Þjóðviljinn - 24.12.1976, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 24.12.1976, Blaðsíða 7
Jólablað 1976 — ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Churchill og fylgdarlið hans ganga upp bryggjuna. Reykjavík íði bandarikjamanna og bretum aukist baráttuþrek við að sjá for- ingja þeirra leggja i svo tvisýna för. Þetta hefur Churchill verið' ljóst og V-merkið með fingrunum var kannski ósjálfrátt tákn þess. —GFr Hermann Jónasson forsætisráðherra biður um hljóð af svölum alþingishússins. Winston Churchill ætlar að tala. Til hægri er Sveinn Björnsson rfkisstjóri tslands (Myndir tók Skafti Guðjónsson). stjóri og rikisstjórn og tóku á móti breska forsætisráöherranum. Fóru þar fram nokkrar viðræöur og siðan komu þeir fram á svalir Churchili, Hermann Jónasson og Sveinn Björnsson. Hermann Jónasson flutti stutt ávarp og siðan Churchill. Sagði hann ma. að bretar og bandarikjamenn mundu sjá til þess að tslandi fengi fullt frelsi að loknu striði. Næst ók Churchill inn á Suður- landsbraut og horfði þar á mikla hersýningu og heimsótti siöan ýmsar herbækistöðvar i nágrenni Reykjavikur. Þess skal getið að simasam- band út á land var rofið allan þennan dag af öryggisástæðum og hafði það ekki komið fyrir áður nema á hernámsdaginn.Fólk úti á landi leiddi mjög getum að þvi hvað hefði komið fyrir og sumir bjuggust jafnvel við að Reykjavik hefði verið lögð i rúst i loftárás. Einn merkisatburður kom fyrir i þessari íslandsheimsókn Churchill. Þegar hann gekk upp bryggjuna i Reykjavik gaf hann i fyrsta sinn V-merkið með fingrunum sem hann notaði svo oft siðan, sigurtáknið (V merkir victory). Frá sögn af þvi flaug um allt Bretland strax að aflokinni ferðinni. Liklega hefur þessi sjóferð Churchills yfir hið stórhættulega Atlantshaf markað talsverð tima- mót i striðinu. Churchill hafði fengið fullvissu um stuðning Á Suðurlandsbraut var óendanleg röö hermanna. Churchill og Roosevelt yngrisonur Bandaríkjaforseta við alþingishúsið. eðst á Fróða hafnarbakkanum. Þegar skipiö kom að hafnarbakkanum tók lúðrasveitin Svanur að leika sorgarlög. Likkisturnar fimm stóðu á þilfari skipsins sveipaðar isienskum fánum. Allshöfðuþá 50 manns farist frá áramótum og þar af 40 þennan siöasta mánuð. Þjóöin var þvi felmtri slegin. Séra Arni Sigurðsson flutti ræðu af stjórnpalli skipsins og kvað hann islenskum sjómönnum og raunar öllum landslýö vera „tregt tungu að hræra” er þeir minntust hinna föllnu félaga er látið höfðu nú lifiö fyrir villi- mannlegu grimmdaræði. Islensk- ir sjómenn væru hermenn friðar- ins. barátta beirra og starf væri helgað heill og velferö lands þeirra og þjóöar. l”fjeirri baráttu heföi nú íslensk sjómannastétt goldið þung gjöld hörðum örlög- um. (Heimildir: öldin okkar og Virkið i noröri) —GFr Stjórnpallurinn á Fróða eftir árásina. Uppi á h'onum sést eigandi skipsins Þorsteinn Eyfirðingur f sam- ræðum viö Asgeir Asgeirsson bankastjóra, siðar for- seta islands (Myndir tók Skafti Guöjónsson). Hér sést skipsbáturinn sundurtættur, en þeir bræður Gunnar skipstjóri og Steinþór háseti hlutu ólifssár þegar þeir voru að reyna að losa hann. Breskir hermenn á Rallus fylgjast meö komu Fróða til Reykjavikur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.