Þjóðviljinn - 09.12.1977, Page 2

Þjóðviljinn - 09.12.1977, Page 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 9. desember 1977 Dagný Kristjánsdóttir skrifar um bókmenntir „Einlægt er það skáldskap- urinn sem á seinasta orðið” Hannibals i kvennamálum eru næstum orðnar býsna örlagarik- ar. Lýsingin á sprengjuævintýri þeirra félaga er hvort tveggja i senn átakanleg og ógn spaugileg. Amaldus gamli Amaldus gamli, sá sem segir söguna, er mjög nálægur i allri frásögninni enda er það, jú, hann sem raðar minningabrotunum saman og stjórnar sögunni. Hann er stundum heimspekilegur, stundum svolitið angurvær og oft launkiminn. Afstöðu hans til fólks og um- hverfisbernsku sinnar má tiílka á ýmsa vegu. Undir lok bókarinnar talar hann um afdrif Hans, frænda sins, sem reyndi lengi að þráast við að tileinka sér hvers- dagslega meðalhegðun. Slikt þol- irfaðir Amaldusar ekki nokkrum manni. Þessi úttekt Amaldusar á föður sinum gefur lesanda býsna upplýsandi endurlit á fjölskyldu hans — innsta hringinn — þar sem ýmislegt óskemmtilegt er að finna. Úr bókinni má þannig lesa hvassa ádeilu á fjölskyldu og samfélag á bókartimanum (og ennþá), en trálega má lika segja að höfundur taki stundum brodd- ana úr þeirri ádeilu með hinni miklu áherslu sinni á það sértæka i fari persóna. Þýðingin Það er skemmst frá að segja.að þýðing Þorgeirs Þorgeirssonar er afburða vel gerð. Þegar texti Heinesen og þýöingin eru bornar saman blasir það við af hve mik- illi nærfærni þýðandinn hefur unnið þetta verk. Viða finnst manniislenski textinn jafnvel fal- legri en frumtextinn, kannski fyrst og fremst vegna þess hve miklum aga er beitt i þvi að is- lenska bókina. Ljóðmál hennar, setningaskipan, orðaröð og jafn- vel hljóðlikingar verða Islenskar en ekki danskar. Trúlega er þaö einhver mesti höfuðverkur góðra þýðenda að láta frumtext- ann ekki ná valdi yfir sér þannig að áhrifa hans gæti i ofangreindu og lesandi fái i hendurnar islensk orð sem raðað ersaman á Utlenda visu. Inn i söguna fellir Heinesen nokkur sendibréf og þau þýðir Þorgeir þannig aö hann notar stil Islenskra sendibréfa frá 19. öld. Þetta er einkar skemmtilega gert: „Jóhann vill nú absólútað Hans eigi stúlkuna þvi „það er skylda mannsins að taka afleið- ingum gjörða sinna enda þótt þvi Turninn áheimsenda Lítill, færeyskur drengur horfir áheiminn; jörðinerflötogá enda hennar er skinandi turn. Seinna lærir drengurinn að þessi turn með galdraljósinu er viti og þvi fer viðs fjarri að hann standi á heimsendanum sjálfum. Það erannars ekkerthlaupið að þvi að lýsa töfrum bókarinnar Turninn á heimsenda eftir Willi- am Heinesen. Þetta er „ljóðræn skáldsaga i minningabrotum úr barnæsku” — og hvað ætli maður hafi nú lesið margar bernsku- og æskuminningar um dagana? Ófá- ar — en enga eins og þessa — nema ef vera skyldi Brekkukots- ánnál Halldórs Laxness. Turninn á heimsenda minnir um sumt á þá bók. Báðar eru þær forkunnar góðar bókmenntir. Báðar lýsa þær þvi m.a. hvernig bam upp- götvar heiminn, „lærir meira og meira” þangað tilsjálft lifið hefst — eða þvi lýkur — þegar harður og sljór heimur fullorðna fólksins tekur við. Báðar eru þær svo heillandi að maður leggur þær helst ekki frá sér ólesnar. Amaldus litli Fyrsti hluti bókarinnar segir frá þvi hvernig heimsmynd