Þjóðviljinn - 20.04.1977, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 20.04.1977, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 20. aprfl 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 „ Og þessi barnsrödd, persónugerð í einum af prestum kirkjunnar tekur vefarann mikla til bæna . Þorsteinn Sigurðsson: Aö íklæðast krafti af hæöum Sjálfstæðisflokknum hefur lengi tekist að dylja stéttar eðli sitt fyrir stórum hluta þjóðarinnar með þvi að skrýð- ast ýmiss konar haglega gerðum dularklæðum. Flokkurinn lét í upphafi gera sér höfuðfat úr nafni hugsjónar- innar sem i þann tið var vinsælust með þjóðinni og síðan hefurhann látið skera sér plögg úr orðum eins og frelsi, lýðræði og mannréttindi sem alþýðu manna eru hvað hjartfólgnust. Hingað til hefur klæðskurðar- meistara flokksins ekki skort hugkvæmni og aldrei hefur þeim orðið brjóstþungt við iðju sina, hvort sem sniðin var ridd- araskikkja úr hreystiyrðunum Gjör rétt — þol ei órétt eða skollabuxur úr hinum ismeygi- legu slagorðum Stétt með stétt. Og jafnanþegar Flokkur allra stéttasýndisigi skrúðanum við kosningar varð fólki starsýnt á dýrðina, enda höfðu kallarar flokksins þá óspart lofsungið frábæra eiginleika efnisins og snilli vefaranna i Blaði allra landsmanna, Morgunblaðinu. Nú um páskana — á aðalhátið kristinna manna — þótti enn einu sinni tilefni til að skarta i nýjum klæðum. Og að þessu sinni var vefaranum mikla, Matthiasi Johannessen, falið að gera Sjálfstæðisflokknum erki- biskupsskrúða er fylgja skyldi slikur kraftur frá hæðum að iklæddur honum tækist hvort tveggja i senn: að fá kristna launþega til „að lita upp úr sorpinu, skima til himins, nota vængina, sem guð hafði gefið þeim,”enfella niður ótimabæra kröfugerð á atvinnuvegina — og gera svo „hátttil lofts og vitt til veggja” innan þjóðkirkjunnar að þar gætu hinir stóru einka- framtaksmenn rúmast ,,án þess að lúta lögum og boðum, sem eru andstæð eðli okkar og hugs- un.” Vefarinn mikli lauk stoltur verki sinu á tilsettum tima og hafði enginn séð áður slikan dýrindis vefnað, enda höfðu ýmsir betri borgarar við orð að sleppa golfinu að þessusinni og fara til kirkju að dást að nýju fötunum Sjálfstæðisflokksins. En á sjálfri upprisuhátið frelsarans þegar Vörður kristn- innar i iandinu, svo og þjóð- kirkjunnar kemur i dýrlegu helgiklæðunum sinum spig- sporandi inn á heimilin i leiðara Morgunblaðsins og lýðurinn ætti að réttu lagi að standa á öndinni af hrifningu — kveður þá ekki við hin hreinskilna barnsrödd ævintýrsins hrópandi: — Hann er ekki i neinu! Og þessi barnsrödd, persónu- gerð i einum af prestum kirkj- unnar tekur vefarann mikla til bæna með þessum orðum m.a.: „Matthias: Páskaboðskapur þinn er snilldarleg aðferð til að réttlæta rangláta þjóðfélags skipun svo sem þá, sem verð- bólgan hefur komið á hér á landi. Páskaboðskapur þinn er leið til að fá menn til að sætta sig við ómanneskjulegar aðstæður, af þvi að þær séu einfaldlega hinar bláköldu stað- reyndir lifsins i hinum ófullkomna efnisheimi. Páskaboðskapur kristinnar trúar er allt annar. Hann kennir okkur, að hinar svo köll- uðu staðreyndir i heimi hér séu ekki ásköpuð örlög, heldur aðstæður, sem hægt sé að breyta. Ófullkomleiki heimsins er ekki honum áskapaður, heldurerhannafleiðingþess, að mannlifslækurinn missti af uppruna sinum og gróf sér far- veg að eigin geðþótta. Við það grófst hann inn i helli sérhags muna og eigingirni og fúlnaði. Það er ástand heims hinna köldu staðreynda, hvort sem þær eru boðaðar af miskunnar- lausum harðstjórum eða óper- sónulegum hagspekingum. En — kristin páskatrú boðar, að ófullkomleika okkar allan hafi guðdómskraftur Jesú Krists umbætt. Staðreyndir eru ekki örlög, heldur afleiðing, sem Jesús bætti fyrir og opnaði við það farveg milli uppsprettu mannlifsins og fúlutjarnar heimsins. Þess vegna eru stað- reyndir til að risa gegn. Þá