Þjóðviljinn - 20.04.1977, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.04.1977, Blaðsíða 1
UOBVIUINN Miðvikudagur 20. april 1977—42. árg. —88. tbl. SKAKSAMBAND ÍSLANDS Guömundur Arnlaugsson yfirdómari setur klukkuna af staö i gær. Lokaskák Spasskis og Horts er aö hefjast og er viöureignin fór i biö var ijóst aö þaö hyliti undir sigur fyrir Spasskf í áskorendaeinviginu. Ljósm. — gel. Hyllir undir yinning hjá Spasskí! Sovéski stórmeistarinnBoris Spasski sér nú loks fyrir endann á einvigi sinu gegn Vlastimil Hort. Eftir nokkuö skemmtiiega loka- viöureign þeirra i gærkvöldi fór skákin i bið, en Spasski virðist eiga öruggt jafntefli i stöðunni og jafnvel töluverðar vinningslikur eftir ónákvæma taflmennsku Horts undir lokin. Hort valdi sér s'ömu byrjun og i einu vinningsskák sinni gegn Spasski, tiundu skákinni. Fékk hann rýmri stöðu að lokinni stöðuuppbyggingu en skorti ein- hverra hluta getu eða kjark til að láta kné fylgja kviði. Spasski náði siðan að jafna taflið undir lokin og eftir slæma peðsleiki Horts rétt áður en skákin fór i bið hafa vinn- ingslikurnar snúist Spasski i hag. Sjálfur vildi Spasski ekkert segja i „leikhléinu”. — Þetta er erfið staða og óljós og ég get ekk- ert sagt ennþá um hver úrsltin verða, sagði sovétmaðurinn um leið og hann hvarf til herbergis slns. Sjá 10. síðu Yfirlýsing Lúðviks Jósepssonar um járnblendiverksmiðjuna: Berjumst áfram fyrir breytingum Forráðamenn Elkem mega ekki reikna með þvi að samningurinn verði óbreyttur um aldur og ævi Alþýðubandalagið mun beita öllum löglegum að- ferðum til þess að fá samningum og reglugerð- um vegna járnblendiverk- smiðjunnar í Hvalfirði breytt þó að alþingi sam- þykki þetta frumvarp núna. Forráðamenn Elkem skulu gera sér strax grein fyrir þvi að þeir geta ekki reiknað með því að fá að vera i friði með þennan samning, til dæmis eftir næstu kosningar# þegar önnur viðhorf kunna að myndast. Við heitum því að berjast fyrir breytingum á þessum samningif verksmiðjan er háð íslenskum lögum, sem alþingi getur breytt strax og meirihluti skapast til þess. Efnislega á þessa leiö mælti Lúövlk Jósepsson á alþingi 1 fyrrakvöld þegar járnblendimál- iö var til umræöu. Yfirlýsing Lúö- viks þýöir aö Alþýöubandalagiö muni beita sér fyrir breytingum á málmblendisamningnum á næstu árum. t umræöunum — sem raktar eru á 5. og 6. siöu blaösins — kom ma. eftirfarandi fram i ræöum þingmanna: 1. Fyrirtækiö er óöruggt rekstr- arlega, áætlanir eru ónákvæmar um hráefnisverö, afuröaverö er áætlaö mun hærra en nú er. Rékstrarhalli er fyrirsjáanlegur sem gæti oröiö óbærileg byröi fyr- ir þjóöarbúiö eins og einn þing- manna Sjálfstæöisflokksins komst aö oröi. 2. Raforkuverö er alltof lágt, eöa aöeins um helmingur þess sem er i Noregi til samskonar verksmiöja, enda hæla forráöa- menn Járnblendifélagsins sér af hagstæðasta raforkuverði á „noröurhveli jaröar”. 3. Varðandi hreinsibúnaö var i verulegum atriöum vikiö frá kröfum heilbrigöiseftirlitsins. KÍSILJÁRNVERKSMIÐJAN: Stjórnarlidiö sundrað í atkvæðagreiðslunum Báðir stjórnarflokkarnir klofnir í málinu Stjórnarliöiö var margtvistraö neörideild. Sex sinnum fóru fram gegn einstökum greinum frum- og sundraö I atkvæöagreiöslu um nafnaköll og sátu eftirfarandi varpsins: Ragnhildur Hclga- málmblendiverksmiöjuna sem þingmenn Sjálfstæöisflokksins dóttir, Sigurlaug Bjarnadóttir, fór fram i gær eftir 2. umræöu i ýmist hjá eöa greiddu atkvæöi Sverrir Hermannsson, Lárus Jónsson og þessir þingmenn framsóknar: Ingvar Gislason, Páll Pétursson, Gunnlaugur Finnsson, Stefán Valgeirsson og Jón Skaftason. Þingmenn Framhald á 14. siðu /. ATVINNU - «n,^**STEFNA Grundvöllur framfara, betri lífskjara og efnahagslegs sjálfstæðis w Alþýdubandalagiö og Þjódviljinn kynna möguleika islenskrar atvinnustefnu: rwi • • IVO sérrit komin út i gær komu út á vegum Þjóöviljans og Alþýöubanda- lagsins tvö sérrit um isienska atvinnustefnu. Veröur þeim dreift I 50 þúsund eintökum um land allt I dag og á morgun. Alþýöubandalagiö og Þjóö- viljinn munu á næstunni kynna þá möguleika sem felast i raunhæfri islenskri atvinnustefnu: samtengdir framþróun iönaöar sjávarútvegs og land- búnaöar. í byrjun mai kemur út „Islensk atvinnustefna III”, og fjallar þaö blaö fyrst og fremst um möguleika i sjávarútvegi og þróun iönaöar i tengslum viö hann. (Jtgáfutimi „íslenskrar atvinnustefnu IV” ræöst nokkuö af ástandinu á vinnu- markaöinum, en þaö blað mun fjalla um landbúnaöinn og iönaöarmöguleika honum tengda. I fyrstu blööunum tveimur i þessari sérritaröö Þjóöviljans er lögö áhersla á aö islensk atvinnustefna sé grundvöllur framfara, betri lifskjara og efnahagslegs sjálfstæöis. Islensk atvinnu- stefna er andstaða erlendrar stóriöju, grundvallast á forræöi okkar sjálfra yfir efnahagslegri framþróun, og miðast viö hagnýtingu inn- lendra hráefna, innlendrar tæknikunnáttu og innlendra framleiðslukrafta t blaöi I og II er meöal annars fjallað um forystu hlutverk og frumkvæöi i isl. -atvinnumálum, lifskjörin og iönaöinn, starfsmenntunina, skortinn á tækniþekkingu, atvinnuþróun á lands byggðinniog iönþróun frá ’71 til ’74. Þá er fjallaö um nýiönaöarmöguleika, stór- vinnslu á perlusteini nýtingarmöguleika gosefna, rafeindaiönað, plastiönaö, fjöldaframleiöslu húseininga og fleira. í blaöinu eru og greinar um iönaö og umhverfismál, stefnumótun i umhverfismálum og greint frá þingsályktunartillögu Alþýöubandalagsins um stefnumótun i orku og iönaöarmálum. Einnig er fjallaö um ISAL og áætlun Integral. Blaö I er 24 siöur og blaö II 16 siöur. A forsiöu fyrra blaðsins er mynd eftir Einar Hákonarson og framan á seinna blaöinu er mynd eftir Gylfa Gislason —ekh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.