Þjóðviljinn - 09.03.1977, Síða 4

Þjóðviljinn - 09.03.1977, Síða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 9. mars 1977. Málgagrt sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis. (Jtgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Útbreiöslustjóri: Finnur Torfi Hjörleifsson. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Auglýsingastjóri: úlfar Þormóösson Ritstjórar:Kjartan ólafsson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Svavar Gestsson Slöumúla 6. Slmi 81333 Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Prentun: Blaöaprent hf. Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann. Kröfur verkafólks Pögn ríkis- stjórnarinnar í gær hófust samningaviðræður milli fulltrúa verkalýðssamtakanna og fulltrúa samtaka atvinnurekenda um gerð nýrra heildarkjarasamninga. Þegar þessi orð eru skrifuð hafa enn ekki borist fréttir af þeim fundi, og reynd- ar tæplega mikilla tiðinda að vænta svona i fyrstu umferð. í aðalmálgagni rikisstjórnarinnar, Morgunblaðinu, er talað um að þjóðarbúið þoli svo sem 4% kjarabætur i ár, og trúlega verða fyrstu tilboð atvinnurek- enda i námunda við þessa rausn aðalmál- gagns rikisstjórnarinnar. Sú kaupkrafa sem samninganefnd verkalýðsamtakanna leggur upp með þýðir hins vegar um það bil 40% hækkun raungildis launa að jafnaði hjá félags- mönnum verkalýðshreyfingarinnar, og nokkru meira hjá þeim sem allra lægst hafa launin. Hér ber þvi mikið á milli, og varla von til að samningar takist áreynslulaust. Full ástæða sýnist til að sáttasemjari rikisins verði nú þegar kvaddur á vettvang i samningamálum og að ekki verði dregið að skipa sáttanefnd, en i heildarkjara- samningum siðustu ára hafa slikar sátta- nefndir jafnan gegnt þýðingarmiklu hlut- verki. Enginn hefur hag af þvi að biða með alvarlegar viðræður þangað til verkfall er á allra næsta leyti eða jafnvel hafið, svo sem oft hefur viljað við brenna á liðnum árum vegna tregðu atvinnurekenda og rikisvaldsins. Hér ættu menn að hafa vitin til að varast. Alveg sérstaklega verður að gera þá kröfu til rikisstjórnarinnar nú, að á Alþingiog i stjórnarráðinu sitji menn ekki með hendur i skauti og láti þær fáu vikur sem eftir eru uns samningar renna út i aprillok liða hverja af annarri án þess að skriður komist á málin. Það er skylda rikisvaldsins að koma nú þegar til móts við þær kröfur verkafólks, sem i þá átt er beint, og greiða þannig fýrir samningum. í þessum efnum má m.a. minna á þá kröfu verkalýðssamtakanna, að óbeinir skattar, það er söluskattur og vörugjald, lækki um 6000 miljónir króna og allt verðlag sem þvi svarar. Vilji menn velta þvi fyrir sér, hvort þessi krafa verkalýðs- samtakanna fái staðist þá er rétt að hafa i huga, að á valdatima núverandi rikis- stjórnar, það er frá fjárlögum ársins 1974 til fjárlaga ársins 1977, hafa óbeinir skattar, sem rikið innheimtir af inn- flutningi, framleiðslu og seidri vöru og þjónustu hækkað um 50.000 miljónir króna. Það er sem sagt verið að fara fram á að rúmum tiunda hluta af þessari upphæð sé skilað til baka. Talsmenn Sjálfstæðisflokksins staðhæfa að með þessari kröfu sé verkalýðs- hreyfingin að heimta samdrátt i verk- legum framkvæmdum og hvað varðar félagslega þjónustu. Svo er alls ekki. Það er staðreynd, sem engin