má umbreyta aðstæöum mann- lifsins og aðlaga þær mann- inum, sem er skapaður i Guðs mynd og endurleystur er fyrir dauða Guðs sonar. Kristur þinn hefði bara klappað á koll Barti- meusi blinda og sagt: Þú átt innri augu, væni minn, glæddu þau og neistann i sjálfum þér — einhvern timann rennur lækur þinn út i ósinn, þar sem þú getur flogið! Guðs sonur Jesús Kristur gerði annað. Hann opnaði augu Bartimeusar. Og, ef kirkjan vill vera kirkja, sem fylgirDrottni sinum og Guði, en situr ekki bara i skjóli ein- hverrar hugsjónar eins og þú vilt hún geri, þá lætur hún sér ekki lynda að filósófera um einhvern himinbláma við þann, sem er i neyð. Hún hlýtur eins og Jesús sjálfur að ganga til baráttu við neyðina i hvaða mynd sem er. Það er neyðin, sem skyggirá uppruna okkar og lokar fyrir þann farveg, sem Jesús opnaði með krossdauða sinum, úr fúlalæk mannllfsins að uppsprettu þess. A sérhverri kristniboðsstöð ris sjúkrahús. Það er i kristnum jarðvegi Evrópu, sem hugsjónir um jafn rétti, bræðralag og frelsi — ekki bara til tjáninga, heldur og undan likamlegri og andlegri nauð — hafa sprottið fram. A Indlandi gátu þær ekki orðið til. Þær eru framandi trúabragða- heimi indverja, þar sem menn i alvöru lifa eftir páskaboðskap þinum um „sjálfsrækt” og hugarflug.” Hér má segja amen eftir efninu. Það er svo sannarlega hárrétt sem segir i forustugrein Morgunblaðsins 17. april „að málið hafi nú verið útkljáð i kristilegum anda”. — Það held ég að fari ekki á milli mála. Unglingur í deilu við réttvísina Fingraför tekin med valdi á Sauöárkróki 1 Þjóðviljanum þann 24. mars var greint frá töku fingrafara af nemendum i Varmahliðarskóla i Skagafirði vegna hvarfs brenni- vinskassa þar á staðnum, en kassinn haföi reyndar fundist fljótlega aftur með allar flöskur fullar. Nú hefur okkur borist bréf frá Jóni Hafsteini Jónssyni, mennta- skólakennara á Akureyri, þar sem hann vekur athygli okkar á frásögn i blaðinu Norðurlandi af þessu máli þann 1. þ.m. og fer fram á að við birtum hana. Hér á eftir birtum við bréf Jóns Hafsteins Jónssonar og á eftir fylgir frásögnin úr blaöinu Norö- urlandi á Akureyri. Bréf Jóns Hafsteins: — Unglingar fórnarlömb heimskulegs embættis- hroka Herra ritstjóri, Kjartan Ólafsson. Ég hefi mér til undrunar veitt þvi athygli, að blað þitt hefir hætt öllum skrifum um Varmahlíðar- máliö. Þar hefir þó svo sem ykk- ur er sennilega kunnugt um verið gripið til enn furöulegri og vafa- samari aðgerða en þeirra sem þið skrifuðuð um og undruðust 1 blað- inu frá 24.3. Ég fer vinsamlega fram á aö þú birtir einhvern næstu daga allt þaö sem slðasta tölublað Norðurlands hefir um mál þetta aö segja, enda hafa þeir sem málið snertir ekki andmælt neinu sem þar stendur. Eftir fyrirsát lögreglunnar og fantalega árás á Magnús Ingvarsson, nemanda, er hann var á leiö hdim til sin úr skólan- um, er mál þetta orðið miklum mun alvarlegra en áöur. Eftir ummæli Baldurs Möllers, ráðu- neytisstjóra, og Olafs Jónssonar, form. barnaverndarráðs Islands, i fyrrnefndu tölubl. Noröurlands veröur varla um það efast að lög hafa verið brotin freklega á Magnúsi Ingvarssyni. Máliö er m.a. oröiö prófsteinn á þaö, hvort þaö skuli látiö óátaliö aö ungling- ar séu geröir aö fórnarlömbum heimskulegs embættishroka, sem ekki leyfir aö eigin mistök séu viöurkennd og leiörétt. Ég er vel kunnugur Magnúsi Ingvarssyni, og ég vona, Kjartan, aö þú takir mark á oröum minum er ég segi, að Magnús Ingvarsson sé háttvis og prúður ungingur sem ekki sé liklegur til að gefa lögreglu höggstaö á sér. Enn- fremur get ég staðhæft við þig, að hann átti engan hlut að kassa- hvarfinu fræga. Svo mikið mark tek ég á orðum hans, þeim er hann talar við mig 1 hreinskilni, aö ég myndi ekki óttast að leggja mikiö undir, ef veðjað væri um sekt hans i þvi. Magnús Ingvarsson hefir nú snúiö sér til dómsmálaráðuneyt- isins, og ég tel