Þjóðviljinn - 24.12.1976, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 24.12.1976, Blaðsíða 25
Jolablað 1976. — ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 25 Afturhvarf Emmu Línu Saga eftir James Thurber Myndskreyting: Kristján Kristjánsson Emma Lina virtist i engu frá- brugðin þeim holdskörpu, mið- aldra konum, sem bregður fyrir augu i neðanjarðarbrautinni, eða yfirdiskinn i einhverri smábæjar- búðarholu og sem þú gleymir jafnharðan. Hárið var þunnt og óbragglegt, andlitið sviplausl og röddinni hef ég gleymt. Það var bara rödd. Hún færði okkur með- mælabréf frá einhverjum kunn- ingja, sem vissi að við ætluðum til sumardvalar á Vineyard eyju og vantaði eldabusku. Við réðum hana, af þvi ekki var öðrum til að dreifa og okkur sýndist að hún myndi duga. Hún kom til okkar á hótelið i Fertugasta og fimmta stræti, daginn áður en við ætluð- um að leggja af stað og við leigð- um handa henni herbergi til næturinnar, þvi hún átti heima einhversstaðar langt uppi i bæ. Hún sagði að eiginlega ætti hún að fara þangað og segja upp her- berginu, en ég sagðist skyldi sjá um það. Emma Lina var með stóra, brúna og skælda ferðatösku og blendingshund (Bull ternier). Hann hét Túlli og Túlli var seytján ára og umlaði og urraði og hnusaði sinkt og heilagt. En við þurftum eldabusku og féll- umst á að leyfa Túlla að fljóta með, ef Emma Lina annaðist hann og sæi um að hann þvældist ekki fyrir okkur. Það hlaut að verða hægðarleikur, þvi hann lá kyrr og kumrandi hvar sem Emma lagði hann frá sér, þangað til hún tókhann upp aftur. Ég sá hann aldrei ganga. Emma sagðist hafa átt hann siðan hann var hvolpur. Hann var aleigan hennar i heiminum, sagði hún okkur og það döggvuðust i henni augun. Ég var ósnortinn, en fór hjá mér. Ég Ég skildi ekki hvernig nokkrum gat þótt vænt um Túlla. Ég varð ekki andvaka útaf Emmu og Túlla aðfaranótt dags- ins eftir að þau komu, en það varð konan min. Um morguninn sagði hún mér að hún hefði legið lengi vakandi og hugsað um eldabusk- una og hundinn hennar, þvi þau orkuðu eitthvað undarlega á hana. Hversvegna, vissi hún ekki. Þótti þau bara skritin á einhvern hátt. Þegar við vorum ferðbúin og þaö var um þrjúleytið um daginn, þvi við frestuðum hvað eftir ann- að að láta niður, hringdi ég á herbergi Emmu, en hún svaraði ekki. Það var að verða framorðið og við óróleg, þvi að Fall River ferjan átti að sigla eftir tvo tima. Okkur var óskiljanlegt hvers- vegna við höfðum ekkert heyrt frá Emmu og Túlla. Og það varð ekki fyrr en klukkan var orðin fjögur. Þá var drepið hæversk- lega á svefnherbergishurðina, ég opnaði hana og þar voru Emma og Túlli komin. Túlli i fanginu á henni hnusandi og hnerrandi eins og nýdreginn af sundi. Konan min sagði Emmu að setja niður i töskuna, þvi að við vær- um rétt að fara. Emma sagði að allt væri komið niður i töskuna, nema rafmagnsviftan og hún kæmist ekki fyrir. — Þúþarftenga rafmagnsviftu á Vineyard, sagði konan min. Þar er svalt, meira að segja á daginn og næstum kalt á næturnar. Og þar að auki er ekkert rafmagn i bústaðnum, þar sem við verðum. Emma Lina sýndist i öngum sinum og hún virti andlit konu minnar fyrir sér. — Þá verð ég að finna upp á einhverju öðru, sagði hún. Kannski get ég látið vatnið renna á nóttinni. Við settumst oæði og störðum á hana. Um stund