Þjóðviljinn - 21.05.1977, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.05.1977, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 21. mal 1977 _____________________GILS GUÐMUNDSSON: Ad þykja góðlyktin af skarna Tómas heitinn Jónsson borgar- lögmaður, mágur Gunnars Thor- oddsens, var einkar orðheppinn maður og gat verið meinfyndinn. Svo bar við á ofanverðum borgar- stjórnarárum Gunnars, að komið var upp sorpeyöingarstöð i Reykjavik og farið að framleiða áburð þann sem hlaut nafniö Skarni. Reyndist áburðurinn sæmilega, en af honum var fnyk- ur eigi alllitill, svo sem flestum reykvikingum er kunnugt, Nú er það einhverju sinni að vorlagi, þegar skarnaþefur fyllir vit höfuðstaðarbúa. að Tómas borgarlögmaður segir: Þá er loks fundið óbrigðult ráð til aö ganga úr skugga um, hver er sannur sjálfstæðismaður og hver ekki. Leiða skal þann sem prófa skal út á miðjan túnblett, sem nýþakinn er skarna, og spyrja hann siöan, hvernig honum falli þefur sá. Og sannur sjálfstæðismaður svarar: Mér þykir góð lyktin af skarna. Pólitlsk nef- og þefur Þessi skilgreining Tómasar Jónssonar á tryggum og ótrygg- um flokksmanni, hefur einatt komið upp i huga minn, þegar stjórnmálaleiðtogar hafa barist hvað ákafast fyrir þvi að undan- förnu að telja fylgismönnum sin- um trú um ágæti erlendrar stór- iðju, hér þurfi að koma upp járn- blendiverksmiöju i Hvalfirði, fjölga álverum og stækka álver þaö sem fyrir er. Forystumenn þriggja stjórnmálaflokka, Sjálf- stæðisflokks, Framsóknarflokks og Alþýöuflokks hafa lagt sig i lima til að tryggja framgang þessarar stóriðjustefnu, þrátt fyrirmikla og sivaxandi andstöðu meðal flokksmanna. Svo virðist, sem hjá sumum stóriðjukapp- anna séum hreint trúboö að ræða. Þvi hvað sem liður skýrslum um mengun frá álverinu i Straums- vik, um atvinnusjúkdóma og illa vist i kerskála, halda stóriðju- menn i hópi stjórnmálaforingja áfram að boða sitt kynlega fagnaðarerindi. Þeir segja við fylgismenn sina: Ef þú vilt teljast góður sjálfstæöismaður, fram- sóknarmaður eða krati, átt þú aö lýsa fylgi viö stóriðjustefnuna okkar, þar á meðal álblendiverk- smiðju á Grundartanga. Með öðr- um orðum, sá einn er trúr og tryggur meðlimur I stóriðjusöfn- uði Geirs, Ólafs og Benedikts, sem er reiðubúinn að lýsa yfir: Mér þykir góð lyktin af skarna. Sá er ekki tilgangurinn með þessu greinarkorni að færa fram rök gegn stóriðjustefnu stjómar- flokkanna og Alþýðuflokks þeirra Gröndals og Gylfa. Þaö hefur svo oft og rækilega verið gert hér á siðum Þjóðviljans, aö við það er trúlega litlu að bæta. A þaö skal aðeins minnt, að I forsendum fyr- ir rökstuddri dagskrá um járn- blendiverksmiðjumálið, dró Ragnar Arnalds röksemdir okkar Alþýðubandalagsmanna og ann- arra andstæðinga þeirrar fa- brikku, saman i tólf stutt efnis- atriði, sem flest voru þó þess eðlis, aö hvert og eitt mátti teljast næg ástæða til að hætta við verk- smiðjuáform þessi. Ætlun min er einungis sú, aö bregöa hér á eftir örlitlu ljósi á vinnubrögö þeirra stjórnmála- manna sem höfuðábyrgð bera á verksmiðju þeirri, sem nú á aö risa á Grundartanga i Hvalfiröi. Þetta er tilraun til aö skilgreina, hvernig pólitikusarfara að þvi að telja sjálfum sér og öðrum trú um, aö i rauninni sé ósköp nota- legur þefurinn af skarna. Afgreidsla skyldi með forgangshraði Fyrst er þar til