Þjóðviljinn - 15.04.1977, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.04.1977, Blaðsíða 3
Föstudagur 15. april 197V ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Erlendar fréttir í stuttu máli „Hver ljóö ei elskar, vin né vif. AUSTUR-BERLIN 14/4 Reuter — Austur-þýskir og sovéskir aöilar eru i þann veginn að gera sex þátta sjónvarpsseriu um Karl Marx, og hefur búlgarskur leikari, Ventseslav Kisjov, veriö valinn til þess að fara með hlut- verk frömuðar marxismans. Hann lét svo um mælt i viðtali við austur-þýsku fréttastofuna ADN að ætlunin væri ekki aö sýna Marx eingöngu sem mik- inn hugmyndafræðing eða grá- skeggjað minnismerki, heldur einnig fullkomlega eðlilegan og venjulegan mann, sem eins og aðrir menn gat átt það til að verða ástfanginn og gleðjast við vin og söng. Sjónvarpsþættirnir munu fjalla um ævi Marx frá náms- mannaárum hans i Bonn til byltingarársins 1848. Marx — ekki minnismerki. gráskeggjað Stjórnmálasamband Kina og Jórdaniu AMMAN 14/4 Reuter — Stjórn Jórdaniu tilkynnti i dag að hún hefði ákveðið að slita stjórn- málasambandi við stjórnina á Taivan og taka i staðinn upp stjórnmálasamband við stjórn- ina i Peking sem hina einu lög- legu stjórn Kina. Samkvæmt frétt frá kinversku fréttastof- unni Nýja-Kina náðist sam- komulag um þetta með fulltrú- um rikjanna i Washington, sem er talið benda til þess að Banda- rikin hafi þegjandi og hljóða- laust lagt blessun sina yfir þessa ákvöröun Jórdaniustjórn- ar. Er þá svo komið að Saudi- Arabia, hverrarstjórnendur eru flestum grimmari andkommún- istar, er eina rikiö i Vestur-Asiu og vestanverðri Norður-Afriku sem enn viðurkennir Taivan- stjórnina sem hina einu löglegu Klnastjórn. Libia er hér nokkuð beggja blands, þar eð stjórn þess rikis hefur viðurkennt kin- verska alþýðulýðveldiö, en ekki tekið upp stjórnmálasamband við það og Taivanstjórnin hefur enn sendiráö i Tripóli. Hússcin Jórdaniukonungur — enn fækkar hollvinum Taivan- stjórnar. Soyétmenn vilja heldur tillögur Fords en Carters MOSKVU 14/4 Reuter — Sovésk stjórnarvöld itrekuöu i dag að þau gætu ekki sætt sig við tillögur Bandarikjastjórnar um takmörkun á kjarnorkiivigbúnaði og lögðu i staðinn til að samningur um þetta yrði byggður á þeim atriðum, sem Sovétrikin og Bandarikin urðu sammála um i stjórnartið Fords. Greinir risaveldin hér á i mörgu, meðal annars finna sovétmenn að þvi að i tillögum Carter-stjórnar- innar er ekkert minnst á kjarnorkuvopn Bandarikjanna i Evrópu og Asiu, flugvélar tilheyrandi flugvélamóðurskipum og vopnabúnað bandamanna Bandarikjanna. Sovéskir togaraskipstjórar fá strangari fyrirmæli MOSKVU 14/4 Reuter — Blaðiö ísvestia, málgagn sovésku stjórnar innar, skýröi svo frá i dag að skipstjórar á sovéskum fiskiskipum, sem veiöa á bandariskum miðum, hefðu fengið skipanir um að gæta þess vandlega að virða i einu og öllu samning Bandarikjanna og Sovétrikjanna um veiðar sovétmanna á þessum miöum. Sagöi Isvestia að skipstjórunum hefðu verið gefnar þessar fyrirskipanir eftir að bandariska strandgæslan tók tvö sovésk fiskiskip i siðustu viku, en þau eru sökuð um ólöglegar veiðar. 