Þjóðviljinn - 20.03.1977, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 20.03.1977, Blaðsíða 7
Sunnudagur 20. mars 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Ingibjörg Haraldsdóttir skrifar um kvikmyndir: Aldrei f ór það svo að vér Islendingar eignuðumst ekki krimma. Fátt er nú meira rætt manna á meðal en Morðsaga Reynis Odds- sonar—það er þá helst Lér konungur. Ég hætti mér ekki út í umræður um blóð- skömm, þótt auðvelt væri að tengja Morðsögu við þær hugmyndir sem nú eru uppi. Eða hver er munur- inn á Lé konungi, Bjarti í Sumarhúsum og Róbert í Morðsögu? Er þetta ekki allt sama fyrribærið? En I alvöru talað, það er erfitt að finna eitthvað sem nothæft væri sem mælistika, til viðmiðun- ar. Ekki getum við mælt Morö- sögu við Sfðasta bæinn i dalnum eöa Reykjavikurævintýri Bakka- bræðra. Og það væri illa gert að bera Reyni saman við Claude Charbrol, þótt hann sé eiginlega að mælast til þess (sbr. orð kær- astans i bióatriöinu). Hvað eigum viö þá aö gera? Betri maðurinn Betri maburinn i mér segir vitanlega: gaman gaman. Það er óneitanlega þægileg og jákvæð lifsreynsla að fara i bió og sjá mynd með íslenskum leikurum, islensku landslagi, islensku tali (þegar það heyrist). Þetta gerist ekki nema tvisvar-þrisvar á mannsævi, að meðaltali. Það er uppörvandi að verða vitni að þéirri ótrúlegu bjartsýni sem einkennir Reyni Oddson. Hann er eini maðurinn sem lætur sér detta i hug að þetta sé hægt — og fram- kvæmir það. Það er lika þægileg liðan sem fylgir því að veröa hissa á þeim tæknilegu gæðum sem þrátt fyrir ailt (sbr. „miðað MORÐ SAGA við fólksfjölda") hafa náðst. En þar með gefst betri maðurinn upp og finnur ekki fleira jákvætt. „Hvar sem er" Efnið er kannski hvorki betra né verra en gengur og gerist i miðlungskrimmum erlendis. Blóöskömm er mikið mál og al- varlegt (sbr. Lé konung). Morð sömuleiðis. Samt er einsog þetta nægi ekki. Þráðurinn er teygður þartil honum liggur viö sliti. Við erum leidd úr einu innantómu og tilgangslausu atriðinu yfir i ann- að i fylgd með persónum sem eru ekki af þessum heimi vegna þess að þær eru ekki af holdi og blóði, er þetta islensk borgarastétt? Einhversstaðar sá ég það haft eftir aðstandendum Morðsögu að hún „gæti gerst hvar sem er". Þetta er að minum dómi einhver hættulegasta kennig sem lista- maður getur haft að leiðarljósi. Þetta þýðir ekkert annað en að sagan gæti hvergi gerst i raun- veruleikanum. Fólk hangir nefni- lega ekki I lausu lofti. Það á sér sögu og sálarlif. Það á sér rætur. Það er ekki einhliða, heldur margþætt, fullt af flækjum og mótsögnum. En I Morðsögu hefur hver persóna aðeins eina hliö, einsog dúkkulisurnar sem maður klippti út i gamla daga. (Þetta er að sjálfsögðu ekki leikurunum að kenna, þeir gera sitt besta. Sökin er handristins, eða réttara sagt höfundar þess, Reynis Oddsson- ar). Nú er ég ekki að halda þvi fram að ytri atburðarás myndarinnar (partlin, nauögunin, morðið, „jarðarförin") sé ótrúleg i Is- lensku umhverfi. Þvert á mðti, er ekki alltaf verið að drepa folk og henda þvi oni gjótur? Ég er hins- vegar að halda þvi fram að svona dúkkulisufólk sé hvergi til, hvorki hér né annarsstaðar. Það fólk sem hendir hvert öðru oni gjótur er öðruvisi. Þarna erum viö liklega komin að þvl sem greinir Morðsögu frá verulega góðum krimma og Reyni frá Chabrol: sálfræðinni. Þeirri sálfræði sem listamenn nota til að skapa trúverðugar persónur og góö samtöl, texta sem „segir eitthvað". Ef til vill hefur þetta átt drýgstan hlut I að myndin varð ekki betri. Næst þegar Reynir gerir kvikmynd (sem ég vona af heilum hug að verði sem allra fyrst) ráðlegg ég honum að fá einhvern annan til að skrifa handritið. Helst einhvern góðan rithöfund. Það má alltaf