Þjóðviljinn - 20.04.1977, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.04.1977, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 20. apríl 1977 Páll Pétursson og Ingvar Gisla- son eru nú andvlgir málinu, og þingmaöur Sjálfstæöisflokksins flytur skynsamlega rasðu um þann halla sem gæti orðið á verk- smiðjunni samkvæmt áætlunum. Kannski koma fleiri hér á eftir — en verðum við svo heppnir að málið komi enn einu sinni inn í þingið fengjum við sjálfsagt meirihluta fyrir sjónarmiðum okkar, andstæðingar þessa samn- ings, ef sá norski Union Carbide beiddi nú upp eins og sá ameriski! Það er greinilegt að framsóknarforystan er dauð- hrædd við þetta mál, en hún hefur bundið sig viö stuðning við málið nú; hér þýðir ekki að tala við hana, en það verður talað við framsóknarleiðtogana á almenn- um kjósendafundum. ,,Á norðurhveli jarðar” Þessu næst vék Lúðvik Jóseps- son að orkuverðinu til verksmiðj- unnar. Vitnaði hann til greinar- gerðar Járnblendifélagsins um rekstrarhorfur þar sem reynt er að fegra þær allt hvaö af tekur; er það einkum talið fram að raf- orkuverðið sé hér helmingi lægra en i Noregi, og það sé hagstæðara hér en „flestar verksmiðjur á norðurhveli jarðar” þurfa aö búa við. Það verð sem hér er greitt telja norðmenn „fjarstæðuverð”, en það er 3,5 norskir aurar, kvst., i Noregi er miðað við 6,62 aura kvst. til nýrra verksmiðja. Þá vék Lúövik aö þeirri afstöðu orkumálastjóra sem fram kemur I bréfi hans til iðnaðarnefndar neðri deildar að það sem kallað er „afgangsorka” i samningnum sé háð svo ströngum afhendingar- skilmálum aö verölagning hennar sé í rauninni fráleit. Lúðvik hafði við fyrstu umræöu málsins gert ýtarlega grein fyrir orkuverðsmálunum, en i umræðum kom ekki fram minnsta tilraun tii þess af hálfu stjórnariiðsins að svara gagnrýni Lúðviks á orkuverðið og má raunar segja þaö um umræðurn- ar i heild aö stjórnarflokkarnir reyndu hvergi aö svara efnislegri gagnrýni. Augljós hallarekstur Þessu næst vék þingmaðurinn að afkomuhorfum fyrirtækisins og fjármögnun. Helstu efnisþætt- irnir i máli hans voru þessir: Ekki liggur enn fyrir á hvaða kjörum meginstofnlánið veröur, til hve langs tima né með hvaða vöxtum. Þrátt fyrir þessa óvissu gefa menn sér forsendur við útreikninga á afkomu verksmiðj- unnar. Fyrir liggur, aö samkvæmt þvl afurðarverði sem var rikjandi á árinu 1976 hefði orðið 800 milj. kr. halli á verksmiðjunni. En til þess að fá hagstæðari útkomu gefa menn sér það að verulegar hækk- anir verði. Þá ergert ráð fyrir þvi i útreikningum á rekstrarafkomu aö hráefnaverð verði lægra hlut- fall af rekstrarkostnaði en verið hefur undanfarin 6 ár i sambæri- legum verksmiðjum. Ef miöað er hins vegar við sama hlutfall af rekstrarkostnaði og verið hefur undanfarin sex ár er um leiö bullandi tap á verksmiðjunni. Eekstursáætlanir eru byggðar á þvi að ofnarnir báðir, 30 mega- vött hvor, afkasti samanlagt 50.000 tonnum á ári, þe. 100% nýt- ing og afköst. Upplýst er að hinn norski samstarfsaðili treystir sér ekki til að selja þessa framleiðslu alla; hann tryggir aðeins 80% hennar I sölu til að byrja með, en