Þjóðviljinn - 09.02.1977, Qupperneq 13
Miövikudagur 9. febrúar 1977. ÞJÓDVILJINN — SIÐA — 13
Board of the Royal Schools of
Music, Englandi, en þaðan eru
prófdómarar sendir út um allan
heim. Sem stendur eru 37 nem-
endur aö búa sig undir að fara I
stigapróf, þ.e. 5. og 6. stig, en
hæsta stig samkv. þessu kerfi, er
8. stig. í næstu viku er væntanleg-
ur hingað prófdómari, Robin
Gritton, söngvari og pianókenn-
ari, til að prófdæma nemendur.
Hann kemur hingað án þess aö
hafa kynnst nokkrum af kennur-
um eöa nemendum og prófar i
tónheyrn, nótnalestri og söng, og
leggur algjörlega hlutlaust mat á
frammistööu nemenda. Er farið
eftir „Syllabus” eöa námsskrá
sem The Associated Board gefur
út, og gildir hún fyrir alla tón-
listarnema, jafnt I söng sem
pianóleik.
Þannig er einnig meö próf i tón-
fræöi og hljómfræöi. Verkefni
koma i innsigluöum umslögum og
úrlausnir eru sendar út til
einkunnagjafar. V stig i tónfræöi
þarf til aö ljúka VIII (efsta stigi)
i söng, en þaö er hinsvegar
skilyröi, ásamt VII stigi i hljóm-
færöi til inngöngu i kennaradeild,
sem stofna á viö skólann. Drög aö
námsskrá fyrir kennaradeild
liggja nú fyrir hjá menntamála-
ráöuneytinu.
Ein af námsgreinum skólans er
tónlistarsaga. Frú Þuriöur Páls-
dóttir kenndi hana sl. vetur, og
kenndi hún islenska söng- og
tónlistarsögu. Hélt hún fyrir-
lestra um hin ýmsu efni og úthlut-
aöi siöan ritgeröarverkefnum.
Undir hennar handleiöslu hafa
nemendur unniö prófritgeröir um
islenska tónlistarsögu. Hafa þess-
ar ritgeröir nú veriö settar saman
i bók, sem mun vera fyrsta
heildaryfirlit um isl. tónlistar-
sögu sem út hefur komiö. Veröur
bókin notuö til kennslu viö skól-
ann og veröur aukin og endurbætt
af næstu tónlistarsögunemend-
um, þar sem Jón Ásgeirsson, sem
nú hefur tekið viö kennslu sög-
unnar, ætlar aö halda áfram á
sömu braut.
Innan fárra ára mun Söngskól-
inn útskrifa söngkennara, sem
geta tekið aö sér kennslu viö
hvaöa tónlistarskóla sem er, en
þeir munu nú 43 i landinu, meö
kennslu á 60 stööum. en aöeins 5
þeirra hafa söngkennara. Þá
munu og þessir kennarar veröa
fullfærir um aö þjálfa hina ýmsu
kóra i landinu og stjórna þeim.
Nemendur skólans eru á ýms-
um aldri, en ekki er ætlast til að
þeir séu yngri en 16 ára.
Próf frá skólanum veitir rétt til
hindrunarlausrar inngöngu i
erlenda söngskóla.
Óhætt er aö segja, aö áhugi
, nemenda og kennara fyrir skól-
anum og verkefnum hans er mjög
mikill og andrúmsloft innan skól-
ans svo sem best verður á kosiö,
enda vinna þar allir aö einu og
sama verkefni: eflingu sönglistar
á Islandi.
Og tlminn liöur. Allt of fljótt
veröum viö aö yfirgefa þetta hug-
þekka heimkynni söngs og tóna
viö Laufásveginn.
—mhg
1 kvöld kl. 22.20 sýnir sjónvarpiö mynd um mögulegar leiöir manna
til aö mæta stórauknum þörfum jaröarbúa fýrir aukna matvæla-
framleiöslu, en vegna fólksfjölgunar er taliö aö hún þurfi aö veröa
tvöfalt meiri eftir aldarfjórung en hún nú er. Myndin er er gerö af
bandarikjamönnum i tilefni tvöhundruö ára afmæiis sjálfstæöis
þjóöar þeirra, en meö fylgir mynd af hrisgrjónabændum i Kina aö
starfi.