Amaldusar litla verður til. Þetta er lítil, flöt heimsmynd og hann sjálfur er tvdmælalaus miðpunkt- ur hennar. Þar sem þekkingu hans brestur tekur imyndunarafl- ið við og það er sko ómælt. Móðir hans er trúuð kona og uppfræðsla hennar vekur margar spumingar hjá drengnum. Þannig verður til dæmis jarðarstelpan össlmöll til bæði i imyndun og veruleika Amaldusar litla. Jarðarstelpan össímöll á heima niðri i kjallara I myrkrinu og hún er dauð. Á bak við hana húkir fullt af jarðarstelpum sem flykkjast upp Ur myrkrinu á dómsdegi og svifa inni ljósið og daginn: „En jarðarstelpan össimöll er samt ekki dauðari en svo að á nóttinni getur hún smeygt sér upp úr eldiviðarkjallaranum og uppi ganginn og áfram upp stigann og inni svefnherbergið þar sem þú ertsofandi. Þig erað dreyma. Þá veistu að hUn er komin til að sækja þig. Og þið ætlið Ut að sveima. Ot að svlfa á stórum vængjum yfir höf og lönd alla leið Ut á heimsenda þar sem turninn er.”(15) Svona liður bernska Amaldusar litla — full af uppgötvunum. Allt hefur einhverja merkingu og viti maður ekki nákvæmlega hver hún er, þá er bara að taka til skáldskaparins og búa hana til. Heimur Amaldusar stækkar smám saman. Hann eignast bróður, kynnist fólkinu i þorpinu, Hannibal og strákunum jafnöldr- um sinum og loks kynnist hann Merrit. Merrit er sérkennileg stelpa, litill listamaður, sem hef- ur jafn auðugt imyndunarafl og Amaldus og hún kann ókjör af undariegum og dularfullum sög- um um fólkið i þorpinu og fleira. Sögur hennar fá hárin til að risa á höfðinu á Amaldusi litla — og það erkannski engin furða. Sagan um Merar-Diðrik sem hafði setiö i fangahúsinu Utá Skansi er sérlega óhugnanleg, og þar gildir hið sama og I öðrum sögum Merritar að lesandi getur ekki vitað hvar veruleikanum sleppir og skáld- skapurinn tekur viö. Flestar sög- ur hennar enda þó á þvl, að sU stutta rekur olnbogann i slðuna á skelkuðum áheyranda sinum og segir: Amaldus! Hvað þU ert sauðvitlaus'. Amaldus litli verður ákaflega ástfanginn i Merrit en svo einn rigningardag er hún farin — flutt til Danmerkur með foreldrum sinum. Eftir situr niu ára patti i ástarsorg. Og svo tekur ólga og innri spenna gelgjuskeiðsins við. Kyn- ferðismálin leita mjög á vesa- lings Amaldus eftir undarlegustu leiðum og hrakfarir þeirra Vasilévskí látinn MOSKVU 7/12 Reuter — Alex- ander Vasilévski marskálkur, fyrrum hermáiaráðherra Sovét- rikjanna, iést á mánudaginn og var I gær borinn til grafar á Rauða torginu i Moskvu. Vasilévski var einn þeirra hers- höfðingja, er áttu drjúgan þátt i sigrum sovéska hersins I orrust- unum um Stalingrad og við KUrsk (mestu skriðdrekaorrustu sög- unnar) i heimsstyrjöldinni siðari, en I þeim orrustum sneri striðs- gæfan endanlega baki við Þjóð- verjum og bandamönnum þeirra. Hann var hermálaráðherra 1949- 53, það er að segja siðustu æviár Stalíns, og varð síðar aðstoðar- varnarmálaráðherra. Iönvæding Framhald af bls.3 látinn ganga fyrir öðrum atvinnu- greinum i fjárveitingum fram til 1885, og yrði á þvi timabiii þriðjungi þjóðarteknanna varið til iðnaðarins. Er þetta hærra hlutfail i fjárveitingum til iðnaðar en hjá nokkru öðru Austur- Evrópuríki. Rúmenia var harla vanþróað land fram að lokum siðari heim- styrjaldar og Ceausescu lítur svo á, að vanþróun hennar sé enn ekki Ur