Þjóðviljinn - 21.05.1977, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 21.05.1977, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 21. maí 1977 fff hnífs og skeidar jJmsjón: Þórunn Sigurðardóttir Hagkvæmt heimilishald Kostnaður við að fram- fleyta vísitöluf jölskyld- unni er nú orðinn um 1,8 milj. krónur á ári, og er það töluvert meira en stór hluti launamanna hefur í kaup á ári. Hvernig það fólk spjarar sig i dýrtíð- inni er mörgum undrunarefni. Það er vissulega ekki auðvelt að spara á þessum tímum, en við ætlum samt að f reista þess að gefa nokk- ur ráð, sem komið gætu að haldi í þeim efnum. Hér er fyrst og f remst átt JU, ÞAÐ ER HÆGT AÐ SPARA við f jölskyldur, en flest á við um einhleypinga líka. Það er ekki auðvelt að spara i mat, eigi að gefa mannskapnum sæmilega hollt viðurværi, en flestir geta þó lækkað matar- reikninginn eitthvað, án þess að það komi niður á gæðum fæð- unnar. Best væri að taka sér svosem mánuð i að kanna sparnaðarmöguleikana, taka sér blað og blýant i hönd og færa inn alla útgjaldaliöi fjölskyld- unnar i einn mánuð. Þegar hon- um er lokið ætti að halda fjöl- skyldufund og kanna hvaða liði er hægt að lækka. Siðan er að reyna að standa við það og ef það tekst, er æskilegast að leggja það sem sparast i eitt- hvað nytsamlegt fyrir fjölskyld- una eða byrja að safna fyrir þvi. Aðalatriðið er að vita hvað mað- ur ætlar að gera við aurana, þvi eins og allir vita, hverfa þeir ella út úr höndunum á manni án þess að maður viti af. Matarkaup Þegar sparað er i mat, verður fyrst og fremst að reyna að skera niður ónauðsynlega og óholla fæðu. Þar má nefna alls- kyns pakkamat, sykurhúðað morgunveröarkorn, gosdrykki, kökur og allskyns sætindi. Einn- ig óþarfa máltiðir utan heimilis á hinum svokölluðu grillstöðum, sem freista margra i hádeginu en bjóða oftast upp á bæði óholl- an og dýran mat. Oft borgar sig best að kaupa óunnin hráefni til matargerðar, svosem nýjan fisk, og þeir sem eiga frysti geta sparað drjúgan skilding á aö geyma þar matvæli. Ekki er þó vist aö kaup á hluta af nauti borgi sig beinlinis, þar sem fólk borðar einfaldlega meira af kjötinu ef það er til i frystinum, en það myndi gera eila. Hins vegar getur verið bæði hagkvæmt og þægilegt að eiga alltaf mat við hendina, en þurfa ekki stöðugt að hlaupa eftir hverjum bita út i búð. Brauð er hægt að kaupa niðursneitt og frysta og sparast þannig drjúg- ur skildingur, en best er aö rista það þegar þess er neytt. Það er hreint ekki vitlaust að blanda smjörið með t.d. sólblóma og að steikja i smjöri er óþarfa munaður. Niðursoðið grænmeti er oftast dýrt og einnig óhollara en nýtt. Allir sem nokkur tök hafa á ættu að rækta grænmeti sjálfir, — þannig er hægt að spara mikla peninga. Nokkrar góðar matartegundir eru fremur ódýrar núna, td. má nefna ávexti (flesta) egg, súrmjólk, skyr, lauk, hvitkál, fisk, fisk- bollur i dós, fiskfars, miðdags- pylsur o.fl., og ætti fólk að spreyta sig á uppskriftum úr þessum matartegundum. Hins vegar eru flestar tegundir af unninni kjötvöru mjög dýrar, svo og flestur niðursoðinn mat- ur, pakkamatur og annar unn- inn matur. Alegg er yfirleitt dýrt, og sparast mikið við að gera sér sjálfur kæfu, rúllu- pylsu, sultu o.s.frv. Þess verður þó að geta, að fólk sem vinnur mikið utan heimilis sparar tæp- lega við timafreka heimavinnu af þessu tagi, en ánægjan vegur oft upp á móti. Rafmagn, hiti, simi 'Eftir hinar miklu hækkanir á þessari þjónustu, er hún orðin drjúgur útgjaldaliður hjá hverri fjölskyldu. En einnig hér má spara, ef menn temja sér góða siði. Til dæmis að spara simann. Arsfjórðungsgjald fyrir sima er nú 3.900 krónur að viðbættum kr. 8.70 fyrir hvert teljaraskref umfram 600 á ársfjórðungi, nema þar sem notendafjöldi er yfir 20.000 á sama stöðvar- gjaldssvæði, þar verða 300 skref innifalin i fastagjaldinu. Það er þvi fljótt að koma að umfram- simtölum og vissara að hugsa sig um áður en maður hringir að óþörfu. Rafmagnið kostar lika drjúg- an skilding. Mestu eyðir trúlega eldavélin á heimilinu, en erfitt er að spara hana. Frystikistan er lika frek á rafmagn, svo og þvottavél og uppþvottavél. Þær má spara með þvi að þvo aldrei nema þær séu fullar og frysti- kistuna verður að afþiða með vissu millibili, eigi hún ekki að eyða meira rafmagni en nauð- synlegt er. Við hitann er ekki annað að gera til sparnaðar en skrúfa fyrir ofnana, en mikið má spara með nákvæmri still- ingu á hverjum ofni. Látið hit- ann vera lágt stilltan að jafnaði og hafiö ekkert fyrir ofnunum sem