Þjóðviljinn - 21.05.1977, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 21.05.1977, Blaðsíða 11
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 21. mal 1977 Laugardagur 21. mai 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 IEIMSOKN I LIPPSTÖÐINA áriö áöur og veitu- aukning um 80% á sama tíma ALÞYÐUBANDALAGIÐ OG ISLENSK ATVINNUSTEFNA Ef sólin skin skreppur starfsfólk frystihússins gjarnan útfyrir i kaffitimanum þó aö hann sé ekki langur. Þessar konur voru ómyrkar I máli viö gestina og sögöust vera orönar óþolinmóöar að blöa eftir aö eitthvaö færi nú aö gerast niöri á Loftleiöahóteli. S Utgerðarfélag Akureyrar Framhald af bls. 9. um 130-170 kr. á timann viö bónusgreiðslur sögðu forstjórarn- ir okkur. Vinna i frystihúsinu var bæði mikil og stöðug alit sl. ár. Yfir- leitt var unnið sex daga vikunnar og oft til kl. 11 á kvöldin. Aðeins munu hafa fallið úr 6-7 laugar- dagar allt það ár. Sömu sögu er að segja það sem af er þessu ári. Unnið er alla laugardaga einnig nú og eftirvinnan mikil. Fólkiö er óþreyttara Við spurðum forstjórana hvernig yfirvinnubannið kæmi við reksturinn. Þeir sögðu að öll- um afla hefði tekist að bjarga enn sem komiö væri og einnig minnt- ust þeir á að svo virtist sem af- köst manna ykust eftir að yfir- vinnan féll niður. — Fólk er óþreyttara, sögðu þeir og vinnur þá betur. Annars tóku þeir fram að ekki þyrftu þeir að kvarta yfir vinnusvikum, allir legðu sig fram og væru ekkert aö slóra. Þaö er heldur ekki að undra þar sem bónusinn er annars vegar og á göngu okkar um salinn þar sem um 200 manns voru að vinna, flest konur, gátum við ekki annað séð en allir væri iðnir eins og bý- flugur. Margar konur vinna hálfan daginn og sumar þeirra hafa bætt við sig vinnu eftir að yfirvinnu- bannið tók gildi og á það að sjálf- sögðu lika sinn þátt i þvi að allt gengur sinn vanagang. Vilja ekki missa bónusinn Við ræddum við nokkra starfs- menn i frystihúsinu um vinnuna, launakjör og bónusfyrirkomulag- ið Langflestir fá greitt eftir bónuskerfi og töldu flestir það al- veg nauðsynlegt og vildu alls ekki láta fella hann niður. Kaupið væri svo lágt ef bónusinn kæmi ekki til viðbótar. Hins vegar heyrðum við lika þær raddir að bónusfyrir- komulagið hefði sinar slæmu hlið- ar og ekki væri vanþörf á þvi að taka það mál allt til rækilegrar endurskoðunar. Hér er ekki rúm til að fara frek- ar út i þá sálma en e.t.v. munum við gera það siðar i þættinum Vinnan og verkafólk hér i blaðinu. —hs. Á fimmtudag og föstu- dag í siðustu viku heim- sóttu þingmennirnir Ragn- ar Arnalds, Lúðvik Jóseps- son og Stefán Jónsson og Eðvarð Sigurðsson þrjú stór fyrirtæki á Akureyri. Með í förinni var starfs- maður Verkalýðsmálaráðs Alþýðubandalagsins Bald- ur óskarsson svo og blaða- maður og Ijósmyndari Þjóðviljans. i þessari grein verður sagt frá tveimur þessara fyrirtækja, Slippstöðinni h.f. og Utgerðarfélagi Akureyrar h.f. en i næstu viku verður væntanlega greint frá heimsókninni í verksmiðj- ur Sambands ísl. sam- vinnuféla. á Akureyri, Gefjun, Heklu, Iðunni og Sútunarverksmiðjuna. Leiðsögumenn okkar um skipa- smiðastöðina voru þeir Gunn- ar Ragnarsson framkvæmda- stjóri, Stefán Reykjalin stjórn- arformaður og Ingólfur Sverris- son starfsmannastjóri. grunnfl'óturinn er 4000 ferm. og hluti þess er á tveimur hæðum. Skrifstofurnar, tæknideildin og trésmiðaverkstæðið eru I öðru myndarlegu húsi skammt frá og auk þess á stöðin bragga, þar sem smiðaðir eru bátar út timbri. Ingólfur starfsmannastjórf sagði okkur að alltaf ykist notkun stáls við skipasmiðina en þeir skipasmiðir af