Þjóðviljinn - 20.03.1977, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 20.03.1977, Blaðsíða 11
Sunnudagur 20. mars 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Örlítinn smjörþef fengum viö áhorfendur sjónvarps af þessu valdi nú á dögunum, þegar framkvæmdastjóri álversins afgreiddi menn í opinberri stofnun... Haukur Helgason, hagf ræöingur: Stóridja og mengun Þaö er augljóst mál aö ef áform stóriöjumanna ná fram að ganga þannig að er- lendum stóriöjurekstri verði komið upp „i öllum landshlut- um”, svo vitnað sé I grein i Morgunblaðinu 26. mars 1966 þá yrðu þar með meiri vatnaskil i sögu þjóðarinnar en nokkru sinni fyrr i þau rúmlega 1100 ár, sem liðin eru síöan landið tók að byggjast. Stóriðja i þeirri mynd sem nú er umtöluð,það er stóriöja sem beint eða óbeint er i höndum er- lendra auðfé<laga, myndi gjör- samlega breyta atvinnuháttum landsmanna og raska allri byggð i landinu, jafnframt yröi úti um efnahagslegt og þar með pólitiskt sjálfstæði þjóöarinnar. Og er þetta slðastnefnda að sjálfsögðu kjarni málsins. Breytingin á atvinnuháttum myndi koma fram i þvi, að stór hluti vinnufærra manna og kvenna i landinu myndi stunda „færibandavinnu” og yrði hrá- efniö sem úr yrði unnið, af er- lendum uppruna, en byggða- röskunin yröi þanrtig, aö upp risu verksmiðjuhverfi „1 öllum landshlutum” "ÍTg myndu þá mörg bændabýlih leggjast i eyði. " Efnahagslegt og pólitiskt sjálfstæði myndi fara veg allrar veraldar vegna þess að erlendir auðjöfrar myndu hafa öll ráð i hendi sér. í fyrsta lagi yrðu þeir beint eða óbeint eigendur stór- iöjunnar, þeir réðu yfir hráefn- ■um sem unniö yrði úr og þeir réðu yfir sölumöguleikum á hinni „Islensku” framleiðslu. Nú þegar höfum viö i nokkr- um mæli reynslu af þvi, sem hér var sagt. Auöhringurinn Alu- suisse er beinn eigandi aö Al- verksmiðjunni við Straumsvík, hann aflar hráefnisins erlendis frá (er eigandi bauxite-náma), hann selur framleiðsluna úr landi. Við allt þetta bætist að auðhringurinn fær hina inn- lendu raforku á mörgum sinn- um lægra verði en innlendur iðnaöur og hringurinn lýtur ekki islenskri lögsögu. Alusuisse hef- ur þvi öll ráð i hendi sér, hann getur farið sinu fram að eigin vild og hann getur sýnt þjóðinni tennurnar ef svo ber undir. örlftinn smjörþef fengum viö áhorfendur sjónvarps af þessu valdi nú á dögunum, begar framkvæmdastjóri álverk smiðjunnar afgreiddi menn i opinberri stofnun, sem gagn- rýnt höföu aðgeröarleysi hinna erlendu eigenda i sambandi viö varnir gegn mengun, með þvi einu, aö þeir væru komnir i fylk- ingu með hinum ofstækisfullu andstæðingum stóriöju hér á landi. Eins og skýrt kom fram i grein Olafs Ragnars Grimsson- ar i Þjóðviljanum á þriðjudag- inn er var. eru það forystumenn Sjálfstæðisflokksins, sem eru upphafsmenn aö hugmyndinni að stóriðju „i öllum landshlut- um”, og eins og geta má nærri þá er Morgunblaöið höfuðmál - svari stóriðjunnar. Og eins og fyrri daginn, Morgunblaðið svífst einskis I áróöri sinum þegar þvi þykir svo^við horfa. Stóriðjumáliö er margtvinnað og skiljanlega er ekki hægt að gera þvi viðhlítancji ‘Skil i ör stuttri blaðagrein, en mögulegt er að vikja nokkrum orðum að einum þætti þess. Sem sé að menguninni, ekki aðeins að menguninni frá Alverksmiöj- unni, heldur einnig að mengun- inni frá Kisilgúrverksmiöjunni, sem aö visu getur varja talist til stóriðju,en sem er af sama toga, þaö er erlendur auöhringur, sem hefur þar tögl og hagldir vegna einkaréttar á sölunni á kisilgúrnum. \Tveir þingmenn Alþýðu- bándalagsins, þeir Sigurður Magnússon og Eðvarð Sigurðs- son, hafa nú nýverið borið fram á Alþingi tillögu til þingsálykt- unar um rnengunarvarnir og heilbrigðisgæslu I álverinu I Straumsvik. Þegar þessi tillaga kom fram lágu ekki fvrir upp- lýsingar um mengunina frá Kisilgúrverksmiðjunni. 