Þjóðviljinn - 24.12.1976, Blaðsíða 31

Þjóðviljinn - 24.12.1976, Blaðsíða 31
Jólablað 1976. — ÞJÖÐVILJINN — SIÐA31 Teikningar: Siguröur Örn Brynjólfsson .en á pappirunum eiga þeir ekkert. Ekki einu sinni bót fyrir gljástrokinn þarminn á sér. búinn aö komast aö þvi. En til hvers? Æ hann mundi það ekki lengur... þetta var allt orðið svo flókið; niðurstaöan sem forsend- umar byggðust á sem hann mundi ekki lengur hverjar voru sögöu það. Hann yrði semsé að fá sér bil. Og sá græni.. hann var enn á sölunni. Tiu dagar... kannske hafa menn ekki rekist á hann. Eða var salinn ekki að segja allan sannleikann. Treystu engum. Hvernig gat hann vitað það? Og vigseðlarnir... gat hann fengið fleiri?? Guðvefur sá ekkert nema þann græna. Hann talaði við kunningja sinn um vigseðlana.. hvort þeir mættu vera hærri? Já já það var sko i lagi. Fáum bara einn i öðrum bánka, alltilagi. Höfum tvo á hundrað og einn á tvö. Svo færðu fimmtiu hjá honum Oklán... hann lánar... svo- litlir vextir... en það er ekkert. Og allt var klárt. Guðvefur hafði fengið fyrir þeim græna. Nú var bara að hafa hraðann á og kaupa. Margir voru aö spekúlera sagði salinn... tíu dagar... en var það satt? Var það ekki brella... sölubrella? En hann var fal- legur... Guðvefur skyldi fá hann þótthann yrði að fá sér einn vig- seðil i viðbót. En hvernig færi hann að þessu... var alltilagi með bilinn? Treystu engum. Hann fékk Gauja pust tilað fara með sér að skoða. hélt hann, Gaui þekkti bila. Hafði hann nokkra astæðu tilað ljúga? Nei nei Gaui var af allt öðru méii... hann var máske i skökku munstri einsog Guðvefur. en þekkti öll. Hélt sig samt viö þaö skakka. Þeir fóru á söluna. Guðvefur varglaðurog hjartað sló ögn örar en venjuleá^LlJ ú skyldi hann ekki láta blekkjasl.. nú skyldi hann sýna þeimTytiJ hann var enginn auli. Hann Kunni á þetta alltsam- an. Nógir'vigseðlar... alltilagi... ekkertbókhald. Og sá græni hafði ekkert breyzt... hann var jafnvel ennþá flottari en siðast; einsog hugmynd sem verður áþreifanleg framar öllum vonum... alveg óvart. Hvernig list þér á hann Guðjón? ER hann ekki glæsilegur.. er þetta nokkurt vtrð? Og nagladekk hverjum bil. Þetta væri besti bill af þessari tegund sem hann gæti fengið. Og Guövefur trúði þvi. Salarnir voru svo sannfærandi. Þeir vissu þetta lika örugglega allt... hélt hann.. það var þeirra vinna. Hann langaði oft til að kaupa, en það var of mikið... Hvernig stóð eiginlega á þessu... afhverju gat hann aldrei neitt? Fór hann eitthvaö ver með peninga en annað fólk? Hvemig gátu menn si og æ verið að kaupa bila... meiraaðsegja sýndist honum flestir bilar á götunum vera nýir, eða að minnsta kosti nýlegir. Hafði hann lægra kaup en annað fólk? Nei... nei nei það var ósköp svipað... svona i meðallagi. Margir með það kaup áttu bila og jafnvel hús, altént ibúð. En Guðvefur leigði, og átti ekkert... bara vilyrði fyrir tveimur vig- seðlum uppá hundrað hvorn. Hann fór að ræða þessi mál við kunningja sina. Þá komst hann smátt og smátt að þessu öllu. Sá hvernig i öllu lá. Bölvað fifl hafði hann alltaf verið... auðvitað hugsuðu ekki allir einsog hann. Sennilega var hann eini maðurinn á landinu sem hugsaði einsog hann. En þeir voru meö vigseðla i gangi. Um að gera að skulda sem mest sögöu þeir. Þá borgarðu minni skatta sjáðu. Svo étur verð- bólgan þetta alltsaman; hundrað i dag er ekkert á morgun. Fáðu þér bara vigseðla, marga seðla I mörgum bönkum. Um að gera. Svo borgarðu þennan vig- seðil með öðrum og koll af kolli. Þetta er einsog hvert annað spil ... kanntu ekki að spila? Jú Guövefur kunni Ólsen og Svartapétur, hann gat ekki neitað þvi... En geta þá allir fengiö vig- seðla? Já