heyrðist ekkert nema andateppusogin i Túlla. — Hættir hundurinn þessu aldrei? spurði ég hálfargur. — O, hann er bara að tala, svaraði Emma. Hann er alltaf að tala, en ég skal halda honum i herberginu minu svo að hann trufli ykkur ekkert. — Fer hann aldrei i taugarnár á þér? spurði ég. — Hann myndi kannski ónáða mig á nóttinni, svaraði Emma, nema af þvi að ég hef rafmagns- viftuna i gangi og læt ljósið loga. Hann hefur ekkert hátt, þegar bjart er, þvi hann hrýtur ekki. Ég tek einhvernveginn ekki eftir honum, þegar viftan er i gangi. Ég set pappaspjald fyrir spaðana og þá tek ég ekki svo mikið eftir Túlla. En kannski get ég látið vatnið i herberginu renna alla nóttina i staðinn Ég sagði: — Humm! Svo stóð ég upp og blandaði sjúss handa mér og konunni. Viö höfðum ekki ætlað að fá okkur einn litinn fyrr en á ferjunni, en nú fannst mér það orðið tima- bært. Konan min þagði yfir þvi við Emmu, að það var ekkert rennandi vatn i herberginu henn- ar á Vineyard. — Við höfum haft áhyggjur af þér Emma, sagði ég. Ég hringdi i herbergið þitt og þú svaraðir ekki. — Ég svara aldrei i simann, sagði Emma, þvi mér verður alltaf svo hverft við. Svo var ég þar heldur ekki. Ég fór aftur til frú McCoy i Sjötugusta og átt- unda stræti. Ég lét glasið siga: — Þú fórst aftur i Sjötugasta og áttunda stræti i gærkvöldi? át ég upp. — Já, herra, sagði hún. Ég varð að segja frú McCoy að ég væri að fara i burtu og yrði þar ekki um tima. Frú McCoy er hús- eigandinn. Svo sef ég heldur aldrei á hótelum. HUn leit i kringum sig i her- berginu: — Þau brenna, sagði hún svo. Það kom i ljós að Emma Lina hafði ekki einasta snúið aft- ur i Sjötugasta og áttunda stræti kvöldið áður, heldur hafði hún gengið alla leið og borið Túlla. Hún hafði verið einn eða tvo klukkutima á leiðinni, þvi Túlli vildi ekki láta bera sig langt ieinu ogþessvegna varð hún að stansa við aðrahverja húsalengju og leyfa honum að liggja smástund á gangstéttinni. Og ekki hafði hún verið fljótari til baka. Svo virtist, sem Túlli vaknaði aldrei fyrr en eftir hádegi. Þessvegna var hún svona sein fyrir. Henni þótti það leitt. Við hjónin litum hvort á annað og á Túlla og drukkum i botn. Emma Lina var ekki hrifin af tilhugsuninni um að eiga að fara i leigubil til hafnarinnar, en eftir tiu minútna bænir og fortölur fékkst hún loks inn i bilinn. — Láttu hann fara hægt, sagði hún. Við höfðum nægan tima og ég sagði bilstjóranum að taka það rólega. Emma var alltaf að stökkva á fætur og ég að draga hana niður i sætið aftur. — Ég hef aldrei áður komið upp í bil, sagði hún. Hann fer ægi- lega hratt. Og af og til gaf hún frá sér mjó hræðsluiskur. Bilstjórinn snéri sér við og glotti: — Þér eruð á grænni grein með mér, frú, sagði hann. Túlli urraði að honum. Emma beið þar til hann hafði snúið sér undan, hallaði sér að konunni minni og hvislaði: — Þeir eru allir i kókaini! Túlli fór nú að gefa frá sér nýtt hljóð. Einskonar angistargjamm. — Hann er að syngja, sagði Emma. Hún flissaði undarlega, en and- litssvipurinn breyttist ekki. — Ég vildi að þú hefðir sett skotann, þar sem hægt væri að ná til hans, sagði konan min. Hafi Emma Lina verið hrædd við leigubilinn, þá var hún skelf- ingu lostin við Fall River ferjuna, Priscillu. — Ég held ég treysti mér ekki, sagði hún. Ég held ég þori ekki um borð i