Þjóðviljinn - 24.12.1976, Blaðsíða 39

Þjóðviljinn - 24.12.1976, Blaðsíða 39
Jólablaö 1976. — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 39 Berlln brennur : morgun einn var klúbburinn horfinn kynþátta sem þeir teljast til. En fullvissa yöur um að þangað koma ekki aðrir en islendingar. — Hr.doktor.ég er ekkiaötala um það. Ég er að tala um svokall- aða landa yðar, sem standa á lista sem við höfum undir hönd- um og eru af óæskilegum kyn- þætti. Það verðið þér að skilja. Þeir hafa ekki aðgang að klúbb- um eða öðrum oþinberum stofn- unum hér, eins og yður ætti að vera kunnugt um. — Þá verð ég að afþakka að halda fundi i þessu klúbbherbergi i framtiðinni. — Við höfum lika athugað þann möguleika, segir þá helvftis kvik- indið i simann. — Það gengur ekki heldur. Þér hafið pantað þetta klúbbherbergi fyrir samkomur yðar. Og þess er sterklega vænst, hr. doktor, að þér notið það áfram eins og um var samið. — Já, en eins og ég sagði... — Eg veit, þér viljið losna viö skuldbindingar yðar, en málið er nú komið i hendur hr. rikisráð- herrans i Berlins, dr. Göbbels, og þetta eru hans fyrirmæli, sem ekki er hægt að vikja frá. Þér athugið þetta i ró og næði, hr. doktor. Auf Wiedersehen. Já, orðið „auf Wiedersehen” var enn ekki útdautt dengang. Ég fór heim og braut heilann um úr- slitakostina. Það kom ekki til mála að útiloka landa mina „ekki-ariska”. Hvað þá? Reyna aðferö rómverska hershöföingj,- ans Fabiusar „Cunctators” ööru nafni — að draga allt á langinn': Þó var ég ekki óhultur með það. Það var ótrúlegt hve vel utan- rikisráðuneytið fylgdist með — og svo tók Gestapó við. Ég var i úlfa- kreppu. Ég átti áð halda fund mánaðarlega i þessum klúbbi og útiloka suma landa mina, sem ég vildi ekki gera. Og með þessu var fylgst af ósýnilegum augum. All- ar hugleiðingar minar enduðu i kristilegri trú: „Mér leggst alltaf eitthvað til”. Þannig leið mánuð- urinn. Að sjálfsögðu bar ég áhyggjur minar einn. Hingað til hefur þetta verið mitt leyndar- mál. Og þó vissi ég, hvað ég mundi gera. Ég átti við hættulega en auðtrúa andstæðinga að etja. Ég hafði mikið að gera, gat verið veikur. Hvað er hægt að refsa manni mikið fyrir það? Ef ég bara lygi fyrir Gestapó? Kæru vinir, það er ekkert til sem ég vildi heldur gera en fylgja fyrir- mælum yðar — en ég hefi verið lasinn, hef enn ekki náð löndum minum saman, sumir eru á förum.... Þettá hefði þó ekki dugað, ég þekkti mina menn. Þá tók drott- inn i taumana. Og var þá ekki seinna vænna. Þriðja nóvember var stóráras úr lofti á Berlin. Stór hverfi borgarinnar brunnu. Næsta dag fer ég þangaö sem Potsdamergata og Bellevuegata mætast, en þar var Klúbbhúsið. Hverfið og húsið ein brunarúst. Ég sneri heim og hugsaði Drott- inn tók i taumana. Borgir brenna — snjóboltinn bráðnar Það er ægifögur sjón þegar stórborgir brenna. Ég hefi reynt að lýsa þessu i óbirtu kvæði, „Loftáras á Berlin” þar sem þessar ljóðlinur standa „Ægifög- urer borgin, sem núerað brenna, bústaðir þúsunda eyðast, manna og kvenna”... Þessi saga er i raun og veru bú- in. Forsetinn i Hamborg flúði i norður og flestir landar i Berlin. Ég þraukaði þar til ég veiktist 8. júni 1944 og var fluttur veikur i september til Danmerkur... Afturhvarf Emmu Línu Framhald af bls. 25 til lækninga. En allt kom fyrir ekki. — Ég verð að fara með hann i land hérna, sagði Emma. Ég verð alltaf að fara með hann heim, þegar hann verður veikur. Ég lýsti fyrir henni með fögru orðskrúði dásemdum Vineyard eyjar, fallegu húsunum, elsku- lega fólkinu og undursamlegum aðbúnaði hunda. En ég vissi að það var ekki til neins. Ég þurfti ekki annað en að lita framan i hana til aö sjá, að hún var stað- ráðin i að fara i land i Woods Hole. — En þú getur ekki gert þetta, sagði ég hörkulega og hristi hand- legginn á henni. Túlli urraði veiklulega. — Þú ert peningalaus og hefur ekki hugmynd um hvar þú ert niðurkomin. Þú ert óralangt frá New York. Enginn hefur nokkru sinni komist einn sins liðs frá Woods Hole til New York. Húnvirtistekkiheyra tilmín og lagði af stað upp stigann að land- ganginum raulandi við Túlla. — Þú verður að fara alla leiðina á sjó, sagði ég, eöa þá með ■est og þú átt enga peninga. Ef þú ®tlar að vera svo vitlaus að fara frá okkur núna, get ég ekki látið þig fá neina peninga. — Ég vil enga peninga, hr. Thurman, sagöi hún. Ég hef ekki unnið fyrir neinum peningum. Ég fylgdi henni eftir svolitinn spöl, þögull og æstur. Svo fékk ég henni slatta af peningum. Ég neyddi hana til að taka við þeim. Við komum að landganginum. Túlli hnerraði og korraði. Nú sá ég að augun i honum voru svolitið rauð og rök. Ég vissi að tilgangs- laust var að kalla konuna mina á vettvang, ur þvi heilsufar Túlla var annarsvegar. — Hvernig hefurðu hugsað þér aðkomastheim? kallaðiégá eftir Emmu Linu, meðan hún þokaðist niður landganginn. — Þú ert lengst úti á halanum á Massachusetts! HUn dokaði og snéri sér við. — Við göngum, sagði hún. Okkur Túlla þykir gaman að ganga. Ég bara stóð og horfði á eftir henni. Þegar ég kom út á þilfarið, var báturinn að siga af stað áleiðis til Vineyard. — Hvernig gengur? spurði kon- an min. Égbandaði hendinni i áttina að hafnargarðinum. Þarstóö Emma Lina með ferðatöskuna við fætur sér og hundinn undir öðrum hand- leggnum og veifaði til okkar i kveðjuskyni með lausu hendinni. Éghafði aldreiséð hana brosa, en nú brosti hún. Grétar Oddsson þýddi Gleðileg jól Farsœlt komandi ár Pökkum viðskiptin á liðna árinu RAFAFL Vinnufélag rafiðnaðarmanna V erzlimarmaimaf élag Reykjavíkur óskar öllum félögum sinum gleöilegra jóla og góðs komandi árs, með þökk fyrir liðna árið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.