Þjóðviljinn - 09.02.1977, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 09.02.1977, Qupperneq 7
Mibvikudagur 9. febrúar 1977. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA — 7. Alþýðusambandiö í Svíþjóð hefur skipað sérstaka rannsóknarnefnd til að athuga hœgri áróður í skólakerfinu. — Nýlega kœrði þessi nefnd 53 kennslubækur Gísli Gunnarsscm sagnfræðingur: SKÓLINN tamningastöð eða menntastofnun i Þjóöviljanum 30. des. sl. birtist mjög þarfleg og lofsverö grein eftir Helgu Sigurjónsdótt- ur. Þar bendir hún á nokkuö sem sósialistar hafa þagaö yfir lengi en ætti þó aö vera öllum ljóst, nefnilega aö skólakerfiö er óhjákvæmilega hluti hins is- lenska auövaldsþjóöfélags og hlýtur meira eöa minna aö end- urspegla viöhorf þess og þjóna hagsmunum þess. Greinin var hressilega skrifuö og tæpitungu- laus eins og nauösynlegt er þeg- ar sannleikur er dreginn fram eftir margra áratuga þögn. I grein i Þjóöviljanum 6. janú- ar sl bendir Höröur Bergmann réttilega á aö sambandiö skóli — þjóöfélag er flóknara en kom fram I grein Helgu. 1 þvi sam- bandi nefnir Höröur jákvæöa þætti i grunnskólalögum og námsskrám. En i raun og veru hrekur Höröur hvergi megin- kjarnann I grein Helgu. Og mér finnst ástæöulaust hjá Heröi aö gera litið úr þeim ofsóknum sem kennari viö gagnfræöaskóla i Kópavogi varö fyrir meöal ann- ars vegna þess að hann reyndi aö framfylgja þeim göfugu markmiöum sem Höröur segir að gildi i skólum. Þaö er óskemmtilegt fyrir ungan kenn- ara aö sæta daglega ofsóknum i stærsta blaöi landsins. Aö kalla ofsóknirnar einsdæmi er þvi miður ekki rétt. Má i þvi sam- bandi nefna árásir Morgun- blaðsins (og fleiri blaöa) á kennara viö Menntaskólann á Akureyri áriö 1968. — Aö gera litiö úr sllkum ofsóknum er i fullu samræmi viö aumingja- skap og aðgeröarleysi islenskra kennarasamtaka jafnt 1968 og 1976. Aö rekja vfsindalega og ræki- lega sambandið skóli — þjóöfé- lag væri efni i mikiö verk, öllu umfangsmeira en ein dagskrár- grein. Ég læt hér nægja að koma i því sambandi meö nokkrar al- mennar kenningar sem aöeins verða aö takmörkuöu leyti rök- studdar. Sósialistar hafa oft heyrt tal- að um (eða talaö um) „innri andstæöur kapitalismans”, — stööuga þörf kapitalismans fyr- ir umbreytingar,— hagvöxt, tæknivæðingu og einokun, sem að lokum yröi kapitalismanum aö falli. Samfara þessum tækni- legu og efnahagslegu umbylt- ingum var þörf á styrku rikis- valdi sem gæti haldið launþeg- um i skefjum. 1 skólunum hefur þetta leitt til sérstakra „innri andstæöna.” Annars vegar er þörfin fyrir menntaö vinnuáfl, sem heföi sveigjanleika til aö þrifast með stöðugum breyting- um. Þetta krefst viðsýni og sjálfstæörar hugsunar, aö vissu marki, og þvi á skólinn „aö búa nemendur undir lif og starf i lýðræðisþjóðfélagi, sem er i si- felldri þróun.” Hinsvegar er þörfin fyrir hlýöna og gagn- rýnislitla verkamenn. A velgengnisskeiöum kapital- isks þjóöfélags kemst oft mjög i tisku meöal ráðamanna aö ræöa um nauðsyn þess aö skólinn efli sjálfstæða hugsun nemenda. Þá eru gjarnan búin til ný fram- farasinnuð lög og jafnvel nýjar fræöslustofnanir eru búnar til. 1 grunneiningum fræðslukerfisins gengur þó yfirleitt mjög illa aö koma á verulegum