skip. Ég vissi ekki að þau væru svona stór. Hún stóð eins og rótföst á bryggjunniog faðmaði Túlla. Svo hlýtur hún lika að hafa kreist hann fast, þvi hann skrækti. Hann skrækti eins og kvenmaður. Við hrukkum öll i kút. — Þaðeru eyrun, sagði Emma. Honum er illt i eyrunum. Að endingu fengum við hana til að fara um borð og þegar þangað var komið og inn i far- þegasalinn, sljákkaði skelfingin. Svo rak eimblistran upp þrjú brottf araröskur, sem skóku Manhattaneyju. Emma Lina stökk á fætur og hljóp af stað, sleppti ferðatöskunni (sem hún hafði neitað að láta i hendurnar á burðarkarlinum), en hélt utan um Túlla. Ég greip hana við land- ganginn. Skipið var komið áf erð, þegar ég sleppti handleggnum á henni. Það tók mig langan tima að fá Emmu til að fara til klefans sins, en það tókst að lokum. Það var innri klefi, en henni virtist standa á sama um það. Ég held hún hafi orðið hissa að sjá að hann líktist venjulegu herbergi og að þar inni var rúm og stóll og þvottaskál. Hún lagði Túlla frá sér á gólfið. — Ég held að þú verðir að gera einhverjar ráðstafanir vegna hundsins, sagði ég. Mér skiist að þeir taki þá og geymi einhvers- staðar og svo fái maður þá um leið og maður fer. — Nei, það gera þeir ekki, sagði Emma. Liklega hafa þeirekki gert það i þessu tilviki. Ég veit það ekki. Ég lokaði dyrunum hjá Emmu Linu og Túlla og fór. Þegar ég kom i okkar klefa, var konan mina drekka óblandaðan skota. 1 kulinu eldsnemma næsta morgun,fórum viðmeðEmmu og Túlla i land i Fall River og svo i leigubil yfir til New Bedford og þar umborð i litla áætlunarbátinn til Vineyard. Hver áfangi var lik- astui- þvi að verið væri að lokka bardagafúsan fylliraft út úr næt- urklúbbi, þar sem hann imyndar sér að hann hafi verið móðgaður. Um borð settist Emma á stól og eins langt úr sjónmáli við sjóinn og við varð komið, lokaði augun- um og hélt utan um Túlla. Hún hafði l'leygt jakka yfir Túlla, ekki bara til að halda á honum hita, heldur lika til að koma i veg fyrir að yfirmenn skipsins tækju hann af henni. Ég leit inn af þilfarinu við og við, til að sjá hvað henni liði. Égsá ekki betur en allt væri i besta gengi, þar til fimm minút- um áður en báturinn renndi að bryggjunni i Woods Hole, eina viðkomustaðnum á leiðinni frá New Bedford til Vineyard. Þá varð 'l'ulli veikur. Eða þvi hélt Emma að minnsta kostifram. Ég fékk ekki séð að hann væri öðru- visi en hann átti að sér. Andar- drátturinn var eins sjúklegur og hnökróttur og vant var. En Emma uppástóð að hann væri veikur. Hún var með tárin i aug- unum. — Hann er alveg fárveikur hundur, hr. Thurman, sagði hún. Ég verð að fara með hann heim. Af þvi hvernig hún sagði „heim”, vissi ég við hvað hún átti. Hún átti við Sjötugasta og áttunda stræti. Báturinn var bundinn við bryggjuna i Woods Hole. Hann var hreyfingarlaus og við heyrð- um af þilfarinu, skarkalann i hásetunum, sem voru að taka flutning um borð. — Hér fer ég i land. sagði Emma ákveðin, eða allar götur með meiri festu en hún hafði sýnt af sér áður. Ég útskýrði fyrir henni að við yrðum komin heim eftir hálftima og þá yrði allt i himnalagi. Þá yrði allt aldeilis dásamlegt. Ég sagði að Túlli yrði þá eins og nýr hundur. Ég sagði henni að fólk sendi sjúka hunda út á Vineyard Framhald á bls. 39

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.