Þjóðviljinn - 21.05.1977, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 21.05.1977, Blaðsíða 16
16 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 21. maí 1977 BLAÐBERAR óskast í eftirtalin hverfi: Háaleitisbraut (til afleysinga) Safamýri (til afleysinga) Rauðalæk ÞJÓÐ VJLJINN Vinsamlegast haf ið samband við afgreiðsluna Síðumúla 6 — sími 81333 Bátur til sölu Eikarbátur, tæpir 12 metrar á lengd, 9 brúttárúmlestir, meö stýrishúsi og káetu, vandaöri raílögn, en vélarvana. Siglingartæki og annar búnaður fylgir. Nánari upplýsingar Mggja frammi á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, R. Tilboðin verðá opnuð á sama stað, fimmtudaginn 26. maí n.k. kl. 11.00 f.h. ÍNNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Útbod Tilboð öskast i sölu á steinsteypu, steypulögn og járnalögn fyrir Reykjavikurhöfn. Útboösgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, R. gegn 5.000.- kr. skilatryggingu. Tilboðin veröa opnuð á sama stað, fimmtudaginn 26. mai kl. 14.00 e.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuveg; 3 — Sími 25800 Orkustofnun óskar að ráða vélritara í hálft starf. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Orkustofnun, Lauga- vegi 116 fyrir 25. mai. Orkustofnun. F ágæti Eitt „komplet” af Þjóðviljanum frá upp- hafi er til sölu. Hafið samband við afgreiðslu Þjóðviljans, simi 8-13-33. (Óskar). Maður með bókhaldsþekkingu óskast til skrifstofustarfa sem fyrst. Þeir sem hafa áhuga fyrir sliku starfi, séndi nöfn sin með sem nánustum upplýsingum um starfsreynslu og annað, sem máli kann að skipta i pósthólf 458, Reykjavik — merkt „Skrifstofustarf” Sprunguviðgerðir og þéttingar á veggjum og þökum, steypt- um sem báruðum. Notum aðeins álkvoðu. 10 ára ábyrgð á vinnu og efni. Vörunaust sf. Símar 20390 & 24954 milli kl. 12 & 1 og eftir kl. 19:00 Ca. 20 önglar milli glerkúlanna (plasthringjanna) 2<-3 kg. steinn 4” glerkúlur — (plasthringir) Hin nýja Lófótfiskilína Llna Hafsbotn. Lófótfiskilínan Á s.l. árum má segja aö norðmenn hafi lagt sig fram um að finna nýjar gerðir veiðarfæra svo og fiskibáta sem hentuðu i f iskveiðisókn þeirra á miðum við ströndina. Einn árangurinn í leit að veiðnari tegund af fiski- linu er hin svonefnda Lófótlína. Framleiöandi og uppfinninga- maður aö þessari gerð linu er Thorbjorn Sandnes i fiskiverinu Napp við Löfót. Ég sá fyrst skrifað um þessa nýju gerð af fiskilinu i blaðinu Fiskaren á s.l. ári, þar sem sjómenn töldu hana vera mikið veiðnari heldur en eldri gerðir. Þá var lika sagt frá þvi að sérfræðingar frá Hafrann- sóknastofnuninni i Björgvin væru að gera visindalegsrtilraunir með þessa nýju linugerð. Nýlega kom svo i Lófótposten umsögn um þessar rannsóknir eftir Steinar Olsen fiskifræöing einn af sérfræðingum norðmanna i nýungum i veiðarfæragerð viö Hafrannsóknastofnunina i Björg- vin. Hann segiraðLófót fiskiiinan sem hann hefur gert tilraunir með um nokkurt skeið, sé tvi- mælalaust veiðnari en aörar teg- undir af fiskilinum sem hann þekki. Þessi munur, segir hann, á yfirburðum Lófótlinunnar fer þó nokkuð eftir árstiðum og aðstæð- um. Þannig eru yfirburðir linunn- ar minnstir, segir hann, þegar fiskigöngur koma af hafi, og fisk- ar eru með tóma maga. Þó slær hann þvi föstu eftir rannsóknir, að þeir sem noti þessa tegund af linu geti reiknað með að fá þegar 30% meiri afla. En munurinn á aflamagni er mestur þar sem fiskur hefur stað- næmst á miðum og hefur nægjan- legt æti. Undir þeim kringum- stæöum sýndu tilraunir hans m.a. þessar útkomur: Lagðar voru hlið viö hlið venjuleg fiskilina svo og Lófótlina, báðar linugerðirnar með jafnmörgum önglum og hvorutveggja beittar með makril. A venjulegu linuna fengust 433 Jóhann J.E. Kúld fiskiméi fiskar en á Lófótlinuna 805 fiskar. í tilraun þar sem munurinn varð þó mestur, þar