breytingum. A kreppuskeiðum kapltalisks þjóöfélags veröur „lög og regla”, — hlýöni og undirgefni, þau einkenni skólans, sem ráöa- menn fá mestar mætur á. Al- þjóðlegt einkenni þessarar aft- urhaldsstefnu er rógur i fjöl- miðlum um framfarasinnaöa og/eða sósialiska kennara. Alls kyns þrýstiaðgerðir eru haföar i frammi, sumar þola litt dagsins ljós. Viö þessar aöstæöur er óþarfi aö nefna hina framfara- sinnuðu löggjöf. Hún hefur meöal annars þá þýöingu aö vera heppileg dúsa fyrir um- bótasinnað fólk (samhliöa þvi sem lögin veröa fyrst og fremst innantómur bókstafur). — En allan timann haldast grunnein- ingar skólans nokkurn veginn óbreyttar. Hér ræöi ég um fleiri lönd en Island. Á Noröurlöndum er Danmörk skýrasta dæmiö um þá þróun, sem hér hefur verið lýst. En hvaö islendinga áhrær- ir er Sviþjóö sennilega áhuga- veröasta dæmiö. — Sviþjóö hef- ur á ýmsan hátt veriö fyrir- mynd annarra Noröurlanda I framfarasinnaöri löggjöf i fræöslumálum, og hátterni aft- urhaldsaflanna þar er miklu lúmskara og hávaðaminna en viðast hvar annars staðar. Sænska skólalöggjöfin leggur á þaö mikla áherslu aö efla beri sjálfstæöa og gagnrýna hugsun meöal nemenda. Frá upphafi hafa kennarasamtökin sýnt þessari löggjöf vissan mótþróa og hjálpað þannig þeim meiri- hluta kennara sem eftir bestu getu hafa virt hana að vettugi. Þeir kennarar, sem fylgt hafa lögum og reglugerðum, hafa fengiö á sig stimpil „vinstri öfgamanna”. Viss hægri sveifla hefur geng- ið yfir sænskt þjóðfélag undan- fariö. I skólanum hefur það þýtt að ihaldssömum kennurum hef- ur vaxiö hugrekki að segja skoðanir sinar. Ekki er óalgengt aö heyra núna frá kennurum að þeir liti á þaö sem aöalhlutverk sitt aö láta börnin læra aðeins eftir „gömlum og góöum” siö- um, láta þau hlýöa og viröa all- ar nýjungar að vettugi. Þetta hefur valdiö vaxandi árekstrum i skólunum milli ihaldsamra kennara og foreldra annarsveg- ar og róttækra kennara og for- eldra hins vegar. (Foreldra- samtök eru mjög virk og öflug i Sviþjóð.) Það skerpir andstæðurnar talsvert aö sósialdemókratar sýna nú skólanum vaxandi á- huga vegna þess hve fylgislitlir þeir hafa verið meðaí skóla- fólks. Alþýöusambandið hefur skipað sérstaka rannsóknar- nefnd til aö athuga hægri áróður i skólakerfinu. Nýlega kæröi þessi nefnd 53 kennslubækur, sem notaðar eru til kennslu i menntaskólum I samfélags- greinum, fyrir aö innræta nem- endum einhliöa sjónarmiö at- vinnurekenda. 14 þessara bóka hafa skólayfirvöld þegar neyðst til aö taka úr umferö þar sem hér erum lagabrot aö ræöa. (Gæta skal aö láta sem flest sjónarmiö koma fram). Aö sögn viökomandi nefndar er þetta aö- eins upphafiö. Próf hafa veriö lögö fyrir nemendur þar sem þeir áttu aö dæma um hvaö þeim fyndist vera hlutdrægni. Annars vegar voru fullyrðingar frá atvinnu- rekendasambandinu og frá hægri blöðum. Hins vegar frá alþýöusambandinu og vinstri blööum. Nær undantekninga- laust töldu nemendur „áróöur- inn frá hægri” vera hlutlausar upplýsingar en „áróöurinn frá vinstri” vera með öil merki hlutdrægni. Afstaöa til kennslu- bóka var einnig könnuö. Nær allir nemendur töldu aö kennslubækur segðu ekkert nema sannleikann. (Og er þó sérstaklega tekið fram i nám- skrá