Þjóðviljinn - 09.12.1977, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 09.12.1977, Blaðsíða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 9. desember 1977 Rannsóknarstofnun fiskiðnaöarins Vantar tilraunaverksmidiu sem kostar 18-20 milj Rannsóknarstofnun fisk- iOnaöarins vantar tilraunaverk- smiöju sem kostar 18-20 milljónir króna. Rannsóknarstof nun fisk- iðnaðarins er þjónustustofnun i þágu allrar fiskvinnslu i landinu. HUn rannsakar gerlagrdður i vatni.semnotað er i frystihúsum, rannsakar allar niðurlagðar og niðursoðnar fiskafurðir sem flutt- ar eru á erlenda markaði, gerir fituprófanirá allri sild sem notuð er i manneldisvörur. Akvarðar rakainnihald i saltfiski og skreið ef með þarf, rannsakar hver ja þá fiskafurð sem flutt er úr landi ef vafi leikur á um gæði hennar, ákvarðar proteininnihald i öllu fiskmjöli sem selt er á erlenda markaði, rannsakar gæði lýsis sem flutt er úr landi. Þannig er hægtað halda áfram að telja upp margvislega þjónustu sem þessi stofnun veitir og ekki er hægt án að vera i nútima þjóðfélagi. Auk rannsókna á afurðum fiski- mjölsverksmiðjanna veitir þessi stofnun margvislegar leiðbein- ingar sem stuðla að betri og verð- meiri framleiðslu verksmiðj- anna. Rannsóknarstofnunin vinnur stöðugt að nýjum verkefnum og rannsóknum sem stuðla að betri hagnýtingu þess hráefnis sem er undirstaða okkar fiskiðnaðar. Eitt af síðustu nýju verkefnum þessarar stofnunar er hagnýting á kolmunna i manneldisvöru og er búið að leysa þar mikið starf af hendi fyrir framtiðina. 1 öllum fiskiðnaðarlöndum er nú lagt i það fjármagn að finna aðferðir til að gernýta allan sjávarafla sem berst á land, ef utan um sinar rannsóknir, þvi þær byggjast á fjármagni sem i þær eru lagðar. Hér á íslandi er talið að ekki undir 150 þúsund tonnum af hráefni frá sjávarút- vegi fari forgörðum árlega i margskonar úrgangi sem hvorki er hagnýttur i manneldisvöru né i fóðurmjöl. Margvislegar rannsóknir, sem gerðar hafa verið i Rannsóknar- 150 þúsund tonn af hráefni sjávarútvegsins fara forgörðum árlega ekki i manneldisvöru, þá i fóður- vöru fyrir margskonar alidýr. 1 öllum þessum löndum tapast mikil verðmæti i margskonar hráefni sem hvorki fer i mann- eldisvöru né i fiskimjölsfram- leiðslu. Sumt hráefnisem nú fer i fóðurvörur er lika áreiðanlega nothæft i manneldisvöru með nýj- um vinnsluaðferðum. Að sjálfsögðu heldur hver þjóð Aflamælir á flotvörpur Hið heimsþekkta norska fyrir- fyrirá vörpunni og mæla hvernig tæki „Simrad” sem smiðað hefur strekkist á vörpunni eftir þvi sem mörg hinna nákvæmustu fiski- meiri afli kemur i hana. stofnun fiskiðnaðarins að undan- förnu hafa snúist um það, hvernig vinna mætti verðmæta fram- leiðslu úr þeim úrgangi sem nú fer forgörðum. En til að sann- reyna hinar efnafræðilegu rann- sóknir sem þegar hafa verið gerð- ar, þá vantar stofnunina litla til- raunaverksmiðju sem pláss er fyrir i húsakynnum Rannsóknar- stofnunarinnar við Skúlagötu. Jóhann J.E. Kúld fiskimé/ leitartækja ogerþekkthérá landi gegnum margvislegan tækjabún- aö um borö i islenskum skipum á sviði rafeindafræði, hefur nú sent á markað frá sér eina nýjung ennþá, sem á að auðvelda ýmsar tegundir togveiða svo sem kol- munnaveiðar ofl. betta er hinn svokallaði aflamælir, sem á að koma i veg fyrir að togvörpur springi, en slikt ollimiklum skaða á sl. vori við kolmunnaveiðar meö flotvörpu bæði á breskum og fær- eyskum miðum. Aflamælirinn samanstendur af fjórum litlum rafeindatækjum sem komið er Aflamælirinn er viðbótar- tæki sem tengist öðru tæki frá „Simrad” sem nefn- ist Simrad FB Trollauga og sem þekkt er af fiskimönnum þar sem rafeindabúnaður við togveiðar er fullkominn. Með þessum nýja búnaði á að vera hægt aö fyrir- byggja aö togvörpur springi, þar sem auðvelt er að sjá um borö i skipinu hve mikið er komið i vörpuna. Aflamælirinn er sagður uppfundinn af Simrad og talinn vera fullkomnasta tæki sinnar tegundar sem ennþá hefur verið framleitt. Hér stendur hnifurinn I kúnni. Aætlað er að slik tilraunaverk- smiðja kosti 18-20 miljónir is- lenskrar krónur og er litil upphæð þegar miðað er við það verkefni sem henni er ætlað að leysa af hendi. Þó ekki væri nema helm- ingur þessarar upphæðar, ef hún fengist strax, væri hægt að hefja þessa tilraunavinnslu að nokkr- um hluta. 