Þjóðviljinn - 20.04.1977, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 20.04.1977, Blaðsíða 13
Miövikudagur 20. april 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐAI13 HÚNAVAKAN HEFST í DAG Húnavakan hefst aö þessu sinni á Blönduósi siöasta vetrardag. Veröur þar aö venju margt til skemmtunar og frööleiks. Meöal þess, sem fram fer,er, aö á föstudagskvöldið syngja tveir kórar. Eru þaö karlakórinn Vöku- menn, undir stjórn Kristófers Kristjánssonar bónda i Köldu- kinn. Sá kór hefur nú starfaö i 19 ár. Hinn kórinn er söngfélagiö Glóö, en þaö er samkór, nýlega stofnaöur af fólki úr Vatnsdal og Þingi. Söngstjóri hans er Sigrún Grimsdóttir. A laugardaginn sýnir Leikfélag Sauðárkróks sjónleikinn Er á meðan er. A sunnudag flytur Bindindis- hópurinn á Blönduósi fjölbreytta dagskrá, sem m.a. stendur saman af leiksýningum og söng. Barnaskólinn á Blönduósi er meö skemmtun á sumardaginn fyrsta, og á mánudaginn er skemmtun gagnfræöaskólans. Á sunnudaginn verður einnig flutt dagskrá á vegum Tónlistar- félags A-Hún. Þar syngur Guörún Tómasdóttir einsöng við undirleik Jórunnar Viðar.en Jórunn Viöar leikur og einleik á pianó og flytur eigin verk. Húsbændavakan veröur svo á miðvikudag eða fyrsta dag Vök- unnar. Þar syngja 6 Lionsfélagar á Blönduósi undir stjórn Jónasar Tryggvasonar. Steindór Stein- dórsson, fyrrv. skólameistari á Akureyri, flytur ræöu, og spurningakeppni verður milli sveitarstjórnarmanna. Er þaö úrslitakeppni og taka þátt i henni hreppsnefndir Blönduóshrepps og Skagastrandar. Þá verða og kvikmyndasýning- ar og að sjálfsögðu dans. —mhf Fundur sveitar- stjórnarmanna i Miðgarði: Mótmælir Blöndu- virkjun Hinn 4. april s.l. komu 18 sveitarstjórnarmenn úr Bólstaö- arhiiöar-, Lýtingsstaöa-, Seylu- og Akrahreppi saman til fundar i félagsheimilinu Miögaröi i Skagafiröi til þess aö ræöa vatns- orkuvirkjunarmál i kjördæminu. Marinó Sigurösson, bóndi á Alf- geirsvöllum stjórnaöi fundi en Rósmundur G. Ingvarsson, bóndi á Hóli ritaöi fundargerö. Fundurinn samþykkti einróma eftirfarandi ályktanir: „Fundur sveitarstjórna I Lýtingsstaöa-, Seylu-, Bólstaöar- hliöar- og Akrahreppum, haldinn aö Miögaröi 4. april 1977, lýsir yfir fyllsta stuöningi viö fram- komna tillögu til þingsályktunar um virkjun hjá Villinganesi og beinir eindreginni áskorun til alþingis aö samþykkja hana. Jafnframt mótmælir fundurinn framkomnu frumvarpi rikis- stjórnarinnar um Blönduvirkjun og skorar á rikisstjórnina aö draga frumvarpiö til baka, en alþingi aö semja um heimild til virkjunar aö öörum kosti. Leggur fundurinn áherslu á, aö ekkert þaö hafi gerst i framvindu virkjunarmála á Noröurlandi vestra, sem ástæöa sé til aö breyti margltrekuðum samþykktum upprekstrarfélags Eyvindar- staöaheiðar um þau mál. Fundurinn bendir á, aö núverandi hugmyndir um Blönduvirkjun leiöa af sér meiri landeyðingu en nokkur dæmi eru til við mann- virkjagerö á Islandi til þessa, (60% af öllu landi, sem eyöist viö fullnýtingu virkjanlegrar vatns- orku á landinu). Þvi telur fundurinn augljóst, aö full- nægjandi samstaöa náist aldrei meöal landeigenda um Blöndu- virkjun eftir þeim hugmyndum, sem nú eru uppi, og telur þvi ástæöulaust aö frekari viöræöur fari fram i þeim efnum. Framhald á 14. siðu og geturfært dgandanum veglegan nappdtvettisvinning _ Dregið 10 simum um 860virmima að upphœð 25 milljónirkróna, íjyrsta skipti 15jútn nk. Happdnettisskuldabréfin eru til sölu nú. Þau fást í öllum im og sparisjóðum og kosta 2500 ktvnur. h m SEÐLABANKI ISLANDS r ,Sjónmengun’ algengasta mengunin á Islandi segir formaður Ferðamálaráðs I gær boöaöi Umhverfisnefnd Ferðamálaráðs til blaðamanna- fundar þar sem kynntar voru tvær skýrslur um kannanir, sem nefndin hefur látið gera. önnur skýrslan greinir frá könnun á umhverfi þjóðbrautar sunnan- lands frá Hellisheiöi að Lóns- heiði eystra,en hin er lýsing á 15 fjölsóttustu ferðamannastööum i óbyggðum. Er sú skýrsla all- viöamikil, og hefur ekki áöur veriö gerð hliðstæö úttekt á ferðamannastööum hér á landi. Þá er einnig sagt frá könnun ökuslóða i óbyggðum og helstu gönguleiðum lýst. Og i skýrsl- unni er m.a. lagt til aö eftirfar- andi svæöi veröi friölýst: Friö- land aö fjallabaki, Þórsmörk, Goðaland og nágrenni, um- hverfi Tungnafellsjökuls, Kverkfjöll og Krepputunga, Askja I Dyngjufjöllum, Veiöi- vötn, Eldgjá og Kerlingarfjöll. Forráðamaöur Feröamála- ráðs er Heimir Hannesson, og sagöi hann á fundinum að ætlun ráðsins væri að gera nú gang- skör að þvi aö hvetja alla, sem bera ábyrgð á umhverfismálum og umgengni við landið til átaka i þeim efnum. Kæruleysi óg jafnvel skemmdarfikn hefðu alltof lengi viðgengist, en nú væru menn að átta sig á þvi, að ekki væri sama hvernig menn gengju um. Hann nefndi orðiö „sjónmengun” i þvi sambandi, þ.e. alls konar rusl og drasl sem liggur á viöavangi. Þessi tegund „mengunar” væru algengust á íslandi, en jafnframt sú, sem auðveldast væri að ráöa bót á. Umhverfisnefndin hefur i starfi sinu mikið leitað eftir samstarfi við forsvarsmenn sveitarfélaga, og hefur tilmæl- um nefndarinnar alls staöar verið mjög vel tekið. A fundinum voru blaöamönn- um sýndar myndir frá ýmsum ferðamannastöðum utan byggöa og af þeim skemmdum sem orðiö hafa viöa á viökvæm- um gróðri vegna mikils ágangs eða af kæruleysi, og var þar margt ljótt að sjá. Seinna i vikunni veröur nánar sagt frá þessum málum. — hs

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.