Þjóðviljinn - 09.02.1977, Page 2

Þjóðviljinn - 09.02.1977, Page 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 9. febrúar 1977. Skrifiö- eöa hringið í síma 81333 UMSJÓN: Guðjón Friðriksson Sjálfskapar- víti eru verst Þjóöv. hefur oft bent á og varaB viB þeirri hættu, sem staf- ar af hávaBa á vinnustöBum. Þessi hávaBi, sem oftast er af völdum véla og meöhöndlunar á efnum þeim, sem unniB er Urs er oft mikill, ekki skal þvi neitaB. 1 sambandi viö starf mitt hefi ég um langt árabil átt erindi á fjölmarga vinnustaBi i Reykjavik og nágrenni. Kannski er fátt lærdómsrlkara um háttu og siöu manna en þaö, aö sjá hvernig þeir búa sér aö- stööu I vinnustaö og umgengni þeirra þar, sem þeir eyBa þriBjaparti til helmingi sólar- hringsins. Ofthefi ég undrast umgengn- ina, jafnvel á fjölmennum vinnustööum. Þar er snyrti- mennska og þrifnaöur oft I al- geru lágmarki og má fullyrBa aö stór hætta stafar af, bæöi eldsvoöar og önnur slys. Ekki þryftinema 10-15 minútna vinnu á degi hverjum til aö gjörbreyta þessu ástandi og er ég viss um aö slikt mundi borga sig fyrir alla aBila. En svo ég viki aftur aö hávaB- anum, sem er eitt hvimleiöasta fyrirbæri sem mætir manni á flestum vinnustöBum. En þessi hávaöi stafar ekki ævinlega af þeirri vinnu sem framin er á staönum. A fjölmörgum vinnu- stööum eru útvarpstæki I gangi og venjulega eru þau svo hátt stillt 3ö þau yfirgnæfa annan hávaBa sem vélar og vinnutæki framleiöa. Ég minnist þess aö hafa komiö á saumastofu, þar sem aBeins voru i gangi fjórar saumavélar, en ég varö aö leita vars i afhýsi til þess aö geta rætt viö forsvarsmann fyrirtækisins svo var hávaBinn mikill frá útvarpstæki einu eöa fleirum þarna á staönum. 1 annaö sinn kom ég á litla bókbandsstofu og var þar i gangi aöeins ein limingarvél, en hávaöi frá útvarpi var svo of- boöslegur aB ég varö aö hrópa inn í eyra viömælanda mins til aB gera honum skiljanlegt erindi mitt. NU telurþetta fólk sig efalaust vera aö hlusta á músik og um þann smekk skal ég ekki deila viö neinn. Þvi undir þessum kringumstæöum heyri ég ekki annaö en ljótan hávaöa. En ef menn hafa áhyggjur af heyrnarskemmdum á vinnu- stöBum þá veröur aö taka sjálf- skaparvitin meö i reikninginn, þau eru sjaldnast betri en hin. ÞaB er nú einusinni svona meö mennina, aö þeim hættir til aö gera flest, sem þeir ráöa yfir og stjórna aB plágum fyrir lif þeirra sjálfra. Þannig gera þeir útvarp og sjónvarp aö menningarplágu og margháttuö önnur tækniundur aö plágu i lif- riki náttúrunnar. Og til alls þessa vilja þeir hafa óbundnar hendur, allt annaB heitir aö leggja hömlur á frelsi einstakl- ingsins. Gunnar Eggertsson Erfitt að skilja stórskáld? Islensk þjóö hefur trúlega ekki átt á seinni öldum meiri stilsnillinga en þá Þórberg Þóröarson, Halldór Laxness, Gunnar Gunnarsson og pró- fessor Jón Helgason. Þessir andans jöfrar munu sjálfsagt lifa meöan islensk tunga fær lifi haldiö. Og mikiö hafa þeir skemmt og yljaö þjóö sinni sem öörum þjóöum meö snilld sinni og ómælanlegri hug- kvæmni. I siöustu bók sinni, tíngur eg var.segir Halldór Laxness meö- al annars um stórskáldiö Einar