Þjóðviljinn - 24.12.1976, Blaðsíða 41

Þjóðviljinn - 24.12.1976, Blaðsíða 41
Jólablaft 1976. — ÞJÓDVILJINN — SIÐA 41 Hinemóa fagra frá Rótórúa Myndir eftir Kristján Kristjánsson. TVO ÆVINTÝRI FRÁ c7VIAÓRÍXJM FRUMBYGGJUM NÝJA—SJÁLANDS Lengst úti i hinu dimmbláa Rötórúa-vatni liggur eyjan Mó- Kóia, reglulegt undraland frá náttúrunnar hendi. Oti i eyjunni er heit uppspretta, sem hinir inn- fæddu nefna Te Vakimilúa-e- Hinemóa, eða lind Hinemóu. Staðurinn er lika þekktur með Máritönum og Pak-Heum (hvít- um mönnum) undir nafninu Laug Hinemóu. Umlukt mosagróöri og hinum fögru toe-toe blómjurtum og hávöxnum runnum er lindin eins og gimsteinn, verðugt sögu- svið ævintýrisins um Maóristúlk- una, hina fögru Hinemóu. Hinamóa var dóttir Úmúkaria, höfðingja Óvata ættflokksins, sem bjó hinum megin við vatnið. Hún var ættgöfug og fögur og svo glæst, að hún var elskuð af öllum hermönnum Rótórúaþjóðarinnar. En unglingurinn Tútaneki elskaði hana samt mest af öllum og vildi fá hana fyrir konu. Tútaneki var af lágum stigum, aðeins fóstursonur Vakúa, höfð- ingja Nagati-Vakúa ættarinnar, sem bjó á eyjunni Mó-Kóía. Stundum héldu Maóriar i Rótórúa-héraði mikil þing. Þar komu menn af ættflokki_Hinemóu og ættflokki Tútanekis saman til hátiðahalds og til að þinga um á- framhaldandi stríð eða frið. Og svo bar við, að Hinemóa og her- maðurinn ungi mættust og sáu i augum hvors annars speglast þá ást, sem áður hafði búið i leyni i hjörtum þeirra. En nú fór verr, Óvatahöfðinginn vildi ekki sam- þykkja þennan ráðahag, svo að ungi hermaðurinn þorði lengi vel ekki að nálgast Hinemóu. A eynni, þar sem Tútaneki bjó, er hæð köliuð Kæveka og þangað fór Tútaneki hvert kvöld með vini sinum Tikó. Þeir léku á hljóðpip- ur, og hljóðfæraslátturinn barst á öldum vatnsins langt burt. Hinn mjúki andvari bar hljómlistina yfir vatnið, alla leið til Övata, þar sem Hinemóa bjó. Hún hlustaði fagnandi, hún vissi, að það var Tútaneki, sem lék. Þótt ekkert orð væri sagt, þá vissu þau um og funduást hvors annars. Hinemóa skildi þennan ástaróð Tútanekis. Löngu seinna safnaðist Óvata- fólkið og Mó-Kóiafólkið aftur saman á ráðstefnu, en þá tók Tútaneki kjark i sig og sendi mann til Hinemóu til að segja henni af ást sinni, en hún svaraði, að hún elskaði hann jafnmikið. Þegar hálfbræður Tútanekis komust á snoðir um þetta, fylltust þeir fyrirlitningu. Þeir sögðu að Tútaneki: „Svona göfug stúlka fer nú ekki að lita á mann af svona lágum stigumeins og þig”. Tútaneki svaraði ekki, þvi að Hinemóa hafði lofað að yfirgefa sitt fólk og leita hamingjunnar sem brúður hans á eynni Mó- Kóia. Hann vissi, að hún mundi koma til hans yfir vatnið i bátn- um sinum næst, þegar hann léki á fiautuna. Þegar rökkrið kom, fóru þeir Tútaneki og Tikó að spila. En nú var frændur Hinemóu farið að gruna margt, þeim fannst hún heilluð af ást, svo að þeir létu draga alla báta langt á land upp. Þegar Hinemóa kom til strandarinnar og fann engan bát- inn, settist hún á ströndina og hugsaöi með trega um Tútaneki og