sögunni. Hann leggur að sögn megináherslu á iðn- væðinguna til þess að landið geti srðið algerlega óháð Sovétrikjun- im efnahagslega. Hinn mikli iraði I iðnvæðingunni hefur hins- /egar leitt til þess, að lifskjör andsmanna hafa batnað tiltölu- lega hægt. Þannig er nú haft eftir ifnahagssérfræðingum að 3Ulgaria, sem lengi var talin ikemmst komin I þróun af áustur-Evrópurikjum, sé nú iomin upp fyrir Rúmeniu i lífs- íjörum. I Austur-Evrópurikjum öðrum en RUmeniu er nú tiltölu- lega minni áhersla lögð á stóriðn- að en áður, en þeim mun meira lagt upp úr lifskjarabótum. Rúmenia hefur þegar náð mikl- um árangri i iðnvæðingu sinni; þannig hélt Ceausescu þvl fram að iðnaðarframieiðslan i ár hefði staðist áætlun, þrátt fyrir gifur- legt tjón af völdum jarðskjálftans mikla þar i landi I mars s.l. Hins- vegar hefur undanfarið viða gætt i landinu óánægju með kaup og kjör; þannig gerðu 35.000 kola- námumenn I Jiu-dalnum i vesturhluta landsins þriggja daga verkfall i ágúst. Þeir fengu þá þegar launahækkanir og hækkuð eftirlaun. t ræðu sinni hét Ceausescu frekari kjarabótum af ýmsu tagi. Talið er óliklegt að ókyrrðin meðal verkamanna muni vara lengi. Kennarar Framhald af 20 siðu. tök. Kennsla i samfélagsfræöum hefur verið aukin við flesta skóla, en mjög er mismunandi hve mik- ið er kennt og hvaða námsefni er stuðst við. Þessi kennslugrein er ennþá I mótun og það veldur tals- verðum erfiðleikum að þeir sem veljast til kennslu I henni staldra margir stutt við innan skólanna, eða hafa kennsluna sem auka- getu. Með þvi að stofna félag kennara i samfélagsfræðum er stefnt að þvi, að þessi kennslugrein verði metin að verðleikum og á við aðrar eins og t.d. stærðfræði, eðlisfræði og jnálanám. Jafn- framt er ætlunin að safna upplýs- ingum um kennara og kennslu- hætti i samfélagsfræðum um allt land. — ekh Dagvistunarmál Framhald af 11 siðu. mömmunum, og þvl er vandi þeirra ekki svo mjög aökallandi. Ég legg á að aðgerðir I þessum málum ráðist af fjárhagsstöðu borgarinnar hverju sinni, sagði Markús að lokum. Það verður að miða framkvæmdir við f járhags- áætlun hvers tima; legg þvi til að tillögunni verði visað til annarrar umræðu við fjárhagsáætlunar- umræðuna og til umsagnar félagsmálastofnunar milli um- ræðna. Adda Bára Sigfúsdóttir tók næst til máls. HUn sagði að það væru sam- eiginlegir hagsmunir barna, for- eldra og þjóöfélags, sem þyrfti á vinnuafli aö halda, sem verið væri aö gæta með þvl að gefa öll- um.sem vilja, kost á dagheimilis- vist. Það . ' '>r litiö aö vitna til þess að fræðin.enn hafi skiptar skoð- anir á dagvistun, sagöi Adda. Sá áróður gegn heilsdagsvist byggir á úreltri könnun frá Bretlandi sem gerð var á striðsárunum. Sérfræðingar hafa hins vegar komist að þeirri niðurstöðu aö fyrir velferð barnsins skipti mestu máli að móðirin sé ánægð með sitt hlutskipti. Við verðum að taka tillit til þess að fjölskyldur hafa mismunandi vilja I þessu efni og við eigum að bjóða upp á þann valkost að börn geti verið á dagheimili mislangan ■ubandíaiaffié Styrktarmenn Alþýðubandalagsins eru minntir á að greiða framlag sitt til flokksins fyrir árið 1977 hið fyrsta. KjÖrdæmisráð Alþýðubandalagsins i Reykjanes- kjördæmi heldur fund i Þinghóli, Kópavogi, laugardaginn 10. desember n.k. kl. 15.30. Dagskrá: 