Þjóðviljinn - 15.04.1977, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 15.04.1977, Blaðsíða 5
Föstudagur 15. april 1977 WóÐVILJINN — SIÐA 5 Irar veiddu aðeins 10% afl- am á miðum sínum s.l. ár Almenningsálitið knúði stjórnina til gerða segir Tomas Mac Giolla form. Sinn Féin í samtali við blaðamann Þjv — Fiskveiðideilan við önnur aöildarríki Efnahagsbandalags Evrópu er að opna augu Ira fyr- ir þvf hvíllkt glapræði þeir létu sér verða á með þvi að ganga I EBE, sagöi Tomás Mac Giolla, formaöur hins upprunalega Sinn Féin-flokks, er Þjóöviljinn haföi tal af honum slmleiðis um yfirstandandi „fiskistrið” Ira við önnur EBE-rlki. Irar lýstu þvi yfir sem kunnugt er fyrir allnokkru að þeir myndu taka sér fimmtlu mllna sérlögsögu og hrundu þeirri ákvörðun i framkvæmd á skirdag. Samkvæmt tilskipun Irsku stjórnarinnar, sem er gefin út einhliða og I trássi við EBE, er öllum skipum lengri en 33 metr- ar og með sterkari vél en 1100' hestöfl bannaður aðgangur aö írlandsmiöum innan 50 sjó- mllna. önnur EBE-riki eru æf út i ira fyrir þetta og segja aö þetta jafngildi að miðin séu tekin frá fyrir ira eina, enda séu flest þeirra fiskiskip minni og meö veikari vél en hér um ræðir. Einna verst hafa Frakkland og Holland brugðist við og jafnvel haft I hótunum um gagn- ráðstafanir. — Irar sjá nú, að með þvl aö ganga i EBE afsöluöu þeir sér sjálfstæði sinu að vissu marki og standa þvi ólikt verr að vlgi til varnar fiskimiöum slnum en Islendingar og norðmenn sagöi Tómas Mac Giolla. — Hann sagöist þó ekki telja að til þess kæmi að frakkar, hollendingar eða aðrir myndu senda herskip til fylgdar fiskiflotum sinum á Irlandsmið, aö dæmi breta i þorskastrlðum þeirra gegn Is- lendingum, en aö llkindum myndu þeir senda skip sto á miðin engu að stöur, enda vissu þeir vel að landhelgisgæsla fra hefði alltof fáum og lélegum varðskipum á að skipa til að verja lögsögu slna. — Helst er svo að sjá að gagnaðgerðir annarra EBE-rikja verði að kæra írland fyrir dómtóli bandalagsins, sagði Tómas Mac Giolla. — A efna- hagslegum refsiaögerðum er slður von I bráöina. Af erlendum rlkjum eru það einkum Bret- land, Sovétrikin, Frakkland og Holland sem stundaö hafa Tómas Mac Giolla — fiskveiði- deilan hefur opnaö augu tra gagnvart EBE. veiðar á Irlandsmiðum, og siðastliðið ár veiddu irar sjálfir aðeins tlunda hluta heildarafl- ans þar. Má af því marka hve brýn nauðsyn var gagnráðstaf- ana af hálfu Ira. Hinsvegar hefur stjórnin verið veil og hálf I þessu máli og greip aðeins til þessara ráöstafana vegna mik- ils þrýstings frá almenningi. Heildaraflinn s.l. ár nam 9-10 miljónum punda að verðmæti og helstu fiskitegundirnar eru slld og makrlll. Atvinnuleysi er glfurlegt á Ir- landi, eða að llkindum um 16% (sem er meira en I nokkru ööru EBE-landi, sem öll eru þó mjög hrjáð af atvinnuleysi), sagði Mac Giolla ennfremur. At- vinnuleysið hefur mjög ýtt undir þær kröfur almennings aö Irar njóti sjálfir afrakstursins af fiskimiðum sinum, i stað þess að láta útlendinga hirða mestan hluta aflans þar. Þvi fer að vlsu fjarri að ráðstafanir írsku stjórnarinnar gangi nógu langt til þess að vernda fiskistofnana við strendur landsins og tryggja hagsmuni Ira, en þetta er þó I áttina. Ef Irar drægju sjálfir á land mestan hluta þess afla er fæst við strendur þeirra, yrði það bæði