Þjóðviljinn - 29.01.1977, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 29.01.1977, Qupperneq 1
Viðrœður Sólness í Japan: DJOÐVIUINN Laugardagur 29. janúar 1977 — 42. árg. — 23. tbl Ábyrgðartími var lengdur Nýmœli hjá útvarpinu: Leiðarar með athuga- semdum! Lögfræðingur útvarpsins hef- ur skilað áliti þar sem hann kemst að þeirri niðurstöðu að hægt sé að draga útvarpsstjóra til ábyrgðar fyrir ærumeiðandi ummæli eða rangfærslur i for- ystugreinum, sem lesnar eru upp I útvarp. Hingað til hefur verið litið svo á að útv. gætti öhlutdrægnisskyldu sinnar með þvi að lesa úr forystugreinum alira dagblaða jafnt. Nú hefur útvarpsstjóri tekið þá ákvörðun að birta athugasemd við leiðaralestur til þessa að firra útvarpið vandræðum vegna hugsanlegra málshöfðana. I gærmorgun var lesin upp áö- ur en byrjað var á forystugrein- um athugasemd frá Rikisendur- skoðun við forystugrein ur Dag- blaðinu sem byggð var á grein Halldórs Halldórssonar, frétta- manns, i sama blaði um Áfengisverslun rikisins, og for- stjóra hennar, Jón Kjartansson. Greinarhöfundur taldi að i athugasemdinni hefði hann ver- ið lýstur ósannindamaður, en beiðni hans um að koma að athugasemd var hafnað. Hér er farið út á braut sem kann að draga dilk á eftir sér. Um málið er fjallað nánar i þættinum Klippt og skorið i blaðinu i dag. Ógnaraldan á Spáni vaxandi: Mitsubishi sendir og kostar tœkniaðstoð Niðurstöður viðræðna fulltrúa Kröflunefndar við framleiðendur aðalvéla Kröf luvirkjunar/ Mitsu- bishi voru mjög jákvæðar, segir í frétt frá nefndinni og voru þessar helstar: 1. Framleiðendur féllust á að vél- arnar yrðu reknar i byrjun með þvi afli sem tiltæa væri.Framleið- endur munu tryggja að sem best- um afköstum við þessar aðstæð- ur verði náð og munu gera nauð- syniegar ráðstafanir til þessa. Munu þeir m.a. senda tæknimenn til þess að stjórna þessum rekstri. Framleiðandi mun bera allan kostnað af þessari þjónustu. 2. Framleiðendur féllust á að framlengja ábyrgðartima beggja vélanna þannig að ábyrgðartimi vélar nr. 1 nái til 30. nóv. 1978 og vélar nr. 2 til 31. okt. 1979. Sam- kvæmt fyrri ákvæðum samnings- ins hefði ábyrgð vélar nr. 1 lokið 5 lögreglumenn drepnir MADRID 28/1 — Fimm lögreglumenn og þjóö- varðar liðsmenn voru drepnir með skothríð og sprengjuárás í Madrid i dag, og hafa þau atvik enn aukið á ólguna og spenn- una í landinu, sem er meiri en nokkru sinni eftir lát Francos einræðisherra. Ekki er vitað hverjir frömdu drápin í dag, en óttast er að þau kunni að espa herinn til valdaráns. Yfirmenn hersins hafa áð- ur lýst yfir reiði sinni vegna brottnáms Villa- escusa hershöfðingja, for- seta hæstaréttar hersins. Hugsanlegt er að lögreglu- mennirnir og þjóðvarðarliðarnir hafi verið drepnir til hefnda fyrir sjö vinstrimenn, fimm lögfræð- inga og tvo stúdenta, sem látið hafa lifið i hryðjuverkaöldu sið- ustu daga, en annar námsmann- anna lést vegna meiðsla af völd- um lögreglumanna og einnig leik- ur meira en sterkur grunur á þvi að lögreglan taki vægt á hægri- sinnuðum hryðjuverkamönnum eða haldi jafnvel hlifiskildi yfir þeim. Lögreglan hefur sett upp vegatálmanir umhverfis Madrid og sérþjálfaðar sveitir hafa verið sendar til flugvallarins til aö fylgjast með fólki á leið úr landi. Rikisstjórnin kom saman á skyndifund vegna ástandsins og hvatti fólk til að gæta stillingar. Allskonar flugufregnir eru i gangi, meðal annars að bæði bandariska leyniþjónustan CIA og sovéska KGB séu með fing- urna i spilinu. Eining ríkti um það á fundi Kvenréttindafélagsins að tillögur rikisstjórnarinnar um breytingu á skatt- lagningu hjóna væru meingallaðar og mætti ekki leiða I lög. Hér er Gunnar Guðbjartsson form. Stétta- sambands bænda, aðávarpa fundfnn.sem var mjög fjölmennur. —Mynd. eik. Húsfyllir á fundi Kvenréttindafélagsins um skatta: ÁLmenn óánægja með frumvarpið EBE ákveður veiðikvóta a-evrópmikja 28/1 — Efnahagsbandalag Evrópu hefur sent Sovétrikjun- um, Póllandi og Austur-býska- landi orðsendingu um takmörkun veiða þeirra innan 200 milna fisk- veiðilögsögu EBE. Fá héreftir 27 sovéskir togarar að veiða á mið- unum, þó aðeins 17 i senn, 5-6 austurþýskir og fimm pólskir. Reglur þessar gilda frá 8.