjaldbúðum. Hér er *> Fyrst i stað bjuggu ameriskir kominn vetur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.