þjóðarbúskapnum til eflingar og drægi úr atvinnu- leysinu. (Rétt er aö geta þess að forð- ast ber að rugla saman þeim Sinn Féin-flokki sem hér um ræöir (Official Sinn Féin) og Provisional Sinn Féin, sem er hinn pólitlski armur þeirrar deildar Irska lýðveldishersins (IRA), sem athafnasömust hef- ur verið við sprengingar og mannvíg á Norður-Irlandi.) dþ. íslandsbók Siguröar A. Magnússonar Hverskonar fólk eru íslendingar? spurði enskur útgefandi sjálfan sig í miöju þorskastriöi Northern Sphinx heitir bók um tsland og islendinga eftir Sigurð A. Magnússon sem nýkominn er út og fjallar um sögu þjóöarinnar, menningu og einkenni. Útgefandinn, Christopher Hurst, kom sjálfur með bókina hingað og höfðu þeir höfundur fund meö blaðamönnum I gær. Christopher Hurst sagði, að hann kæmi með gott verk og vel skrifað sem hann væri mjög ánægður meö. Hann stjórnar litlu forlagi i London og gefur út bækur um flesta heimshluta, en hefur sérstaklega lagt sig eftir Norður- löndum. Hefur gefið út bækur um Færeyjar, Grænland og Sval- barða, svo ekki sé minnst á hin stærri Norðurlönd. Hann sagði að meðan á stóð þorskastriði hefði sér einatt fundist, að bretar, sem velflestir hefðu fundið til samúðar með baráttu Islendinga þyrftu að fá bók sem ekki væri fyrst og fremst um fornsögur eða þá þorskastrið, heldur um það hverjir islendingar væru. Og svo vildi til, aðekkiliðu nema nokkrir dagar frá þvl hann leitaði ráða hjá vini sinum Benedikt Arna- syni, að Benedikt barði að dyrum með Sigurði „sem hafði þá þegar einmitt skrifað á ensku þá bók sem ég þurfti”. Sigurður kvaöst hafa byrjað að leggja drög að þessari bók fyrir einum tuttugu árum, þegar hann kenndi i New York íslenskar forn- bókmenntir. Siðan hefði hann lok- ið við bókina allmörgum árum siðar og þá að ósk Almenna bóka- félagsins, sem svo hætti við út- gáfu. Bókin er þannig upp byggð, að á um 100 síöum er fjallað um þjóðveldið, þar er hlutur bók- mennta mjög verulegur. Þá kem- ur um fjörtiu siðna „millispil” um aldir erlendra yfirráða og siðan fjallar um 100 siðna kafli um tsland samtimans. Sigurður kvaöst ekki gera tilkall til að hafa skrifað fræöirit, hann styddist fyrst og fremst við aðra höfunda, hefði reynt að draga saman sem mest efni og gera þaö aðgengilegt allbreiðum hópi lesanda. Chripstopher Hurst taldi, aö þessi „samþjöppun” hefði prýðilega vel tekist, auk þess vildi hann sér- staklega benda á kafla um islensk þjóöareinkenni sem hann taldi’ vekja upp mjög sterkar freisting- ar hjá erlendum mönnum að kynnast landsfólkinu nánar. Þann sama kapitula taldi höfundur lik- legastan til að vekja andmæli landa sinna. Bókin er I fyrstu umferð prentuð I um 2300 eintökum. Dreifingu á Northern Sphinx hér- lendis annast Snæbjörn Jónsson og kostar bókin 2.950 kr. Christopher Hurst hefur sem fyrr segir, gefið út bækur um alla heimshluta — hann sagði aö einna mestan áhuga til þessa hefðu menn sýnt bókum frá honum um Kina og Austur-Evrópu. Meðal þeirra eru bækur eins og „Kina eftir menningarbyltingu”, „Júgóslavneska tilraunin”, bæk- ur um mál sovéskra andófs- manna (Grigorenko og Pljúsj) og fleiri. —áb V eggspjöld í alla grunn- skóla landsins Samstarfsnefnd um reykinga- varnir hefur látið litprenta veggspjöld, þar sem lögö er sér- stök áhersla á það, að reykinga- menn virði rétt þeirra, sem ekki