siðará samningstimabilinu fellur skylda hans niður. Ef gert væri ráð fyrir 80 eða 90% afköstum verksmiðjunnar en ekki 100% er grundvöllurinn hruninn undan verksmiðjurekstrinum. Það er alger fávitaskapur aö samþykkja rekstraráætlanir á þessum grundvelli, þarna stefnir augljós- lega i hallarekstur. Union Carbide kaus að borga 850 milj. kr. til þess aö losna frá þessu fyrirtæki, svo slæmar töldu forráðamenn þess horfurnar. En þingmenn á aiþingi islendinga fást yfirleitt ekki til að skoða þessar staðreyndir og til þess að beita eigin dömgreind I málinu. Eins og loðnuverk- smiðja i 2 1/2 mánuð Mikið er gert úr þjóöhagslegri þýðingu verksmiðjunnar. En i rauninni skilar verksmiðjan ekki i gjaldeyri öðru en þvi sem greitt er í vinnulaun; raforkuverðið fer til þess aö standa undir raforku- verinu sem reist er. Launa- greiðslur allar, miðaö við 80% framleiðslu,eru um 680 milj. kr. á ári, en 800—900 milj. kr miðað við 100% framleiðslu. Til saman- burðar má hafa að loðnuverk- smiðja ein sem starfrækt er 1 hálfan mánuð sem slik skilar á annan miljarð króna I gjaldeyris- tekjur. Af þessu sést hversu frá- leitt er að telja að með þessu fyrirtæki sé skotiö nýjum traust- um stoðum undir islenskan at- vinnurekstur og þjóöarbúið i heild. Islenska rikið leggur fram 3,5 miljarða áður en verksmiðjan fer i gang og islenska rikið skuld- bindur sig til þess að aflétta toll- um, til þess að kaupa stórt land undir verksmiöjuna, leggja að henni veg, gera höfn, fella niður stimpilgjöld og þinglýsingu o.s.frv. Auövitað hlýtur þetta — svo og hiö lága raforkuverð — að kalla á kröfur frá islenskum iðn- aði um samskonar friðindi þegar fram i sækir. Erlend timarit hafa sýnt fram á að verulegar likur eru á þvi, að markaöskreppan á stálmarkaðn um haldi áfram. En þrátt fyrir allt þetta — slæmar og veikburða rekstursáætlanir, kreppuhorfur 1 markaðsmálum og litla þýðingu fyrir þjóðarbúið, ef ekki beinan skaða — ypptir formaður þingflokks framsóknar öxlum og segir að allt hljóti þetta að ganga upp og niöur eins og annar rekstur, en hann hafi ekki vit á fjárhagslegu hliðinni á málinu. Þessu næst ræddi Lúðvik Jósepsson nokkuð um mengunar- þáttinn. Hann sagði það fráleitt að ætlast til þess af heilbrigðis- eftirlitinu aö það færi að gera opinberar athugasemdir eftir að yfirmenn þess, heilbrigðisráöu- neytið, heföu gefið út starfsleyfið, en fyrir lægi að vikið hefði verið frá kröfum eftirlitsins i veiga- miklum atriðum eins og Sigurður Magnússon hefði skýrt sýnt fram á. Það var rangt, sagði Lúðvik, aö vikja i nokkru frá kröfum heil- brigðiseftirlitsins. Það verður barist fyrir breytingum Þá sagöi þingmaðurinn: Það mun verða barist fyrir þvi að breyta þessum samningum og þessum reglum i starfsleyfi. Þeir hjá Elkem skulu ekki reikna með þvi að fá aðhafa þennan samning óbreyttan um aldur og ævi. Hér eru á þingi ýmsir fulltrúar sem munu beita sér fyrir breytingum á þessum samningi eftir öllum löglegum leiðum. Eikem-menn skulu ekkitreysta á að þetta haldi allt eins og samningurinn við Alusuisse, þvi að þrátt fyrir allt er hér sá meginmunur á, að