gamla skólanum, sem vanir voru að nota timbrið ættu erfitt með að breyta til og þarna i bragganum var aidraður bátasmiöur að smiða forkunnar- fagran og vandaðan bát úr timbri. Ágætt mötuneyti. Aðbúhaður verkafólks er til hreinnar fyrirmyndar i fyrirtæk- inu. I aðalhúsinu er mötuneyti þar sem seldar eru heitar máltið- ir i hádeginu við mjög lágu verði. Máltiðin kostar aðeins 200 kr. en að sögn Gunnars Ragnars kostar hráefnið nú 300 kr. á máltiðina. Fyrirtækið kostar auk þess vinn- una við matreiðsluna og leggur til húsnæðið ókeypis. A sl. ári var kostnaðurinn vegna mötuneytis- ins rúmar 6 milj. Gunnar Ragn- ars framkv.stjóri sagöi að um þetta atriði hefði veriö rætt við starfsfólkið og væri yfirleitt litiö á var 20% aukning á vinnuafli en hin 20% áttu rætur að rekja til meiri yfir- og eftirvinnu en árið áður. Nýsmíði dregst saman — Viðgerðir aukast. Að sögn Gunnars Ragnars framkvæmdastjóra eykst yfir- vinna stöðugt og er það stjórn- endum fyrirtækisins mikið áhyggjuefni. A s.l. ári voru unnar 80 þús. yfirvinnustundir, en það Jafngildir vinnu 40 manna i eitt ár. Ástæðan fyrir allri þessari yfirvinnu er að verkefnin hlaðast upp og oft eru þau þess eðlis'að þau þola enga biö. T.d. er skip tekiö i slipp og er ætlunin aö mála það aðeins en síöan kemur i ljós að siglingamálastjórnin gerir kröfur um margskonar aðrar lag- færingar og'þá verður að vinna að þeim bæði fljótt og vel svo að næsta skip komist að. Þrátt fyrir þokkalega afkomu Slippstöðvarinnar á hún viö ýmsa örðugleika að etja eins og aðrar skipasmiðastöðvar i landinu. Ný- smiði skipa dregst stöðugt saman en viðgeröir aukast. Fram að sið- asta ári voru nýsmiðarnar meiri- hluti af starfseminni en þá snerist dæmið viö og viðgerðirnar urðu 58% vinnunnar en nýsmfðarnar Fiskveiðasjóð og verður að efla Akureyrarbær á 54% Slippstöðin h.f. er stærst sinnar tegundar hér á landi og var stofn- uö 1952. Hún er að meirihluta i eign ríkisins en eignaraðild þess er 54%. Hlutaféö er 83 miljónir, þar af á rikið 45 milj., Akureyrar- bær 30 milj. Eimskip h.f. 2 milj. og ýmsir aöilar afganginn. Eignir Slippstöðvarinnar eru nú eitthvað um 1000 milj. þar af 800 milj. i húseignum. Húsiö þar sem skipa- smiðin fer fram er griðarstórt, þetta sem smávegis hlunnindi við starfsmenn, en þær raddir heyrð- ust lika að eðlilegra væri aö fólk borgaði fullt fyrir matinn og fengju e.t.v. kauphækkun á móti. Starfsemi Slippstöðvarinnar er i örum vexti og er afkoman allgóö. þrátt fyrir vissa örðugleika i rekstrinum. Hækkun rekstrar- hagnaðar milli ára 1975 og 1976 var tæpar 65 milj. og veltuaukn- ing á sama tima 80% og fram- ieiðsluaukninginvarö 40%, þar af fóru niður 135%. Afgangurinn, 7% voru ýmis smærri verk. Sitja ekki við sama borð Innlendar skipasmíðastöðvar standa þannig höllum fæti og fá ekki þá fyrirgreiðslu hjá stjórn- völdum landsins sem nauðsynleg er til að þessi nauðsynlega at- vinnugrein geti þróast eðlilega. Þeir sem láta smiða fyrir sig skip i Noregi fá 80% andvirðisins að láni en ekki nema 67% hjá inn- Frá Dráttarbrautinni á Akureyri lendum skipasmiöastöðvum. tJt- geröarmenn velja að sjálfsögöu hagkvæmustu viöskiptin og þessi þróun er þjóðhagslega mjög óhagkvæm, en það er eins og „kerfið” átti sig ekki á þessu, eins og Gunnar Ragnars komst að orði. Eitt brýnasta hagsmunamál þessarar iðngreinar er þvi að Fiskveiðisjóður og byggðasjóður verði efldir svo að innlend skipa- smiði leggist ekki hreinlega nið- ur. A árinu 1976 var lokið við smlði M/B Guðmundar Jónssonar GK- 475 fyrir Rafn h.f. i Sandgeröi og hefur skipið reynst mjög vel enda hiö