Þjóðviljinn - 21.05.1977, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 21.05.1977, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 21. maf 1977 íslenskt verka- fólk stendur ekki eitt Frá v. Snorri Jónsson, varaforseti ASl, Björn Jónsson, forseti ASÍ, Richard Trælnes, framkvæmdastjóri Norræna verkalýðssambands- ins, og Asmundur Stefánsson, hagfræðingur ASÍ. Ekki orðið kaupmáttar- rýrnun í áratugi Segir RICHARD TRÆLNES, framkvæmdastjóri Norræna verkalýðssambandsins ,,Ég er hingað kominn til þess að kynna mér stöðuna i samningamálunum og til þess að geta miðlað nákvæmum upplýsingum til aðildarsam- banda Norræna verkalýðssambandsins og til Evrópusambandsins. Tilgangur heimsóknar minnar er einnig sá að gera lýðum ljóst, að is- lenskt verkafólk stendur ekki eitt i sinni baráttu. Að baki þess standa 6 milljónir félaga innan Nor- ræna verkalýðssambandsins og 40 milljónir fé- laga i Evrópu allri. Samstaðan hefur ætið verið aðall verkalýðshreyfingarinnar og meginskýr- ingin á styrk hennar. Þessi samstaða er órjúfan- leg, og Alþýðusamband íslands mun fá allan þann styrk og fjárhagslegan stuðning sem það þarf á að halda, ef hér kemur til verulegra á- taka.” „Svona ástand væri óhugsandi annarsstaöar á Norðurlöndum”, segir Richard Træines. Þannig fórust Richard Træl- nes, framkvæmdastjóra Nor- ræna verkalýössambandsins orð, þegar Þjóðviljinn ræddi við hann á Hótel Loftleiðum i fyrra- dag. Þá hafði hann rætt við ýmsa framámenn verkalýös- hreyfingarinnar og átti siðan fund með aðalsamninganefnd ASÍ. Norræna verkalýðssam- bandið var stofnað árið 1972 og eru nú i þvi átta aðildarsam- bönd meðsamtals um 6 miljónir féiaga. Samböndin eru heildar- samtök verkafólks i Noregi, Danmörku, Finnlandi, Sviþjóö og Islandi ásamt samtökum skrifstofu- og verslunarfólks í Danmörku, Finnlandi og Svi- þjóð. Þjóðv.: Hver er tiigangur heimsóknar þinnar til Islands? Upplýsingamiðlun R.Tr.: Hann er fyrst og fremst sá að afla upplýsinga og miðla þeim siðan áfram til að- ildarsambanda NFS og til Evrópusambandsins. Við fáum að sjálfsögðu upplýsingar jafn- óðum um framvindu mála hér á Islandi, en það er allt annað að koma sjálfur á staðinn og fræð- ast frá fyrstu hendi. Þá er hægt að gera sér nákvæmari mynd af stöðunni og meta hana betur. Ég get ekki neitað þvi aö samningar og kjaradeilur eru öðrum þræði mjög spennandi. Það finnur maöur glöggt hér. Staðan breytist dag frá degi og þaö er eins gott aö fylgjast vel með þvi annars er hætt viö aö maður missi af lestinni. Fullur stuðningur — Styður Norræna verkalýðs- sambandið baráttu ASf i einu og öllu? — Ég hef fengið tækifæri til þess aö kynna mér alla kröfu- gerð ASI og forsendur hennar, einnig gang samningaviðræðn- anna, og t.d. „tilboð” atvinnu- rekenda og umræðugrundvöll sáttanefndar. Ég tel það ekkert vafamái aö þegar ég gef að- ildarsamböndum NFS skýrslu um ástand mála á tslandi muni þau öll lýsa yfir stuðningi við Alþýðusamband Islands. Ég visa aöeins til þess að i kjara- deilunni 1974 lýstu norrænu verkalýðssamböndin yfir fuli- um stuðningi við islenskt verka- fólk og lofuðu öllum þeim efna- hagslega og siðferðilega stuðn- ingi sem þörf væri á. — Ef til kæmi. 1 hvaða formi yrði þá aðstoð til ASÍ? — Norræna verkalýðssam- bandið er að eins sam- ræmingaraðili og það eru aðildarsamböndin sem sjálf taka ákvarðanir. Yrðu hér verkfallsátök myndu þau áreiðanlega taka ákvörðun um beinan fjárstyrk til ASÍ. Það yrði ekki um lán að ræða heldur beinan fjárstyrk. — Er það algengt að verka- lýðssamtök i Evrópu veiti hvert öðru fjárhagslegan styrk? — Samstaðan er kjarninn i öllu verkalýösstarfi. Gagn- kvæmur stuðningur og gagn- kvæm hjálp er það mikilvæg- asta. Það er skýringin á styrk verkalýðshreyfingarinnar og forsendan fyrir vexti hennar og viðgangi. 