Þjóðviljinn - 09.12.1977, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 09.12.1977, Blaðsíða 1
Happdrætti Þjóðviljans '77 MOÐVIUINN Föstudagur 9. desember 1977—42. árg. 276. tbl. Veitingahúsaeigendur brjóta samninga: Hóta uppsögnum og tekjuskerðingu ef trúnaðarmenn sœkja námskeið 2DAGAR ÞAR TIL DREGIÐ VERÐUR Giróreikningur Happdrættis Þjóðviljans er hlauparcikningur nr. 3093 i Alþýðubankanum ■ i Ileykjavik. Þeir sem fengiö hafa senda giróseðla eru beðnir að draga ekki lengur að greiða þá. Utan Reykjavfkur eru velunnarar Þjóðviljans beðnir að gera skil hjá umboösmönnum fyrir dráttardag, 11. desember. t Reykjavik eru skil gerð aö Siðumúla 6 eða Grettisgötu 3, simi 17500. Opið frá 9 til 18 daglega. Undanfarna daga hefur verið haldið trúnaðar- mannanámskeið á vegum menningar- og fræðslu- sambands alþýðu (MFA) fyrir Félag starfsfólks i veitingahúsum. Nokkrum dögum áður en námskeiðið átti að byrja bundust veit- ingahúsaeigendur samtök- um um að koma i veg fyrir að trúnaðarmenn sæktu það. Beittu þeir hótunum um tekju- missi og uppsagnir þrátt fyrir skýlaus ákvæði i siðustu samn- ingum að trúnaðarmenn gætu sótt slik námskeið á vinnutima án þessað laun þeirra skertust. ,,Við teljum að bregðast verði við svo óforskömmuðum aðferðum með fullri alvöru og hörku”, sagði Tryggvi Þór Aðalsteinsson sem KIRKJUKÓR AKRANESS w 1 Betlehem Kirkjukór Akraneskirkju ætlar að gera vHhreUt um Jólin og ayngja I hinum helgu borgum Betiehem. Jerúsalem og Róm. Geri aörir betur! (Ljósm.:—GFr) KirkjukórAkraness leggur aldeilis land undir fót nú um jól- in. Hann fertil ísraels og Róma- borgar og syngur ma. ááamt 11 öðrum kórum á torginu i Betie- hem á jólanótt. Stjórnandi er Haukur Guðlaugsson. Nú áður en lagt er 1 þessa austurför mun kórimi syngja i Menntaskólan- um i Harmahlið á laugardag kl. 16. Alls eru 58 söngvarar i Kirkjukór Akraness en i förinni verða lfka makar og börn,svo aö . alls fara um 150 manns. Sungiö verðurá 6 stöðum i Israel ma. i JerUsalem og á 6 stöðum i Róm. Undirleikari kórsins er Friða Lárusdóttir, en Guðmunda Eliasdóttir hefur raddþjálfað. Meðal einsögnvara eru GuðrUn Tómasdóttir, Agústa Agústs- dóttir, Friðbjörn G. Jónsson, AgUst Guðmundsson og Halldór Vilhelmsson. —GFr Tryggvi Þór stjórnaði námskeiðinu, i samtali við Þjóðviljann i gær. Hótanir at- vinnurekenda urðu til þess að námskeiðiö sóttu aðeins 7 manns i stað 14 sem ætlað hafði verið. Bæði ASt og Verkamannasam- bandið standa að baki Félags starfsfólks i veitingahúsum, og málið verður tekið fyrir á næsta fastanefndarfundi aðila vinnu- markaðarins eftir nokkra daga. Hingað til hafa trúnaðarmenn ekki veriö skipaðir nema i undan- tekningartilfellum á vinnustöðum veitingafólks, en eftir stjórnar- skipti i félaginu i fyrra er verið að leggja grunn að trúnaðarmanna- kerfi,en ástandið á þessum vinnu- stöðum hefur verið þannig að troðið hefur verið á einföldustu mannréttindum svo sem aö borga réttmætt kaup. Liggja fyrir ótal kærumál um slik atriði. Nú ætla atvinnurekendur greinilega að drepa niður viðleitni félagsins til aö reisa sig við. Minna viðbrögð þeirra á viðbrögð atvinnurekenda fyrir 40 árum frekar en nútimann. Atvinnurekendur túlka samn- ingana svo, að einungis eigi einn trúnaðarmaður að vera á hverj- um vinnustað, en ekki einn fyrir hverja starfsstétt þar, eins og hingaö til hefur verið viöurkennt af öllum aðilum. 