það siðferöilega skyldu heiðarlegs fjölmiðils aö hjálpa honum til að tryggja máli sinu réttláta afgreiöslu lögum samkvæmt. Hann hefir ekkert að óttast nema þögnina og pukrið. Með vinsemd, Akureyri, 12. april 1977 Jón Hafsteinn Jónsson. Hér fer á eftir sú frásögn, sem birtist i Norðurlandi 1. april: Úr blaðinu Norðurlandi: — óviðeigandi og ógeðfellt segir formaður Barna- verndarráðs Fingraför voru tekin með valdi af 16 ára nemanda viö Varma- hliðarskóla þriðjudaginn 29. mars. Sat lögreglan fyrir honum við hliöið þegar hann kom úr skólarútunni og flutti nauðugan á lögreglustöðina á Sauðárkróki, þar sem fjóTÍr lögregluþjónar hjálpuðust að við verknaöinn. Skólastjóri Varmahliðarskóla beitti sér fyrir þvi eftir að brenni- vinskassi haföi horfið og fundist aftur ósnertur, aö lögreglan tæki fingraför af nemendum skólans, — til að firra þá grun eftir þvi sem hann sagði siöar. Náði þessi rann- sókn reyndar aðeins til hluta nemenda, þe. stráka 13 ára og eldri, en ekki stelpnanna. Nokkrir nemenda neituðu strax aö gangast undir þessar aðgerðir og vildu sjá skriflegar heimildir eða úrskurð, en voru smátt og smátt yfirbugaðir og stóðu lengi eftir þrir, en að lokum aðeins einn, og var hann tekinn með valdi þriðjudaginn 29. mars. Svöruðu bara skætingi Pilturinn, sem heitir Magnús Ingvarsson og á heima á Gýgjar- hóli i Staðarhreppi, sagði i viötali viö NORÐURLAND, aö tveir lög- regluþjónar hefðu komið i skól- anh um 4-leytið á þriðjudaginn og enn viljað taka af honum fingra- för. Hann neitaði enn og sagðist vilja fá að vita hver réttarfarsleg staða hans væri. Fóru þeir við svo búið. Þegar Magnús að loknum skóladegi sté svo útúr Skólabiln- um við hliðiö á Gýgjarhóli sátu þar fyrir honum tveir lögreglu- þjónar á bil, sem þeir hentu hon- um inni er hann neitaði og fluttu á lögreglustöðina útá Krók, þar sem tveir aðrir lögregluþjónar voru fyrir: — Þeir voru að gera allt klárt fyrir fingrafaratökuna og ætluö- ust til að ég gerði þetta með góðu. Ég spurði um handtökuheimild og úrskurö, en þeir svöruðu bara með skætingi, sagði Magnús. Siöan tóku þeir hann tveir, settu á grúfu á bedda og reyrðu hend- urnar aftur fyrir baK og uppaö hnakka meöan hinir tóku fingra- förin. Er Magnús með eymsli i öxlinni og varð aö fara á sjúkra- hús og fá vottorð, þarsem hann gat ekki farið i leikfimipróf dag- inn eftir. Hann hefur nú haft sam- band við lögfræðing útaf þessum nauðungaraðgeröum. NORÐURLAND sneri sér til Ölafs Jónssonar formanns Barnaverndarráðs tslands og spuröi hvort þær aöfarir sem beitt hefur verið við nemendur Varma- hliðarskóla samræmdust barna- verndarlögunum. Sagði Ölafur, að tvimælalaust hefði átt að hafa samband við foreldra og samráð viö barnaverndarnefnd um að- gerðirnar, og sér fyndist að til rannsókna af þessu tagi ætti aldrei að gripa nema fyrir lægi á- kveöinn grunur. Máliö virtist að öllu leyti óviðeigandi og ógeðfellt, sagði hann. Baldur Möller ráðuneytisstjóri i dómsmálaráðuneytingu ráðg- aðist við ýmsa og fletti upp i laga- doðröntum og varö niðurstaðan að um leit á manni eða likams- skoðun skuli kveða á með úr- skurði en hinsvegar má taka myndir og fingraför I þarfir opin- berrar rannsóknar. En i þessu tilviki væri það spurning, i fyrsta lagi hvort nægur grunur væri fyr- irhendi sem réttlæti aðgeröina og i öðru lagi, hvort yfirleitt væri á- stæða til þeirra þar sem máliö væri ekki alvarlegra en raun er á. Ekki væri þvi aö neita, að lög- reglan virtist þarna hafa dregist út i meira en hún hefði að öðru jöfnu tekið uppá sjálf. Þótt agatil- hneiging sumra skólamanna væri alþekkt, væri þetta sannast sagna vafasamt uppátæki, sagöi Baldur i viðtali við Norðurland. Blikkiðjan Asgarði-T, GarAahreppi önnumst þakreanusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmfði. Gerum föst verðtilboð. SIMI 53468

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.