Þjóðviljinn - 24.12.1976, Blaðsíða 47

Þjóðviljinn - 24.12.1976, Blaðsíða 47
Jólabiaö 1976. — ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 47 1 li *(l *4 Tveir eftir Þessi mynd er gerð úr 24 eld- spýtum. Fjarlægið 8 eldspýtur þannig að aðeins tveir ferningar verði eftir á myndinni. Snúið húsinu við Hér er hús sem byggt er úr 10 eldspýtum. Við sjáum aðra hlið- ina og gaflinn sem snýr i vestur. Flytjið tvær eldspýtur — aðeins tvær — þannig að við sjáum aust- urgaflinn og hina hliðina á hús- inu. Talnaleikur A) Geturðu skrifað 31 meö þvi að nota einungis tölustafinn 3 (sex sinnum) og viðeigandi reiknings- merki? B) Hér eru tölustafirnir niu i öf- ugri röð. 987654321 Geturðu skrifað reikningsmerkin + og 4- (eins oft og þú vilt) á milli talnanna þannig að útkoman úr dæminu verði 100? C) Skiptið tölunni 45 i fjóra mis- stóra hluta þannig að útkoman verði sú sama i öll skipti ef 2 eru lagðir við einn hlutann, dregnir frá öörum hluta, margfaldaðir með þeim þriðja og deilt i þann fjórða. D) Skiptið tölunni 100 i fjóra hluta þannig að útkoman verði sú sama i hvert sinn þegar tölunni 4 er deilt i stærsta hlutann, dregin frá næststærsta hlutanum, lögð við næstminnsta hlutann og margfölduð með þeim minnsta. E) Hér er létt dæmi sem að sjálf- sögðu er hægtað leysa með þvi að setja upp jöfnur. En fyrir alla muni spariö ykkur það ómak, reikniö i huganum. Ef 7 eru dregnir frá tölu nokk- urri og afgangurinn siðan marg- faldaöur með 7 þá er útkoman sú sama og ef 5 eru dregnir frá töl- unni og afgangurinn siðan marg- faldaður með 5, Hver er talan? F) Hvað er 10.000% af einum eyri mikil upphæð? ótrúlega auðvelt Hér eru tvö úrlausnarefni sem flokka má undir flatarmálsfræði en þó þarf svo til enga stærðfræði- B) Hve langt er strikið AB, ef þvermál hringsins er 44 mm? AB er hornalina i rétthyrningi þar sem eitt hornið er á hringferlin- um. Hvað meinar maðurinn? Oft er erfitt að átta sig á tali þeirra sem hafa dálæti á neitandi orðum. Jón sagöi t.d. við mig nú á dögunum: ,,Ég get ekki neitað öðru en að Jens hefur ekki forðast neitt tækifæri til að heimsækja mig ekki”. Nú er spurningin: Hvað meinti Jón? a) Jens hefur oft heimsótt mig. b) Jens hefur sjaldan heimsótt mig. c) Jens hefur aldrei heimsótt mig. Talnaröð Ein tala i hvorri talnaröð á ekki heima i röðinni. Hvaða tölur eru þaö? a) 31 112 43 52 37 317 b) 25 64 1 48 3616 9 81 Þetta var fyrir daga rauðsokk- anna og var þvi ákveðið að hver karlmaður borgaði 15 kr. og hver kona 10 kr. Dugði það nákvæm- lega fyrir afmælisgjöfinni. Hve dýr var gjöfin? Þrir tölustafir Finnið þriggja stafa tölu með þversummuna 12. Annar tölustaf- ur tölunnar er 3 — þremur — stærri en fyrsti töiustafurinn. Þriðji tölustafurinn er 3 — þrem- ur — stærri en annar tölustafur. Snúningar Svörin eru annarsstaðar í blaðinu # Sex verða þrír Þessar 17 eldspýtur mynda 6 jafnstóra ferninga eins og sést á myndinni. Fjarlægðu fimm eldspýtur án þess að hreyfa hinar, þannig að þær 12 sem eftir eru myndi þrjá ferninga. Hvað eru annars margir fern- ingar á myndinni? ^f' ~—-=3 <»7— í_j ðL Flytjið tvær Eins og sést á myndinni þá