já allir sem eitthvað vilja geta logið út vigseðla maður. Það er alltaf vont aö fá vigseðla, en samt fá þá allir... reyndu bara. Allir græða á öllum sjáðu... hver hugsar um sitt. Salinn vill fá sem mest fyrir bilinn, þú vilt borga sem minnst. Allir þurfa að græða. Þú mátt ekki trúa öllu sem þér er sagt. Salinn segir aö bilarnir séu góðir... hann veit það... en hann gleymir kannske að segja þér eitthvaö. Kannske vantar kúp- línguna i bilinn. Hann segir þér það ekki. Þú kaupir... þú verður að ákveða það sjálfurhvað er gott og hvað er vont. Salinn þekkir þig ekki þegar þú ert búinn að borga. Hver ert þú segir hann. Hann vissi ekkert um að að kúplínguna vantaði og að annað skítbrettið væri ónýtt. Hann gleymdi að segja þér þaö... auðvitað viljandi. Þú gleymdir að skoða það. Maður lýgur ekki á meðan maður segir ekki allan sannleikann... er þaö? Þú verður að læra á þetta Guð- vefur minn. Fyrst ertu svikinn og svo er stolið frá þér. Hver hugsar um sitt, það er mórallinn... siöferðið. Mórall er siðferði og siðferði er munstur... þú ert I skökku munstri. Það þykir fint i þessu þjóðfélagi að svikja undan skatti... allir reyna það. Það er munstrið. Og hverjir borga svo skattana? Ekki burgeisarnir sem reka fyrirtækin, nei, nei, ekki þeir sem eru með svokallaðan sjálf- stæöan rekstur, o nei Guövefur minn. Þeir græða mest, hafa mesta penínga, skulda mest og eiga mest.. en á pappirunum eiga þeir ekkert. Ekki einu sinni bót fyrir gljástrokinn þarminn á sér. Samt kvarta þeir mest undan háum sköttum. Nei Guðvefur minn, það eru þeir sem hafa lægst launin sem borga skattana. Verkamenn og þeir sem vinna hjá riki og bæjum. Þeirsem vinna hjá öðrum, þeir sem selja vinnu sina, sjálfan sig. Þetta fólk borgar skattana, heldur öllu gángandi... allri samhjálp þjóðfélagsins. Allt sem sagt er að borgaö sé af þvi sem kallaö er almannafé borgar þetta fólk. Þjóðfélagið er svona. Burgeisarnir vilja ekki breyta neinu... þeim liður vel þótt þeir eigi ekkert. Status quo er þeirra mottó. Óttinn við breytingar er þeirra einkenni. Stöðugt ástand, áframhaldandi hringekja. Snjó- kúlur hlaða utaná sig uns þær sprínga. Kannske springur þetta allt... nema statuskvóiö verði lagt niður. Þjóðfélagið er hlægilegt Guðvefur minn. Þú skalt engum treysta... þvi enginn treystir þér. Allt snýr öfugt, athugaðu þaö... fyrst er logið að þér svo ertu svikinn. Og allir brosa. Þetta rúllar allt áfram, það er alltilagi. Enginn hefur neina ábyrgðartil- finningu... þetta er leikur. Raunverulega er öllum alveg sama. Berðu ekki virðingu fyrir neinum... ekki peningum heldur, allrasistpeningum. Mundu að allt er öfugt. Ef einhver segir eitthvaö við þig þá á hann við allt annað þveröfugt. En getur þetta verið satt? Guövefur átti bágt með að trúa þvi. Eru mennirnir svona vondir? Eða eru þaö aðstæðurnar sem gera þá svona; aðlaga þeir sig bara aðstæðunum? Þeir skapa aðstæðurnar sjálfir... eða hvað?... jú Guðvefur sá ekki betur. Mennirnir aðlaga sig sinum eigin aðstæðum.. aðstæðum sem þeir skapa sjálfir. Þetta er alltof flókið fyrir mig hugsaði hann. Hafði hann lifað i skökkum heimi... voru hans aðstæður allt aðrar en hinna.... það hlaut að vera... hann varð að setja sig inni þetta, skipta um aðstæður. Hætta að vera i skökk- um heimi, fá sér nýtt munstur. En hvernig getur þetta við- gengist... þurfa menn ekki að borga á endanum... einhvertima fellur siðasti vigseðillinn... er það ekki spurði Guðvefur? Þá ertu löngu dauður vinur, sögðu þeir, ... eða borgar bara ekki. Það er alltilagi að borga ekki. Margir borga aldrei... Þetta er leikur. Er maðúr þá ekki dæmdur og lokaður inni ef maður borgar ekki? Dæmdur og