1 mörgum löndum Evrópu hefur tekist að leysa vinnudeilur án stórverkfalla siöustu ár og verkalýðssamtök- unum hefur tekist að safna miklum sjóðum. Þau eru þess- vegna reiðubúin að fylgja eftir loforðum sinum um stuðning með raunhæfum aðgerðum. Draugur frá liðini»i tíð — Hvernigerástandiði kjara- og samningamálum á Norður- löndum almennt? — Þaö er talsvert sérstakt að i ár hafa öll heildarsamtök verkalýösfélaga á Norðurlönd- um verið með lausa samninga og kjaradeilur allsstaðar staðið yfir á þessu vori. Samningar hafa nú tekist án stórátaka i Danmörku, Noregi og Finn- landi, en samningaumleitanir eru i gangi á íslandi og i Svi- þjóð. 1 Finnlandi kom til skæru- verkfalla þar sem verkafólk lagði áherslu á óánægju sina með seinagang i samningavið- ræðunum á svipaðan hátt og hér. I Sviþjóö hefur verslunar og skrifstofufólk i þjónustu einkaaöila gert verkfall en verkalýðssambandið LO ekki enn, hvað sem veröur. Efnahagsástandið hefur verið slæmt á Norðurlöndum undan- farin ár, nema i Noregi þar sem oh'uauðurinn skapar sérstakar aðstæður. öll hafa löndin þó átt við að striða verulegan halla á viðskiptajöfnuðinum, og hefur ekki mátt merkja bata i þeim efnum þrátt fyrir gengisfelling- una sem gerö var. Atvinnu- leysið er draugur frá liðinni tið sem nú gengur aftur og sýnist ætla að vera viðvarandi. Þegar ástand mála er metið á Islandi mega menn ekki gleyma þvi að það er mikilvæg staðreynd að hér hefur tekist að koma i veg fyrir atvinnuleysi. Engin kaupmáttarrýrnun nema hér — Hvaða árangri hafa verka- lýðssamtök annarsstaðar á Norðurlöndum náð við þessar erfiðu aðstæður? — A Norðurlöndum annars- staðar en á tslandi hefur ekki orðið kaupmáttarrýrnun i ára- tugi. Þvert á móti hefur orðið kaupmáttaraukning ár frá ári allan timann. Þrátt fyrir efna- hagskreppu siðustu þriggja ára hefur orðið stöðug kaupmáttar- aukning milli ára þessi þrjú ár. Þetta er mikilsverður árang- ur norrænnar verkalýðshreyf- ingar. Hið stöðuga efnahagskerfi Sviþjóðar virðist hafa gengið nokkuð úr skorðum og vegna margvislegra erfiðleika gæti svo farið að sænskt verkafólk yrði að þola stöðnun eða jafnvel litilsháttar kaupmáttarskerð- ingu i ár. En Gunnar Nilsson, forseti LO, hefur lagt á það á- herslu að gangi verkalýössam- tökin að þeim afarkostum i ár, muni þau leggja allt i sölurnar til þess að vinna kaupmáttar- skerðinguna upp næsta ár og meira til. Og gegn þvi valdi sem verkalýðssamtök Sviþjóðar eru fær þriggja flokka stjórnin þar i landi ekki staðist, né heldur at- vinnurekendur, sé þvi beitt. Hvergi þolad nema hér A hitt vil ég leggja áhersiu að ekkert verkalýðssamband á Norðurlöndum myndi þola ann- að eins ástand eins og hér rikir. 20% kaupmáttarskerðing milli áranna ’74 og '75, áframhald- andi kjaraskerðing á árinu 1976 og stöðnun það sem af er þessu ári. Þetta væri gjörsamlega óhugsandi annarsstaöar á Norðurlöndum. Við sérstakiega erfiðar aðstæður gætu menn hugsað sér að samþykkja kaup- máttarstöðnun i eitt ár eða svo, en frá þvi meginmarkmiði að tryggja stöðuga kaupmáttar- aukningu yfir lengra timabii verður aldrei kvikað. Þess- vegna hlýtur islensk verkalýðs- hreyfing nú að krefjast þess að fá það aftur sem af henni hefur verið tekið og fara um leið fram á að aukinn kaupmáttur verði tryggður til frambúðar. i þessu réttlætismáii get ég fullyrt að islenskt verkafólk á einlægan stuðning norrænu bræðrasam- takanna. — EinarKari Fjárstuðningur vís frá 40 miljónum evrópskra félaga

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.