Þjóðviljinn - 09.02.1977, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.02.1977, Blaðsíða 4
4 — SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 9. febrúar 1977. DJOBVIUINN A/fnlonon vnvínlivmn Gtgefandi: tJtgáfufélag Þjóöviljans. útbreiöslustjóri: Finnur Torfi Hjörleifsson. iri UlgUgfl iiUiiiuffJi/iUy Framkvaemdast'ióri: Eiöur Bergmann Auglýsingastjóri: Clfar Þormóösson VPrlcfl/vÓSlhrPvfínonr Ritstjórar:Kjartan Óiafsson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: VK-r nuiyuoni eyjingur Svavar Gestsson Sföumúla 6. Simi 81333 og þjóöfrelsis. Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Prentun: Blaöaprent hf. Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann. Hvað er biljón? Það er að verða mönnum ljósara nú en löngum áður, að framundan er hér á landi örlagarik barátta um það, hvort erlent auðmagn eigi á komandi timum að verða drottnandi aðili i atvinnulifi á íslandi. A undanförnum vikum hefur tvennt orðið til þess, að vekja upp mikla umræðu manna á meðal og i fjölmiðlum um þessi efni. Annars vegarvarþar um að ræða ósk- ir nokkurra hreppsnefnda og sýslunefnda sem opinberlega hafa látið sig hafa að panta a.m.k. eitt álver i sina heimabyggð, og svo hins vegar uppljóstranir Þjóðvilj- ans um áform fjölþjóðaauðhringsins Suisse Aluminium um risavaxnar fram- kvæmdir hér á landi og undirtektir is- lenskra stjórnvalda i þvi sambandi. Hér i Þjóðviljanum hefur verið ýtarlega frá þvi greint, að ráðamenn Suisse Aluminium hafa lagt fyrir islensk stjórn- völd áætlun um að standa fyrir nýrri fjár- festingu á íslandi að upphæð 400-500 þúsund miljónir króna. Þarna er um að ræða fjárfestingu i áliðnaði og orkuvinnslu i tengslum við hann. Það var reyndar strax á árum vinstri stjórnarinnar siðari, sem ráðamenn Alusuisse ympruðu á slikum hugmyndum, en þeim var þá að sjálfsögðu alfarið hafnað af Magnúsi Kjartanssyni, þáverandi iðnaðarráðherra, en hann gaf samráðherrum sinum skýrslu um málið, sem siðan hefur verið birt opinberlega. Það var hins vegar fyrst eftir stjórnar- skiptin 1974 að einhver hreyfing komst á málin, svo sem rakið hefur verið hér i Þjóðviljanum á undanförnum vikum. Sið- an Gunnar Thoroddsen settist i sæti iðn- aðarráðherra hafa fjölmargir viðræðu- fundir verið haldnir um áform Alusuisse. Sá siðasti i Reykjavik, þann 4. og 5. nóv. s.l. og hinn næsti ákveðinn i Sviss á þriðjudaginn kemur. Þjóðviljinn hefur á undanförnum vikum birt margvisleg heimildargögn um þessi mál, gögn sem með engu móti verða véfengd. Það er einnig ljóst af þeim pappirum, sem Þjóðviljinn hefur undir höndum, að á þessum viðræðufundum hefur ráðagerð- um Alusuisse engan veginn verið hafnað. Þvert á móti hafa a.m.k. ýmsir þættir „Integral” áætlunarinnar hlotið góðar undirtektir. Til þess að fólk skilji, hvað i ráðagerð- unum um risaframkvæmdir fjölþjóðlegra auðhringa hér felst, þá er i fyrsta lagi nauðsynlegt að hafa i huga hvað upphæð eins og 400-500 þúsund miljónir króna merkir á okkar mælikvarða, en þetta er sú upphæð, sem áform Alusuisse gera ráð fyrir i fjárfestingu á íslandi. Fyrir hálfum mánuði var á það bent hér i Þjóðviljanum að: 1. Þetta er mun hærri upphæð en nemur öllu þvi f jármagni, sem nú er bundið i islensku atvinnuiifi. 2. Þetta er lika mun hærri upphæð en bundin er i öllum samanlögðum mann- virkjum i eigu opinberra aðila á ís- landi. 3. Og þetta er enn mun hærri upphæð en bundin er i öllum einkafjármunum, ibúðum, bilum o.s.frv. þeirra 220 þús- und manna, sem hér búa. Svona stórtækir eru hinir alþjóðlegu ál- furstar fyrir okkar hönd. Enginn lætur sér detta i hug, að nokkur islensk stjórnvöld muni á allra næstu árum skrifa opinberlega að fullu upp á áætlun „Integral” i heild eða aðra álika. Styrkur fullveldishugmynda er ennþá nægilegur til að hindra heljarstökk á morgun. Hættan er hins vegar sú, að þróun að vilja alþjóðlegra álfursta gerist i áföngum á nokkurra ára bili, — máske fárra ára- tuga. Sú hætta er mikii og yfirvofandi. Það verða allir sem gegn henni vilja hamla að