lokar hitann inni. Afborganir, húsaleiga og ann- að slikt er eftir, en það er of flókið mál til að við getum farið út i það hér. Aðrir útgjaldaliðir Enn eru eftir býsna margir útgjaldaliðir, t.d. billinn eða strætisvagninn, barnagæsla, skemmtanir, fatnaður og fleira. Ef við litum fyrst á fatnaðinn verður að segja sem er, að flest góð föt eru dýr. Það borgar sig betur að kaupa dýr og góð föt, en ódýr og léleg. Það verður miklu ódýrara til lengdar. Vissulega borgar sig að sauma sjálfur, ekki sist á börnin, en barnaföt eru mjög dýr. Það má sauma gallabuxur á börnin upp úr gömlum buxum af fullorðn- um, og gera barnapeysur úr fullorðinspeysum. Og þeir sem eru duglegir að prjóna geta sparað fjölskyldunni mikil út- gjöld I peysu, húfu, trefla, vettl- inga og sokkakaupum. Barnagæsla er oftast stór út- gjaldaliður hjá barnafjölskyld- um, en hana er erfitt að spara, nema hægt sé að koma upp ein- hvers konar skiptigæslu, þannig að fólk skiptist á að passa börn hvors annars. Einkum er þetta þægilegt i sambýlishúsum. Skemmtanir eru svo dýrar að venjulegt fjölskyldufólk myndi fara á hausinn á stuttum tima, ætlaði það sér að stunda skemmtistaðina að staðaldri, með öllum þeim útgjöldum sem þvi fylgja — leigubilar, veít- ingar, barnagæsla o.s.frv. Eitt slikt kvöld getur auðveldlega kostað 10.000,- krónur fyrir tvo, ef borðað er, annars svosem helmingi minna. Reykingar eru dýr og óhollur munaður, sem flestir eru nú að segja skilið við og þarf ekki að rekja hér sparnaðinn sem felst i þvi að hætta að reykja, þvi hann hafa menn heyrt. i öðrum fjöl- miðlum. Það er liklega rétt að fara ekki mikið út i þann sparn- að sem felst i þvi að brugga sjálfur sitt eigið öl eða vin, en einhverjar krónur munu spar- ast hingað og þangað um bæinn á þann hátt. Þá eru eftir ýmsir útgjaldalið- ir, sem einna helst er hægt að strika alveg út, svosem sæl- gætiskaup, óþarfa leigubilar, munaðarvara o.fl. Hafið þið til dæmis athugað hversu miklu fjöldskyldan eyðir i ýmsa snyrtivöru, hárþvottaefni, eld- húspappir o.fl. Slika vöru (sé hún keypt) borgar sig nær alltaf að kaupa i stórum pakkningum og oftast leynast hér ýmsar vörutegundir, sem algerlega er hægt að neita sér um. Ef þið hafið i raun og veru áhuga á að lækka útgjöld fjöl- skyldunnar, skuluð þið sem sagt skrá i bók hvert hver krónan lendir og setja siðan fund i fjöl- skyldunni og ræða hvernig er hægt að spara. Takið síðan ann- an mánuð til reynslu og sjáið hvernig gengur. Bættur hagur barna - brýnt mál í kjarabaráttu Hlemmur-Fell 1 I Þá er loks svo komiö aö dag- vistunarmál barna eru komin inn í umræðuna i kja'asamning- um. Ekki aðeins cru dagvist- unarmálin sett á oddinn scm sameiginlegt hagsmunamál verkalýðshrcyfingarinnar, heldur og fylgir sérstök tillaga með kröfugerð BSRB, þar sem um þau er m.a. fjallaö. Það var ekki scinna vænna að þessi mál yrðu tekin inn i almenna kjara- umræöu, svo ömurlegt sem ástandið cr orðið í dagvistunar- málum. Sú staðrcynd, að launa- fólk hefur hvergi i visan stað að leita með börn sin, á áreiðan- lega eftir að setja mark sitt á uppvaxandi kynslóð — þótt al- gerlcga sé litið framhjá kröfum um dagvistunarheimili til auk- ins jafnréttis kynjanna. I tillögu BSRB, segir svo, grein 2:,,Unnið verði að raun- verulegu launajafnrétti karla og kvenna. 1 þvi skyni verði m.a. sköpuð aðstaða til aukins dag- vistunarrýmis barna og einnig auknir möguleikar á hlutastarfi karla þannig að foreldrar geti lengt heimaverutima sinn. Með þvi eignast börnin það sjálf- sagða öryggi sem heimilið á að skapa”. Hér er vissulega um tima- bæra kröfu að ræða og full ástæða til að fagna henni. Raunar veit ég ekki hvernig er almennt með hlutavinnu kvenna, en mér er nær að halda að þeirséu i dag næsta fáir karl- mennirnir sem vinna hluta- vinnu vegna barna sinna. Það er ljóst að strax og tekst að ná mannsæmandi launum, er næsta og brýnasta krafan til handa börnunum. Ekki aöeins aukið dagvistunarrými, heldur lengt barneignarfri, sem skipt- Þau forréttindi að þurfa ekki aö eiga rándýran einkabfl heldur geta fcröast með almenningsvögnum telur ihaldiö af hinu vonda. istmilli foreldranna, (þannigað atvinnurekendur þurfi ekki að „forðast” kvenfólk vegna yfir- vofandi barneignarhættu). Einnig þarf að viðurkenna rétt foreldra til að vera heima hjá veikum börnum, svo að þeir séu ekki upp á náð vinnuveitenda komnir og að lokum að gefa fólki kost á að hagræða vinnu- tima sinum svo að hann komi sem best út fyrir fjölskylduna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.