Þjóðviljinn - 09.02.1977, Síða 1
Nýi fiskveiöisamningurinn
Fyrir lítinn
mann...
Fyrir litinn mann er veröldin
flókin og athæfi mannanna oft
einkennilegt og litt skiljanlegt.
Hversdagslegir hlutir eins og
loftpressuframkvæmdir i Aöal-
stræti, sem bissnessmenn meö
skjalatöskur skunda framhjá án
þess aö lita upp, geta tafiö ung-
lömbin á leiö sinni um bæinn og
þannig fór einmitt meö snáöann
á þessari mynd.
Honum lá ekkert á... og ljós-
myndara Þjv. ekki heldur. Sá
litli rölti um og skoöaöi fram-
kvæmdir án þess aö vita neitt af
myndavélinni, en þótt margt
væri forvitnilegt og tækja-
búnaöur „kalianna” hinn
flóknasti var þaö þó rennandi
vatniö sem dró aö sér mesta
athygli. Þaö var hægt aö sulla i
pollunum aö vild á meöan
mennirnir sneru I hann baki og
ræddu alvarlegir um fram-
kvæmdirnar. Svo fór aö lokum
aö báöir yfirgáfu staöinn hold-
votir, ljósmyndarinn og litli
snáöinn. Myndarinn bölvaöi
örlögum sinum og atvinnu, en
sá litli var hinn ánægðasti, og
greinilega ekki blautur i báöa
skó I fyrsta sinn. — gsp
STÓRRÁN
FRAMIÐ í
KAMBI
Um hánótt var brotist inn i
bæinn Kamb I Flóa og voru
að verki f jórir grimuklæddir
menn sem án nokkurra
umsvifa réöust aö heimilis-
fólkinu sem lá nakið I
rúmum sinum og bundu það.
Höfðu þeir á brott með sér
mikið þýfi, liklega jafngildi
nokkurra miljóna króna. í
opnu Þjóðviljans i dag er
nánar sagt frá atvikum i
þessu ránsmáli sem á sér fá
lik, og er eitt dæmi um þá
miklu óöld sem hefur rikt i
landinu.
við fœreyinga:
Samþykktur
Samningarnir um heimildir
handa færeyingum tii loðnuveiða
— 25 þúsund tonn — i Islenskri
landheigi voru samþykktir sam-
hljóöa á alþingi i gær. Mælti
Einar Agústsson utanrikis-
ráðherra fyrir samþykkt þeirra,
en siöan tóku talsmenn stjórnar-
andstöðunnar til máls. Lýstu þeir
allir samþykki við tillöguna, en á
forsendum sem talsvert voru frá-
brugðnar þeim sem utanrikis-
ráðherra bar við.
Lúðvik Jósepsson talaði fyrir
þingflokk Alþýðubandalagsins og
kvaöst hann ekki mundu gera
athugasemdir við samninginn.
Tók fram að fylgi hans viö samn-
inginn byggöist ekki á þeirri for-
sendu sem utanrikisráöherra
nefndi að Islendingar kæmust
ekki yfiraö veiða alla loönuna hér
við land. Það væri vel hægt.
Astæðan til fylgis við samninginn
væri af sinni hálfu heldur ekki sú
aö við fengjum heimild til kol-
munnaveiða i færeyskri land-
helgi. Færeyingar gátu sem best
fengið loðnuveiðiheimildina án
þess. Astæðan fyrir afstöðu minni
er einfaldlega sú að okkur ber að
sýna færeyingum fulla vinsemd.
Lúðvik itrekaði siðan að hann
teldi að segja hefði átt upp öll-
um fiskveiðisamningum viö
útlendinga.
Benedikt Gröndal tók i sama
streng og lagði áherslu á að
afstaða Alþýðuflokksins til
þessa samnings breytti engu um
fyrri andstöðu flokksins við
samning við færeyinga um þorsk-
veiðar.
Að umræðu lokinni var
samningnum visað til utanrlkis-
málanefndar, sem skilaði áliti
skömmu siðar. Var samningurinn
viö færeyinga samþykktur sam-
hljdða.
Sigurður
kom með
metaflu
Loðnuvertiðin i ár ætlar að
verða með þeim albestu og er
ekkert lát á veiðinni. A mánudag
bárust alls þrettán þúsund tonn á
land með 37 skipum og þá setti
Sigurður RE nýtt aflamet er hann
kom með 1300 tonn til Vest-
mannteyja. Fyrra metið voru
1100 tonn og átti Siguröur það
einnig en hann er stærsta skipið á
loönuveiðunum. Alls eru nú 74
Framhald á 14. siðu
UOWIUINN
Miðvikudagur 9. febrúar 1977 — 42. árg.—32. tbl.
Spasskí kemur ásamt
huuii frönsku dgínkonu
Boris Spasski, fyrrverandi
heimsmeistari i skák, hefur nú
boðaö komu sina og hinnar
nýbökuöu frönsku eiginkonu
sinnar, en hingað kemur sovét-
maðurinn til að tefla gegn tékk-
anum Hort i einvígi um hvor fær
að skora á heimsmeistarann
Karpov og freista þess að ná af
honum titlinum. Er von á Spasski
ásamt hinni frönsku Marinu um
20. febrúar, en ennþá hefur Hort
ekki tilkynnt komu sina.
Einvigið hefst sunnudaginn 27.
þessa mánaðar og stendur
væntanlega fram undir lok mars-
mánaöar. Nokkuð er það þó
óljóst, þvi þótt gert sé ráð fyrir
tólf skákum og teflt verði þrisvar
i viku, verður mótið framlengt
eftir þörfum, ef keppendur skilja
jafnir að loknum skákunum tólf.
Viðbúnaöur af hálfu Skáksam-
bands Islands er hinn mesti.
Flugleiðir, riki og borg hafa lagt
sitt af mörkunum til þess að
auövelda sambandinu fram-
kvæmd þessa einvigis, en teflt
verður á Loftleiðahóteli og
áhorfendum boðið upp á stórkost-
lega aðstöðu.
Skákskýrendur verða ekki af
verra taginu og má nefna t.d. þá
Inga R. Jóhannsson, sem stjórnar
framkvæmd skýringanna, en með
sér hefur hann m.a. þá Friðrik
Óiafsson, Guðmund Sigurjónsson,
Helga Ólafsson, Ingvar
Asmundsson, Jón Þorsteinsson,
Margeir Pétursson og jafnvel
fleiri.
Myndsegulbönd og sjónvarps-
tækni verður notuð tilhins ýtrasta
ográðstefnusalurhótelsins tekinn
undir skýringarnar, og ætti ekki
að væsa um áhorfendur i þeirri
aðstöðu, en þeir geta einnig fylgst
með skákunum i Kristaissal, þar
sem sjálfar kempurnar munu
berjast.
Likur eru á þvi að með fjar-
ritum berist stöðugt upplýsingar
um leiki i hinum einvigunum sem
fara fram á sama tima, en það
eru viöureignirnar á milli Korts-
nojs og Petrosjan, Larsen og
Portisch og Mecking og Pouga-
jevski. Þessar viðureignir yrðu
þá skýrðar og skoðaöar jafnhliða
skákum Spasskis og Hort.
—gsp
SJÁ
6.
SÍÐU
Miklar umræður á alþingi í gær um
launamál er Stefán Jónsson hafði mælt
fyrir tillögu um launahlutfall — sjá frá-
sögn af umræðunum á bls. 6