Þjóðviljinn - 15.04.1977, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.04.1977, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 15. aprll 1977 Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis. Otgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Útbreiöslustjóri: Finnur Torfi Hjörleifsson. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Augiýsingastjóri: Úlfar Þormóösson Ritstjórar:Kjartan ólafsson Ritstjórn, afgreiösla. auglýsingar: Svavar Gestsson Slöumúla 6. Slmi 81333 Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann. Prentun: Blaöaprent hf. Þessar kröfur hafa algeran forgang Stefna verkalýðshreyfingarinnar i yfir- standandi kjaradeilu er afdráttarlaus launajöfnunarstefna. Höfuðkrafan er full verðtrygging á lág- markslaun og hækkun þeirra i kr. 100 þús. á mánuði miðað við verðlag i nóvember s.l., enþaðþýðir um kr. 110 þús. á mánuði, eins og verðlagi er nú komið. Samkvæmt kröfum samninganefndar Alþýðusambandsins eiga þeir sem hærri hafa launin hins vegar aðeins að fá kaup- hækkun nú og visitölubætur siðar, sömu krónutölu og þeir allra lægst launuðu. Hér er um svo afdráttarlausa launajöfn- unarstefnu að ræða, að óhugsandi má kalla að ganga lengra i þeim efnum. Verði verðbólga jafn ör á næstu þremur árum og hún hefur verið siðustu þrjú ár, þá þýðir þetta t.d. i framkvæmd að sá sem enn hefði 100% hærri laun en hinn lægst launaði verkamaður að loknum samning- um nú i vor, hann hefði hins vegar aðeins 33% hærri laun að þremur árum liðnum. Auðvitað er það álitamál, hvort svo ein- dregin launajöfnunarstefna stæðist til lengdar, fái verðbólgan áfram að ganga laus. — En hvað sem þvi liður, þá er hög- um lágtekjufólksins á íslandi nú þann veg háttað, að stórbætt kjör þess verða að ganga fyrir öllu öðru. Þess vegna hefur Alþýðusambandið markað þá stefnu sem fyrir liggur. Morgunblaðið, sem hefur svarað kröf- unni um verðtryggð 100 þús. króna lág- markslaun með hótunum um að slik hækkun skyldi i reynd þýða kjaraskerð- ingu, — það þykist i forystugrein i gær allt i einu vera orðið málsvari launajöfn- unarstefnu, og spyr hvort verkalýðsfé- lögin ætli að brjóta niður sina eigin stefnu. Þjóðviljinn þarf ekki að svara slikum heimskuspurningum málgagns auðstétt- arinnar, — ekki fyrir hönd verkalýðssam- takanna. Það hafa verkalýðssamtökin sjálf gert, ekki bara með einróma sam- þykktum á Alþýðusambandsþingi og kjaramálaráðstefnu, heldur einnig einu sinni enn nú i fyrradag. Það svar fullskip- aðrar samninganefndar verk'alýðsfélag- anna birtist reyndar i Morgunblaöinu i gær, en á ákaflega litt áberandi stað i framhaldsklausu á 19. siðu þessa stóra blaðs. Svar verkalýðssamtakanna er á þessa leið: ,,Sú meginstefna sem mörkuð var i kjaramálaályktun 33. þings A.S.Í. um launajöfnun og kjarabætur hinna lægst iaunuðu er óbreytt. í fullu samræmi við þá stefnu hefur meginþungi kröfugerðar verkalýðssamtakanna verið iagður á hækkun lágmarkslauna i 100 þús. kr. á mánuði miðað við framfærslukostnað. 1. nóv. s.l. — og á fullar verðbætur á þau laun, en það eru einmitt þessar kröfur sem hreyfingin i heild stendur á bak við og hef- ur falið samninganefndinni að bera fram og vinna að. í samningunum nú hafa þess- ar kröfur algeran forgang samkvæmt sér- stakri samþykkt gerðri á kjaramáiaráð- stefnu Alþýðusamhandsins í febrúar- mánuði s.i.” Þetta er svar verkalýðshreyfingarinn- ar. Þessa stefnu styður verkalýðs- hreyfingin öll. Þessa stefnu styður Al- þýðubandalagið og þessa stefnu styður Þjóðviljinn. En hver er „launajöfnunarstefna” Morgunblaðsins, Sjálfstæðisflokksins og Vinnuveitendasambandsins? Er hún máske sú að þeir, sem nú hafa 72.000,- kr. i dagvinnutekjur á mánuði eigi að hækka um 4%, það er i kr. 75.000,- og þeir sem hafa kr. 90.000,- i dagvinnutekjur á mánuði skuli enga hækkun fá? Vist er um það að talan 4% er sú eina tala, sem sést hefur i Morgunblaðinu, hvað hugsanlega launahækkun varðar. Morgunblaðið fjargviðrast út af sér- kröfum verkalýðsfélaganna. Þær eru vissulega enn sem fyrr margvíslegar og misjafnlega réttmætar, sumar sjálf- sagðar, aðrar hæpnari. En hvað sem öllum sérkröfum einstakra félaga liður, þá stendur hitt, að það er krafan um rúmlega 100 þús. króna lág- markslaun og fulla verðtryggingu á þau laun sem hefur „algeran forgang” i yfir- standandi kjarasamningum. Það er sam- eiginleg niðurstaða allrar verkalýðs- hreyfingarinnar á íslandi. Eigi almenna launahækkunin að verða 4% eins og Morgunblaðið hefur