reykja. Er ætlunin að þessi vegg- spjöld verði hengd upp i öllum barna og unglingaskólum á landinu og er dreifing þeirra nú að hefjast. Itexta á veggspjaldinu segir: „Þeir, sem reykja ekki, hafa verið tillitssamir við reykinga- menn og litið kvartað yfir þeim óþægindum, sem mengun af tó- baksreyk hefur valdið þeim. Sannað er að reykurinn er heilsuspillandi fyrir þá sem eru i návist þeirra sem reykja. Reykingamenn hafa engan rétt á að eitra fyrir öðrum og þeir ættu þvi að sýna tillitssemi og reykja ekki þar sem annaö fólk er nærstatt — eða velja þann kostinn sem öllum er fyrir bestu: Segja alveg skilið við sigarettuna og leita eftir hollari félagsskap.” A meðan upplag endist geta þeir, sem áhuga hafa á að fá slik veggspjöld ,til dæmis til að hengja upp á vinnustaö sinum, fengið eintak á skrifstofu Krabbameinsfélags Reykjavik- ur að Suðurgötu 24 eöa hjá Hjartavernd i Lágmúla 9. Grásleppu- körlum mismunað A fundi 1 smábátaeigendafélagi Akraness fyrir skömmu var sam- þykkt að mótmæla harölega þeirri undanþáguheimild til grá- sleppuveiða, sem ráðherra og ráðuneyti hafa veitt hafnfirð- ingum. 1 áiyktun fundarins segir m.a.: I þessu sambandi viljum við sérstaklega taka fram: t fyrsta lagi: Okkar álit er að friðunarað- gerðir þær sem reglugerðin stefnir að er litilsvirt meö þessari undanþágu. 1 öðru lagi: veiði- svæði þaö sem undanþáguheim- ildin nær til er veiðisvæöi akur- nesinga, reykvikinga og suður- nesjamanna auk hafnfirðinga. Þvifinnstokkurþaðskjóta skökku við að einn hópur á þessu svæði fái að velja sér lagnir aö eigin geðþótta. t þriðja lagibendum viö á aö slik framkoma ráðuneytis sem birtist i þessari undanþágu leiðir tii þess að reglugerðir verða hundsaðar i framtiðinni. Fundurinn gerir kröfu til að undanþágan verði dregintilbaka þar sem forsendur hennar eru litlar sem engar og hún er ekki til annars en að auka úlfúð og skapa virðingarleysi. Viö neytum minna af unn- um kjötvörum en adrir Ekki er langt um iiðið slðan hægt var að fara að tala um kjötiðnað á tslandi. Þótt islend- ingar hafi frá öndverðu verið miklar kjötætur þá hafa þeir lengstum neyttþess nýs, saltaðs eða reykts. Ef tala mætti um kjötiönað þá var þaö eingöngu slátur- og súrmatargerð, sem stunduð var á heimilúm. Forn nöfn.svosem sperðlar og grjúp- án, benda þó til þess, að snemma hafi veriö fariö að búa til eitthvað það, sem við nefnum nú bjúgu. Meö byggingu sláturhúsa og vaxandi þéttbýli tók þetta að breytast og eru nú ýmiss konar kjötiönaðarvörur dagleg fæða á flestum Islenskum heimilum. Sláturhús eru nú 63 á landinu og framleiðsla kindakjöts á sl. hausti nam 14 þús. tonnum. Langmest af kjötinu fer beint til neyslu en töluvert þó i vinnslu. Þó neytum við islendingar minna af unninni kjötvöru en flestar aðrar þjóðir. Aðal vinnsluaðferðir eru pylsugerö, söltun, reyking, suða og niður- suöa. Ariö 1975 voru framleidd hérlendis I kjötvinnslustöövum 2500 tonn af soðnum pylsum og öðrum farsvörum, 250 tonn af áleggsvörum, 900 tonn af hangi- kjöti og 175 tonn af slátri og súrmat, sem nú er á ný oröinn vinsæll réttur hjá mörgum. Talið er að I slátur- og kjöt- iðnaöi séu nú um 750 ársstörf, en vegna mikilla árstfðabundinna sveiflna I sláturiðnaðinum eru nákvæmar tölur ekki hand- bærar um störf þar. — mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.