1 greinargerð minna flutn- ingsmenn á, að þegar umræður fóru fram á Alþingi á árinu 1966 um lögin um álverksmiðjuna í Straumsvik, vakti Alfreð Gisla- son læknir og þáverandi þing- maður Alþýðubandalagsins sér- staklega athygli á þeirri hættu, sem starfsfólki álversins væri búin vegna ryks og flúormeng- unar, og varaði við þeim sjúk- dómum sem sllkri mengun gætu veriö samfara. M.a. sagði Al- freð í ræðu sinni: „Hægfara flúoreitrun er til og hún lýsir sér fyrst og frémst með mjög sér- kennilegum breytingurr, á bein- um likamans og bandvef. Bein- in verða eins og mölétin, bein- aukar vaxa út úr beinum hér og þar og kalk sest I liðaböndin. Þessu fylgja ýmisskonar þraut- ir og óþægindi. Þessi tegund eitrunar, sem nefnd er flúorosis, er algeng I sambandi við verk- smiðjurekstur.” Þrátt fyrir þessar aðvaranir héldu stóriöjumenn sinu striki undir forystu þáverandi iðn- aðarráðherra. Alverksmiðjan var byggö og rekstur hafinn. 1 október 1970 gaf Ingólfur Daviösson, grasafræðingur, skýrslu um athuganir þær er hann hafði gert á gróðri i Hafnarfirði og við Straumsvik, en niðurstöður hans voru, aö um talsverða flúormengun væri að ræöa i gróörinum. Þessi skýrsla varð til þess að þing- menn Alþýðubandalagsins, þeir Magnús Kjartansson og Geir Gunnarsson, fóru enn á stúfana og lögöu fram þingsályktunar- tillögu um að strax skyldu sett upp tæki i álverinu til aö fyrir- byggja mengun. Viðreisnarstjórnin dauf- heyrðist við, og Morgunblaöið notaði mörg óþvegin orð I garð flutningsmanna, en þó fyrst og fremst I garö Ingólfs, hins grandvara fræðimanns. „Ahrif mengunar ekki skaðleg”, þann- ig hljóöaði fyrirsögn blaösins I grein um málið hinn 13. nóvem- ber 1970. Nú er hálfur áratugur og vel það liðinn siðan umræðurnar um skýrslu Ingólfs áttu sér stað Og nú eru menn reynslunni rik- ari. A þessum árum hafa farið fram athuganir á hugsanlegum áhrifum mengunarinnar á menn og skepnur, auk þess sem framhaldiö hefur verið rann- sóknum á gróðri. Niöurstööur þessara rann- sókna liggja nú ljóst fyrir: Þær hafa leitt i ljós að nokkrir af starfsmönnum álversins þjást af sjúkdómseinkennum frá ön,dunarfærum, sem i sumum tilvikum eru mjög slæm. Talið er að mengun andrúmslofts á vinnustööum þessara manna svo og visst ofnæmi nokkurra þeirra væri orsök og samverk- andi orsök sjúkdómseinkenna þeirra og öll veikindatilfelli ættu að flokkast undir atvinnusjúk- dóma. Þannig telur Heilbrigöis- eftirlit rikisins að aðstæöur i Straumsvik séu þannig, aö hætta sé á atvinnusjúkdómum hjá starfsmönnum. Þetta sem nú hefur verið sagt um áhrif mengunarinnar er tek- iö úr skýrslu, sem heilbrigðis- ráöherra gaf Alþingi 1. marz s.l. Þá hefur komiö fram aö fluor- osis gætir verulega i dýrum i nágrenni álversins nákvæmlega i samræmi við það, sem Alfreð Gislason talaði um 1966, bein dýranna, einkum hinna