Þjóðviljinn - 09.12.1977, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 09.12.1977, Blaðsíða 3
Köstudagur 9. desember 1977 ÞJÓDVILJINN — SlÐA.'f Nkomo og Mugabe hafna viöræðu- boði Owens MAPUTO, SALISBURY 8/12 — Joshua Nkomo og Robert Muga- be, leiðtogar Föðurlandsfylking- ar Zimbabwe, höfnuðu i dag boði Davids Owens, utanrikisráðherra Bretlands, um að koma til Lund- úna i næstu viku til viðræðna um Ródesiumálin. Kom þessi afstaða Föðurlandsfylkingarinnar ekki á óvart, þar eð forustumenn hennar Stærsta neðan- jarðarbrautar- stöð í heimi PARtS 8/12 Reuter — Valery Gis- card d’Estaing Frakklandsforseti vigði i dag nýja neðanjarðar- brautarstöð i Paris, þá stærstu i heimi, og hefur Stór-Parisar- svæðið þá að sögn forsetans feng- ið fullkomnara umferðarkerfi eri nokkur önnur risaborg heims. Stöðin er kölluð Chatellet-les llalles. Abel Muzorewa — ræðir við Smith þrátt fyrir fordæmingu Föður- iandsfylkingarinnar. reiddust mjög ummælum Owens um árásir Ródesiuhers inn i Mós- ambik nýverið og gruna bresku stjórnina um að reyna að útiloka Föðurlandsfylkinguna frá hlut- deild i völdum i Ródesiu, þegar blökkumenn hafa tekið þar við stjórn. A morgun hefjast i Ródesiu við- ræður milli stjórnar hvitra manna og blökkumannasamtaka þeirra, sem stjórnin leyfir að starfa i Ródesiu sjálfri, en leið- togar þeirra samtaka eru Abel biskup Muzorewa, séra Ndaban- ingi Sithole og Jeremiah Chirau ættbálkshöfðingi. Smith forsætis- ráðherra stjórnar hvítra Ródes- iumanna boðaði til þessara við- ræðna, að hann segir i þvi augna- miði að meirihlutastjórn blökku- manna verði komið á. Smith tek- ur ekki i mál að Föðurlandsfylk- ingin, sem stendur að skæruhern- aðinum gegn stjórn hans, eigi að- ild að viðræðunum, enda hafa leiðtogar Föðurlandsfylkingar- innar fordæmt þær sem mark- leysu. Ríkisstj ór n Soares fallin Búist viö nýjum þingkosningum LISSABON 8/12 Reuter — Rikisstjórn Sósialistaflokksins i Portúgal beið i dag iægra hlut I atkvæöagreiðslu um traustsyfir- lýsingu á þingi og er þar með fall- in. Stjórnin hefur setið að völdum i 16 mánuði. Kemur það nú i hiut forsetans, Antonios Ramalho Eancs, að velja nýjan forsætis- ráðherra. Eftir tveggja daga og einnar nætur harðar þingumræður fór Soares fram á traustsyfirlýsingu þingsins við stefnu sina I efna- hagsmálum, jafnframt þvi sem hann lýsti þvi yfir að hann myndi hvergi vikja frá þeirri stefnu og hleypa hvorki flokkunum til hægri né vinstri við sig inn i Risaveldin ræða minnkun herilota á Indlands- haíi BERN 8/12 Reuter —Sendi- nefndir frá stjórnum Banda- rikjanna og Sovétrikjanna hittust hér i dag og héldu áfram viðræðum um mögu- leika á að draga úr vigbúnaði risaveldanna tveggja á Ind- landshafi, þar sem bæði halda úti stórum herflotum. Nefndirnar ræddust við i dæg i bandariska sendiráðinu i höfuðborg Sviss og munu ræðast viö næst i sovéska sendiráðinu á laugardaginn. Fyrsti viðræðufundurinn i Sviss var á þriðjudaginn, en áður höfðu sendinefndirnar ræðst við i Moskvu (i júni) og i Washington (i október). stjórnina. Helstu stjórnarand- stöðuflokkarnir þrir, sósialdemó- kratar (sem þrátt fyrir nafnið eru heldur hægrisinnaður miðju- flokkur), kommúnistar og mið- demókratar (hægriflokkur), greiddu allir atkvæði gegn stjórn- ini og voru örlög hennar þá ráðin, þar eð Sósialistaflokkurinn er i minnihluta á þingi. Stjórn Soares- ar verður áfram við völd til bráðabirgða þangað til ný stjórn hefur verið mynduð. Stjórnarandstöðuflokkarnir þrir voru allir sammála um að saka stjórn Soaresar um dugleysi og tvistigandi . Hann reyndi að ná samkomulagi um efnahagsstefnu sina við stjórnarandstöðuna, verkalýðssamtökin og atvinnu- rekendur, en þaö mistókst. Stjórnin lagði áherslu á ráðstaf- anir til þess að draga úr óhag- stæðum greiðslujöfnuði við út- lönd, sem er gifurlegur, og að tryggja sér 50 miljón dollara lán hjá Alþjóðlega gjaldeyrissjóðn- um, en stjórnarandstaðan vill ekki samþykkja þau skilyrði, sem Alþjóðlegi gjaldeyrissjóðurinn setur fyrir lánveitingunni. Samkvæmt stjórnarskránni á forsetinn aö útnefna nýjan for- sætisráðherra eftir aö hafa ráð- fært sig við Byltingarráðið, her- foringjanefnd þá sem enn