Þjóðviljinn - 15.04.1977, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.04.1977, Blaðsíða 1
UOWIUINN Föstudagur 15. april 1977 — 42. árg. — 84. tbl. Skipað í l.maí-nefnd Stjórn Fulltrúaráös verkalýðs- verkalýðsfélaganna eiga sæti félaganna hefur skipað 6 manna Baldur öskarsson, Jón Snorri 1. mai nefnd til að undirbúa al- Þorleifsson, Pétur Sigurðsson, þjóðlegan baráttudag verkalýðs- Ragna Bergmann, Skjöldur Þor- ins hér i Reykjavik i ár. grimsson og Tryggvi Benedikts- t 1. mai nefnd Fulltrúaráðs son. V erkfalls- dagar fleiri en nokkru sinni fyrr á síðasta ári Samkvæmt upplýsingum sem Nú vofa enn yfir stórverkföll, birtast i nýútkomnu fréttabréfi vegna fordæmanlegrar þrjósku Kjararannsóknarnefndar þá voru rikisstjórnar og atvinnurekenda tapaðir vinnudagar vegna verk- sem standa blýfast gegn réttlát- falla á tsiandi 306.621 á siðasta um og sanngjörnum kröfum lág- ári. tekjufólksins um bætt kjör. Þetta eru fleiri verkfallsdagar Ef ekki verður veruleg breyting á einu ári en nokkru sinni fyrr á á næstunni á afstöðu rikisstjórnar þvi timabili sem töflur Kjara- og atvinnurekenda kann svo að rannsóknarnefndar ná yfir, en fara að i ár verði aftur slegið nýtt það er frá 1960-1976. Islandsmet, hvað varðar fjölda Aöur höfðu tapaðir vinnudagar tapaðra vinnudaga i verkföllum. vegna verkfalla orðið flestir árið Ef svo hörmulega fer, þá er sökin 1970 eða rétt tæp 300.000. rikisstjórnar og atvinnurekenda. Búist á grásleppií Þessi mynd var tekin viö Ægisslöuna I fyrradag. Þar var Björn Guöjónsson aödytta aö grásleppunetum sínum, en hann hefur stundaö grásleppuveiöar hvert vor síöan hann var smástrákur. Myndin átti að fylgja frétt á forsiðu Þjóöviljans I gær. Ljósm. —S.dór Grundartangaverksmiðjan rædd á alþingi i gær: Málið knúið til um- ræðu af þjösnaskap Meirihluti iðnaðarnefndar skrifaði undir álit sitt, án þess að hafa séð skýrslu heilbrigðiseftirlitsins. Forseti neitaði þingmönnum um að fresta fyrirtekt málsins. Forseti neörideildar, Magnús Torfi Ólafsson, neitaöi aö fresta fyrirtekt Grundartangamálsins á alþingi i gær þó aö iðnaðarnefnd hcföi fyrst lokiö störfum nokkru fyrir hádegi I gær og álit lægju þvl ekki fyrir. Kom fram aö fulltrúar stjórnarflokkanna og Alþýöu- flokksins i iönaöarnefnd neöri deildar höföu ekki kynnt sér álit heilbrigðiseftirlits rikisins um forsendur fyrir starfslcyfi handa vcrksm iöjunni á Grundartanga er þeir skrifuöu undir álit sitt um að verksmiöjubyggingin I sam- vinnu viö Ekek skyldi samþykkt. Þessi vinnubrögö meirihluta iönaöarnefndar og forseta neöri- deildar gagnrýndu þingmenn Al- þýöubandalagsins harölega á fundi neörideildar I gær. Þeir sem til máls tóku voru Sigurður Magnússon, Lúövik Jósepsson og Jónas Árnason. Gagnrýndu þeir forseta neöri- deildar fyrir þjösnaskap og bola- brögð og minntu rikisstjórnina á að slik vinnubrögð myndu ekki greiða fyrir framgangi málsins. Umræöur um þingsköp tóku nær tvær klukkustundir, en að lokum hófst 2. umræða um Grundartangaverksmiðjuna meö þvl að Ingólfur Jónsson (S) mælti fyrir áliti meirihlutans.en að þvi slanda auk hans tveir samflokks- menn hans, Þórarinn Þórarins- son (F) og Benedikt Gröndal, for- maður Alþýðuflokksins. A fundi slðdegis mælti Ingvar Gislason (F) fyrir áliti 1. minnihluta nefndarinnar, en hann leggur til að frumvarpið verði fellt. 