eldri, hafa reynst vera eins og mölét- in. I fréttum sem birtar voru i gærkveldi i sjónvarpi og hljóð varpi kemur fram aö mengunin vegna starfrækslu Kisilgúr - verksmiðjunnar við Mývatn er mjög mikil og stórhættuleg. Þannig segir Heilbrigðiseftirlit- ið að öruggt megi telja aö 67 af hverjum 1.000 starfsmönnum, sem vinna viö klsilgúr i 10 ár eða meira muni örugglega fá s.k. kisilveiki, en það er sjúkdómur sem herjar á og eyðileggur lungun. Hér er ekki ráðrúm til að rekja þetta stórmál nánar að þessu sinni. En mætti ekki ætla aö áhugi stóriðjumanna dvfnaði að nokkru. Og þó svo ekki væri, þótt forystumenn Sjálfstæöis- flokksins haldi fast við stefnu sina og málpipa hans, Morgun- blaðið, haldi áfram iðju sinni, þá verður að ætla aö þjóðin sjálf gripi i taumana, alveg eins og hún gerði 1961 og 1962, þegar Viðreisnarstjórnin ætlaði að gera Island aö aðila að Efna- hagsbandalaginu. Eins og áður segir þá hefur stóriðjumáliö margar neikvæö- ar hliðar, ekki aðeins mengun- ina. Stóriöjumenn hugsa ein- göngu I peningum, og þeir hugsa um tengsl viöerlenda auðhringa og erlend bandalög. Þessi hugsunargangur er rangur. Aðalatriði er að halda við eölilegu lifi i þessu landi okkar. Með öðrum orðum: Þjóðin verður að hrinda árás stóriöjumanna. 16. mars 1977 Haukur Helgason FRÓÐLEG MÁLAFERLI í BANDARÍKJUNUM: Hver á rigninguna? Þeirri spurningu munu æöstu dómstólar Banda- rikjanna veröa að svara innan skamms, því að til- raunir ráðamanna i Washingtonríki á vestur strönd landsíns til að auka úrkomu þar mæta mót- mælum og kærum frá ná- grönnum ríkisins, sem telja sig góðri rigningu sviptir. Washingtonriki ætlar að verja 125 þúsundum dollara til að sá þurris og ammóniumitarti i ský yfir Cascadefjöllum. Við þessa sáningu gráta skýin rigningu yfir hveitiakra og ávaxtaekrur i aust- urhluta fylkisins, en miklir þurrkar hafa aö undanförnu gert bændum þar verulegar skráveif- ur. En yfirvöld i Idaho, sem á lönd að Washington, segja, aö meö HVER Á RIGNINGUNA? þessu séu þeirra bændur sviptir þeim litla raka, sem eftir er I skýjunum, þegar þau koma yfir Cascadefjöll og til þeirra. Hafa Idaho-menn kært granna sina fyrir alrikisdómstóli i höfuö- borginni. Þegar hafa 29 riki Bandarikj- anna sett lög um ihlutun manna i veðurfarið, en kæra Idahomanna verður að þvi leyti prófmál, að þar veröur i fyrsta sinn spurt aö þvi, hverá hvað mikiðaf hugsan- legri rigningu. Verjendur i málinu munu beita þvi fyrir sig, að það sé ákaflega erfitt að ákveða hvort „sáning” i ský hefur breytt verulega úr- komumagni á viökomandi stöö- um, eða hvort aörir þættir i veö- urfari hafa i reynd verið sterkari. Ýmis smámál hafa komiö upp, allt frá þvi fyrst var reynt aö hafa áhrif á úrkomu með efnafræði ár- ið 1946. Sjaldan hefur það komið fyrir, aö dómar hafi gengiö gegn jieim sem reyna að skapa sér rigningu. Vegna hinna miklu þurrka i vesturrikjum landsins hefur þaö i fyrsta sinn nú gerst, aö stjórnir einstakra rikja standa að viðleitni til að breyta úrkomunni. Færist þar með fjör i allan málarekstur. Sérfræðingar segja, aö á hverju andartaki séu um 200.000 miljónir smálesta af vatni á sveimi i skýjabólstrum yfir Bandarikjun- um. En, eins og einn þeirra segir, „hvernig eigum við aö vita, hver á vatnið iskýjumþessum?”.-iHT

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.