fullkomnasta skip sinnar teg- undar á landinu. Nýsmiðar fyrir Þórð Óskarsson á Akranesi og Útgerðarfélag Dalvikinga h.f. hafa hins vegar ekki gengið eins vel af áðurnefndum ástæðum. Verið er að endurhanna smiði togara af svipaðri gerð og Guð- mundur Jónsson fyrir Magnús Gamalielsson á Ólafsfirði og stendur til aö afhenda hann I oktober 1978. Aðstaða til viðgerða er ekki fyrir hendi nema á sumrin og sagöi Stefán Reykjalin stjórnar- formaður að nauðsynlegt væri að geta tekið sVipin 1 'hús til' víð- geröa á vetrum. Eins og nú er eru árstiðasveiflurnar miklar og t.d. neyddist Skipasmiðastöðin i vetur til að taka að sér verkefni frá Kröflu. ÍSLENSKI JWa-ATVINNU _ ^gSSTEFNA | Þarf að búa betur að járn- iðnaðinum. — Við viljum helst komast hjá ■ þvi að taka þannig verkefni að I okkur, sagði Gunnar, fyrirtækið ■ er skipasmiðastöð fyrst og fremst ■ en við urðum að gera þetta til aö halda öllum verkhópum gang- I andi. Og það er einmitt styrkur • okkar að hér höfum við alla verk- I hópa sem þarf til aö smiða og ■ gera viö skip, en hitt er annað mál • að búa þarf miklu betur að járn- iðnaðinum. Vinna við hann er I erfið. Hákon Hákonarson formað- • ur Félags járniðnaðarmanna tók i sama streng og sagði að ekki væri y I von til aö menn færu út i þessa iðn ■ nema kjör þeirra væru stórbætt. * I Slippstööinni helst sérlega vel á , I fólki og er 85% starfsliðsins fast- ráðið en starfsmenn eru alls 240. — Þetta er mikill kostur sagði Gunnar og við reynum lika aö laöa til okkar fóik og gera vel við það. Hér er ágæt aðstaða til fé- lagslifs. t salnum þar sem mötu- neytið er hittist fólkið að jafnaöi og rabbar saman eða gerir sér annað til skemmtunar. Auk þess heldur stjórn fyrirtækisins fundi með starfsmönnum 2-3 á ári. Ingólfur starfsmannastjóri var sammála og sagði að mikið lif væri i félagsstarfinu. Starfs- mannafélagiö rekur t.d. verslun eöa pöntunarfélag þar sem fé- lagsmönnum eru seldar allar al- gengar nýlenduvörur á góðu verði og var veltan á siðasta ári milli 14 og 15 miljónir. Þá er félagið að reisa tvo sumarbústaði i landi Ærlækjarsels i Axarfirði og var i fyrrasumar farið um svo til hverja helgi að vinna við bygg- ingarnar, allt i sjálfboðaliðsvinnu að sjálfsögðu. Það er augljóst að mestu erfið- leikar skipasmiðaiðnaðar á Is- landi nú eru hin gifurlegu skipa- kaup erlendis frá og þau eru greinilega farin að segja til sín i verkefnaleysi skipasmiðastöðv- anna. En þrátt fyrir þetta eru stjórn- endur Slippstöðvarinnar á Akur- eyri bjartsýnir og þeir eru að hýggja á frekari umsvif og stækk- un stöðvarinnar. Þurfum álver engnn Við þurfum engar álverksmiöj- ur, sagöi Stefan Reykjalin en það þarf að efla þá sjóöi sem lána til skipasmiöa. Og við eigum ekki að flytja arðinn úr landi. Það stend- ur okkur lika fyrir þrifum að skortur er á vinnuafli og eins og við vorum aö tala um áðan er skorturinn einkum I járniönaöin- um. —hs. Baldur Óskarsson ræðir við tvær konur sem eru að flaka grálúðu. Aðstaðan fyrir starfsmenn er öll til fyrirmyndar I Skipasmlðastöðinni. t mötuneytinu er seldar mjög ódýrar máltfðir f hádeginu. A myndinni sést hvar nokkrir starfsmenn hafa tyllt sér niður I setustofuhorninu og spjalla viö Stefán Jónsson, alþingismann,yfir kaffibolla. Myndir: gel Gunnar Ragnars framkvæmdastjóri sýnir gestunum Hér er verið að hreinsa togarann Gylli frá Flateyri. Við vérkið eru not- teikningar af togara sem verið er að smiða fyrir Magniis aðar kraftmiklar háþrýstidælur en stutt er siðan þær voru teknar f Gamalielsson á ólafsfirði notkun.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.