Benediktsson á bls 87:--------- „en liklega hef ég ekki veriö nógu greindur til aö meta stórar sálir aö veröleikum.” Þessi rök tekur enginn alvar- lega sem lesiö hefur alla snilld Laxness Einar Halldórs Laxness frá upphafi — og sumar bækurnar oft. A bls. 89 I sama verki segir sagnameistarinn: „Hiö bólgna oröalag um Kosmos veröur i bókstaflegum skilníngi hlægi- legt ef reynt er aö þýöa þaö.” Ég verö nú aö segja I einfeldni minni aö ég er efins I þvl að nokkur saga eftir Halldór Lax- ness hafi komist til fuilra skilaá erlendri tungu. Rökin eru þau aö hugarleikni galdramanns I frásögnum veröur aldrei full- komlega túlkuö á annaö tungu- mál. Ég vil leyfa mér aö segja, án þess aö vera bókmenntafræö- ingur, aö Einar Benediktsson hafi veriö stórskáld á heims- mælikvaröa eins og Halldór Laxness, þótt ekki reyndi eins á þaö I raun. Min skoöun er sú, og fjöl- margra annarra, aö bestu ljóö Einars Benediktssonar muni lifa meöan Islensk tunga er töl- uö i hans heimalandi. Meö kveöjum og þökk til sagnameistarans I Gljúfra- steini. GIsli Guömundsson óöinsgötu 17, R. | VERÐLAUNAGETRAUN Hvað heitir skipið? I gær hófst I Þjóðviljanum verölaunagetraunin Hvaö heitir skipiö? Hér kemur annar hluti en I hver vikulok veröa veitt ein bókarverölaun fyrir aö vita nöfn þeirra 5 skipa sem birst hefur mynd af I vikunni. Getraunin er ekki á sunnudögum. Verölaunin fyrir aö vita rétt nöfn skipa 1 þessari viku er bók- in Saga íslenskrar togaraút- geröar fram til 1917 eftir Heimi Þorleifsson sem Menningar- sjóöur og Sagnfræöistofnun Há- skóla íslands gáfu út áriö 1974. Sendið nöfn skipanna til Bæjar- Eins og skipiö, sem mynd birtist af I blaöinu I gær, markaöi koma þessa togara tlmamót þegar hann kom til landsins. Hann var um iangt árabil mjög aflasæll og farsælt veiöiskip. Slöast skipti hann um nafn og var aö lokum seldur i brotajárn. Hvaö heitir skipiö? pósts Þjóöviljans, Slöumúla 6, Reykjavik. Dregiö veröur úr: réttum lausnum. Snæfelliö Það er ennþá hægt að bjarga hinum fallega skipsskrokk SnæfeHsins frá glötun Fyrir skömmu las ég þaö I blaöi aö Kaupfélag Eyfiröinga heföi nýlega gefiö vélskólanum á Akur- eyri vélina úr m/s Snæfelli, en liklega yröi sjálfum skipskrokkn- um sökkt á hafiúti. Eiga þetta þá aö veröa endalok á meistarasmlöi Gunnars Jónssonar i skipasmiöa- stöð K.E.A.? varö mér ósjálfrátt aö oröi. Svo skeöur þaö aö kvöldi hins 4. febrúar, aö til min er hringt frá Akureyri. I simanum er þekktur iönaöarmaöur sem talar fyrir hönd hóps á Akureyri, sem vill aö hinn friöi skipsskrokkur Snæfells- ins veröi varöveittur. Þaö er fariö fram á þaö, aö ég geti aö ein- hverju hins fallega happasæla skips, sem Gunnar Jónsson skipasmiöameistari teiknaöi og smiðaði úr eik áriö 1943 og er um 160 lestir aö stærö. Mér er ljúft aö veröa viö þessu. Sá sem viö mig talaöi sagöist állta aö hægt væri aö gera viö Snæfelliö þar sem þaö væri laust viö þurrafúa. En aö sllkri viögerö lokinni mætti síöan nota skipiö sem einskonar skólaskip aö sumrinu, þar sem eyfirskir ungl- ingar yröu þjálfaöir I sjómennsku viö handfæraveiöar. Þannig mætti framlengja um fjölda ára