mynda 16 eldspýtur 5 ferninga. Geturöu flutt 2 eldspýtur — að- eins tvær — og látið hinar 14 ó- hreyfðar, þannig að þessar 16 eld- spýtur mynda nú aðeins fjóra ferninga? Sjö stúdentar Sjöstúdentar voru fastagestir á krá einni ágætri. Einn þeirra kom þangað á hverjum degi, annar kom annan hvern dag, sá þriðji kom þriðja hvern dag o.s.frv. Dag einn voru allir stúdentarn- ir samankomnir i kránni. Þá kunnáttu til að finna lausnina, að- eins hyggjuvit og útsjónarsemi. Þá reynist þetta ótrúlega auðvelt. A) Hér er hringur ásamt innrit- uðum og umrituðum ferningi. Hvert er hlutfallið milli flatar- mála hinna tveggja ferninga? sagði veitingamaðurinn: Ef það gerist aftur, að þið veröið hér all- ir i einu, þá gef ég ykkur ókeypis veitingar þann daginn. Og raunin varð sú, að stúdent- arnir áttu eftir að hittast þarna allir aftur. Hvað var það eftir langan tima? Margar dætur Anna átti margar dætur. Þegar hún var spurð hve margar dætur hennar væru svaraði hún: „Þrjár og hálf tylft”. Það er óhugsandi, sagði sá sem spurði. Samt var svar Onnu sannleikanum sam- kvæmt. Hve margar dætur átti Anna? Leikur með kúlur Sigga og Gunna voru að leika sér með kúlur sem þær áttu. Þá segir Sigga: ,,Ef þú lætur mig fá 7 af þinum kúlum þá er ég með þrefalt fleiri kúlur en þú”. Gunna svarar: ,,Já, en ef þú lætur mig fá 9 af þeim kúlum sem þú ert með nú þá er ég með þrefalt fleiri kúlur en þú. En ég held fremur að þú ættir að láta mig fá eina af þin- um kúlum þá höfum viö jafn- margar”. Hve margar kúlur voru þær með Gunna og Sigga? Lótusblómið 1 hringmyndaðri tjörn óx lótus- bióm. Frá þeim degi sem lótus- blómið spiraöi i miðju tjarnarinn- ar óx það svo hratt að hvern morgun náði þaö yfir svæði sem var tvöfalt stærra en það sem blómiðhafði náð yfir næsta morg- un á undan. Svona gekk þetta i marga daga og að morgni 21. dags náði blómið að þekja alla tjörnina. Hve marga daga tók það lótv.s- blómið að ná þeim vexti að það næði yfir helming af flatarmáli tjarnarinnar? Þvermál tjarnar- innar er 18,86 m. (Það skal tekið fram, að ekki þarf mikla stærðfræðikunnáttu.til að leysa þetta dæmi) Afmælisgjöfin 60 manna starfslið i fyrirtæki einu er að velta fyrir sér að gefa fortjóranum afmælisgjöf þegar hann verður sextugur. 1 starfslið- inu eru bæði konur og karlar, og ætlar aðeins þriðjungur karlanna og helmingur kvennanna að taka þátt i að borga gjöfina. Það getur orðið nokkuð snúið, sagði Baddi bilstjóri þegar hann fékk undarleg fyrirmæli um akst- ur frá húsinu þar sem hann var staddur, það er húsið A á mynd- inni. Og þetta voru orð að sönnu hjá Badda, þvi að það var ekki fyrr en eftir talsvert mikla snún- inga að honum tókst að ljúka öku- ferðinni eftir settum fyrirmælum. Fyrirmælin voru þannig að hann átti að aka að öllum húsun- um B, C, D og E i þeirri röð sem talið var og að lokum aftur að húsinu A. Hann átti alltaf að halda sig hægra megin á götunum og einnig við inn- og útakstur við húsin. Og leið hans mátti aldrei skerast, þ.e. hann mátti aldrei aka yfir sin eigin hjólför. Getur þú teiknað akstursleið Badda inn á myndina? Kettir og mýs A myndinni eru sjö kettir og sjö mýs. Skiptið myndinni i sjö hluta með þvi að draga þrjú strik — að- eins þrjú strik — þannig að hver köttur hafi eina mús til að leika sér að. Fjórar lóðir Þessi f jögur hús standa á sömu lóöinni eins og sést á myndinni. Nú vilja húseigendurnir skipta lóðinni upp, þannig að lóðirnar verði fjórar, allar jafnstórar og eins i laginu, og að sjálfsögðu eitt hús á hverri lóð. Geturðu hjálpað húseigendum að skipta lóöinni? 