1 greininni i Isvestia segir, að sovéska fiskimálaráðuneytið telji fiskveiðisamninginn mjög mikilvægan og liti á umrædd atvik i samræmi við þaö. Bandarisk yfirvöld tilkynntu i gær aö þau hefðu sett menn til gæslu um borð i átta sovéska togara, sem eru á veiðum á þeim hluta miðanna út af austurströnd Bandárikjanna, þar sem skipin tvö voru tekin. Nauöganir í borginni helgu RÓM 14/4 Reuter — Fjórir menn rændu i gærkvöldi 14 ára gamalli stúlku, nauðguðu henni látlaust alla nóttina og særðu hana þar að auki með hnifum. 37 ára gömul belgisk kona, sem var stödd i Róm sem ferðamaöur; fannst einnig i morgun i ibúð nokkurri eftir að henni hafði verið nauðgaö af fleiri en einum manni. Arásin á fyrrnefndu stúlkuna er mjög svipuö álika atviki síðast- liöiö sumar, en þá var 18 ára stúlka, Claudia Caputi, numin á brott af hópi manna og henni margnauðgað. Fyrr i þessum mánuöi varð hún fyrir annarri árás, og sætti hún þá bæði nauögunum og pynding- um I hefndarskyni fyrir þaö, að hún hafði kært árásarmennina Baráttusamtök kvenna hafa tekið kröftuglega svari Claudiu Caputi og hafa atvikin i nótt vakið mikla reiði innan samtakanna. Danmörk: Atvinnurek- endur hafna sáttatillögu KAUPMANNAHÖFN 13/4 Reuter — Danskir atvinnurekendur höfnuðu i dag tillögu sáttasemj- ara hins opinbera um lausn á vinnudeilunni þar i landi, en full- trúar verkalýðssamtakanna samþykktu tillöguna hinsvegar. 1 tillögunni er gert ráö fyrir kaup- og kjarasamningi til tveggja ára. Um 300.000 verkamenn, sem vinna hjá einkafyrirtækjum, eiga hér hlut að máli, og náist engin lausn má búast við viðtækum verkföllum um land allt innan fárra daga. Samkvæmt dönskum lögum er bannað að gera verkfall innan þriggja daga eftir aö samningstil- lögu hefur verið hafnað. Liklegt er talið að stjórnin muni nota þann frest til aö reyna að kotna i veg fyrir vinnutöðvun'. með bráðabirgðalögum, eins og gert var 1975 i svipuðu tilfelli og nú. Rikisstjórnin hefur takmarkað launahækkanir við 6% árlega næstu tvö árin og var mála- miðlunartillaga sáttasemjara i samræmi við þá tilskipan. Óeirðasamt i Pakistan Ócirðasamt hcfur verið i Pakistan undanfarið og er vitað meö vissu að hátt á annað hundrað manns hafa verið drcpnir i óspcktunum. óeirðirnar hófust út frá mótmælaaðgerðum stjórnarandstæöinga, sem saka stjórn Bhuttos forsætisráöherra um að hafa haft rangt við i þingkosningunum þar i landi fyrir skömmu. Hér sjást hermenn standa vörð yfir handteknu mótmælafólki. HERT A EINRÆÐ- INU í BRASILÍU Mikið fylgi stjórnarandstöðu RIO DE JANEIRO 14/4 Reuter — Ernesto Geisel, forseti Brasiliu, gaf i dag út tilskipanir, sem munu hafa þann tilgang aö koma i veg fyrir að stjórnarandstaðan vinni á i kosningum. Brasiliska her- foringjastjórnin veitti Geisel þvi sem næst einræðisvald fyrir tveimur vikum og eru tilskipan- irnar gefnar út i krafti þess valds. Aðeins tveir flokkar eru leyfðir i Brasiliu, stjórnarflokkurinn, sem nefnist Þjóðlega endurnýj- unarbandalagið og einn stjórnar- andstöðuflokkur, Brasillska lýð- ræðishreyfingin. Herforingjarnir, sem hafa verið alráðir i landinu frá þvi að þeir rændu þar völdum fyrir 13árum, urðu slegnir ótta er Brasiliska lýðræðishreyfingin vann mikinnsiguri kosningum til öldungadeildar þingsins. Var þá kosið i þriðjung sæta i deildinni og fékk Brasiliska lýðræðishreyfing- in 16 þingsæti, en stjórnarflokkur- inn aðeins sex. Tilskipanir forsetans eru taldar geta búið svo um hnútana, að stjórnarflokkurinn sé viss með að vinna rikisstjóraembættin I öllum rikjum Barsiliu nema Rio de Janeiro, sem lengi hefur verið sterkasta vigi stjórnarandstöð- unnar. Kosningarnar eiga að fara fram