talað um, þá mun að sjálfsögðu verða knúið ærið fast á um óteljandi sérkröfur. Verði hins vegar fallist á meginstefnu verkalýðs- hreyfingarinnar um launajöfnun og rúm- lega 100 þús. króna lágmarkslaun, þá munu þær sérkröfur, sem falla utan þess ramma sannarlega flestar biða betri tima. ' — k. NATOá skýin thaldsblööin eru stundum aö fræöa okkur um vopnabrölt NATÓ, og bregöur þá oft fyrir barnalegri hrifningu á vopna- skaki. t VIsi á miövikudaginn er- um viö upplýst um aö „stöölun NATó-vopna sé borin von úr þessu”. Ástæöan viröist fyrst og fremst vera sú aö bretar og þjóö- verjar og fleiri NATÓ-ríki i Vestur-Evrópu geta ekki fallist á þá skoöun bandaríkjamanna aö stöðlunin eigi aö felast i því að NATÓ-herirnir séu eingöngu bún- ir bandarlskum vopnum. Greinarhöfundur I Visisegiraö sú spurning hafi „brunniö á vörum manna á dögunum hve margra peninga viröi eining innan NATÓ fræöinni. Sovéskar flugvélar eiga ekki lengur aö fá aö fljúga yfir Evrópu, enda þótt hingaö til háfi veriö kennt I landafræöinni aö Sovétrlkin vestan Úralfjalla væru hluti af Evrópu. En setjum nú svo aö þetta hafi skolast til hjá greinarhöfundi og hann hafi átt viö Vestur-Evrópu. Þá kemur aö nýrri kenningu um eignarhald á skýjum. Sovéskar flugvélar eiga ekki aö fá aö nálg- ast vestur-evrópsk ský. Skýja- bakkinn sem var yfir Parls í gær, en hefur borist fyrir vestanvind- inum inn á sovéskt landsvæöi er NATÓ-eign og Awac-vélunum er ætlaö aö bægja sovéskum boö- flennum frá honum, jafnvel þótt hann villist yfir Moskvu. Þessar nýju hernaöarkenning- ar sem Vlsir boöar upp úr NATÓ-ritum koma ekki alveg heim og saman viö lokkrir íslendingar heimsækja flotahðfnina i Napólf pj STÖÐLUN NATO- VOPNA BORIN VON ÚR ÞESSU væri?” Þessi funi hefur aö vlsu alveg farið fram hjá okkur Islend- ingum til þessa, en til þess aö fá hugmynd um hvaö stöölunin er mikilvæg skulum við skoöa eftir- farandi setningu: „Hugmyndin um stöölun NATó-vopna viröist ætla aö ræt- ast I Awac-áætluninni. Awac var nafniö á bandarlskri flugvél sem útbúin meö radar og tölvur átti aö halda rússneskum boöflennuflug- vélum frá skýjum Evrópu”. Aö verja skýin fyrir Moskvu fyrir rússum Hér er boöuö ný stefna I her- spennuslökunarstefnuna. Hætt er viö aö sovétmönnum þyki aö sér þrengt þegar Awac-vélarnar fara aö verja skvin yfir Moskvu. Ein- hverntíma heföi þessi stefna ver- iö kölluö útþenslustefna, ef bryddaö heföi veriö á henni I austurvegi. Nauðsyn NATO- frœðslu Vísisgreinin sannar okkur bet- ur en flest annaö aö nauösynlegt er að fylgjast vel meö nýjungum I herfræöikenningum og hernaöar- tækni. Þaö er eins gott aö vita hvaö I vændum er. Þannig hafa þeir hugsaö Islendingarnir átta, sem á dögunum fóru I ferö um Evrópu til þess aö „kynnast hernaöaraöstööu NATÓ og tala viö hernaöarsérfræöinga og nokkra háttsetta yfirmenn, aöal- lega I Napólf og Brllssel”. , eins og Bragi Jósepsson segir svo fal - lega I Alþýöublaöinu. NATO-fræðsla hefur veriö af skornum skammti aö undanförnu I þvl blaöi en nú stendur greini- lega til aö bæta úr þvl meö greinaflokki. „Þaö voru fjórir blaöamenn og fjórir stjórnmálamenn sem þarna voru á ferö. En einnig voru I hópnum tveir starfsmenn banda- rlska sendiráösins 1 Reykjavlk sem gættu þess vandlega aö Is- lensku blaöamennirnir og stjórn- málamennirnir væru ávallt á réttum staö og réttum tlma.” Tlma-og staöarskyn islendinga vill brenglast fyrir utan land- steinana, og vafalaust hafa bandarlsku sendiráösstarfs- mennirnir haft ærinn starfa. En skyldu þeir hafa gætt einhvers fleira? „Þá skjótum við” I Napóll skoðuöu íslendingarnir flugvélamóöurskip og undruöust stórlega. Þeir veltu fyrir sér hlut- verki öskukarlanna I rekstri sllkra skipa og geröu tillögur um lyftur og ráöningu kvenna I NATÓ-flotann. Heldur fengu þessar tillögur dræmar undir- tektir en á tali viö hernaöarsér- fræöinga hlotnuöust Islendingum mikilvægar herfræöilegar upp- lýsingar sem okkur þykir vænt um aö Álþýðubláöiö skuli fræöa okkur um. „Þá stóö upp einn islendingur og sagöi: „Hvaö ger- um viö ef Varsjármenn skjóta nú á okkur radarstýröri eldflaug?” Þaöbrá þögn yfir mannskapinn og allir litu á aömlrálinn. Aömir- állinn leit upp, brosti vingjarn- lega og sagöi: „Þá skjótum viö þá niöur.” Mönnum létti stórlega viö þess- ar upplýsingar, og fannst aö þekking sin á hernaöartækni heföi aukizt veruiega.” Viö tökum ofan fyrir hernaöar- sérfræöingum Vísis og Alþýöu- blaösins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.