getur mót- mælt að sá fjárlagaliður, sem kallast „önnur rekstrargjöld” hefur hins vegar hækkað i tið núverandi rikisstjórnar um 4000 miljónir króna umfram þá hækkun sem samsvarar almennri verðlagsþróun i landinu á sama tima. Það er líka staðreynd, að samkvæmt fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir að vaxtaútgjöld rikisins og rikisstofnana hækki um hvorki meira né minna en 3000 miljónir króna á einu ári. Þegar þetta er haft i huga, þá er að sjálfsögðu bæði rétt og skylt að visa alger- lega heim til föðurhúsanna þeirri fullyrðingu að krafa verkalýðssamtak- anna um 6 miljarða lækkun óbeinna skatta, og þar með almenna verðlags- lækkun sem þvi svarar, þýði óhjákvæmi- lega niðurskurð verklegra framkvæmda eða félagslegrar þjónustu. Þær kröfur, sem verkalýðshreyfingin beinir til rikisvaldsins eru margar fleiri en þessi 6 miljarða lækkun óbeinna skatta, þótt þær verði ekki raktar hér nú. Um þær allar gildir hið sama. Rikis- stjórnin verður að gefa sin svör hið allra fyrsta. Þau svör ráða ákaflega miklu um það, hvort samningar kynnu að takast án verkfalla i vor, eða hvort allt fer i bál og brand. Verkalýðshreyfingin æskir ekki verkfalla, en hún mun standa mjög fast á þeim kröfum, sem einróma voru samþykktar á Alþýðusambandsþingi. Krafan um 100 þúsund króna lágmarks- laun, miðað við verðlag i nóvember er réttlætiskrafa. — Þessi krafa á svo sterk- an hljómgrunn um land allt, ekki aðeins i röðum verkafólks heldur langt út fyrir þær raðir, að ætli rikisstjórnin að standa gegn framgangi hennar, þá má hún fara að óttast um sitt pólitiska skinn. — Þetta ættu ráðherramir að gera sér ljóst strax og bregðast við áður en i óefni er komið. MÁLGAGN EININGARSAMTAKA KOMMÚNISTA (M-L) Undur veraldar Menn setja margt furöulegt á blaö á Islandi. Einna iönastir viö það eru sumir þairra hópa sem kallaðir eru vera yst til vinstri. Nánar tiltekiö þeir, sem venju- lega eru taldir til maóista, þótt miklu nær væri að kenna þá við Stalin. Þvi það hefur gerst, fyrir undarlega norskættaöa sérvisku, að eðlilegur áhugi á Maó for- manni og hans kenningu hefur eins og þokað til hliðar fyrir þeirri söguskoðun, að Jósep Stalin hafi komiö upp miklum fyrirmyndar- sósialisma i Sovétriknunum. Að honum látnum hafi svo nokkrir þjóðsvikarar breytt þessum sósialisma þegjandi og hljóöa- laust I einskonar kommúnisma eða fasisma, sem ýmist er likt viö atferli Nixons eða þá Hitlers — án þess að hin stalinska alþýöa hafi fengiö rönd við reist, hvernig sem þaö nú má veröa. Hér er komin hin fullkomna rómantik i söguskoðun: heim- urinn er eins og ég hugsa mér hann. Dapurlegt Þvi miður er þessi rómantik litiö fyndin, ekki einu sinni óvart fyndin. Miklu heldur setur að manni dapurleika yfir þvi, að ungt fólk skuli sóa pólitiskri reiði sinni i tóma vitleysu. Lítið dæmi má taka af febrúartölublaði Verkalýðsblaösins sem Einingar- samtök kommúnista (M-L) gefa út. Þar er fjallaö um njósnamál i Noregi, og send skeyti stórveld- unum fyrir umsvif þeirra leyni- þjónustu, eins og eölilegt er. En þegar komið er að útfærslu þeirr- ar fordæmingar, staöfæringar vandamálsins, að þvi að greinar- höfundur þurfi að reyna pinulitiö á pólitiska skilgreiningargáfu sina, þá er útkoman ekki skárri en þetta hér: „Þjóöviljinn, sem nýtur beins fjárstuönings frá Austur-Evrópu, hyllir heims valdastefnu og fasisma Sovétrikjanna”. Og fleira er i þeim dúr. M.