Grundartangaverksmiðjan á að hlita islenskum lögum. Vonandi verður strax eftir næstu kosn- ingar unnt að breyta þessum reglum og þeim lögum sem hér er verið að setja, þá verði til dæmis unnt að koma svo vitinu fyrir framsókn að hún muni fallast á breytingar — t.d. fyrir ráðherra- stóla! Sjálfslæöisflokkurinn er bilaður i þessu máli og mun ekki geta ráðiö úrslitum. Framsókn sannfærum við, auk þess sem viö bætum við okkur þingsætum, alþýöubandalagsmenn i næstu kosningum. Þaö er eins gott að erlendi aðilinn fái að vita það strax að við munum beita okkur fyrir þvi að breyta þeim friðind- um sem verksmiðjan á að fá um- fram islenskan atvinnurekstur. Við eigum ekki að þola að útlend- ingar komist hingað með sinn mengunariðnað sem þeir hrekj- ast með frá öðrum löndum. Þá sagði ræðumaöur að augljós breyting væri að eiga sér stað meö þjóðinni I afstöðu hennar til stóriðnaðar. Nefndi hann skoö- anakönnun nýlega 1 Dagblaðinu þar sem fram kom að yfir 80% voru andvig erlendri stóriðju. Af- staða framsóknar er einnig tákn- ræn, þvi að nú segist formaður þingfl. framsóknar vera and- vigur þvi að stækka álverksmiöj- una. Þaö bendir þvi flest til þess að eftir kosningar verði staðan þannig að unnt verði að breyta þessum samningum. Elkem- menn skulu ekki halda að þeir hafi allt sitt á þurru um leið og þessi lög verða afgreidd hér. Þeim verður hægt að breyta. Loks minnti Lúðvik á þá hættu sem væri I þvi fólgin aö stefna hingað inn erlendum auðfélög- um: Þegar auðjötnarnir fara aö krækja saman krónum sinum er það hættulegt okkar litla efna- hagslifi. Þeir munu sækjast eftir inngöngu i EBE. Enginn nauður rekur okkur til þess að taka svona áhættu; stórfelld verkefni biða okkar i innlendu atvinnulifi. Áskorun um fund á Vesturlandi Friðjón Þórðarson (S) talaði næstur. Hann er eindregiö með- mæltur verksmiðjubyggingunni, en sagði: Vera má að útreikn- ingar Lúðviks fái staðist, en reynslan verður að skera úr þvi. þingsjá Hann fagnaöi þvi að samningar hefðu tekist við norrænan aðila i stað þess bandariska. Jónas Arnason sagði að það yröi áreiðanlega rannsóknarefni fyrir sagnfræðinga framtiðar- innar þegar þeir könnuðu yfir- standandi timabil hvers vegna islenskir ráðamenn virtust alltaf fá i hnén þegar útlendingar væru annars vegar. Þetta gerist aftur og aftur hvort sem um er að ræða hermálið, landhelgismálið, stór- iðjumálin. Jónas svaraði Benedikt Grön- dal sem hafði veist að Sigurði Af hverju er ekkl haldinn fundur með borgfirðing- um til þess að leita álits þeirra á verksmiðjunni? Magnússyni fyrir „sparðatin- ing”, en Sigurður var eini fulltrú- inn i iðnaðarnefnd sem lagði sig eftir þvi að fá skýrslu heilbrigðis- eftirlitsins.Ef Sigurður hefði ekki gert þetta, sagði Jónas, vissum við ekki jafnvel hvernig gengið hefur verið á svig við álit og til- lögur visindamannanna. Þá svaraði Jónas Þórarni Þór- arinssyni; þegar fóstrur á dag- heimili fara i göngutúr láta þær börnin gjarnan halda i band. Eitt og eitt vill þó vikja frá þó að for- stöðukonan fremst á bandinu sé ströng. Eins er þetta með fram- sókn; þingmenn hans eru einsog þræddir upp á band