haustið 1978. Tilskipanirnar bæta einnig aðstöðu stjórnar- flokksins i kosningum til öldunga- deildarinnar, en þó er talið alllik- legt að stjórnarandstaðan fái i næstu kosningum helming sæta þar og ef til vill meirihluta. Zaire: Franskir flugmenn sagöir berjast med stjórnarhernum PARIS 14/4 Reuter — Samtök, sem segjast standa á bak við her bann, er berst gegn Zaire-stjrón i fylkinu Shaba, tilkynntu I dag að lið þeirra hefði unniö mikinn sig- ur á hermönnum Zaire aðeins 27 kilómetra vestur af hinni mikil- vægu koparnámuborg og sam- göngumiðstöð Kolwesi. Talsmað- ur samtakanna, sem hringdi til Reuters ÍParis, sagði ennfremur að stjórnarhermaður einn, sem handtekinn heföi verið I bardag- anum, heföi upplýst að um 50 franskir flugmenn væru I flugher Zaire-stjórnar og flygju þar Mirage-herþotum, sem eru fram- leiddar I Frakklandi. Giscard d’Estaing Frakklands- forseti hafði áður fullyrt.en engir frakkar beröust I zaireiska hern- um. Samtök þau sem hér um ræð- ir nefnast Kongóska þjóöfrelsis- fylkingin (FLNC). Talsmaður samtakanna hafði eftir hinum handtekna hermanni að frönsku flugmennirnir tækju þátt i hernaðaraðgerðum gegn liði FLNC og upplýsti ennfremur að leiðtogi samtakanna, Nathanael Mbumba, heföi mótmælt veru er- lendra hermanna i Zaire við Sameinuðu þjóðirnar og krafist þess að þeir færu úr landi. Ródesia: Aukin afskipti Bandaríkjanna WASHINGTON 14/4 Reuter — Talsmaöur utanrikisráðuneytis Bandarikjanna upplýsti i dag að Bandarikin væru fús til þess að standa ásamt Bretlandi að nýrri ráðstefnu i þvi skyni aö jafna deilurnar i Ródesiu, þó þvi aðeins að Bretland færi þess á leit. Er þetta talið merki þess, að Banda- rikin hyggist láta meira að sér kveða i Ródesiumálum eftirleiðis en hingað til. Talsmaðurinn sagði þó að ekki kæmi annað til greina en að Bretland legði til forseta ráðstefnunnar. Fyrri ráöstefna um Ródesiu- mál, sem haldin var i Genf, fór sem kunnugt er út um þúfur. Að henni áttu Bandarikin ekki beina aðild, enda þótt þau ættu hvað mestan þátt i þvi aö til hennar var stofnað. Haft er eftir Owen utan- rikisráðherra breta, sem nú er i sunnanverðri Afriku, að breska stjórnin vildi að Bandarikin ættu beinan hlut að næstu Ródesiuráö- stefnu, ef tækist að stofna til hennar og svo er að heyra á um- mælum Ians Smith, forsætisráð- herra minnihlutastjórnar hvitra manna.i Ródesiu, að hann sé á sama máli. ísrael: Linkind mótmælt TEL AVIV 14/4 Reuter — Tveir vopnaðir israelsmenn fóru i dag inn i vestur-þýska sendiráðið i Tel Aviv, læstu sig þar inni i herbergi og höfðust þar við I sex klukku- stundir, en gáfu sig siðan lög- reglunni á vaid. Mennirnir tveir, sem báðir eru ættaðir frá Pól- landi, kváðust hafa gert þetta I mótmælaskyni vegna þess, aö striðsglæpamenn i Vestur-Þýska- landi væru látnir sleppa meö allt- of vægar refsingar fyrir glæpi sina i annarri heimsstyrjöld. Dagurinn i dag er i Israel helgaður minningu þeirra sex miljón gyðinga, sem nasistar myrtu. Mennirnir tveir, annar myndlistarmaöur en hinn starfs- maður á veitingahúsi, sögðu að réttarhöldin gegn striðsglæpa- mönnum i Vestur-Þýskalandi væru sýndarmennskukennd, þau væru látin dragast á langinn ár- um saman og endirinn yrði oft sá, aö morðingjunum væri sleppt eða þeir yrðu ellidauöir. Mennirnir tveir tóku ekki gisla og beittu engu ofbeldi á annan hátt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.