menntaskóla aö kennarar skuli innræta nemendum gagn- rýna afstööu til kennslubóka). Hér er um að ræða Sviþjóð, sem „lotið hefur stjórn sósial- demókrata sl. 44 ár” og er fyr- irmyndarlandið mikla I falleg- um og framfarasinnuöum fræöslulögum og námskrám. Dæmiö sem Helga Sigurjóns- dóttir tekur um slæma kennslu- bók, sem mótast af ihaldsviö- horfum.er vel valið. — Islands- saga Þorsteins M. Jónssonar fyrir 7. bekk grunnskóla er hneyksli hvort sem litið er á bók- ina frá sagnfræöi- eöa kennslu- fræðilegu sjónarmiöi. Þessi bók hefur nú verið kennd I meir en 15 ár og þykir sumum það furðulegt. Upphaflega var um þrýsting frá skólayfirvöldum að ræöa aö bókin skyldi kennd. En til að fá skýringu á „vinsæld- um” bókarinnar er rétt aö draga fram nokkur atriði, sem um leiö geta varpaö ljósi á ýmsa vankanta i daglegu skólastarfi. Söguheimspeki bókarinnar er sú þjóðernis-hetjudýrkun, sem Jónas Jónsson frá Hriflu var besti fulltrúinn fyrir i islenskum skólum. Þessi söguheimspeki feliur prýöilega inn i þá heims- mynd, sem skólinn á Islandi hefur þegar innrætt fólki sinu, — jafntnemendum sem kennurum (og þá einkum kennurum). Kennsluheimspeki bókarinn- ar er utanbókarlærdómur og stagl. Þetta er ólikt kennsluhug- myndum Jónasarfrá Hriflu (sjá i þvi sambandi íslandssögu- bækur hans) en er hins vegar I góðu samræmi viö daglegt starf i skólum frá forneskju og sem ennþá tiökast. Ein ástæða fyrir þvi hve vinsæl þessi kennsluaö- ferö er felst i þvi hve létt hún gerir starf kennarans. önnur á- stæða er aö hún auðveldar aga, — meö hótun um yfirheyrslu að vopni er mögulegt aö halda böldnum nemendum niðri. Og almennt er þessi kennsluheim- speki skýrasta dæmiö um skól- ann, sem gerir nemendur óvirka og ósjálfstæöa. Bókin leysti á sinum tima af hólmi 1. hefti mannkynssögu Ólafs Þ. Kristjánssonar. Sú bók er ekki gallalaus, en hefur þó þann kost að viða er skirskotað til ályktunargáfu nemenda. (1. heftið er betra en 2. hefti). En einmitt þessi kostur mannkyns- sögu Ólafs Þ. Kristjánssonar hefur farið i finustu taugar margra kennara. Hve oft hef ég ekki heyrt staöhæfingu sem þessa: „Ekki er hægt að ætlast til að 13-14 ára unglingar geti dregiö sögulegar ályktanir”. — Fyrir slika kennara var Is- landssaga Þorsteins M. Jóns- sonar auðvitað prýöileg lausn. Þaö er sennilega öllum oröið Ijóst aö Helga Sigurjónsdóttir og Höröur Bergmann voru i grein- um sinum aö lýsa sitt hvorri andstæðunni i skólakerfinu. Helga var að lýsa kúgunarþætt- inum, sem fjölmargir róttækir kennarar verða átakaniega var- ir viö I daglegu skólastarfi. Höröur var að lýsa framfara- þættinum og þeim möguleikum sem kennarar hafa lögum og reglugeröum samkvæmt til aö vera annaö en gæslumenn og innrætingarmeistarar rikjandi skipulags. Rökrétt ályktun af grein Helgu gæti verið sú að kennarar ættu engra kosta völ annarra en aö fylgja „gömlum og góöum siðum” I starfi þang- að til Byltingin kemur. Kostur- inn viö grein Haröar er sá aö þar er kennurum bent á aðra valkosti. En skilyröi þess aö jafnt grunnskóla- og framhaldsskóla- kennarar á íslandi geti i fram- tiðinni stuðlað „aö þroska ein- staklingsins sem sjálfstæðs og gagnrýnis þjóöfélagsþegns” er, að allir heiöarlegir og