Þjóðviljinn - 21.05.1977, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.05.1977, Blaðsíða 7
Laugardagur 21. maí 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 aOg enn er Hvalfjörður augastaður erlendra eiturbrallara og skammsýnna afla hérlendis sem meta annað meir en framtið gróðurs og gæfu i landinu. HVALFJÖRÐUR Hvalfjörður og nágrenni hefur laungum feingið að kenna á utanaðkomandi ofriki og óþrif- um. A striðsárunum siðari var fjörðurinn ein helsta höfn Bandamanna við Atlantshaf norðanvert, og lágu þar um skeið stærstu striðsgaleiður heims. Bóndinn á hinu friðsæla býli Hvitanesi var flæmdur úr túni sinu ásamt öllu skylduliði og staðurinn eyddur að gróðri og gæfuriku mannlifi. Siðan hef- ur grennd Hvalfjarðar aldrei losnað við allrahanda vigbún- aðarskran, og ofani kaupið hef- ur ekki linnt áformum og bolla- leggingum um annað meira og verra. Minna má á að eitt sinn var það yfirlýst takmark bandarikjamanna að gera Hvalfjörð að flotahöfn fyrir kjarnorkukafbáta Atlantshafs- bandalagsins, Þyrillinn átt að verða tröllaukið kjarnorku- byrgi. Ekki stóð á jákvæðum undirtektum islenskra hernámssinna, leyndum og ljós- um. Þeir voru þá serrt ærðir i sjúklegum draumum um almannavarnir sem samkvæmt áliti „sérfróðra” lygara á veg- um Nato voru i óvenju góðu lagi á Islandi vegna þess hvað reykvikingar áttu góða kjali- ara, þannig átti að sætta lands- lýð við hlutskipti skotmarksins. Vert er að hugleiða hvers virði barátta hernámsandstæðinga kann að hafa reynst á þessum árum. Og enn er Hvalfjörður auga- staður erlendra eiturbrallara og skammsýnna afla hérlendis sem meta annað meir en framtið gróðurs og gæfu i land- inu. En ibúar nærsveita Hval- fjarðar hafa feingið að heyra og reyna nóg og berjast nú ötulli baráttu gegn fyrirhuguðu járnblendiævintýri á Grundar- tánga. Meingunarskýrslan frá Straumsvik færir mönnum æ frekar heim sanninn um afleiðingar slikra stóriðjuvera fyrir lifriki landsins. Borgfirð- ingum ægir ekki sist hin félags- lega meingun og fyrirsjáanleg auðn i landbúnaði, og hér geta menn trútt um talað, þeir búa i einhverju blómlegasta héraði landsins. Hvað fer svo fram i höfðinu á járnblendigreifunum, i sama mund og andúð fólksins er skýr og eindregin? Það sést á framferði þeirra, þeir gefa umbúðalaust i skyn að fólki komi ekki við það sem yfir það geingur i lifinu. Það á ekki að hafa skoðanir á þvi. Það á að láta traðka á sér. Þeir lyppast áleingdar einsog hundar og neita að koma nærri þegar fólk efnir til almennra funda um lifs- hagsmunamál sin, og koma ekki nærri fyrr en þeir eru barðir til þess, og þá með semingi. Ekki skortir þó að þeir hafa stundum hátt um að sjálfir séu þeir um- boðsmenn og fulltrúar þessa fólks. Hér er ekki um að villast að þeim finnst ein aðferð léttust, réttust og sér samboðnust. Hún heitir valdniðsla, og fólk þekkir hana. Umboð fólksins skiptir ekki máli leingur þegar um- boðsmenn þess eiga sér yfir- boðara og fyrirmyndir sem þeir unna fremur en fólkinu. Slikir menn sem hér um ræðir þjóna fremur fjölþjóðlegu auðhringa- valdi en islensku fólki. Allir vita hve ákaflega flestir hundar lita upp til yfirboðara sinna: hundur getur meira að segja orðið ótrú- lega likur eiganda sinum, og skoplegur i þeim tilburðum þetta indælis dýr, en oft vara- samur i þjónustu óprúttinna húsbænda. Hér er nefnilega á ferðinni þesskonar þjónustu- valdbeiting sem mætir ekki sjónarmiðum fólks augliti til auglitis, heldur leitast við að koma aftanað þvi og bita það i hælana. Guöbjörg Kristjánsdóttir skrifar um myndlist „Dœgur og jajhdœgur- tíminn og nútíminn ** Bragi Asgeirsson sýnir þessa dagana myndverk i Norræna hús- inu. Hann hefur á undanförnum árum haldið einkasýningar með nokkuð reglulegu millibili. Auk þess hefur hann starfað sem kennari við Myndiista- og hand- iðaskólann og verið gagnrýnandi við Morgunblaöið. 