1 samningum frá i vor segir svo: „Trúnaðarmönnum á vinnustað skal gefinn kostur á að sækja námskeið sem miða að þvi að gera þá hæfari i starfi. Þeir sem námskeiðin sækja, skulu halda dagvinnutekjum i allt að eina viku á ári, enda séu námskeiðin viðurkennd af fastanefnd aðila vinnumarkaðarins. Þetta gildir þó aðeins fyrir einn trúnaðar- mann frá hverju fyrirtæki á ári.” MFA hefur hugsað sér að skipuleggja trúnaðarmannanám- skeið sin þannig.að ekki komi til annars en einn trúnaðarmaður innan fyrirtækis þurfi að sækja slikt á ári.þó að margir séu þar. —GFr SLÖKKVISTOÐIN I REYKJAVIK: Megum ekkert segja um niðurstöður „Við erum bundnir þagnarskyldu varðandi niðurstöður rannsókna, sem unnar eru fyrir ein- staka aðila," sagði Harald- ur Ásgeirsson hjá Rannsóknastofnun bygg- ingariðnaðarins þegar Þjóðviljinn hafði samband við hann i gær i þvi skyni að afla frekari upplýsinga um orsakir skemmda á Slökkvistöðvarbygging- unni i Reykjavík, Við höfum framkvæmt rannsóknir bæði á skemmdum á Slökkvistöðinni og Sundlaugunum i Laugardal, en við höfum ekkert vald til að veita upplýsingar um niðurstöður. Aftur á móti er nú i gangi hjá okkur allstór úttekt á skemmdum i steyptum steinveggjum i Reykjavik, og verða niðurstöður þeirra rannsókna öllum opnar. Slikar skemmdir hafa viða komið fram og hófst þessi rannsókn nú i haust. Aðspurður um hvort þar væri um að ræða samskonar skemmdir i öllum tilvikum sagði Haraldur að svo væri ekki. Þetta væri mjög breytilegt og væri leit- að eftir nokkrum grundvallaror- sökum. Niðurstöður úr þessari rannsókn eru væntanlegar seinni hluta vetrar, að sögn Haraldar. Þjóðviljinn sneri sér til Björns Höskuldssonar, hjá borgarverk- fræðingi, og spurðist fyrir um niðurstöður rannsóknanna. Hann sagði að það eina sem þegar hefði fundist væri að of litið loft væri i steypunni,en það minnkar frost- þol hennar. Aðrar niðurstöður liggja ekki fyrir ennþá, sagði Björn, en vafasamt verður að teljast að þetta sé nægjanleg skýring á skemmdunum; við biðum eftir frekari niðurstöðum, sagði hann enn fremur. Bændum verði tryggð viðun- andi lán Sex þingmenn Alþýðubanda- lagsins hafa lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu þess efnis að rikisstjórninni verði falið að gera ráðstafanir til að tryggja bændum viðunandi rekstrar- og afurðalán. Lagt er til að rekstrar- lán til sauðfjárbúskapar verði aukin þannig að þau verði a.m.k. 60% af skilaverði við upphaf sláturtiðar og séu veitt jöfnum höndum eftir þvi sem rekstrar- kostnaður fellur til. Þá er lagt til aðafurðalán miðist við að sölu- félögum sé kleift að greiða minnst 90% af grundvallarverði við mót- töku afurðanna. Lánin skulu breytast i samræmi við heildsölu- verð, eins og það er ákveðið á hverjum tima. Þá gerir tillagan ráð fyrir aö uppgjörslán skuli nægja til að greiða bændum grundvallarverð að fullu, eins og það er i mai mánuði á ári hverju. Fóður- birgðalán (hafislán) miðist við, að nægar birgðir fóðurvara séu tryggðar á hafissvæðinu til sex mánaða frá áramótum. Nánar verður gerð grein fyrir þessari tillögu i blaðinu á morgun. Ólafur Jóhannesson, viðskiptaráðherra: Gjaldeyris- yfirvöld eiga aö krefjast upplýsinga t bréfi sem Þjóðviljanum barst frá ólafi Jóhannessyni I gær segir að á þá gjald- eyrisreikninga sem til stend- ur að opna við islenska banka um áramótin verði aðeins hægt að leggja inn gjaldeyri sem afiað hefur verið með löglegum hætti. Þá kemur fram að ekkert samband sé milli ákvörð- unarum islenska gjaldeyris- reikninga og uppljóstrana um eign tslendinga á banka- reikningum i Danmörku. Loks segir viðskiptaráö- herra að gjaldeyrisyfirvöld eigi að gera kröfu til að fá i hendur fyrrgreindar upplýs- . ingar um bankareikningana - I Danmörku og eigendur þeirra að taka afleiöingun- um, hafi þeir gerst brotlegir. Ekkert „aflátsbréf” fái þeir frá ráðherranum. Sjá siðu 6

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.