ö.o.: sumirþeirra sem hæst hafa um nauðsyn sósialiskrar umræðu eru svo snauðir i andan- um, að þeir hirða fegnir glósur um Islenska sósialista sem svo slitnar eru orðnar, að meira aö segja Matthias og Mogginn hans eru orönir hálffeimnir við aö brúka þær. Heima er best Annar óþrotlegur brunnur undarlegheitanna er að sjálf- sögðu Morgunblaðiö sjálft. Fjörlegust er bunan úr þeim brunni þegar iðrandi syndarar úr rithöfundastétt taka þar til máls. Hér er einkum átt við þá frændur i andanum, Jóhannes Helga og Ingimar Erlend, sem I eina tiö skrifuðu lykilsögur til að striða Matthiasi og Bjarna Ben og þvi liði, en hafa sem betur fer bætt ráö sitt og snúið heim til fööur- húsa: heima er best, eins og viö öll vitum. Ingimar Erlendur skrifaöi á laugardag opnugrein I Morgun- blaðið. Hann tekur nokkra spalta i að flækja sér i samlikingu sem hann hefur dottiö niður á: rót- tækni i skoöunum kallar hann andlegt ilsig. Jæja. Nema undir lokin er komið að tilefni greinar- innar. Það er, að ungir höfundar og vinstrisinnaðir, Siguröur Páls- son og Pétur Gunnarsson, hafa tekið að sér að skrifa pistla i helgarblöð Visis. Og Pétur hefur þegar „misnotaö” þetta tækifæri til aö skopast dáiitiö aö sjálfum Indriða G. Þorsteinssyni. Fjandinn laus á Vísi Þetta þykir Ingimar Erlendi firnalegt hneyksli. Hann kallar þá Sigurö og Pétur „nýútnefnd séni niöurrifsmanna lýöræöis” og staöhæfir i leiðinni að Pétur „leggi hatur á land sitt og þjóð”. Reyndar sé þaö ekki nema eftir annarri vesalmennsku „lýðræðis- sinna” að hleypa þessum skaðræðismönnum inn i eitt af málgögnum sinum, VIsi: „Sumir lykilmenn I höfuöstöðvum lýöræöisins, ráöuneytum, rit- stjórnum, sjónvarpi, útvarpi, háskóla, liggja vembilfiáka fyrir ilsigsmönnum (þ.e. sósialistum). Þeir ástunda andlegan skækju- lifnað af ótta, eða til að láta imyndanlega menningarbyltingu lyfta sér á blóðfaldi til efstu skýja. Þær liöleskjur hafa misst trú á manninn — sjálfa sig.... Andstæðingar lýöræðis hafa þvliik lyklavöld i þjóðfélaginu, aö allar dyr standa opnar þeim sem ánetjast”. Alls ekki einsdæmi Lengi mætti viö bæta til- vitnunum i þessa makalausu grein. En þegar sleppt er mál- skrauti og geðvonsku yfir vel- gengni Pétúrs Gunnarssonar („hann fékk jafnvel einkaþátt i rikisútyarpinu”) þá er boðskapur Ingimars Erlendar i raun mjög einfaldur. I nafni lýðræöis á að banna eða þrengja mjög aðgang að útvarpi, sjónvarpi, skólum og borgaralegum blöðum öllum þeim, sem hafa „rangan” hugsunarhátt. Eða eins og sagt er með miklum alvöruþunga i lok greinarinnar: ,,Þaö er svo vanda- mál ritstjóra Vísis, hvar mörkin skulu sett milli veikleika og styrkleika I lýðræöi.” Aö sjálfsögðu tæki ekki að minnast á þetta, ef hér væri um einkatist Ingimars Erlendar eitt að ræða. Svo er ekki: hann setur fram viðhorf sem eru mjög algeng i Morgunblaöi og hrjóta jafnt úr penna Indriða- Matthiasar-Ingimarsflokksins i rithöfundastétt, sem og ættingja þeirra úr öörum hólfum sam- félagsins. Munurinn er aðeins sá, að I einfeldni sinni oröar Ingimar Erlendur hlutina af meiri hrein- skilni en aðrir Musterisriddarar Morgunblaðslýðræðis. A.B.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.