er við lýöi eftir stjórnarbyltinguna, og forustumenn stjórnmálaflokka. Fréttaskýrendur telja liklegt að forsetinn feli sósialdemókrötum, sem eru stærsti stjórnarand- stöðuflokkurinn og hafa 73 þing- sæti, að mynda stjórn. Sú stjórn yröi þó veik minnihlutastjórn, jafnvel þótt hún fengi stuðning miðdemókrata, þar eð Sósialista- flokkurinn með 102 þingsæti og Kommúnistaflokkurinn með 40 hafa samanlagt meirihluta á þingi. Soares hefur sagt að hægri- stjórn yrði óvinsæl meöal verka- manna og algerlega fordæmd af kommúnistum. Flestir fréttaskýrendur eru á þvi að bráðabirgðastjórn verði mynduð til þess að koma nýjum kosningalögum i gegn og að siöan muni forsetinn leysa upp þingið og efna til nýrra kosninga. Deilur Arabaríkja: Hússein ber sáttar- orö á milli KAIRÓ 8/12 Reuter — Hússein Jórdaniukonungur er kominn til Kairó i opinbera heimsókn, og er talið að aðalerindi hans sé að reyna að brúa bilið á milli Egyptalands annarsvegar og hinsvegar þeirra Arabarikja, sem snúist hafa gegn frumkvæði Sadats Egyptaforseta i friðarum- leitunum við ísrael. t gær var Hússein I Damaskus og ræddi þá við Assad Sýrlandsforseta, sem er einn þeirra Arabaleiðtoga er snúist hafa gegn Sadat I þessu máii. Þeir Hússein og Sadat munu einnig ræða i hönd farandi heim- sókn Cyrus Vance, utanrikisráð- herra Bandarikjanna, til Egypta- lands, Israels, Libanons, Sýr- lands, Jórdaniu og Saúdi-Arabiu. Erindi Vance er sagt vera að reyna að afla Sadat stuðnings. Jórdania og Saudi-Arabia hafa hvorki tekið afstöðu með Egypta- landi né þeim Arabarikjum. sem eru andstæð þvi varðandi afstöð- una til israels. Sadat forseti flutti I dag ræðu á fjöldafundi og fór fyrirlitningar- orðum um andstæðinga sina með- al araba, kallað þá „dverga” og „fávisa menn.” Hann gerði litið úr samtökum Palestinumanna og sagði þau sundurlynd og baráttu- móð sumra þeirra litinn. A mánudaginn sleit Egyptaland stjórnmálasambandi við fimm þau riki, er andstæðust eru þvi varðandi afstöðuna til Israels, það er aö segja Irak, Sýrland, Alsir. Libiu og Suður-Jemen.Því fylgdi Sadat á eftir með þvi að láta loka öllum menningarstofn- unum Sovétrikjanna i Egypta- landi og öllum ræðismannsskrif- stofum þeirra i landinu utan höf- uðborgarinnar, vegna þess að Sovétmenn hefðu staðið á bakviö ráðstefnu fimm nýnefndra Ara- barikja og Palestinumanna i Tripóli, að sögn Sadats. Hliðstæð- um stofnunum Tékkóslóvakiu, Austur-Þýskalands, Ungverja- lands og Póllands i Egyptalandi var einnig lokað. Hússein Jórdaniukonungur — reynir að sætta Sadat og aðra Arahalciðtoga. RUMENIA: Iönyæöingin hefur algeran forgang BÚKAREST 7/12 Reuter — kommúnistaflokks landsins að Nicolae Ceausescu, forseti ekkert yrði slakað á hraðanum i Rúmeniu, sagði i dag i ræðu á iðnvæðingu þess. Yrði iðnaðurinn fundi með starfsmönnum 'Framhald á bls. 2 marka&storg vi&skiptanna Verzlunin KJÖT & FISKURereinn af frumherjum baráttunnar fyrir lægra vöruveröi til neytand- ans. Hagkvæm innkaup, skynsamlegur rekstur og vaxandi velta gera okkur mögulegt aö bjóöa lægra vöruverö. Viö riöum á vaöið meö „sértilboöin” siöan komu „kostaboö á kjarapöllum” og nú kynnum viö þaö nýjasU f þjónustu okkar viö fólkiö f hverfinu, „Markaöstorg viðskiptanna" A markaöstorginu er alltaf að finna eitthvaö sem heimiiiö þarfnast og þar eru kjarapallarnir og sértilboöin. Þaö gerist alltaf eitthvaö spennandi á markaöstorginu! sértilboð: Strásykurlkg............................. 80 kr. Púðursykur 1/2 kg..................... 75kr. Flórsykur 1/2 kg ........................ 60 kr. Lyftiduft450 grömm ..................... 262 kr. Hveiti 5 Ibs............:.................221 kr. Hveiti 10 Ibs............................441 kr. Akrasm jörliki............................162 kr. Rítz-kex.................................167 kr. Dofri hreingerningarlögur 1 líter........240 kr. Iva þvottaefni 5 kg.....................1.113 kr. Grænar baunir 1/2 dós....................178 kr. Grænar baunir ldós ...................... 275kr. Opið til kl. 10 á föstudögum og milli kl. 9 og 12 á laugardögum hálfrar aldar þjónmta kjöt&fiskurhff seljabraut 54-74200 D 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.