Þjóðviljinn - 15.04.1977, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.04.1977, Blaðsíða 7
Föstudagur 15. april 1977 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 7 Aukiö lýöræði i fjölmiölun fæst þvi ekki fyrir tilstilli fjölda einkastööva. Hins vegar kann það að nást með þvi að komið verði upp landshlutastöðvum. Þorbjörn Broddason: Land shlutaútvarp Um svipaö leyti og áhuga- menn um norrænt menningar- samstarf og norræna fjölmiölun beindu sjónum sinum til himins og grunaöi nýja öld i samskipt- um þjóöanna fyrir tilstilli sjón- varpsgervihnattar, sem mundi gera hverri þjóö Noröurlanda mögulegt aö horfa á sjónvarps- efni allra hinna ómælt, skaut upp á Alþingi fslendinga yfir- lætislitlu þingmannsfrumvarpi, sem þó fjallaöi um ósmátt mál, sem sé afnám einkaleyfis Rikis- útvarpsins til starfsemi sinnar. Þessara tveggja mála er getiö hér f sömu andrá vegna þess aö þeim kynni aö veröa framfylgt, hvoru á sinn hátt, þannig aö niöurstaöan yröi grundvallar- breyting á opinberri stefnu í menningarmálum hérlendis. I stuttum pistli er þó nóg f fang færst aö fjalla um annaö máliö og ég mun þvi einskoröa mig viö hugsanlegar breytingar á hlutverki Rikisútvarpsins í til- efni af frumvarpi Guömundar H. Garöarssonar um afnám einkaleyfis Rfkisútvarpsins. Ég er f nokkrum grundvallar- atriöum ósamþykkur efni þessa frumvarps, en þar er eigi aö sfö- ur vikiö aö umhugsunarveröum atriöum, og ólíkt er þaö geö- felldara umræöuefni en breyting útvarpslaganna áriö 1974 (um kjör útvarpsráös), sem ekki var meö öllu vansa- laust fyrir þá sem aö henni stóöu. Ég er ósammála Guömundi H. Garöarssyni um afnám einkaleyfis Rfkisútvarpsins. Slik ráöstöfun væri glapræöi sem seint yröi fyrir bætt. En ég ersammála honum um nauösyn valddreifingar i fjölmiölum, og um þátttöku fleiri aöila f útvarpi og sjónvarpi. I áöurnefndu frumvarpi er ráö fyrir þvi gert, aö mennta- málaráöherra skuli heimilt aö veita fjölda aöila leyfi til út- varps-og sjónvarpsreksturs. Ef þetta næöi fram aö ganga væri einum ráöherra fengiö meira vald á sviöi fjölmiölunar en mér er kunnugt um aö þekkist i nokkru þvi landi sem viö kjós- um aö bera okkur saman viö. Slik ráöstöfun valds væri stór- felld afturför frá þvf fyrirkomu- lagi sem nú gildir (þ.e. þing- kjöriö útvarpsráö), og má þó margt aö þvf finna. En rétt er aö taka undir þá hugmynd, aö timabært sé oröiö aö almenningur fái greiöari aö- gang aö útvarpi en nú tiökast. Sú breyting á hins vegar aö ger- ast á vegum Rikisútvarpsins, en ekki utan þess. Þaö er hrapaleg- ur misskilningur aö ætla aö út- varp og sjónvarp veröi betri af þvf aö lenda I svokallaöri „frjálsri” samkeppni. Þaö er lfka mikill misskilningur aö einkaleyfisveitingar séu úrelt fyrirbæri frá bernskutima út- varpsins (eins og kemur fram I greinargerö meö frumvarpinu). Þvert á móti veröur mönnum stööugt betur ljóst, aö útvarp, og enn frekar sjónvarp, eru svo máttug tæki til aö móta al- menningsálit og raunar menn- ingu þjóöanna, aö ekki kemur til mála aö óheft lögmál markaös- ins fái aö gilda um þau. I frumvarpi Guömundar og greinargerö meö þvi er þetta aö nokkru viöurkennt, en ekki sýnt hvernig þessi vandi veröi leyst- ur þegar upp er sprottinn fjöldi svokallaöra „frjálsra” útvarps- stööva meö margvislegan grundvöll bæöi fjárhagslegan og félagslegan, en sem allar skulu keppa sin á milli um hylli al- mennings og auglýsenda. Engum blööum er þvf um þaö aö fletta