Þjóðviljinn - 09.02.1977, Síða 11
Miðvikudagur 9. febrúar 1977. ÞJÓÐVILJINN — SIDA — 11
Lasse Viren
kjörinn
ípróttamaöur
Norðurlanda
Líklegt talið að hann verði að hætta
keppni vegna alvarlegra meiðsla
Lasse Virén, Iþrdttamaður ársins á Norðurlöndum.
Skagamenn fengu
til sín danskan
badmintonþjálfara
Lasse Viren var kjörinn
iþróttamaður ársins 1976
og var það samdóma álit
formanna Samtaka
iþróttafréttamanna á
Noröurlöndum, er þeir
komu saman til fundar í
Stokkhólmi á fimmtudag,
að hann skyldi hljóta titil-
inn, og Volvobikarinn og
styrk þann, sem veittur
er hverju sini.
Formennirnir fimm velja á
hverju ári einn úr höpiiimm i-
þróttamanna, það er úr hópi
þeirra, sem valdir eru iþrótt-
amenn ársins hver I sinu heima-
landi. Þeir voru þessir að þessu
sinni:
Hreinn Halidórsson, isiandi
Lasse Viren, Finnlandi
Björn Borg, Sviþjóð,
Ivar Formo, Noregi
Rcichert Höje Jensen,
Danmörku.
Þetta er I fimmta skipti, að
Iþróttamaöur Norðurlanda er
valinn með þessum hætti, en allt
frá 1962 hafa Iþróttafréttamenn
valið einhvern til að hljóta
þennan tiltil.
Mullersmótið:
Sveit
Ármanns
sigraði
Hiö árlega MUllersmót á skíð-
um fór fram um siðustu helgi.
Vanalega er mótið haldið viö
skíöaskálann I Hveradölum, en
þar er nú engan snjó aö finna og
varö þvl aö færa mótið að Skála-
felli.
Keppt var I svigi karla, og var
um sveitakeppni að ræða. úrslit
uröu þau, að sveit Ármanns
sigraði með samtals 417 stig,
sveit KR varð I 2. sæti með 434
stig og sveit IR I 3. sæti með 457
stig.
I sveit Armanns voru þeir Arni
Sveinsson, Björn Ingólfsson,
Guðjón Ingi Sveinsson og Valur
Jónatansson.
Almenn
vakning
um mál-
efni HSÍ
Nokkur bæjarfélög
með fjárstuðning
í undirbúningi
VOLVO-bikarinn verður af-
hentur I Lahti I Finnlandi 26.
febrúar, en þá verður forkeppni
fyrir heimsmeistaramótiö I
sklðastökki haldin þar.
Hreini Halldórssyni hefur
veriö boöið aö vera viðstaddur I
Lahti, ásamt öllum hinum
iþróttamönnunurn, og greiðir
Veltir hf. allan kostnað við ferö
hans.
Lasse Viren: Hann er tuttugu
og áttta ára yfirlögregluþjónn.
Hann slasaðist á elgveiðum I
nóvember og hefur þurft að
gangast undir skurðaðgerð
tvisvar sinnum. Læknar hafa
nú bannað honum að hlaupa, að
minnsta kosti um óákveðinn
tima, en hann fékk nú I vikunni
leyfi til að ganga á sklöum.
Hann er að hefja feril sinn I
nýrri iþróiþróttagrein, bilaralli,
þar sem hann er aðstoðarbil-
stjóri landa sins.
Um áramótin sfðustu
dvaldist danskur badminton-
þjálfari á Akranesi I einar
tvær vikur og sagði badmin-
tonmönnum þar til, en áhugi
fyrir badminton er mikill á
Akranesi, og eiga skagamenn
nokkra mjög góða meistara-
flokksmenn.
Þessi danski þjálfari er
iþróttakennari að mennt og er
frá Alleröd, sem er útborg
Kaupmannahafnar. Astæðan
fyrir þvi, að hann kom hingað
til lands var sú, að hann sá
auglýsingu i blaði sem heitir
„Badminton” og er gefiö út i
Danmörku, þar sem óskað var
eftir badmintonþjálfara til ts-
lands um skamman tima, og
notaði Peter Jensen, en svo
heitir þessi þjálfari, þá tæki-
færið og fór til islands I jóla-
leyfi sinu.
1 viðtali við blaðið „Um-
Svo viröist sem almenn
vakning hafi átt sér staö um
allt land vegna hinnar frábæru
frammistöðu landsliðsins I
handknattleik að undanförnu.
Við höfum áður sagt frá hinni
myndarlegu gjöf frá skipverj-
um á Arsæli KE 77, 60 þúsund
kr., og frá tálknfiröingum, 90
þúsund kr.
t fyrradag gerðist það svo,
að bæjarstjórn Vestmanna-
eyja ákvað að styrkja HSt
vegna þátttöku iandsliösins I
B-keppninni I Austurrlki um
næstu mánaöamót, og færðu
eyjamenn HSt 50 þúsund krón-
ur sem styrk, auk þess, sem
brot”, sem gefið er út á Akra-
nesi segir Peter, að sér
hafi litist vel á aöstæöur á
Akranesi, þar séu 7 vellir og
Iþróttahúsiö sérlega glæsilegt.