hin a hagný tu þýöing u skipsins. É g vil geta þess hér aö þannig hefur mörgu skipi i nágrannalöndum okkar veriö breytt þegar þaö full- nægöi ekki lengur hinum upphaf- lega tilgangi i samkeppni viö nýrri skip, svo aö þetta er ekki sagt út i bláinn. En Kaupfélag Eyfirðinga telur slika viögerö á skipinu of kostnaöarsama og vill ekki framkvæma hana. Hinsveg- ar mun K.E.A. reiöubúiö aö af- henda skipiö, ef einhverjir vilja varöveifa þaö, aö sögn þess er hringdi. Þannig stendur máliö. En aö slepptu hinu hagnýta gildi skipsins fyrir framtiöina, þá vil ég hér vekja athygli á hinu sögu- lega gildi sem er frá minu sjónar- miöi ekki minna um vert. Ég skal fúslega viöurkenna aö viö getum ekki varöveitt fyrir framtiöina öll gömul hús eöa gömul skip sem ekki uppfylla lengur kröfur timans. En okkur ber hinsvegar aö velja þaö úr til varöveislu, sem hefur sögulegt gildi fyrir þá sem á eftir koma. 1 þennan flokk sögulegra minja tel ég aö Snæfelliö ætti aö fara, og þá fyrst og fremst hinn friöi skips- skrokkur þess, sem unninn var á sinum tima af meistara höndum. Þetta er sérstaklega vönduö ey- firsk smiöi sem hefur ekki aöeins sögulegt gildi fyrir Kaupfélag Eyfiröinga eitt, heldur lika fyrir Akureyri og Eyjafjörö allan. Sjávarútvegur okkar er fátækur af sögulegum minjum og stönd- um viö þar höllum fæti I saman- buröi viö grannþjóöir okkar. Þaö hefur algjörlega veriö vanrækt, aö koma upp sjóminjasöfnum til varöveislu á tækjum og skipum sem hafa sögulegt gildi. Þessi trassaskapur veröur ekki rakinn til vanmáttar og getuleysis, Jóhann J.E. Kúld fískimái heldur til vanmats á þvi sem hef- ur sögulegt gildi fyrir framtiöina. Þetta grefur undan þjóöarstolti og veikir okkur sem þjóö. Og þaö er okkur hollt aö muna, aö þjóö- menning veröur sterkust. sé hún studd af atvinnusögunni til lands og sjávar. Af þessari ástæöu er varöveisla sögulegra verömæta hverri þjóö lifsnauösyn vilji hún halda reisn sinni. Þetta hafa hrútfiröingar skiliö öörum betur, þegar þeir bundust um þaö samtökum, aö varöveita hiö happasæla hákarla- skip Ófeig Guömundar bónda i Ófeigsfiröi á Ströndum. Þar var gefiö lýsandi fordæmi þegar þetta skip var varöveittfrá glötun meö þvi aö byggja yfir þaö hús fyrir nokkrum árum. Aö byggja stál- grindarhús yfir Snæfelliö á landi og varöveita skipiö þannig frá glötun, veröi þaö ekki notaö leng- ur tilfiskveiöa, þaö er minna átak fyrir eyfirðinga nú, heldur en átak hrútfiröinganna þegar þeir björguöu Ófeigi. A þetta vil ég benda félagsmönnum i Kaup- félagi Eyfiröinga, svo og öörum eyfiröingum sem varöveita vilja Snæfelliö vegna þess aö þaö hefur atvinnusögulegt gildi fyrir héraöiö. Enda tel ég aö slik björg- un sé meira i samræmi viö sögu Kaupfélags Eyfiröinga og þann stórhug sem aö baki þeirrar sögu ^r- 6. febrúar 1977 Jóhann J.E. Kúld. SKIPAÚTCCRÐ RÍKISINS AA/s Hekla fer frá Reykjavlk þriöju- daginn 15. þ.m. austur um land I hringferö. Vörumóttaka fimmtudag, föstudag og til há- degis á mánudag til Vest- mannaeyja, Austfjaröahafna, Þórshafnar, Raufarhafnar, Húsavikur og Akureyrar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.