Þjóðviljinn - 24.12.1976, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 24.12.1976, Blaðsíða 11
Jólablað 1976. — ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 11 Halldór Laxness...,,sneri sann- leiksleit sinni að lifstilveru mann- anna.” Þórbergur Þórðarson: „Snemma hafði hann hneigst til gagnrýni á þjóðfélagið og séð meinsemdir þess.” Jóhannes úr Kötlum: ,,Með hverju árinu sá skáidið dýpra i andstæður timanna.” Haiidór Stefánsson: ..fullskapaður verkalýðshöf- undur með ákveðið sósialiskt sjónarmið.” Guðmundur Böðvarsson: „...skáld af náð lands sfns og tungu.” „Rauöir pennar” á síöum Þjóðviljans Þáttur af menn- ingarmálaskrifum í Þjóðviljanum á fyrstu árum blaðsins hinna, heidur vaxið eðlilega upp úr veruleikanum sjálfum... Með „Dauðanum á 11. hæð” kemur Halldór fram sem fullskapaður verkalýðshöfundur með ákveðið sósialistiskt siónarmið”. Jóhannes ritdómari Fyrstu 2 ár Þjóðviljans var ekki mikið um eiginlega ritdóma i blaðinu, nema þeir dómar sem Jóhannes úr Kötlum skrifaði um ljóðabækur ungra skálda, svo sem Guðmundar Böðvarssonar, Jóns úr Vör og Steins Steinars. Hér skal minnst á tvo þeirra. í Guðmundi býr gáfan 1 desember 1936 ritaði Jóhannes um „Kyssti mig sól” Guðmundar: „Þegar ég frétti að bóndi einn uppi i Borgarfirði ætl- aði að gefa út ljóð sín nú fyrir jólin, fór ég strax að hlakka til, þvi að þau kvæði, er ég hafði séð eftir hann i timaritum, lofuðu fögru... Náttúrulega hefstbókin á kvæði um Skorradalinn, hugsaði ég með sjálfum mér, en — nei, ónei, Til þin, Mekka, heitir það, mjög lystilega orkt... Hvers vegna er nú þessi borgfirski bóndi að yrkja um Mekka, — já hvlorti ég, Dalamaðurinn i húð og hár, um Jórsalaförina hér um árið? ... Útþrá hins snauða, einangraða kynstofns segir til sin, forvitni hins skyggna anda, sem hrópar á rýmri sjónviddir, en umfram allt vanmáttartilfinning kotungsins, sem örvæntir um leið og sól himins hnigur til viðar og vogar ekki að krefja samfélagið um aðra sól... Guðmundur Böðvars- son er enn ekki það sveitaskáld sem eftirvænting timans er svo þrungin af ... Samt er hann skáld af náð lands sins og tungu — þjóð- in mun einnig lita til hans I náð, þakklát fyrir þessa bók. Það eru ekki margar ljóðlindir á Islandi sem streyma ljúfari, tærari, eðlisrikari en hans... 1 þessum manni býr einmitt gáfan til að hefja ósk stéttar sinnar til æðra lifsforms, bregða leiftrum inn á hið mikla framtiðarland sem fyrir stafni er — landsins þar sem yrkjandi bóndinn og yrkjandi skáldið munu eitt sinn fagna lffi og list i hinni fegurstu einingu”. Ekki lengur dreifðir þættir Um ..Ljóö” Steins Steinars frá 1937 skrifar Jóhannes ma.: „Hræddur er ég um að þessári þjöð langlokunnar, stuðlanna og höfuðstafanna bregði heldur en ekki i brún.Hér er allt þverbrotið sem við hinir flestir höfum lagt metnað okkar i, — hér koma ör- stutt kvæði, flest órimuð, eða þá, ef þau eiga að heita rimuð, sisær- andi hvert heiðarlegt brageyra með of löngu stuðlabili eða öðrum þessháttar leiðindum. Og bygging kvæðanna að öðru leyti er oftast með öðrum hætti en vér höfum átt að venjast. 1 stað hinna dreifðu þátta i lýsingu, frásögn eða boð- skap vorra gömlu og góðu kvæða er hér leitast við að draga alla þræði saman i einn kjama, — það er einbeitingin að hinu sérstaka til aðlögunar hinu sameiginlega sem ljóðstill þessi leggur áherslu á. Þess vegna nýtur hann sin ekki nema i stuttu kvæði, og er langt- um viðkvæmari fyrir mistökum en vor gamli still, en lika aftur á móti þeim mun áhrifameiri ef vel tekst”. Fjármagn! ekki rimlaus kvæði Jóhannes vikur siðan að efni ljóðanna og finnst það ærið vonarsnautt. Hann spyr: „Er hér á ferð enn ein af hinum lifsleiðu skartsálum borgarastéttarinnar, sem er að reyna að hylja tóm og trega hrörnunarinnar nýjum silki slæðum?”