1 vetur hefur Bragi verið I orlofi frá kennslu- störfum og þvi haft betra næöi til að helga sig list sinni, eins og sjá má af þvl, að stór hiuti verkanna á sýningunni eru unnin á undan- förnum mánuðum, þó að nokkur eldri verk megi finna innan um. Frá abstrakt málverki til assemblage A undanförnum árum hefur listsköpun Braga verið að þróast frá abstrakt málverki yfir i assemblage. Það sem einkennir abstrakt málverk Braga, er að hann hverfur brátt frá þvi að nota sléttan flöt en fer þess i stað að hleypa verk sin upp, oft með rifn- um og slitnum striga, og fellir inn I þau efni af ýmsu tagi með litn- um. En þrátt fyrir þessa aðskota- hluti hafa þessi verk Braga samt geometriska uppbyggingu eins og t.d. myndirnar 1 vetrardvala og Spánskar nætur á sýningunni. Af framangreindu má sjá að assem- blage myndir Braga eru ekki eins fjarskyldar abstrakt málverkum hans og sumum kynni að virðast viö fyrstu sýn, heldur eru þær frekar eölilegt framhald þeirra. Nýjustu myndirnar — assemblage eða samskeyting. A þessari sýningu eru assem- blage myndirnar orönar yfir- gnæfandi. Assemblage aðferðin eða samskeytingin er ekki nýtt tjáningarform I list Vesturlanda þar sem hún hefur verið notuð um alllangt skeiö á mjög mismun- andi hátt af ólikum listamönnum. Bragi notar I myndverk sln alls kyns muni. Stundum eru þetta velktir og slitnir hlutir, sem hann hefur fundið sjórekna, en I þessu samsafni má finna leikföng af ýmsu tagi, flöskur, tappa, keöjur, trébúta og margt fleira. Þegar fella skal jafnólika muni saman í myndverk fær ramminn það mikilvæga hlutverk aö vera sterk umgerð utan um hlutina og þykkt hans ákvarðast af stærð þeirra hverju sinnú Innan við rammann er mynd- fletinum skipt á margvlslegan hátt eftir þvl sem hentar hverju sinni, Stundum eru form ramm- ans endurtekin eöa fletinum er skipt niður i einföld geometrisk form, sem hlutunum er siöan rað- að á, oft þannig að formin verða stór þáttur i myndhugsuninni. Hlutirnir eru siðan festir inn I verkinmeðýmsu móti. Ýmisteru þeir steyptir i glært plast og fá þá að halda sinni upprunalegu mynd eða þeir eru felldir inn i myndheildina með þvi aö mála þá I sama lit og bakgrunninn. Liturinn er notaður á mjög mis- munandi hátt I verkunum. Stund- um er hann sameiningarafl, allur myndflöturinn eða stór hluti hans er sprautaöur með einum og sama .lit. Þannig veröur liturinn að vissu marki ópersónulegur og kaldur en form hlutanna koma aftur á móti skýrar fram. I þrem- ur myndum um Kröflu er hinn stálgrái litur, tákn vélvæðingar- innar, notaður á þennan hátt þótt yfirborð myndanna sé lifrænt og jafnvel kraumandi. t öðrum myndum, sem fjalla um náttúr- una, eru litirnir heitir og lifrænir, brúnir, rauðir og grænir, og I enn öörum verkum má finna tilbrigöi við hreinan hvitan lit. Viðfangsefni. Myndefni Braga eru að þessu Sigurverkiö. sinni mjög margbreytileg og fullnægjandi skil hér, þó að drepið ógerningur að gera þeim skuli á nokkur atriði. 1 sumum verkanna má finna almenn og al- gildstef um náttúruna, sem unnin eru út frá hlutum eins og fiörild- um, blómum og laufblööum eða aðtekin eru fyrir viðfangsefni um timann og lifið ejns og i myndinni Sigurverkið, þar sem hringur, tákn frjósemi móöurkviðar og jarðar, er um leið hjól timans. t öðrum verkum er spilað á að- stæður. Með formum og áferð er óróleika og óhreinindum teflt gegn hreinleika og kyrrö eins og i myndinni „The Last Virgin”, þar sem fingert brúöuandlit er sett á hreinan, hvitan flöt, sem umlukt- ur er ýmsu drasli. Loks má nefna timann sem mikilvægan þátt. Sum verkin standa nálægt okkur i timanum, eins og Kröflumynd- irnar, en i öðrum verkum hverfur Bragi aftur i timann og vinnur út frá eftirprentunum af verkum gömlu meistaranna á þann hátt, að hann notar einfalda hluti úr ófinu efni til að draga fram I dagsljósið ákveðin einkenni úr myndum þeirra. I heild má segja að mikil breidd sé i sýningu Braga, bæði hvað innihald og úrvinnslu snert- ir. Hugmyndir hans eru fjöl- breytilegar og falla ekki i eina rás. Sama gildir um form og liti, þar er farið frá hárfinu yfir I sterkt og þungt. Þvi má svo bæta við að verk Braga eru jafnan mjög vandlega og fallega unnin, gott jafnvægi i myndbyggingu, hárnákvæmt litaval o.s.frv. Að endingu vil ég svo benda á að afköst Braga þessa mánuði, sem hann hefur verið i orlofi og hefur fengið að einbeita sér að listsköp- un sinni, eru ótrúlega mikil og sýningin að sama skapi góð. Guðbjörg Kristjánsdóttir. * Um sýningu BRAGA ÁSGEIRSSONAR í Norræna húsinuy __________2_______ _____ ___________________J. /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.