að taka, er frumvarpið til staðfestingar samningi um Grundartangaverk- smiðju við Elkem Spigerverket var i buröarliðnum. Voru þá þeg- ar af hálfu iönaðarráðherra tekn- ir upp verkshættir, sem gáfu nokkra visbendingu um þau þing- ræðislegu og lýöræðislegu vinnu- brögö sem i vændum voru. Al- þingi hafði setið aðgerðasmátt um tveggja mánaða skeið, en nú tók að liða fast aö jólum og ann- riki i þingsölum fór vaxandi með degi hverjum. Þá var þaö hinn 14. desember aö kvöldlagi, að frum- varp um járnblendiverksmiðju var sent heim til þingmanna rikisstjórnarflokkanna og Al- þýðuflokksins. Þetta vitnaðist þegar daginn eftir, og var ráö- herra þá að þvi spurður, hvers vegna frumvarp þetta hefði verið sentsumum þingmönnum en ekki öllum. Mun hann hafa svarað á þá lund, að ekki hefði þótt ástæða til að kynna frumvarpið sérstaklega þeim þingmönnum, sem vita mátti aö væru þvi andvigir. En brátt var plagginu dreift á borö allra þingmanna, enda ekki seinna vænna, þar eö ráöherra haföi viö orö aö helst þyrfti að af- greiða frumvarpið fyrir jól, á einni viku. En á svo skjótri af- greiðslu reyndust ýmis tormerki, og þóöðru fremur það, aö nýr for- stöðumaöur heilbrigöiseftirlits rikisins haföi tekiö upp á þeim skolla aö vilja undirbúa af vand- virkni og visindalegri nákvæmni umsögn stofnunarinnar um starfsleyfi verksmiðjunni til handa. Sakir þrákelkni forstöðu- mannsins voru þingmenn sendir heim i jólaleyfi án þess aö hafa afgreitt járnblendimáliö meö for- gangshraði, eins og hugur áköf- ustu talsmanna verksmiöjunnar stóð til. Þá blindur leiöir blindan Liðu nú stundir fram. Alþingi settist á rökstóla á ný, en járn- blendifrumvarpiö lá hreyfingar- laust eins og afvelta horgemling- ur. Fréttir bárust um að þrá- kálfarnir hjá heilbrigðiseftirliti þæfðust enn fyrir og væru svo kröfuharðir um hollustuhætti, aö buddunnar lifæð i brjósti járn- blendimanna væri tekin aö slá með óeölilegum hraða. Það var jafnvel fullyrt, að iðnaðarráð- herra væri farinn að hugsa um að biðja Guð að hjálpa sér, eins og séra Sigvaldi i Manni og konu forðum. Komið var fram á langaföstu! og trúaðir stjórnarþingmenn gátu hlýtt á passiusálma skáldsins af Hvalfjaröarströndinni lesna i út- varpið á hverju kvöldi: Veraldar dæmin varast skalt, voga þú ekki að gera þaö allt, sem höfðingjarnir hafast að, þó heimurinn kalli loflegt það. Þá blindur leiðir blindan hér, báöum þeim hætt við falli er. Þaö var jafnvel farinn að setj- ast að i hugskoti einstaka þing- manns úr stjórnarliði sú áleitna spurning, hvort séra Hallgrimur Pétursson hefði til þess unnið að honum væri reistur viö Hvalf jörð- inn sá minnisvarði sem járn- blendifólki þættivið hæfi. Trúlega dreymdi þó engan þeirra um að minnisvarðinn yrði fabrikkubákn með islenskt stjórnvaldabréf upp á það, aö mega i þrettán umtals- verðum atriðum viðhafa linari mengunarvarnir og slappari öryggisbúnað en heilbrigöiseftir- lit rikisins taldi viö hæfi. Þjösnaskapur á þingi Tók nú að liða nærri þinglokum. Þá fréttist einhvern daginn, að heilbrigðisráðuneytið hefði gefið út starfsleyfi verksmiðjunni til handa. Þegar i stað spratt upp eins og stálfjöður Ingólfur Jóns- son formaður iðnaðarnefndar neðri deildar og afgreiddi málið úr nefnd ásamt sálufélögum sin- um meö hraða sem tiðkast hjá bændum i Rangárþingi þegar þeir keppast