Þjóðviljinn - 15.04.1977, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.04.1977, Blaðsíða 2
af 2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 15. aprll 1977 1 Keykjavík lær verkamaöur 7 1/3 strætisvagna miöa fyrir unna klukkustund, I Danmörku 18 miöa. Blekkingín og stræt- isvagnakerfið Nýlega er riöin yfir enn ein hækkun á strætisvagnafargjöld- um upp i kr. 60. Allt er á hausn- um, segir forstjórinn, en bót í máli aö I Noregi kvað hann þau vera 110 isl. kr. sbr. siöustu til- kynningu hans i Morgunblaðinu. Athugum þetta út frá kaup- gjaidi hér og á Norðurlöndum og tek ég þá Danmörku til viö- miðunar þvi aö þar er ég kunn- ugri en i Noregi, mun saman- burður verða sist óhagstæðari við það fyrir forstjórann. Ég miða tölur við sumarið 1976, en siðan hafa hlutfallsleg- ar breytingar verið litlar. Island. Dagsbrúnarkaup kr. 440,89 á klst. Danmörk. Verkamannakaup kr. 36,04 á kl.st (1117,24 kr. i islenskum peningum) Niðurstaða: Island 7 1/3 far- miöi fyrir unna klst. Danmörk 18 farmiðar fyrir unna klst. I Kaupmannahöfn kostar eitt far 2 kr. (62 kr. Isl.) Þetta er það sem er raunveru- legt og á að miöa við. Þess má geta að i Kaupmannahöfn ganga vagnar á 7-20 minútna fresti og alltaf nákvæmlega á áætlun. Talið er aö sá sem stjórnar einkafyrirtæki þurfi aö hafa það sem kallað er viðskiptavit, helst i rikum mæli. Þetta hefur minna að segja við opinber fyrirtæki, þar er alltaf hægt að láta fólkið borga hallann. Hvernig færi ef við hugsuöum okkur td. mann sem setti á stofn kjötbúð af litl- um efnum? Hann byrjar með flestar vörur, ekki allar, fólk byrjar að versla en leitar fljótt þangað sem úrval er meira, það dregur úr sölu, kaupmaðurinn tekur það ráö aö fækka vöruteg- undum — hækka verðið — fækka starfsfólki, þangað til hann verður einn eftir i búöinni meö nokkra hrútspunga og myglaöa kæfu — á tvöföldu veröi. Nú stendur til að byggja bið- skýli á Hlemmi — glerhöll meö suörænum gróðri innanhúss og ööru tildri — hégóma og sýndar- mennsku — . Eitthvað kostar þetta. Var einhver aö tala um rekstrarhalla? Siöan verður opnað með pomp og pragt, tekin mynd af „hönnuði” og forstjóra. Þá veröur hann að ómaka sig niöur á Hlemm. Þvi miöur hefur láðst að taka hliðstæða mynd af þeim kumpánum i skrifstofu forstjórans sem hefur vist kost- að pinulitið, en þar mun hóg- værð vera orsökin. Ýmsar ástæður geta legið til þess að forstjóri fyrir opinberu fyrirtæki geti ekki stjórnaö þvi eins og æskilegt væri, þótt hann væri allur af vilja gerður. Þetta ber að viðurkenna. Á nýafstaðinni sýningu Þró- unarstofnunar Reykjavikur á Kjarvalsstöðum sá ég á blaöi uppi á vegg lesningu þess efnis að við skipulagningu (ef nota má það orð) borgarinnar hafi ekki verið tekið tillit til strætis- vagnakerfis, heldur lögð áhersla á bilastæöi og einka- bilaeign. Allt bendir þvl til þess að það þurfi að skipta um æðstu yfirstjórn þessara mála ef koma á strætisvagnakerfi borgarinn- ar i viðundnadi horf. Það ættu notendur þessa kerfis aö hafa i huga um næstu kosningar. H.G. Ekki íkveikja? Nú hefur verið úrskuröaö aö bruni Bernhöftstorfuhúsanna hafi ekki verið ikveikja, heldur út frá rafmagnstöflu. Ég tel að hér hafi einmitt ver- iö um ikveikju að ræöa. Eigandi húsanna hlýtur að vera ábyrgur fyrir viöhaldi þeirra