aö samþykkt á þessu frumvarpi óbreyttu mundi leiöa til þess aö sjónvarp og útvarp á tslandi yröu verkfæri I höndum fjársterkra aöila og yröu jafn- framt háö markaöslögmálum lfkt og hver annar söluvarning- ur. Slfkir fjölmiölar eru kallaöir frjálsir af þeim sem aöhyllast þá, en þaö veröur aö teljast um- deilanleg nafnbót. Aukiö lýöræöi I fjölmiölun fæst þvf ekki fyrir tilstilli fjölda einkastööva. Hins vegar kann þaö aö nást meö því aö komiö veröi upp landshlutastöövum sem veröi I eigu og á ábyrgö Rikisútvarpsins og hafi traust og hald af þvi, en starfi samt sjálfstætt viö efnissöfnun og framleiöslu. Efniö mætti sföan senda út ýmist frá Reykjavik eöa eingöngu innan landshlut- ans. Stöövar af þessu tagi gætu oröiö mikil lyftistöng fyrir menningarlff og boöskipti manna á meöal úti á landi. Aö hluta til mundi þaö einnig létta á Reykjavfkurútvarpinu, t.d. meö fréttaflutning. Sums stöar erlendis er sá háttur haföur á, aö I lok frétta- tima frá miöstöö útvarps kemur fréttatimi landshlutastöövar- innar. Aö öllum likindum yröi mjög farsælt aö náiö samstarf yröi milli útvarpsstöövarinnar og annarra mennta- og menn- ingarstofnana á svæöi hennar. Þannig gætu f náinni framtiö risiö upp litlar útvarpsstöövar, t.d. á lsafiröi, Akureyri og Egilsstööum, sem heföu fjár- hagslegan og tæknilegan stuön- ing af Rikisútvarpinu, en félagslegan og starfrænan grundvöll I menningar-, félags- og atvinnulffi umhverfisins. Reksturinn gæti aö hluta veriö I höndum kennara og nemenda framhaidsskólanna (mennta-og fjölbrautaskólanna), og þá ver- iö metinn sem hluti af kennslu og námi f handverksgreinum (t.d. útvarps- og sjónvarps- virkjun), bóklegum greinum (t.d. bókmenntum) og I list- greinum (t.d. tónmennt). Landshlutaútvarpsstöövar af þvf tagi sem ég hef i huga ættu ekki aö vera fleiri en ein í hverj- um landsfjóröungi. Mjög vand- lega þyrfti aö hyggja að stjórn- unarfyrirkomulagi þeirra. Mest er um vert aö starfslið þeirra njóti sjálfstæöis, en vel mætti hugsa sér stjórnarnefnd sem kæmi saman endrum og sinnum og væri skipuö fulltrúum út- varpsráös Rikisútvarpsins, út- varpsstjóra, landshlutasam- taka sveitarfélaga, mennta- stofnana og annarra menn- ingarstofnana. Þannig væri komin 5 manna stjórn meö meirihluta heimamanna. Þessi stjórn yröi aö sjálfsögöu aö starfa innan ramma útvarps- laganna og samkvæmt þeim fjárhagslegu forsendum sem gæfust hverju sinni. Einhverjum kann aö vaxa I augum umfang þessara hug- mynda. Ekki skal úr þvi dregið, að þær geta leitt til verulegra umsvifa. Einn meginkostur þeirra er þó sá, aö unnt er aö byrja mjög smátt og meö litlum kostnaöi. Ef boriö er saman viö þau útgjöld sem blasa viö vegna endurbóta á dreifikerfi útvarps og sjónvarps, kostnaöar viö jaröstöö fyrir gervihnött, svo ekki sé minnst á norræna gervi- hnöttinn, þá mun landshlutaút- varp naumast reynast stærri eða fyrirferöarmeiri baggi. En munurinn er sá, aö öll fyrr- greinda f járfestingin er fyrst og fremst i þágu aukinnar miö- stjórnar, en landshlutaútvarp væri i þágu lýðræðis og auk- innar skapandi þátttöku al- mennings. Þessi þátttaka er lifsnauösynlegt mótvægi gagn- vart stööugt auknum áhrifum alþjóölegs fjármagns í fjöl- miölaheiminum. Danskur rithöfundur, Jörgen Knudsen, skrifaöi nýlega i til- efni af áformum um norrænan sjónvarpsgervihnött: „An illrar ætlunar nokkurs manns, og þrátt fyrir góöan vilja fjölmargra, er sjónvarp- iö f núgildandi þjóöfélagsgerö