gera sér ljóst og bregðast við í tíma af manndómi og skynsamlegu viti. Ella kunnum við að standa i þeim sporum einn dag, að engin leið sé lengur til baka. Sjálf- ur lifsþráðurinn hafi verið slitinn. Við vitum að flest riki Vestur-Evrópu eru nú þegar komin i Efnahagsbandalag Evrópu. Innan Efnahagsbandalagsins er flutningur milli landa á fjármagni og vinnuafli algerlega frjáls. Slíkt þola stór- þjóðir svo sem þjóðverjar, bretar og frakkar, og halda þó hlut sinum. A íslandi með 220 þúsund ibúa fær sjálfstætt þjóð- riki þvi aðeins staðist, að allt forræði i at- vinnulifi landsins sé i okkar eigin höndum. Værum við i Efnahagsbandalagi Evrópu, þá þyrftu hinir aljóðlegu fjár- málamenn hvorki að spyrja kóng eða prest áður en þeir fly ttu hingað biljónirnar sinar og settu okkur niður við kvarnirnar. Hættan vofir yfir. Undankomuleiðin er aðeins ein, — sú að efla okkar eigið atvinnulif, ekki sist is- lenskan iðnað, og ljá erlendum auðherrum einskis fangstaðar, hvorki I bráð né lengd. Svör okkar verða að vera heil, en ekki hálf. k Njósnamálin enn Margir veröa til aö leggja orö i belg vegna njósnamála sovéskra i Noregi þessa daga. Einn þeirra er Markús örn Antonsson borgar- fulltrúi, sem skrifar opnu um þau mál og islenskar hliöstæöur i Visi i fyrradag. Þar lætur hann aö þvi liggja aö Þjóöviljinn og vinstri- sinnar vilji neita þvi aö rússnesk njósnastarfsemi eigi sér staö hér- lendis. Islenskum sósialistum hefur aö sjálfsögöu aldrei dottiö i hug, aö neita þeirri starfsemi eöa annarri hliöstæöri, enda vita þeir mætavel aö þeir sjálfir eru eitt helsta viöfangsefni skoöana- njósna hér á landi. Annaö mál er, aö þaö væri hollt áhugamönnum um njósnir ef þeir reyndu aö koma sér niöur á þaö hverséu hin islensku leyndarmál sem vernda þarf og hvernigmegi aö þvi fara. Annars er hætt viö aö allir mæli- kvaröar týnist I almennri tauga- veiklun. Spéhræðslan Markús örn segir aö „þjóöar- rembukommar” á Þjóöviijanum hafi haft þann siö aö reyna aö gera njósnamál hérlendis skop- leg. Þvi miöur höfum hvorki viö né aörir þurft á neinni skopgáfu aö halda I þvi sambandi — aö Meö ýmsum hetti má skjóta á Albanlu en meina Kina. minnsta kosti hefur bófahasarinn I kringum sum slik mál haft ótvi- ræöar spaugilegar hliöar. En Markús örn hefur komiö auga á mjög alvarlegar hliöar þessa máls, eins og hann lýsir í eftir- farandi setningu: „Sumir embættis- og stjórnmála- menn eru enn viökvæmir fyrir þvi sem stendur i Þjóöviljanum. Kannski er þaö þess vegna sem öryggismál Islenska rikisins, þar á meöal eftirlit meö starfsemi erlendra sendiráöa hér á landi, hafa veriö fullkomlega vanrækt”. Markús örn heröir svo á siöar i greininni meö þvi aö saka forystumenn Sjálfstæöisflokksins um vanrækslusyndir stórar I þessum efnum. Alvörumál Nú erum viö Þjóöviljamenn engu skárri en aörir biaöamenn aö þvi leyti, aö viö viljum gjarna imynda okkur aö áhrif okkar séu mikil og merkileg. En samt hefur okkar „alkunnu sjálfumgleöi” aldrei dottiö I hug, aö viö værum þvilik ofurmenni, aö Islenskir „embættismenn og stjórnmála- menn þori ekki aö gera þaö sem þeim rétt þykir i „öryggismálum islenska rikisins” af einberum ótta viö aö Þjóöviljastrákar kunni aö glotta út i annaö munnvikiö. Viö hljótum þvi aö vera alveg sammála Markúsi Erni I þvi, aö slikt hugleysi og slik spéhræösla ýmissa helstu ábyrgöarmanna þjóöarinnar sé gjörsamlega óviö- unandi. Því hvernig I ósköpunum á aö vera hægt aö trúa þeim mönnum fyrir hagsmunum tslands i viöskiptum og utanrikis- málum i flóknum viöræöum I Briissel, Moskvu, Genf, London og Washington, sem hafa fyrir- fram kiknaö i öllum hnjáliöunum fyrir einu Islensku dagblaöi af sex ? Þetta er mál sem sannar- lega þarf aö lita alvarlegri augum en þeir horfa meö báöir til samans, Markús Orn og van- rækslusyndarinn Geir Hallgrims- son. AB — Fátt segir af rannsókn scnditækjamálsins svonefnda, enda var hdn látin falla niður af dipiómatlskum ástæðum. Sér Iðggœslan við útlendum njósnurum?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.