. Jóhannes svarar með þvi að greina frá uppruna skálds- ins i sveitinni fyrir vestan og heldur siðan áfram: „Svo sem vænta mátti, dró höfuðborgin, miðstöð nýsköpunarinnar I þjóð- lifi voru, hann brátt til sin, — arfur kúgunarinnar i veru hans hóf leitina þar að endurlausn sinni og hlaut viðþol um sinn. Ahuginn kviknaði, trú ungs manns á tilgang sinn og lifs sins, sem sjá má viða i fyrri kvæðabók hans (þe. Rauður loginn brann, 1934). En þegar til kom, hafði hin unga Reykjavik ekkert með þetta frelsishneigða, óhagræna af- kvæmi islenskrar piningar- historiu að gera. Hana vantaði fjármagn en ekki rimlaus kvæði. Hana vantaði útgerðarmann, en ekki vafasamt skáld”. Bylting hans er hér Jóhannes vitnar i nokkur kvæði Steins og kveður upp dóm sinn: „Alltber að sama brunni um það, að hér er ekki um að ræða venju- lega hnignunarbölsýni borgar- ans, heldur hina yfirþyrmandi sorg öreigans, sem fyrir tvö þúsund árum sat úti i garði við hlið Jesúbarnsins og hlustaði á leyndarmálið um frelsun heims- ins, en er nú tekinn að örvænta um framtið sina og sigur. Þjáning hanser að visu ekki skilgreind, en hún er hér, — bylting hans ekki prédikuð, en hún er hér”. Endingargóðir dómar Eins og sjá má af þvi sem til- greint hefur verið úr Þjóðvilja fyrstu áranna, voru menn harla vissir um sögulega þýðingu timanna, og það sem meira var: það mat sem menn lögðu á samtið sina hefur reynst býsna haldgott. „Hrimhvita móðir” Jóhannesar úr Kötlum fær 4ra dálka uppslátt á forsiðu blaðsins, „íslenskur aðall” Þórbergs Þórðarsonar er kynntur i bak og fyrir með tveim viðtölum við höfundinn, útkoma á bókum Laxness ævinlega forsiðu- efni. En skrifuðu menn bara um hina stóru viðburði menningarlifsins? Og var engu sinnt nema bók- menntum? Þurfti allt að hafa flokksstimpil til gæðaákvörð- unar? Ekki var það svo. Menningarframtak fjöldans Bæði leiklist og tónlist taka til- tölulega mikið rými i blaðinu og getið er um þær fáu myndlistar- sýningarsem haldnar eru. Sett er fram sérstök stefna i leikhús- málum þegar á fyrsta hausti (um val leikrita, um kröfur til leikara og áhorfenda), og á öðru hausti efnir leiklistardómarinn, Gisli Asmundsson, til ritdeilu við for- mann Leikfélagsins um þessar menningarkröfur. Myndarleg grein er birt um Karlakór verkamanna á 5 ára af- mæli hans og farið viðurkenn- ingarorðum um menningarstarf söngstjórans, Hallgrims Jakobs- sonar. Birtar voru greinar um alþýðu- höfunda eins og Káinn, Ingunni frá Kornsá og Guðmund Inga á Kirkjubóli, talað við Matthias Þórðarson á 75 ára afmæli Þjóð- minjasafnsins og birt eftirmæli um Einar H. Kvaran og Bjarna Þorsteinsson tónskáld. Dægurbaráttu fagnað Þjóðviljinn var þvi ekki ein- göngu blað hins stefnufasta boð- skapar, þó að hann sæti i fyrir- rúmi. En vitanlega var ein- lægur fögnuður blaðsins yfir pólitisku framlagi rithöfunda til dægurbaráttunnar. Fyrsta árið var forsiðan amk. þrisvar lögð undir ræður og ávörp Halldórs Laxness um sameiningu vinstri manna. Rætt var við Ólaf Jóhann Sigurðsson 18 ára, þriggja bóka höfund á leið út i heim: „Alitur þú möguleika fyrir þvi að fslenskur höfundur geti haft áhrif meö verkum sinum gegn fasism- anum?” — „Möguleikarnir eru ótviræðir, en það verður að nota þá betur. Rauðir pennar eru að visu glæsileg byrjun i þeim efnum, en ég álit að rithöf- undarnir og stúdentar ættu að hafa skipulagðara starf I þessu aðkallandi máli. Skáldin eiga að vera samviska þjóðarinnar og láta hiklaust i ljós skoðanir sinar”. Til þeirra sem hima Og hiklaus var Þórbergur Þórðarson i kosningagrein sinni vorið 1937 „Til þeirra sem hima hikandi”: „1 nafni þekkingar minnar á islensku ihaldi, á nas- isma og nasistiskum blóðterror sný (ég) mér til yðar, háttvirtu kjósendur, og skora á yður að ábyrgjast islensku lýðræði, islenskri menningu, islensku mannorði, sigur Einars Olgeirs- sonar á sunnudaginn. — Ég vil að lyktum leggja afdráttarlausa áherslu á það, að þessi áskorun er ekki sprottin pf minnstu óvild til sósialdemókratanna enda stefni ég nær þeim i stjórnmálaskoð- unum en kommúnistum...Ég sé enga aðra leið en þessa til þess að vera viss um ósigur hins ósiðaða islenska ihalds og nasisma”. Og lýkur hér samantekt á þvi, hvernig Þjóðviljinn gerðist merkisberi menningarinnar meðal islenskra dagblaða og forystuafl i þeirri sveit. 1 október 1976 Hjalti Kristgeirsson Steinn Steinarr: „...byiting hans ekki prédikuð, en hún er hér.” Hallgrimur Jakobsson: Menning- arstarf söngstjóra Karlakórs verkamanna. Óiafur Jóhann Sigurðsson: „Skáidin eiga að vera samviska þjóðarinnar og láta hiklaust i ljós skoðanir sinar.” Einar Olgeirsson: „...skora á yður að ábyrgjast islensku lýð- ræði, islenskri menningu, is- lensku mannorði, sigur Einars Olgeirssonar á sunnudaginn.” (Þórbergur)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.