en tveir hafa tekið sig út úr. Þakkaði Jónas Ingvari Gislasyni og Páli Péturs- Mér finnst sárt að sjá sjálfstæðis- flokkinn veita miljörðum í svona rikisfyrirtæki meðan iðnaður berst í bökkum, sagði Sigurlaug Bjarnardóttir syni fyrir andstöðu þeirra viö verksmiöjuna. Tviskinnungur framsóknar kemur vel fram i þessu máli; ef ég vissi ekki að Þórarinn Þórar- insson væri tiltölulega normal myndi ég haida að hann væri haldinn þeim sjúkdómi sem nefndur er skiziophrenia; einn daginn skrifar hann leiðara i Timann á móti stóriðjunni, annan daginn mælir hann meö Grundar- tangaverksmiðjunni hér á alþingi. Jónas minnti á það að iönaðar- ráðherra hefði lýst þvl yfir að ál- . verksmiðja yrði ekki sett niður i Eyjafirði án samþykkis heima- manna. En hvaö með borgfirð- inga; 70-80% þeirra eru á móti þvi að reisa slika verksmiðju. Af hverju fá þeir ekki almenna fundi um málið af hálfu þeirra sem beita sér fyrir verksmiðjunni. Skoraði Jónas á þingmenn Vesturlands úr stjórnarflokkun- um að beita sér fyrir slikum fund- um i Borgarfirði. Halldór E. Sigurðsson, sam- gönguráðh., sagði það rétt að Lúðvik heföi ekki breytt um af- stöðu i sambandi við þessa verk- smiðju; það heföu aðrir alþýðu- bandalagsmenn gert. Hann sagði að ákveðið hefði veriö aö nota raf- orkuna frá Sigöldu til verksmiöj- unnar, þarna á milli hefðu verið eindregin tengsl. Páll Pétursson (F) lýsti sig andvigan samningum um verk- smiðjuna eins og fyrr. Hann kvað undarlegt barnsfaðernismál hafa risið upp á alþingi; enginn vildi kannast við króann. Þórarinn kenndi Alþýðubandalaginu, þó hann viðurkenni aö hafa verið viðstaddur, einn kenndi öðrum, annar hinum. Fyrst allir aðstand- endur skammst sin svo mjög fyrir afkvæmið er ekki annað að gera en að gleyma þvi,og býsna margir virðast hikandi. Aðeins þrir af sjö nefndarmönnum i iönaðarnefnd deildarinnar hefðu skrifað undir álitið fyrirvaralaust. Lúðvik Jósepsson tók aftur til máls og undirstrikaði það vegna ummæla Halldórs E. og fleiri að ákvörðun um Sigölduvirkjun hefði verið tekin af vinstristjórn- inni án þess að tengja þá ákvörð- un á nokkurn hátt samningum við útlendinga. Las Lúðvik tilvitnanir I þingræöur Magnúsar Kjartans- sonar um þetta mál. Styður ekki frumvarpið Sigurlaug Bjarnadóttir (S) sagðist ekki sjá betur en að Elkem kæmi betur út en islend- ingar aö þvi er varðaði alla áhættu. Mér ógnar það við það efnahagsástand, sem nú er, að bæta við með lánum til verk- smiðjunnar þá 100 miljarða króna sem við þegar skuidum erlendis. Ég er ekki til viðtals um frekari erlendar lántökur, ekki einu sinni i vegi eins og ég tel þær fram- kvæmdir þó mikilvægar. Þing- maðurinn ræddi um markaðs- horfur og benti á að þróunarlönd- in væru sifellt stærri aðilar i stál- framleiðslu og þvi ljóst að þrengsli yröu á þessum markaði á næstu árum. Nú er farið að smiða kafbáta úr plasti og sér- fræðingar spá þv^að innan 10 ára veröi skip gerð úr plasti; þetta hlýtur aö hafa geysileg áhrif á stáliðnaðinn. „Óbærileg byrði” Ég tek undir með minum and- stæðingum um það aö mér finnst það sárt að þaö skuli falla i hlut Sjálfstæðisflokksins að