og að rafmagnsleiðslur séu endurnýj- aðar. Einhver hlýtur lika að bera ábyrgð á þvi að rafmagn var i þessum auðu húsum. Austurbæingur I glampandi sól og bráð þess eina snævar sem fallið hefur á árinu I Reykjavik voru litil börn að bjástra með skóflur og fötur i kringum blokkirnar viö Háa- leitisbraut. Ég fór að hugsa um þá ein- munatið sem verið hefur I vetur. Hvar sem fólk hittist á manna- mótum talar það um bliöuna al- veg eins og það talar um vonda veðrið i verri tíð. 1 raun er Reykjavik rokrass. Venjulega setur dúðað fólk i heröar utan dyra hér. Veturinn núna er undantekning. Og þar sem ég var að horfa á litlu börnin I sólbráöinni varð mér litið upp á blokkirnar. Þá datt mér svolitið i hug um þær og veöráttuna. Ég gretti mig, velti vöngum, hristi mig og tvisteig um hrið. Liklega hef ég litið út eins og ég ætlaði að kveða upp Salómons- 'dóm. Meira að segja litlu börnin hættu að moka og horfðu stórum augum með hor I nefi á þennan mann sem stóð eins og hálfviti og horfði á blokkir. Ein áhyggjufull móðir kallaði út um eldhúsglugga á barnið sitt að koma strax inn. Þar sem ég er frekar seinn að hugsa og liklega heldur svona i tornæmara lagi stóð ég þarna býsna lengi áöur en endanleg niðurstaða kom: Svalir eru ekki til að svala sér á, þær eru til að verma sig á. Ekki góð? Algengt er að svalir nýtist ekki á blokkum vegna þess að annaðhvort snúa þær við vit- lausri átt svo sem norðri eða þær eru opnar I báða enda svo að vindurinn gýs I gegnum þær. Til að njóta útivistar hér i borg þurfum við fyrst og fremst skjól. Hverfi eiga að skipuleggj- ast með það fyrir augum að ekki sé sífelldur dragsúgur allt um kring og þar i miðju og svalir eiga vera settar þannig á húsin að þær visi móti sól og myndi gott skjól. Arkitektar fá menntun sina i heitum lognlöndunum og virö- ast stundum ekki fá það inn i kollinn á sér að við búum i köldu roklandi. 1 blokkinni sem ég mændi á við Haáleitisbraut voru svalir móti noröri og skjóllausar til beggja enda. Þar var grind- verk. Þegar ég lét af þrástööunni stóð það á endum að önnur skelfd móðir kallaði á barnið sitt að koma inn. Það er svona með þessa undarlegu menn. —GFr ALDARSPEGILL y' Ur íslenskum blöðum á 19. öld J>are& jeg. nndirskrifa?)ur var?) fyrir því <5- happi á síðastl. vetri, ab missa bába licstana mína ofannm fs í náttinyrkri á ferð út að Gásum, í 22 giúðu frosti, svo jeg — þú þeir næðust lif- undi upp úr — inDsti þá biða fyrir þcssa skuld ; þá auglysi jc? hjermcð, að jég er l'ús á, að kenn® lagleguin pihi að keyra og úvöniim hestum að ilraga vagn, og þetta fyrir billega borgun. Til að kcnna þcita, mun ekki þuifa incira enn liálfsináriaðartíina. þar eð jeg ei> svo efnalítill, að jeg get ekki af eigin ramlcik borgað 2 liesta, sem jeg liefi úi veg- að mjer, til að gcta haldið áfram handverki niíiui: þá leyfi jeg injer ennfremur'* að spyrja, hvort nokkiir sjeu í þeim 4 syslum sem jeg lieli ervið-’ að í, (ncfnil. Ilúnavatns-, Skagafjaiðar -, Evja- fjarðar- og þingeyjar-sýslum), er af veglyndi sínu vilji liðsinna mjer í greindu tilliii V Og cf svo i æri, úska jeg það gæti orðiÖ innan næstkoinandi á- gústmánaðar loka. Akuruyrl 18. (iag jiíním. 1859. Jens Slchr. Norðri 30. júní 1859

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.