MIÐDEGISS AG AN:
Erindi um baráttu
gegn tóbaksfikninni
Stööugt brjóta menn heilann
um, hvaöa vopnum megi beita
sem duga, i slagnum viö tóbaks-
djöfulinn, en stundum viröist
sem á hann vaxi niu höfuö fyrir
hvert eitt, sem af næst aö
höggva.
í kvöld kl. 19.35 mun Gunnar
Finnbogason skólastjóri flytja
erindi um þennan sinýja vanda
og byggir málflutning sinn á þvi
sem I ljós hefur komið eftir 1960,
aö fjölþættar upplýsingar um
skaösemi tóbaks, sem þá voru
geröar opinljósar, hafa hvergi
nærri oröið mönnum til nægi-
legrar hrellingar og aö menn
viöast reykja sem aldrei fyr.
Telur erindishöfundur aö nú
þurfi nýir aöilar aö koma til
skjalanna, semsé hiö opinbera,
og telur ýmsa kosti I ellefu
liöum, sem nýtast mættu.
—a
„Móðir og sonur”
eftir HEINZ G. KONSALIK
úivarp
I dag kl. 14.30 les Steinunn
Bjarman annan lestur miö-
degissögunnar „Mðöir og son-
ur” eftir Heinz G. Konsalik I
þýöingu Bergs Björnssonar.
Höfundurinn er fæddur f Köln
áriö 1921 og er læröur f bðk-
menntum og leikhúsfræöum viö
ýmsa þýska háskóla, en vinnur
nú eingöngu viö ritstörf sfn.
Saga þessi gerist á Spáni og
segir frá móöur, sem býr meö
tveimur sonum sinum i fjalla-
þorpi og þó einkum frá sam-
bandi hennar viö þann yngri,
Juan. Juan er einrænn og list-
hneigöur, en haldinn alvarlegri
hjartveiki, sem verður efni til
þess aö móöirin fórnar lifi sinu
fyrir lækningu hans, en hann er
þá tekinn aö stunda mynd-
höggvaranám f Toledo. Styrkur
sögunnar felst i nærfærinni
meöferö höfundarins á sam-
skiptum þessara tveggja og þá
einkum viöbrögöum Juans, eftir
aö hann hefur náö heilsu og
veröur ljóst hvaö gerst hefur.
Boöskap bókarinnar mun
mega ráöa af lokaoröum hennar
um aö i þjáningunni sé upp-
sprettu alls hins mikilfenglega
aö finna, eöa „Denn der
Schmerz des Lebens ist die
Wiege der Grösse”. —a
7.00 Morgunútvarp. Veöur-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.15 og
9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.50.
Morgunstund barnanna kl.
8.00: Guöni Kolbeinsson
byrjar aö lesa þýöingu sina
á „Briggskipinu Blálilju”,
sögu eftir Olle Mattson. Til-
kynningar kl. 9.30. Þing-
fréttirkl. 9.45. Létt lög milli
atriöa. Guösmyndabók kl.
10.25: Séra Gunnar Björns-
son les þýöingu sina á
prédikunum út frá dæmi-
sögum Jesú eftir Helmut
Thielicke, I: Dæmisagan af
týnda syninum, fyrri hluti.
Morguntónleikar kl. 11.00:
Marielle Nordmann og
franskur strengjakvartett
leika Kvintettfyrir hörpu og
strengi eftir Ernst Hoff-
mann/ Claude Monteux og
St. Martin-in-the-Fields
hljómsveitin leika Konsert i
C-dúr fyrir einleiksflautu,
tvö horn og strengjasveit
eftir André Grétry; Neville
Marriner stj./ Janos Se-
bestyen og Ungverska
kammersveitin leika
Sembalkonsert i A-dúr eftir
Karl von Dittersdorf; Vil-
mos Tatrai stj.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. Viö vinnuna:
Tónleikar.
14.30 Miödegissagan: „Móöir
og sonur” eftir Heinz G.
Konsalik.Bergur Björnsson
þýddi. Steinunn Bjarman
les (2).
15.00 Miödegistónleikar. Ffl-
harmoniusveitin i ósló leik-
ur „Zorahayda”, tónverk
eftir Johan Svendsen, Odd
Gruner-Hegge stjórnar.
Michael Ponti og Sinfóniu-
hljómsveit útvarpsins i
Lúxemborg leika Pianókon-
sert I fis-moll op. 69 eftir
Ferdinand Hiller, Louis de
Fremont stjórnar. Boston
Pops hljómsveitin leikur
„Fransmann i New York”,
hljómsveitarverk eftir
Darius Milhaud; Arthur
Fiedler stj.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veöurfregnir).
