Þjóðviljinn - 09.02.1977, Side 12

Þjóðviljinn - 09.02.1977, Side 12
I 12 — StÐA — ÞJÖDVILJINN Miðvikudagur 9. febrúar 1977. — Þaö eru hinar dyrnar, kallaöi hún til min, unga og geöþekka stúlkan, sem kom eftir götunni. Ég stóö á tröppum hússins Laufásvegur 8 og hringdi dyra- bjöllu, án árangurs. Þetta var svo sem allra snotrasta hús, en ekki liktist þaö nú beinlinis því, aö vera nein sönghöll, eins og maöur haföi hugsaö sér útlit þeirra. En þó er efalaust meira sungiö i þessu húsi en nokkru ööru á landinu (og á ég þá viö lifandi fólk en ekki raddir af grammó- fónplötum). Þarna, á Laufásvegi 8,er nefnilega aösetur Söngskól- ans i Reykjavik. Ég hitti fyrst fyrir hóp af nem- endum, hressilegt fólk, hispurs- laust og glaölegt, — og hvernig gæti fólk i söngskóla heldur öðru visi veriö. Stúlkur voru I miklum meiri hluta, sýndist mér, a.m.k. kom ég i svipinn ekki auga á annað en þær (guö varöveiti mig), en allt I einu var slegiö á öxl mér og ég ávarpaöur meö nafni. Þaö var þá gamall sveitungi minn og úr karlakórnum i Skagafirö- inum, Gunnar Björnsson frá Sólheimum, einn af nemendum Tónlistarsögutimi hjá Þuriöi Pálsdóttur. — Ljósm. Eik Söngskólinn í Reykjavík Jórunn Viöar leikur undir söng Valgeröar Jónu Gunnarsdóttur. Skólinn var stofnaöur áriö 1973 og tók til starfa i okt. sama ár. Er þetta þvi 4. starfsár skólans. Þótt söngkennsla hafi lengi fariö fram I Reykjavik er þetta fyrsti skólinn þar sem söngur er aöalnámsgrein en auk þess fá nemendur al- menna tónlistarmenntun. Aöur fóru söngnemar til útlanda og læröu sina listgrein aö veruiegu leyti þar.en nú hafa margir söng- kennarar sameinast um einn skóla, ásamt kennurum I öörum tónlistargreinum, og stuöla þann- ig aö betri menntun söngvara en1 unnt var áöur hér heima. Skólinn er viðurkenndur af riki og borg og nýtur sömu fyrir- greiðslu og aörir tónlistarskólar i landinu. Skólanefnd skipa: Þorsteinn Hannesson frá rikinu, Ragnar Georgsson frá Reykja- vikurborg, Margrét Eggerts- dóttir frá Fél. isl. einsöngvara, Guömundur Jónsson og Þuriöur Pálsdóttir frá kennurum og Unnur Jensdóttir frá nemendum. 1 ár stunda 75 nemendur nám — Ljósm. Eik. viö skólann. Kennarar eru: Brian Carlile, Einar Sturluson, Guöm. Jónsson, Guörún A. Simonar, dr. Hallgrimur Helgason, Jón Asgeirsson, Jón Kristinn Cortes, Kristinn Hallsson, Magnús Jóns- son, Nanna Egils Björnsson, Olöf K. Haröardóttir, Sigriöur E. Magnúsdóttir, Siguröur Björns- son, Sigurveig Hjaltested, Þorsteinn Hannesson, Þuriöur Pálsdóttir, sem jafnframter yfir- kennari. Pianókennarar, sem jafnframt eru undirleikarar eru: Anna Eliasson, Carl Billich, Guörún A. Kristinsdóttir, Jónina Gisladóttir, Jórunn Viöar, Krystyna Cortes. Skólastjóri er Garöar Cortes, sem mun hafa átt meginþátt I stofnun skólans. Námsgreinar eru: Söngur, tón- fræöi, nótnalestur, tónheyrn, hljómfræöi, tónlistarsaga, pianó- kennsla, kennsla I ljóöasöng og kórsöngur. Auk þess fá nemendur tima meö undirleikara. Próf frá Söngskólanum eru tek- in i tengslum viö The Associated skólans. Mér fannst ekki viðeig- andi af fulltrúa frá blaöi alþýö- unnar aö hreykja sér hátt svo ég settist bara á gólfiö, spjallaöi viö Gunnar, — en hélt áfram aö gefa kvenfólkinu auga. Von bráöar kom skólastjórinn sjálfur, Garöar Cortes, og leiddi mig til sætis i mjúkum sófa, þar sem ég hafði Guörúnu Simonar á aöra hliö en Eik ljósmyndara á hina, og Þuriöur Pálsdóttir bar okkur kaffi. Og hvaö er svo frá Söngskólan- um I Reykjavik aö segja? Jú, sannarlega margt en á fátt eitt veröur þó drepið hér. Kristin Sigfúsdóttir i söngtima hjó Guörúnu A. Simonar. — Ljósm. Eik

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.