sykurhúöin á hinni beisku pillu forræðissviptingarinnar, blíöasta og notalegasta aö- feröin til valdfirringar sem nokkru sinni hefur veriö fund- in upp i nokkru þjóöfélagi.” Meö þessu er einkum átt viö sljóvgandi áhrif timasóandi af- þ reyingarefnis af stööluöu alþjóölegu tagi. Þótt I litlu væri mundi lands- hlutaútvarp, og siöar lands- hlutasjónvarp, vinna gegn slíkri þróun. Kjartan Ragnarsson og Ragnheiður Steindórsdóttir i hlutverkum sin- um Helga M. Nielsdóttir, form. Ljósmæörafélagsins: Merkjasala ljósmæðra Sýning- um að ljúka á Kjarn- orkunni Leikfélag Reykjavfkur hefur aö undanförnu sýnt gamanleikinn Kjarnorku og kvenhylli eftir Agnar Þóröarson f Austur- bæjarbiói. — Aformað var aö ljúka sýningum á leiknum nú fyrir páska. En uppselt var á miönætursýningu á skirdag og uröu margir frá aö hverfa. Mikil aösókn hefur veriö aö leiknum og raunar uppselt á flestar sýn- ingar í allan vetur. Akveöiö er þvf aö hafa 24. sýninguna á laugardagskvöldiö og sýna á iaugardagskvöldum út þennan mánuö. Nokkrar breytingar hafa orö- iö á hlutverkaskipan I leiknum, vegna veikinda. Þannig leikur Sigrföur Hagalín nú frú Karitas, eitt aöalhlutverkiö I leiknum, sem áöur var I höndum Mar- grétar ólafsdóttur og Sofffa Jakobsdóttir hefur tekiö viö hlutverki Guörúnar, konu bankastjórans. Meö önnur helstu hlutverk fara Guömundur Pálsson, Kjartan Ragnarsson, Ragnheiö- ur Steindórsdóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Gfsli Hall- dórsson, Aróra Halldórsdóttir og Jón Sigurbjörnsson. Ljósmæörafélag Reykjavikur hefir merkjasölu ár hvert og I ár höfum viö til umraöa 16. aprfl sem ber uppá laugard'ag. 1 stuttu máli vil ég gera grein fyrir Ljós- mæðrafélagi Reykjavikur. Stefnu- skrá þess er aö gefa til framfara og linarstarfa. Félagiö var stofn- aö 19. júni 1942.Fyrsti formaöur félagsins var Frú Rakel P. Þor- leifsson ásamt henni voru stofn- endur 6 ljósmæöur. Ljósmæöur unnu aö þvi aö fá sfn eigin kjör bætt og, sem og kjör einstæðra mæöra og barna meö ýmsum hætti. Stofnaö var mæðraheimili sem Sigriöur Jóns- dóttir ljósmóöir frá Hrifunesi stjórnaöi. Einnig var Heimilishjálpin stofnuö af tilhlutan félagsins, liknar og menningarsjóöur var stofnaöur og átti hann aö vera til syrktar ljósmæörum til frekara náms. Viö gáfum út minningar- kort sem Jón Þorleifsson listmál- ari teiknaði fyrir okkur. Seinna sameinuöust bæöi félögin um sjóöinn. Viö byrjuöum á aögefa til Hall- veigarstaöa fyrir einu herbergi sem átti aö vera fyrir ljósmæöur utan af landi. Félagiö var fyrst til aö afhenda gjöf til fyrirhugaörar stækkunar fæöingardeildarinnar. Formaöur félagsins gaf 50 þúsund sem vinir hennar gáfu i afmælissjóö i staö- inn fyrir blómagjafir. Einnig hef- ir veriö gefiö til Barnaspitala Hringsins, Barnaheimilis Hvera- geröis, Málleysingjaskólans. Til fjölfatlaöra barna I Reykjavik og Selfossi. Einnig sjónvarp á Fæöingar- heimiliö viö Eiriksgötu. Viö höf- um reynt aö gleöja ekkjur sjó- manna og veikar stéttarsystur. Og öll okkar vinna viö félagiö er sjálfboöavinna. Þann 7/11 1970 dó ljósmóðir Vilborg Jónsdóttir sem varö öllum sem hana þekktu harmdauði. Hún var ákaflega traust og dugleg ljósmóöir sem umvaföi móöir og börn meö sinni meöfæddu gæsku. Þaö sama ár stofnuöum viö sjóö til minningar hennar og heitir Vilborgarsjóöur og er hann i vörslu prófessors fæöingardeildarinnar. Núer sjóö- Framhald á 14. siðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.