1. Framboðslisti fyrir alþingiskosningarnar 1978.2. Forvalið. Reynslan af framkvæmd þess. 3. önnur mál. Stjórnin Alþýðubandalagið Neskaupstað — Helgarerindi: Annað helgarerindi Alþýðubandalagsins I Neskaupstað I vetur veröur sunnudaginn 11. des. n.k. kl. 16 i fundarsalnum I EgilsbUð. Umfjöll- unarefni verður: Málefni aldraðra. Framsögumenn: 1. Stefán Þorleifsson, sem ræðir um húsnæðismál og þjónustu við aldr- aða. 2. Valur Þórarinsson, sem fjallar um félagsmál aldraðra. Allir velkomnir. Stjórn ABN Herstöövaandstæðin, Umræðufundur Samtök herstöðvaandstæðinga i Smá- ibúðahverfi — Hliðum og Leiti halda fund mánudaginn 12. desember að Tryggva- götu 10. Umræðuefni: Nýlendustefna Dana á Grænlandi. Framsögumenn Guðmundur Þorsteinsson og Benedikt Þorsteinsson. Umræðufundurinn hefst kl. 20.30. Félagar úr öllum hverfisdeildum eru velkomnir. Villiam Heinesen. fylgi einhver óþægindi” og þetta kann Utaf fyrir sig rjett að vera.” (201) Turninn á heimsenda er áreið- anlega með betri bókum á jóla- markaði i ár, og það þarf ekki að fjölyrða um það hvilikur fengur islenskum almenningi er I vönd- uðum þýðingum erlendra góðbók- mennta. Mál og menning á sann- arlega hrós skilið fyrir framtakið. Dagný tima, allt eftir þvi hvað hentar hverri fjölskyldu. Dagheimilin lokuð Meðan dagheimilin eru alger- lega lokuð fyrir börn giftra for- eldra, er ekki hægt að tala um að nein breyting hefðiorðið á i þess- um efnum. Yfirfullir biðlistar hjá Sumar- gjöf segja ekki mikið, því þar eru einungis svokallaðir forgangs- hópar. Aðrir hafa ekki leyfi til að skrá sig. Vandamálið er ekki aðeins fólgið i þvi að sjá börnum ein- stæðra mæðra fyrir vist á dag- heimili, heldur að sjá bömum allra fjölskyldna sem þess óska fyrir plássi meðan foreldrarnir eru I vinnu. Elin Pálmadóttir tók næst til máls. HUn sagðilangt síöan borg- in hefði ætlað sér að byggja einn leikskóla, eitt dagheimili og eitt skóladagheimili á ári hverju, en því miður hefði ekki veriö hægt að rúða við það verkefni. Elin benti á að börnum I borg- inni færi fækkandi og rakti tölur i þvi sambandi frá árinu 1972. Svo breytilegt sem þjóðfélagið er og meðan bömunum fækkar svona, sagði Elin, er erfitt að gera áætlanir fram I timann, auk þess sem það er erfitt vegna mis- munandi fjárhagsástæðna á hverjum tlma. Að lokum sagði Elin Pálma- dóttir að núverandi borgarstjórn gæti ekki bundið hendur borgar- fulltrúa fram i timann með áætl- anagerð af þessu tagi. Þorbjörn Broddason lýsti sig samþykkan tillögu um málsmeð- ferð. Hann vék að kosnaðarhlið- inni og sagði að útivinnandi kona skilaði tvöföldum verðmætum þess sem það kostaði að reka hvert barnaheimilispláss á mán- uði. Markús örn Antonsson tók aftur til máls, og einnig Kristján Benediktsson. Adda Bára Sigfúsdóttir, Þor- björn Broddason, Elin Pálma- dóttir og Kristján Benediktsson tóku einnig til máls áður en málið var tekiö af dagskrá, en það kem- ur til annarrar umræðu I borgar- stjórn við afgreiðslu fjárhags- áætlunar. 1 lokaorðum sínum sagði Þor- björn að ekki væri unnt að biða eftir því að dagvistunarvandinn leystist með þvi að börn og for- eldrar þeirra flytji einfaldlega úr borginni, en þeir aldurshópar sem það gera mest eru einmitt 0—9 ára og 25—35 ára. —AI.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.