Hann segir að I Danmörku sé
mönnum skipt i A-B og C flokk
og sé styrkleiki badminton-
manna á Akranesi einhvers-
staðar á milli B og C flokks-
styrkleika I Danmörku.
Peter Jensen lætur afar vei
af dvölinni á Akranesi og seg-
ist ætla að vinna að auknum
samskiptum ungs badmin-
tonsfólks I Danmörku og á ts-
landi, og hann segist einnig
vonast til að eiga þess kost að
koma aftur til Akraness og
lætur að lokum þá von i Ijós,
að skagamenn eignist tslands-
meistara I badminton á ts-
landsmótinu sem fram fer I
vor.
—S.dór
þeir gáfu eftir heiminginn af
þeirri húsaleigu, sem HSt
greiddi fyrir landsleikinn við
dani fyrr I vetur. Þá greiddi
HSt 48 þúsund kr. I húsaleigu
og fær 24 þúsund krónur til
baka. Samtals verður þetta
bvl 74.000 kr. sem Eyjamenn
færa HSt.
Þá höfum við haft af þvi
spurnir að keflvikingar ætli að
styrkja HSt myndarlegæog að
sögn Siguröar Jónssonar for-
manns HSt munu fleiri bæjar-
félög vera með slikt I huga.
Sagði Sigurður að það væri
ómetanlegt fyrir HSt að finna
og fá allan þennan almenna
áhuga og stuöning.
Peter Jensen.
Sem kunnugt er hirti
Reykjavikurborg allan
ágóðann af leikjunum fjórum
gegn pólverjum og tékkum á
dögunum og stendur HSl þvi
afar illa að vigi fjárhagslega,
en kostaburinn við undirbún-
ing landsliðsins og þátttöku I
B-keppninni er um 16 miljónir
króna. Hvert framlag, sem
berst HSt.cr þvi að sjálfsögðu
vel þegiö og miöar að þvl að
auðvelda sambandinu undir-
búning landsliðsins fyrir þessa
keppni, en ekkert er til sparað
ab liðiö verði sem best undir-
búið fyrir keppnina.
—S.dór
Fréttir
frá FSÍ
Nú fer senn I hönd sá árs-
timi, sem þau iþróttasam-
bönd, sem halda 3—i mót á
ári, láta til sin heyra. Þar á
meðal er Fimleikasamband
lslands, og er margt á döfinni
hjá sambandinu á næstunni.
Bikarkeppni F.S.t.
Hin árlega bikarkeppni
Fimleikasambandsins verður
háö I íþróttahöllinni fimmtu-
daginn 17. febrúar k. 20.30.
Vegna fjölda þátttakenda á
s.l. ári veröur nú hverju félagi
heimilað að senda aðeins eitt
lið I hverjum aldursflokki.
Keppt veröur I fimleikastigan-
um.
Tilkynningar um þátttöku
skulu hafa borist til skrifstofu
F.S.i. I sfðasta lagi 14 dögum
fyrir mót.
Meistaramót F.S.t.
verður háð i íþróttahúsi
Kennaraháskóla Islands 26. og
27. mars kl. 15.00.
A meistaramótinu veröur
keppt um meistaratitil I öllum
greinum fimleika karla og
kvenna og jafnframt um titil-
inn fimleikameistari lslands I
karla- og kvennaflokkum.
Þátttöku þarf að tilkynna til
skrifstofu F.S.I. I slðasta lagi
14 dögum fyrir mót.
Firmakeppni F.S.t.
Stjórn Fimleikasambands-
ins hefur ákveðið að stofna til
firmakeppni i fimleikum nú 1
vetur I fyrsta sinn.
Keppnin verður forgjafar-
keppni, og hafa þvl allir
þátttakendur jafna möguleika
á að sigra. Þeir einir hafa rétt
til keppni, sem hlotið hafa
hæsta meöaltölu á Bikar-
og/eða Meistaramóti.
Einstaklingar og fimleika-
deildir munu sjálfir útvega sér
firmu til að keppa fyrir.
Fimleikasambandið væntir
þess aö fyrirtæki taki vel á
móti þátttakendum sem leita
munu til þeirra fyrir firma-
keppnina. Firmakeppnin
verður háð I fþróttahöllinni
sunnudaginn 17. april kl. 14.30.
Sýning i mai.
Akveðið er að halda
fimleikasýningu í mai. Er gert
ráö fyrir aö öll félög og aörir
fimleikahópar eigi þess kost
að sýna einhverja þætti úr
starfsemi sinni a liðnum vetri.
Meistara-
mót
íslands
í frjálsíþr.
innanhúss
Meistaramót Islands, inn-
anhús, fer fram i Laugardals-
höll og Baldurshaga 26.-27.
febrúar. Samhliöa mótinu fer
fram keppni i kúluvarpi og
stangarstökki drengja.
Þátttökutilkynningar þúrfa
að berast skriflega til FRl,
auk 100 kr. gjalds fyrir hverja
skráningu (200fyrir boöhlaup)
i siðasta lagi 20. febrúar.
Aðalfurndur
Aðalfundur iþróttafélagsins
Fylkis I Arbæjarhverfl I
Reykjavfk veröur haldinn
þriðjudaginn 15. febr. nk. og
hefst hann kl. 20.00 I sam-
komusal. Arb æjarskóla.
Venjuleg aðalfundarstörf;
önnur mál. Stjórnin.