20 gátur l.,Af hverju hefur strúturinn svona langa fætur? 2. Hvar getur sá sem leitar að huggun ávallt fundið? 3. Hvað er það sem snýst og býr til egg? 4. Hvað er það sem allir blindir geta séð og allir heýrnarlausir heyrt? 5. Hvers vegna dillar hundutinn rófunni? 6. Hvað er það sem oft fer út úr herberginu en aldrei inn i það? 7. Hvað er likt með orðrómi og kossi? 8. Getirðu rétt þá geturðu rangt, en geturðu rangt þá geturðu rétt. Hver er lausnin? 9. Hver er munur á fil og flóm? 10. Hvað hefur maður á hægri hönd þegar maður siglir inn til Akureyrark- 11. Hver er sonur tengdamóður móður Láru? 12. Hve djúpt er hafið? 13. Hvers vegna eru regnhlifar glaðar aðeins þegar rignir? 14. Hvernig er auðveldast að halda nautakjöti fersku yfir sumarið? 15. Hvaða braut er lengst þeirra sem við þekkjum? 16. Hvað getur refurinn eignasi sem engin önnur dýr geta eignast? 17. Hvaða úr eru rétt aðeins tvisvar á sólarhring? 18. Hvað sést best i myrkri? 19. Hvernig gangur er háværast ur? 20. Hvaða fugli likist gæsin mest? Synir Jósafats Jósafat átti þrjá syni. Hann lét einn þeirra fá 15 egg, annan 50 egg og hinn þriðja 85 egg. Hann sagði sonum sinum að selja eggin á sama verði hver þeirra. Þeim tókst að selja öll eggin og hver þeirra skilaði Jósafat föður sinum 100 krónum. A hvaða verði seldu þeir eggin? Aog 6 Ef A ætti 10 krónum meira en hann átti og B ætti 10 minna en hann átti þá ættu þeir til samans 10 krónur. Hve mikla peninga áttu þeir A og B? Mjallhvít Þegar Mjallhvit var hjá dvergunum sjö bak við fjöllin sjö þá fór hún út i skóg einn daginn. Þar varð hún vör við eitthvað og settist niður á trjástofn og leitaði að þvi. Þar eð hún gat ekki fundið það fór hún með það heim. Hvað var það? Arabarnir og brauöin Tveir arabar voru á ferð og settust niður og ætluðu að borða nesti sitt. Selim var með fimm brauð og hinn arabinn, Hussein, var með þrjú brauð. Þá bar þar að ferðalang sem bað þá um að hann mætti borða með þeim af nestinu gegn riflegri borgun. Ara- barnir tveir féllust á það og siðan borðuðu þeir þrir brauðin átta, jafnmikið hver. Þegar átinu var lokið lagði aðkomumaðurinn átta peninga á stein og sagði þeim Selim og Hussein að skipta þeim réttlátlega. Selim vildi þá taka fimm peninga og láta Hussein fá þrjá i hlutfalli við fjölda brauð- anna sem þeir voru með. En Selim vildi að þeir skiptu pening- unum jafnt þar eð þeir höfðu borðað jafnmikið. Þá sagði að- komumaðurinn, sem við vitum þvi miður ekki hvað hét, að Selim ætti að fá sjö peninga en Hussein einn. Var þetta rétt eða hvernig áttu þeir Selim og Hussein annars að skipta milli sin peningunum svo réttlátt væri?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.