styðja rikisfyrirtæki meðan einkaaöilar berjast i bökkum. Islenska stál- félagið hefur tam. i 10 ár sótt um stuðning til þess að framleiða steypustyrktarjárn úr brotajárni og spara með þvi hundruö mil- jóna i stað þess að flytja brota- járniö óunnið úr landi. Þingmaðurinn taldi það helst rök með fyrirtækinu að við vær- um ella ekki tilbúin að nýta okkur orkuna frá Sigölduvirkjun. En væri ekki nær að nýta fjárfúlg- urnar i verksmiðjuna i að treysta stofn- og dreifilinur, húsahitun eða til þess að styðja islenskar iðngreinar? Þetta fyrirtæki getur orðið efnahag þjóðarinnar óbærileg byrði. Ég get þvi ekki stutt þetta mál, sagði þingmaðurinn aö lok- um. Jónas Arnason gerði athuga- semd við það að Halldór E. Sigurösson hefði i engu svarað áskoruninni um fundi á Vestur- landi. Ekki framar slik stór- iðja Gunniaugur Finnsson(F) sagði að sér þætti matið á þessu máli erfitt, það ætti sér alllanga for- sögu. Sér kæmi það spánskt fyrir sjónir að fjármögnun Sigöldu- virkjunar hafi verið óháð Grundartangaverksmiðjunni. — Rekstrarhorfur eru þannig með þetta fyrirtæki að ómögulegt er aö segja um það fyrirfram hvort aðilinn hefur rétt fyrir sér eftir tam. 4 ár, sá sem spáir hallanum eða hinn, sem spáir hagnaðinum. Stóriðjumálin eru annars kom- in að þeim punkti að ekki verður framar rætt um frekari stóriðju af þessu tagi hér á landi, sagði Gunnlaugur. Siguröur Magnússon tók aftur til máls. Hann sýndi fram á stefnuleysi núverandi rikis- stjórnar i raforkumálum. Rifjaði þingmaðurinn upp frumkvæöi vinstristjórnarinnar að stefnu- mótun, svo og að undirbúningi til nýtingar innlendra orkugjafa i stað oliu til húsahitunar. Þar með lauk umræöunni klukkan 2.15 um nóttina. Atkvæð- agreiöslu var svo frestað. Sumarnámskeið í uppeldis- og kennslufræðum I umboði Menntamálaráðuneytisins gengst félagsvisinda- deild Háskóla tslands fyrir sumarnámskeiði i uppeldis- og kennslufræðum til kennsluréttinda. Námskeiðið verður u.þ.b. 12 vikur alls og veröur kennt sumurin 1977 og 1978, auk þess sem tiltekin verkefni verða unnin yfir veturinn. Fyrri hluti námskeiðsins verður haldinn 7. júni — 16. júlí 1977. Námskeiðið er ætlað kennurum i framhaldsskólastigi eða grunnskólastigi sem lokið hafa eigi síðar en árið 1976 B.A.-prófi eða öðru sambærilegu prófi frá háskóla og kennt að þvi prófi loknu i fullu starfi eitt ár hið skemmsta við fyrrgreind skólastig. Námskeiðið fer fram i Háskóla tslands og verður nánar tilkynnt um tilhögun þess siðar. Umsóknir um þátttöku i námskeiðinu skuiu sendar for- stöðumanni þess, próf. Andra tsakssyni, Háskóla tslands, fyrir hinn 10. main.k. Umsókn tekur til bæði fyrri og siðari hluta námskeiðsins og telst skuldbindandi sem umsókn um þátttöku i námskeiðinu i heild. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Háskólans. Háskóii tslands Félagsvisindadeiid Þjóðviljinn óskar að ráða afgreiðslustjóra frá næstu mánaðamótum. Skriflegar umsóknir með upþlýsingum um fyrri störf sendist útbreiðslustjóra blaðsins ekki siðar en 22. april nk., og veitir hann frekari upplýsing- ar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.