vinstri- sinnaöir menn komi þessum kennurum til aöstoðar þegar i- haldssamar skólanefndir og i- haldsblöð fara að ráöast á þá fyrir að reyna aö framfylgja þessu sjálfsagða markmiöi. íhald og Framsókn í Kópavogi koma ekki saman fjárhagsáætlun Minnihluti leggur fram sína eigin Sá óvnjulegi atburöur geröist á fundi bæjarráös Kópavogs i gær aö minnihluti bæjarstjórnar, bæjarfulitrúar Alþýöubandalags- ins og Frjálslyndra lögöu fram frumvarp aö fjárhagsáætlun fyrir bæjarsjóö áriö 1977. Ólafur Jóns- son, bæjarfulltrúi Alþýöubanda- lagsins, skýröi i gær þessi sér- stæöu vinnubrögö fyrir blaöinu: Mikil óeining og upplausn hefur veriö i meirihluta ihalds og fram- sóknar i bæjarstjórn Kópavogs i vetur og hafa þeir þvi ekki komið saman fjárhagsáætlun þó aö komiö sé fram i febrúar. I desember I vetur lögðu em- bættismenn bæjarinsfram áætlun um tekjur og rekstrarliöi bæjar- sjóös miðað viö óbreytt ástand og rekstur á öllum sviöum, nánast bættu verðbólgunni ofan á rekstrarútkomu siöasta árs. Viö þá útreikninga gerum viö fulltrúar minnihlutans nokkrar breytingatillögur en tökum út- reikningana gilda i flestum atriö- um, enda ekki llklegt aö miklar breytingar verði geröar á rekstri bæjarins eða stjórnarháttum á siðasta ári fyrir kosningar. Allir rekstrarliöir bæjarins mótast af þeirri stefnu sem rikt hefur hjá meirihlutanum allt þetta kjör- timabil og aldrei veröur kenndur viö ráödeild eöa sparsemi. 1 áætlun okkar um stofnkostnaö er langmest áhersla lögö á gatna- gerö, enda eru Ibúar i eldri hverfum bæjarins orönir mjög langþreyttir á malargötum. Til gatnageröar og holræsa er áætlaö 210 miljónir króna, en þrátt fyrir mikla þörf á götum eru þaö fleiri framkvæmdir sem viö höfum áhuga fyrir og brýn þörf er á að vinna aö á þessu ári. Til framkvæmda viö Iþróttahús viö Digranesskóla áætlum viö 80 miljónir og 15 miljónir til Snæ- landsskóla. Hvorug þessara framkvæmda kemst i notkun á þessu ári fyrir þetta fjármagn en ættu báöar að geta veriö tilbúnar haustiö 1978. Dagvistunarstofnanir fá 45 Bæjarfulltrúar Alþýöubandalagsins ólafur Jónsson Helga Sigurjónsdóttir Björn ólafsson miljónir samkvæmt okkar áætl- un, leikvellir 15, iþróttasvæöiö 20 miljónir og 15 miljónir eru ætlaö- ar til verkamannabústaöa. Meöal nýrra framkvæmda má nefna innréttingar fyrir bóka- safniö 20 miljónir, náttúrugripa- safn 8 óg tii innréttinga á nýju húsnæöi fyrir heilsuverndarstöð- ina viö Fannborg 20 miljónir. Mjög stórfelld skuldasöfnun hefur verið hjá bæjarsjóöi Kópa- vogs á þessu kjörtimabili svo aö á þessu ári þarf aö verja 115 miljónum til greiöslu á vixlum og afborgana af lánum. Þó aö óverj- andi sé aö halda slikri skulda- söfnun áfram þá teljum við i minnihlutanum ekki aöstööu til þess á þessu ári aö lækka skuldir bæjarsjóös og reiknum þvi með aö taka lán á móti þessum af- borgunum. Aö lokum sagði Ólaf- ur: Viö sem samiö höfum þessa á- ætlun teljum hana raunhæfa, þó hún sé samin viö óvenjulegar að- stæöur og erum reiöubúin til þess að taka aö okkur aö framkvæma hana ef íhaldsmeirihlutinn i bæjarstjórn vildi gera bæjarbú- um þann greiða aö gefast form- lega upp viö aö stjórna bænum og segja af sér nú þegar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.