fengust 686 fiskar á venjulegu linuna, en 2552 fiskar á Lófótlinuna. Hvað er Lófótfiskilina? Þetta er flotlina af sérstakri gerð. Efnið i linunni er mjög létt i sér og er af einhverskonar nælonplastgerð. Asinn er aðeins 2,0 mm að sver- leika, en gildleiki taumsins aðeins 0,8 mm. Norðmenn kalla efnið „Monofilement nylon”. Norð- menn nota tauma sem eru 1 m. að lengd, en hér við tilraunir sem 2 suðurnesjabátar eru að gera er mér sagt að taumarnir hafi verið styttir i 0,60 m, önglar virtust mér vera á linubút er ég sá no 8, en lika munu notaðir önglar no 9. Efri hluti tamsins er festur við sigurnagla sem þræddur hefur verið upp á linuásinn og leikur þar laus á 7-8 cm bili, en hindranir eru á linuásnum á báða vegu svo sigurnaglinn getur færst til nema á þessu afmarkaða bili. 2,20-2,50 m eru á milli tauma á linuásnum. Lófótlinunni er haldið á floti með glerkúlum eða plast- hringjum, en fjarlægð linunnar frá botni er ákveðin með niður- stööu frá flotholtum og eru 40 önglar á milli niðurstaða sem eru með 2ja til 3ja kg. steinum. Al- gengt er á norskum miðum að linuásinn liggi i sjónum 5-20 m. frá botni. A 40 öngla bilinu á milli niðurstaða er svo höfð ein gler- kúla eða plasthringur til viðbótar, til að tryggja flot linunnar. Þetta er i sem stystu máli lýsing á Lófótlinunni hinni nýju fiskilinu norðmanna. í Lófotposten segir að þessi nýja gerö af fiskilinu sé að verða útbreidd ekki bara við Lofot, heldur lika mikið á Helgolandi og iTromsoy fylki og nokkuð á Finn- mörku. Eyjafjörður er einn af fisksælustu fjörðum á tslandi og þar hefur flotlina verið mikiö not- uð um langan aldur. Mér kæmi þvi ekki á óvart að Lofotlinan gæti komið að góðum notum þar. Þaö skal fram tekið að frá minu sjónarmiði er Lofotlinan fyrst og fremst fiskilina til að leggja á grunnslóö við ströndina, svo og innfjarða. Samkvæmt rannsóknum sem geröar hafa verið i Noregi og sagt er frá hér að framan, þá hefur þessi nýja gerð áf fiskilinu sýnt yfirburði framyfir hina venjulegu fiskilinu. Islenska fyrirtækið „Triton” sem örn Erlendsson rekur i Kirkjuhvoli hér i Reykja- vik hefur umboð fyrir Lofotlinuna og sagði hann mér að tveir suður- nesjabátar væru nú að reyna hana. 28/4 1977 Skreiðarmarkaður í Nígeríu skorínn niður A siðastliönu stumri gerðu norömenn samning við skreiðar- einkasöluna i Nigeriu um sölu á 18.000 tonnum af skreiö þangað, sem átti að' afhendast siðustu mánuði ársins 1976 svo og á þessu ári. Um s.l. áramót var búið að af- hfenda 2.700 tonn af þessu magni, en 15.300 tonn áttu að afhendast á yfirstandandi ári, en ósamið var um þá afhendingu. Þá var samn- ingurinn bundinn því skilyðrði að rikisstjórn Nigeríu staöfesti hann. A þessari staðfestingu hef- ur hins vegar staðið allt til þessa, og hefur þvi engin afhending á skreið til Nigeriu átt sér staö á þessu ári frá Noregi. Nú seint i april kom fulltrúi frá norska verslunarmálaráöuneytinu á- samt sendinefnd heim til Osló frá Nigeriu með þær fréttir, aö rikis- stjórn Nigeriu hefði skorið niður skreiðarinnflutninginn og vildi nú aöeins kaupa i ár 2.700 tonn af skreið frá Noregi, sem ætti að af- hendast i þrennu lagi á yfirstand- andi ári. Fyrsta sendingin 20.000 pk. afhendist i júni, en hinar i ágúst og október. Þá var ákveðið á fundi norð- manna með innflutningsmálaráð- herra Nigeriu, að nýir skreiðar- sölusamningar skulu uppteknir i júni'mánuði n.k. Norðmennirnir fengu upplýst af rikisstjórn Nigeriu, að ákveðið hefði verið að minnka mikið allan innflutning á neysluvörum til landsins, en auka að sama skapi innflutning á „kapitalvörum”. 28.4. 1977 J.E.K Múrarameistari getur bætt við sig nýbyggingum, pússn- ingu, flisalögnum og viðgerðum. Upplýsingar i simum 20390 & 24954 milli kl. 12 og 1 og eftir kl. 19.00.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.