hvernig þau voru skilin að uns hún stóðst ekki mátið og ákvaö að synda yfir vatnið til Mó-Kóia. Nóttin var dimm, vatnið var kalt og það var langur vegur til eyjarinnar. Hún hikaði ekki, heldur festi sex tóma Gúndsá- vexti við mitti sér, svo að hún sykki ekki. Svo gekk hún upp á háan klett og ákallaði tri-Iri- Kapúa (Stoð himinsins). Þar sem þessi klettur stendur á vatns- bakkanum er nú kallað Veriveri. Hún stakk sér i vatnið og synti i áttina til Mó-Kóia. Eftir langt sund náði Hinemóa taki á gömlu, föllnu hinivata tré, sem flaut á vatninu. Hinemóa hékk nú á þessu tré og hvildi sig og safnaði kröftum áður en hún tæki aftur til sunds. Þó að hún væri uppgefin flaut hún nokkuð með straumnum og var haldið uppi af ávöxtunum, sem hún batt viðsig. Hún gat ekki áttað sig á neinu, nema hinum veiku tónum frá hljóðpipum Tikós og Tútanekis. Hún náði landi skammt frá þorpi Tútanekis, þar sem heita lindin sprettur fram og blandast köldu vatninu. Lindin Te- Vakimilúa er aöeins skilin frá vatninu með mjórri klettabrik. Hinemóa steig skjálfandi og þreytt niður i heita vatnið. Hún fann brátt þreytuna liða úr sér og fylltist unaði við tilhugsunina um unnusta sinn. Þegar Hinemóa var að verma sig þarna i lauginni, þá varð Tútaneki þyrstur og sendi þjón sinn til að sækja vatn skammt þar frá sem Hinemóa hvildist. Þegar Hinemóa sá manninn varð hún hrædd og spurði: „Fyrir hvern ertu að sækja vatn?” Þjónninn svaraði: „Það er handa Tútaneki”. „Gefðu mér það,” sagði Hine- móa. Þegar hún hafði drukkið, kastaði hún skálinni i klettinn og braut hana. Þjónninn fór til Tútanekis og sagði honum, hvernig farið hafði. „Farðu aftur”, sagði Tútaneki. Hinemóa tók skálina aftur af þjóninum og braut hana á klettin- um, en þjónninn sneri við. Þetta þótti Tútaneki undarlegt og greip vopn sin og gekk niður að vatninu. Hann var reiður og skipaði hinum ókunna gesti að gefa sig fram. Þegar Hinemóa þekkti röddina, skreið hún undan klettinum og faldi sig i háu grasi, en gægðist aðeins fram til að sjá, hvort Tútaneki fyndi hana. Tútaneki fór að leita þarna i kring og að sið- ustu þreif hann hönd hennar og sagði: „Hver ert þú?" Stúlkan svaraði: „Það er ég, Tútaneki. Það er ég, Hinemóa. Hún reis nú upp og féll i faðm unnusta sinum. Þarna urðu fagn- aðarfundir. En Tikó, besti vinur Tútanekis, varð einmana eftir. Hann hafði hjálpað með tónum sinum að leiða Hinemóu á rétta leið. Þá varð Tútaneki sorgmæddur vegna vinar sins og óskaði að fósturfaðir hans gæfi Tikó fóstur- systur sina fyrir konu. Gamli maðurinn gerði það, og Tikó gladdist af vináttu Tútanekis og fegurð brúðar sinnar. Afkomendur Hinemóu og Túta- . nekis búa enn i dag á eyjunni i vatninu. Þeir segja frá þvi meö stolti, hvernig formóðir þeirra synti til /eyjarinnar Mó-Kóia á fund unnusta sins yfir vatnið Rótórúa. Ennþá kunna þeir að syngja sögninn um Hinemóu. Það var formóðir min, sem hing- að svam hin fagra Hinemóa.... Framhald á næstu siðu Þorvarö'ur Magnússon þýddi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.