breyta samtölum ef þau verða of bókleg, en rithöfundar kunna flestir galdur persónusköpunar, og leikararnir verða áreiðanlega fegnir að fá eitthvað til að vinna úr. Tilgangurinn Sú spurning hlýtur óhjákvæm- lega aö vakna, hver sé tilgangur- inn með Morðsögu. Ef hann er eingöngu fólginn I að sýna aö á Is- landi sé mögulegt að framleiða leikna mynd af fullri lengd, i lit- um og á breiðf ilmu, þá hefur hon- um verið náð. Og þetta er afar mikilvægt atriði, fyrir þetta ber okkur ab þakka Reyni. Héðanifrá getur enginn komið og sagt: Þetta er ekki hægt. Vist er þaö hægt! Nú hljóta þeir sjóðir að opnast sem áöur voru harðlæstir. Nú hljóta viðkomandi yfirvöld að ranka við sér og setja á laggirnar Kvikmyndastofnun íslands. Hafi tilgangurinn hinsvegar verið sá að framleiða sam- keppnishæfa afþreyingarkvik- mynd, veröur útkoman óljósari. Vissulega stenst Morðsaga sam- keppni á islenskum markaði við erlendar myndir I miðlungsgæða- flokki. Aðsókn hlýtur að verða margföld á við venjulegan ameriskan krimma. Allir eru for- vitnir og enginn sér eftir þúsund- kalli sem aðgöngumiðinn kostar. En mér er til efs ab sama gildi, veröi myndin sýnd erlendis. Ef við hættum okkur ofar I gæðaflokkana og miðum þá ekki aðeins við aðsókn, heldur gæði, rekumst við á nöfn einsog Chabrol, Polanski.Hitchcock... og þá verður allur samanburður hjá- kátlegur og raunar ósanngjarn. Hvad næst? Hægt er að benda á ýmislegt 1 Morðsögu sem er snoturlega unn- . ið, annað sem hefur misheppnast. Hægt er að gagnrýna tæknileg atriði einsog hljóðupptöku, nokkrar vondar nærmyndir osfrv. — en mér finnst þetta ekki skipta höfuðmáli. Þegar á heildina er litið má segja að furðanlega vel hafi til tekist. Auövitað eru myndir af þessu tagi betri þegar þær eru framleiddar viö fullkomnar aö- stæður, þar sem hver maður kann sitt fag og kvikmyndaframleiðsla er einsog hver annar iðnaöur. Ef til vill má ganga svo langt að segja að krimmi, sem ekki er tæknilega fullkominn, nái ekki til- gangi sinum sem slikur. En látum það liggja milli hluta. Hitt er öllu verðugara ihugunarefni, hvers- konar kvikmyndir við eigum að framleiða, nú þegar Reynir hefur bent okkur á þá dásamlegu stað- reynd að þetta er hægt. Með hverju eigum við að fylla upp þetta gat sem er á Islenskri menningu, tómarúmið þar sem kvikmyndalistin á aö vera? Get- um við vænst þess að leggja undir okkur erlenda markaði fyrren viö höfum komið okkur upp þjóðlegri kvikmyndagerð? Þurfum við ekki að taka til at- hugunar lif okkar á þessu skeri I öll þessi ár, hvernig þaö hefur mótað okkur og gert okkur frá- brugðin hinu fólkinu? Þá fyrst getum viö snúið okkur að þvl sem við eigum sameiginlegt með ööru fólki. Viðmiðun okkar má ekki vera: Þetta gæti allsstaðar gerst. Við þurfum að ganga útfrá þvi sem gerist á Islandi og innra með okkur sjálfum. Seinna kemur kannski einhver og segir: Þetta gæti alveg eins gerst hjá okkur. Og þá er tilganginum náð, þá er- um við farin að skapa list. En eftilvill eiga þessir sundurlausu þankar ekki heima I dómi um Morðsögu. Þegar saga Islenskrar kvik- myndalistar ver'ður skráð hiýtur Reynir Oddsson að komast þar á blað sem einn af frumherjunum. Maöurinn sem sagði: Vist er þetta hægt. Rýmingarsala — Bútasala Alls konar gluggatjaldabútar og efni í heilum ströngum á hagstæðu verði Tilbúin eldhúsgluggatjöld lítið göHuð Kr. 3.140.- Tilbúin eldhúsgluggatjöld breidd. 2.70 kr. 3.410.- Dralon ef ni br. 2 m. Kr. 980.- pr. m. Spönsk terylenef ni hæð 2.70 Kr. 1.500 pr. m. Rayon efni 120 cm. Kr. 350.- Dralon damask 120 cm. Kr. 650.- Litið inn og gerið góð kaup. Rýmingarsalan stendur aðeins til miðvikudagskvölds ÁKLÆÐI & GLUGGATJÖLD, Skipholti 17a

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.