16.20 Popphorn
17.30 Útvarpssaga barnanna:
„Borgin viö sundiö” eftir
Jón Sveinsson (Nonna).
Freysteinn Gunnarsson is-
lenzkaöi. Hjalti Rögnvalds-
son les síöari hluta sögunn-
ar (9).
17.50 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veburfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Nýjar hugmyndir tii
lausnar reykingavandamál-
inu. Gunnar Finnbogason
skólastjóri flytur erindi.
20.00 Kvöldvaka.a. Einsöngur.
Magnús Jónsson syngur,
Ólafur Vignir Albertsson
leikur á pianó. b. Kapellán-
inn i Hoiti. Halldór
Kristjánsson flytur fyrri
frásöguþátt sinn af séra Sig-
uröi Tómassyni. c. Kvæöi
eftir Arna G. Eylands.Bald-
ur Pálmason les. d. Vinnu-
hjúinAgúst Vigfússon flytur
frásöguhátt. e. Sungiö og
kveöiö. Þáttur um þjóölög
og alþýðutónlist i umsjá
Njáls Sigurðssonar. f. Kór-
söngur: Árnesingakórinn
syngur lög eftir Isólf Páls-
son og Pál tsólfsson. Söng-
stjóri: Þuriöur Pálsdóttir.
Pianóleikari: Jónina Gisla-
dóttir.
21.30 Útvarpssagan: „Lausn-
in” eftir Arna Jðnsson.
Gunnar Stefánsson les (16).
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Lestur
Passiusálma (3).
22.25 Kvöldsagan: „Slöustu ár
Thorvaldsens”. Endurminn-
ingar einkaþjóns hans Carls
Frederiks Wilckens. Björn
Th. Björnsson les þýöingu
sina (4).
22.45 Nútimatónlist. Þorkell
Sigurbjörnsson kynnir.
23.30 Fréttir. Dagskrárlok.
18.00 Hviti höfrungurinn.
18.15 Rokkveita rfkisins.
Kynnir Einar Vilberg, sem
syngur viö undirleik félaga
úr hljómsveitinni Paradis.
Stjórn upptöku Egill Eö-
varösson.
18.40 Gluggar. Filaskóli,
Risaoliuskip, Hundasalerni.
Þýöandi og þulur Jón O. Ed-
wald. •
Hlé
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Vaka.Dagskrá um bók-
menntir og listir á liðandi
stund. Umsjónarmaöur
Magdalena Schram. Stjórn
upptöku Andrés Indriðason.
21.20 Maja á Stormey.
Finnskur framhaldsmynda-
flokkuri sex þáttum, byggö-
ur á skáldsögum eftir
álensku skáldkonuna Anni
Blomqvist. 4. þáttur. Jólin I
gripahúsiuu. Efni þriöja
þáttar: Áhrifa Krimstriös-
ins er tekið aö gæta á.
Stormey. Enskir hermenn
hóta Jóhanni lifláti, rifi
hann fleiri siglingamerki.
Fjölskyldan verður aö flytj-
ast frá eynni. Maja fer meö
börnin til foreldra sinna, en
Jóhann getur hvergi talist
öruggur nema 1 Finnlandi.
Miklir ólánstimar eru
gengnir 1 garö. Bróöir Maju
deyr á sviplegan hátt, og
Mikael sonur hennar
drukknar. Þýöandi Vilborg
Siguröardóttir. (Nordvision
— Finnska sjónvarpib).
22.20 Hvers er aö vænta?
Fæöuöflun I framtiöinni.
Myi.d úr fræöslumynda-
flokki, sem Bandarikja-
menn geröu á siöastliðnu ári
i tilefni 200 ára sjálfstæðis
þjóöarinnar. Vegna fólks-
f jölgunar I heiminum er tal-
iö, að matvælaframleiðslan
þurfi aö veröa tvöfalt meiri
eftir aldarfjóröung, en hún
er nú, og I myndinni er m .a.
leitað svara viö þvi, hvort
takast megi aö leysa þann
brýna vanda. Þýöandi og
þulur Ingi Karl Jóhannes-
son.
22.45 Dagskrárlok.
Blikkiðjan Garóahreppi
önnumst þakrennusmíði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíöi.
Gerum föst verðtilboð.
SÍMI 53468