2. minnihluti nefndarinnar, Sigurður Magnússon, skilaði ekki áliti i gær, þar sem álitsgerð Heil- brigðiseftirlitsins var ekki kynnt honum sem iðnaðarnefndar- manni fyrr en i gærmorgun. A fundi neðrideildar á mánudag verður umræðu framhaldið um verksmiðjuna. Þjóðviljinn segir frá umræðun- um um þingsköp á 6. siðu blaðsins i dag. Verð á loðnu- mjöli 60% hærra en í fyrra Morgunblaðið skýrir frá þvi i gær, að verð á loðnumjöli sé nú 7,20 dollarar cif fyrir proteinein- inguna. Morgunblaðið lætur hins vegar vera að skýra frá þvi hvað þetta verð felur i sér mikla hækkun frá siðasta ári. Full ástæða er til að minna á hver sú hækkun er m.a. með tilliti til yfirstandandi kjarasamninga. 1 byrjun siðasta árs var verðið á loðnumjölinu 4,50 dollarar á proteineiningu og hafði jafnvel verið enn lægra á árinu 1975. Nú eru þetta 7,20 dollrar. Mælt i dollurum er þessi hækkun þvi full 60% á rúmu ári, og auðvitaö mun meiri ef mælt væri I islenskum krónum. Tíðinda- lítill samn- ingafundur Samningafundur var haldinn i gær i kjaradeilu verkalýðsfélag- anna við atvinnurekendur. A fundinum fluttu samninga- menn verkalýðsfélaganna at- vinnurekendum þær samþykktir, sem gerðar voru á fundi „bak- nefndar” verkalýðsfélaganna i fyrradag og kynntar voru hér i blaðinu i gær. Ekkert nýtt kom fram af hálfu atvinnurekenda og virðist engin hreyfing á málum i deilunni. Þó er ákveðinn annar samninga- fundur og verður hann haldinn i dag klukkan 4 siðdegis. Nokkur verkalýðsfélög hafa þegar ákveðið félagsfundi til að leita eftir heimildum til verkfalls- boðana, svo sem samninganefnd- in hefur farið fram á. Fundur hjá Dagsbrún er fyrirhugaður þann 24. april og fundur hjá Trésmiða- félagi Reykjavikur þann 25. april. Landhelgis- stríð íra. Sjá siðu 5. Rannsókn ávísanamálsins í fullum gangi: Vona að þetta verði nýtt maraþonmál — sagði Hrafn Bragason umboðsdómari í málinu Þau eru mörg sakamálin sem enn eru i gangi og hafa verið aö veltast um i dómkerfinu árum saman,allt að 11 árum, eins og hið svo nefnda Jörgensenmál sem löngu er frægt orðið. Það er þvi ekki nema von að menn spyrji sem svo, hvort hið svo nefnda ávisanamál veröi enn eitt mara- þonmálið. ,,Ég vona að svo verði ekki, en það fer ekkert á milli mála að þarna er á feröinni mjög viða- mikið og seinunnið mál”, sagði Hrafn Bragason, umboðsdómari i ávisanamálinu, er við spurðum hann frétta áf gangi þess i gær. Hrafn sagði að málið væri i full- um gangi, og heföi 3ja manni ver- ið bætt við rannsókn þess, en áöur voru þeir bara tveir, Guðmundur Guðmundsson og Hrafn Braga- son. Það sem gerir málið svona viðamikið og seinunnið er fyrst og fremst sá aragrúi ávisana sem skoða þarf og bera saman við reikninga i banka. Sagði Hrafn að þeir notuðu tölvur við þessa rann- ekki sókn;án tölvu væri ekki hægt að vinna verkið. Ekki kvaðst hann geta sagt til um hvenær rannsókn málsins lyki. Málið i heild sinni væri óvenjulegt-, aldrei fyrr hefði svona mál komið upp og þar að auki væri það tekið útaf þeirri stofnun-,sem fara hefði átt með málið, sakadómi, sem var svo önnum kafinn, þegar málið kom upp, að fenginn var umboðsdóm- ari til að rannsaka það. Allt gerði þetta málið erfiðara eða réttara sagt rannsókn þess, og hvenær rannsókninni lyki sagðist Hrafn alls ekki geta sagt til um. —S.dór Hrafn Bragason

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.