við að koma marghröktu en þurrlegu heyi i hlöðu undan rigningu. Einn helstur og kapp- samastur kaupamaður Ingólfs við hirðinguna var Benedikt Gröndal formaður Alþýðuflokks- ins. Hefur Benedikt. löngum ver- iö ákafur talsmaöur erlendrar stóriðju og látiö sig dreyma um nokkur slik iðjuver, en raunar aldrei nefnt töluna tuttugu. Erþal og ekki i tisku lengur. Jafnvel tel- ur Eyjólfur Konráö, að athuguöu máli, aö snöggtum færri málm- bræöslur geti fullnægt hugsjónum sinum um Island framtiðarinnar. Svo brátt var þeim Ingólfi, Gröndal og félögum i brók, aö ekki töldu þeir koma til mála að gefa samnefndarmanni sinum — þaðan af siður alþingismönnum almennt — kost á aö kynna sér kröfur heilbrigðiseftirlitsins um forsendur fyrir starfsleyfi verk- smiöjunnar, og i hve rikum mæli heföi veriö gefiöeftir eöa slegiö af þessum kröfum um hollustuhætti. Nefndarmenn iðnaðarnefndar, allir aörir en Siguröur Magnús- son, fulltrúi Alþýöubandalagsins, kærðu sig kollótta um skýrslu heilbrigöiseftirlitsins, enda þótt fullkunnugt væri aö i hálfan þriöja mánuö haföi veriö tekist á og deilt harkalega um veigamikil atriði sem heilbrigöiseftirlitið taldi að vera ættu forsendur fyrir útgáfu starfsleyfis. Ekki var for- vitni nefndarmanna mikil né samviskusemin til tafar. Meiri hlutinn lét sig hafa þaö aö af- greiöa málið á árdegisfundi, án þess aö svo mikiö sem einn ein- asti þeirra hefði óskað þess aö kynna sér afstöðu heilbrigðis- eftirlitsins. Svo sleit Ingólfur Jónsson fundi — það nálgaðist matartima — og nefndarmenn flýttu sérheim til að borða ýsuna, trúlega stoltir af morgunverkum sinum,eftir að hafa á þennan sér- kennilega hátt borgið eigin sóma, Alþingis og islenskrar þjóðar. Lýðræðishetjur og vilji fólksins Það hefur lengi verið ljóst, að i sveitum þeim sunnan Skarðsheið- ar sem næstar eru vettvangi, var veruleg andstaða gegn áformum um járnblendiverksmiðju á Grundartanga. Þessi andstaða hefur stöðugt farið vaxandi, eftir þvi sem fleiri upplýsingar komu fram og þeim augljósu röksemd- um fjölgaði.sem á móti fyrirtæk- inu mæltu. Eftir að opinber varð siöla vetrar Straumsvikurskýrsl- an alræmda, þar sem tiundaðir voru af visindalegri nákvæmni allir ósigrar heilbrigöiseftirlitsins i baráttunni við álfúrstana, telja kunnugir aö ekki færri en f jórir af hverjum fimm heimamönnum i nágrenni Grundartanga séu ein- dregið andvigir verksmiðjubygg- ingunni. NU gerðist það, meðan járn- blendifrumvarpið var enn til meðferðar i neðri deild Alþingis (fyrri deild), að ibúar hreppanna fjögurra sunnan Skarðsheiðar, skoruðu á þingmenn Vesturlands- kjördæmis að efna til fundar i héraði og kanna vilja heima- manna I máli þessu. Þingmenn- irnir, aðrir en Jónas Árnason, sýndu fullkomna tregðu á að verða við þessum áskorunum, en létu loks undan siga fyrir ein- beittni heimamanna og boðuðu til fundar að Leirá i Borgarfirði. Þrátt fyrir heldur slælega fundarboðun var fjölmenni á fundi i félagsheimilinu Heiðar- borg viö Leirá, og stóð fundurinn á fimmta klukkutima. Á þessum fundi, sem þingmenn kjördæmis- ins boðuöu til, áttu fimm af sex þingmönnum Vesturlandskjör- dæmis engan sýnilegan liðsmann i þessu máli. Skutust þingmenn ýmist með veggjum og flýðu af hólmi, eins og Benedikt Gröndal, eða tóku að munnhöggvast við flokksbræður sina og fylgismenn. Fréttir hermdu áð