-9. næsta mánaðar til marsloka. Kvenréttindafélag tslands héli upp á 70 ára afmæli sitt I fyrra kvöld með þvl að efna til almenns fundar á Hótel Loftleiðum um skattafrumvarp rikisstjórnarinn- ar. Húsfyllir var og stóðu umræð- ur fram til kl. 22.30. Einkum var rætt um það atriði frumvarpsins sem lýtur að skattlagningu hjóna. Framsögumenn voru þeir Arni Kolbeinsson frá fjármálaráðu- neytinu, sem kynnti frumvarpfð, Sólveig ólafsdóttir, formaður Kvenréttindarfélagsins, Bjarn- friður Leósdóttir, fuiltrúi ASÍ, Geir A. Gunnlaugsson, fulltrúi Bandalags, háskólamanna, Guð- rún Erlendsdóttir, form. Jafn- réttisráðs. Sigrlður Thorlacius, form. Kvenfélagssambands tsl. og Gunnar Guðbjartsson, form. Stéttasambands bænda. Allir framsögumenn voru á einu máli um að frumvarpið væri meingallað og stefndi ekki I jafn- réttisátt. Sömuleiðis kom fram i máli þeirra að ekki væri hægt að lögleiða þær reglur, sem rikis- stjórnin hefur smlðað. Flestir þeirra sem tóku til máls að loknum framsöguerindunum og framsögumennirnir sjálfir voru þeirrar skoðunar aö stefna bæri að raunverulegri sérsköttun án tillits til hjúskaparstéttar, en þó væri haldið millifærsluleið, þannig að ónýttur persónuafslátt- ur annars aðila I sambúð komi til frádráttar hjá hinum. betta er sú leið sem farin er á Norðurlöndum og þykir nauðsynleg meðan allir vinna ekki fyrir launum. bá kom einnig fram að áður en gerðar væru róttækar breytingar á skatt- lagningu hjóna þyrfti að kanna miklu nánar allar hliðar á skatt- lagningu einstaklinga út frá jafn- réttis, réttlætis- og fjölskyldu- stjónármiðum. Sólveig ólafsdóttir, form. Kvenréttindarfélagsins, sagði I gær að hún væri mjög ánægð með fundinn og þær undirtektir sem sjónarmiðhugsandi kvenna hefðu fengið þar. — ekh. 12 mánuðum eftir gangsetningu en þó eigi siðar en 1. júni 1978 og vélar nr. 2 eigi siðar en 1. ágúst 1978. 1 förinni til Japans voru af hálfu Kröflunefndar, Jón Sólnes, for- maður, Einar Tjörvi Eliasson, yf- irverkfræðingur hennar, og Július Sólnes prófessor, ráðu- nautur hennar. sjoðir lána 10 miljarða kr. í ár Skv. spá hagfræðideildar Seðlabanka tslands er gert ráð fyrir að útlán lífeyris- sjóðanna á þessu ári muni nema um 10 miljörðum króna. Alls mun skv. spánni ráöstöfunarfé llfeyrissjóð- anna nema 10.500 miljónum og er þaö 30% aukning frá siðasta ári en þá er það talið hafa verið 8,1 miljarður króna en 1975 um 6 miljarð- ar. bessar upplýsingar er að finna I nýútkomnu frétta- bréfi Sambands almennra llf- eyrissjóða, SAL-frettum. —GFr Andófsmenn i Prag: Neita að fara úr landi PRAG 28/1 Sex þekktir forystu- menn tékkneskra andófsmanna visuðu I dag á bug tilboði yfir- valda um að fara úr landi. beir voru Frantisek Kriegel og Zdenek Mlynar, sem áður voru háttsettir i kommúnistaflokknum, Hajek fyrrum utanrikisráðherra, og rit- höfundarnir Kohout og Vaculik. beim var stefnt á vegabréfa- skrifstofuna I Prag og sagt, að kunnugt væri að þeir gætu fengið hæli i Austurriki. Tekið var fram, að þeir ættu ekki afturkvæmt til Tékkóslóvakiu ef þeir tækju boð- inu. Árshátíð Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík verður haldin föstudag- inn 11. febrúar i Vík- ingasal Hótel Loftleiða. Skemmtiatriði — Dans Nánar auglýst eftir helgi Alþýðubandalagið i Reykjavik

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.