dæmdur. Fyrst þarf að rannsaka... svo að meta og dæma. Allt tekur lángan tima sjáðu... Ef þú ert búinn að vera lengi i þessu... skuldar marga vigseðla og átt vont bókhald ... og helst ekkert ... þá er alltifina. Þetta tekur mörg ár... kannske hundrað.. og þú færð þér nýja seðla á meðan. Svo eftir dúk og disk ertu dæmdur... þá er þetta ekkert... verðbólgan étur þetta alltsaman. Borgar kannske smá sekt.... sem var stór fyrir hundrað árum, en núll i dag. Ef bókhaldið hefur verið mjög gott... allt er klárt... allt kemst upp, öll svikin... þá ertu máske dæmdur i fángelsi. En það var lika alltilagi... menn eru aldrei settir inn. Vertu bara i flokki... þá er alltífina. Þá verðurðu ekkert lokaður inni. En ef fer mjög ílla og þú lendir inni þrátt fyrir allt... þá er lika allti- lagi... þú getur meiraaðsegja braskað áfram á öðrum nöfnum. Lifið er leikur. Svo ertu náðaður eftir árið fyrir góða hegðun... eða á afmæli Arngrims lærða eða Skúla fógeta, kannske á afmælinu þinu. Nóg af afmælum. Þú getur meiraaðsegja ráðið þvi sjálfur hvenær þú ert leystur út... ef þú athugar dagatalið. Hvenær er stórafmæli? Þú getur ráðið þessu öllu sjálfur ef þú bara nennir... lifið er leikur, leikur að stráum, leikur að hálmstráum útí haga... Og Guðvefur fór að hugsa málið. Grevilli hafði hann verið vitlaus. Hann velti þessu lengi fyrir sér... gat þetta verið satt? Var allt svona? Voru mennirnir svona vondir? Eða voru þeir ekkert vondir? Snéri allt öfugt? Hverju átti hann að trúa... átti hann engum að trúa... engum manni? Hverjum? Sjálfum sér? Gat hann það ef engum var að treysta... gat hann treyst sér? Treystu menn bara sjálfum sér og engum öðrum? Eða alls engum? Þetta var skritið. Ef þú treystir engum, þá treystir þú ekki sjálfum þér... eða er það? Nei hugsaði Guðvefur.. nema náttúrulega ef maður telur sjálfan sig ekki með. Já auðvitað ... enginn telur sjálfan sig með. Þannig liggur i þessu. Gat hann þá fengið vigseðla og keypt sér bil? Hann varð að fá sér bil.. hann vissi það... var löngu Gaui sagði ekkert. Hann gekk i kríngum bilinn.. horfði á hann. Andlitið sviplaust, hendur i vösum. Toppbill sagði Guðvefur... hvar er salinn... best að ljúka þessu strax. Fara á bilnum. Göðan daginn góðan daginn sagði salinn og sló i herðar Guð- vefs svo vindilaákan þyrlaðist bakvið annað eyrað og niðrá frakkann. Þú varst hérna um daginn... var það ekki... ert að spekúlera. Ekkert til á tvö... ha ha... Þetta er ekta bill... allt nýskverað sjáiði... Undirvagninn aldrei betri sko... og kassinn nýupptekinn. Margir að spekúlera sjáiði sko... fjögur og fimmtiu á borðið. Ekki minna... algert lágmark. Gjafpris. Skil ekkert i honum að vilja ekki meira... stráknum. Má ég kikja á vélina spurði Gaui og opnaði vélarrúmið... Jú jú alltifina... sko. Ég þarf að skreppa aðeins, þið kikið á ’ann á meðan strákar... og talið svo við mig. Og salinn vatt sér inná kontórinn og lokaði. Er ekki góð i honum vélin Guðjón, spurði Guðvefur og var kátur. Er ekki óþarfi að vera að þessu fikti? Hún er einsog ný er það ekki? Hvað ertu að pota og toga? Það er endaslag i henni, hann á ekki mikið eftir þessi... keyrður sextiu... vélin er að gefa sig. Þetta eru svo litlar vélar... Ha? Endaslag.... er það nokkuð .. er ekki alltilagi? Nei vinur, hún er að gefa sig vélin, mér list ekki á hana. Hún fer að fara vinur... þær eru svo litlar þessar vélar. Svo keyra menn svo ílla. Hamast á þessu einsog þeir geta. Vélar þola ekki la'ti... það þarl að iara vel að velum... tala við þær... hlusta á þær... fylgjast með þeim. Þessi er að gugna... hún er útpiskuð. Dina- IflllTÍIflGll I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.