jafnvel geð- prýðismaðurinn Asgeir Bjarna- son hefði „geisað mjög”, rétteins og þær Bergþóra og frændkona hans Hallgerður langbrók forð- um. — I lok fundarins samþykktu heimamenn siðan einum rómi áskorun til rikisstjórnarinnar um aö fresta afgreiöslu járnblendi- málsins á Alþingi uns fólki i ná- grannasveitum Grundartanga hefði gefist kostur á að láta vilja sinn i ljós I almennri leynilegri at- kvæðagreiöslu. Þá haföi það og gerst, þegar hér var komið sögu, aö yfirgnæfandi meirihluti atkvæðisbærra manna iKjósarhreppihaföi skrifaö undir eindregna áskorun til Alþingis um að fella frumvarpiö um járn- blendiverksmiðju á Grundar- tanga. Var þaö og mjög aö von- um, að Ibúarnir þarna létu til sln heyra, þar eö naumast munu aör- ir verða fyrir meiri búsifjum af hálfu álbræöslu á Grundartanga en þessi blómlega sveit. Réttur eyfirdinga og annarra Ekkert veröur urn það fullyrt, hvort nokkur fundarmanna á Leirá mundi eftir þvi i svipinn, að þar i kirkjugarði er leiði skáldsins góða Jóns Thoroddsens. Hafi þá einhverjir munað eftir Jóni, hlaut fundarmönnum eins og á stóð að vera ljúft aö minnast þess, aö iðnaðarráöherrann sonarsonur hans hafði nýlega gefiö merkilega yfirlýsingu á opinberum vett- vangi. Hún var á þá lund, aö ekki kæmi til greina aö reisa álver við Eyjafjörö, ef eyfirðingar væru þvi andvigir. Að sjálfsögöu hlutu menn að draga þá ályktun af þessum ummælum, aö sú væri stefna iðnaðarráöherra, aö stór- iöjufyrirtæki yrðu ekki sett á fót, nema samþykki heimamanna kæmi til. Menn þéldu jafnvel, aö þessi væri stefna rikisstjómar- innar. En þetta reyndist eintómur misskilningur. Iönaðarráðherra staðhæfði á Alþingi — án þess aö roðna, sögðu viðstaddir, að yfir- lýsing sin hefði bara átt við ey- firöinga, en aldrei verið ætlunin að aðrir nytu sama réttar. Aður en kom aö lokaafgreiöslu járnblendimálsins á Alþingi var rikisstjórninni og landslýð öllum fullkomlega ljóst, aö mjög mikill meirihluti ibúa i nærsveitum Grundartanga — sennilega fjórir af hverjum fimm — voru alger- lega andvigir byggingu stóriöju- vers á þessum stað. Þeim var neitað um þann sjálfsagða rétt, að greiða um málið atkvæði i héraöi á lýöræöislegan hátt. Slik var lýðræðisást rikisstjórnar Geirs Hallgrimssonar og Ólafs Jóhannessonar, að ógleymdum lýðræöisjafnaðarmanninum Benedikt Gröndal, sem ásamt flokksbræðrum sinum á þingi, öll- um með tölu (ennþá eru þeir fimm), fylgdi járnblendinu. Svo koma foringjar til fólksins á Hvalfjarðarströnd, annað hvort i haust eða aö ári, og biðja þaö fyrir alla muni að kjósa nú lýð- ræðishetjurnar góðu. Og eftir þvi sem skorsteinarnir á Grundartanga teygja sig hærra upp i loftið, þeim mun áleitnari verður spurning sú sem ieiðtogar Sjálfstæðisflokks, Framsóknar- flokksog Alþýöuflokks leggja fyr- ir kjósendann á Hvalfjaröar- strönd: Þykir þér ekki góö lyktin af skarna? Sauðárkrókur Sjúkrasamiag Sauöárkróks auglýsir eftir framkvæmda- stjóra, sem getur hafið störf eigi slöar en 15. júli. Upplýsingar gefur Ester Jónsdóttir, simar 95-5133 og 95-5287. Umsóknir sendist Huldu Sigurbjörnsdóttur, Skagfiröinga- braut 37, fyrir 15. júní. Sjúkrasamlag Sauðárkróks Blikkiðjan Ásgaröi 7, Garðabæ önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíöi. Gerum föst verðtilboð SIMI 53468

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.