1 lögum frá Alþingi um Rann- sóknarstofnun fiskiðnaðarins er gert ráð fyrir ráðgefandi nefnd sem starfi með stofnuninni að málefnum hennar. Þetta er- ólaunuð nefnd skipuð fulltrúum frá hinum ýmsu greinum fisk- vinnslunnar svo og hagsmuna- samtökum útgerðar,sjómanna og annars launafólks i landinu. Nefnd þessi heldur nokkra fundi á ári með forstjóra og starfsfólki Rannsóknarstofn unar fisk- iðnaðarins þar sem málin eru skýrð og rædd. A siöasta fundi sem haldinn var nýlega þar sem allir fulltrúár i ráðgefandi nefnd- inni voru mættir, þá bar á góma meðal annars þessi litla tilrauna- verksmiðja sem nú vantar nauð- synlega svo störf stofnunarinnar nýtist fullkomlega. Allir full- trúarnir voru á einu máli um, að nauðsyn bæri til að Rannsóknar- stofnunin fengi slika tilrauna- verksmiðju og skoruðu á fjárveit- ingavaldið að veita fé tilhennar á fjárlögum næsta árs. Við verðum að vona ef mál þetta kemur til kasta Alþingis, að þingmennhvari stjórnmálaflokki sem þeir standa, verði jafnsam- mála um nauðsyn á fjárveitingu til þessa þjóðþrifamáls, eins og fulltrúar hinna ýmsu hagsmuna- hópa sem sæti eiga I ráðgefandi nefndinni. Sú þjóð sem ætlar að lifa menn- ingarlifi i landi sinu, hún þarf að vera vakandi fyrir þvi að sá aðal- aflgjafi sem stendur undir efna- hagslegum framförum ásamt menntun, að hans hagsmunir séu aldrei fyrir borð bornir. Hér á ís- landi er það sjávarútvegurinn sem þessu hlutverki gegnir óum- deilanlega og á ég þá bæöi við út- gerðina sjálfa svo og úrvinnslu aflans. En vegna þess hvað hið is- lenska þjóðfélag er smátt i snið- um sökum fólksfæðar þá er það ofvaxið einstaklingum eða ein- stökum samtökum þeirra að hafa þjóðarforustu i viðleitni til þess, að við Islendingar sem þjóð séum- á hverjum tima þess umkomnir að ryðja nýjar brautir i okkar hefðbundnu framleiösluatvinnu- vegum. Þetta skyldi Héðinn heit- inn Valdimarsson öllum mönnum betur, og þessvegna studdi hann stofnun og starfrækslu Fiski- málanefndarinnar þegar hún var stof nuð og starfrækt. Ég tel engan vafa leika á þvi, að þegar Fiski- málanefndin sem forustunefnd i islenskum sjávarútvegi var lögð niður, þá var mikið óheilláspor stigið á þeim vettvangi. Siik nefnd sem FiskimáÍ’á- nefndin gamla var, hún hefur ævarandi hlutverk að vinna i is- lensku þjóðfélagi og það var al- gjör misskilningur á þörfum okk- ar þjóðfélags sem verður um langa framtið bundið getu sjávar- útvegsins að leggja þessa þjóðþrifanefnd niður. Þó nefndin væri búin að endurvekja hér skreiðarverkun að nýju til hags- bóta fyrir þjóðina á mestu krepputimum sem yfir landið hafa dunið og ryðja nýja braut i sjávarútvegi með hraðfrystingu fiskafurða og forgöngu um sölu á þeim, á erlendum mörkuðum, þá var það á algjörum misskilningi byggt að hlutverki nefndarinnar væri lokið i islensku þjóðfélagi. Að sjálfsögðu hlutu ný og óvænt verkefni að biða slikrar forustu i sjávarútvegsmálum. En vegna þess aö slika forustu hefur vantað siöan gamla Fiski- málanefndin var lögð niður, þá hefur nú margt i hagnýtingu afl-, ans farið úrskeiðis beinlinis vegna þess að slika forustu með nokkra fjárhagslega getu hefur vantaö i okkar fiskvinnsluþjóð- félagi. Þeir menn sem á Alþingi sitja og skilja þetta ekki þeir þurfa aö læra betur um eðli hins íslenska þjóöfélags. Rannsóknarjeiöangur til Norður-íshafsins Landeðlisfræöirannsóknar- stofnunin við Björgvinjarháskóla ^sendi 17. nóvember sl. rannsókn- arleiðangur til Norðurishafsins, á isbrjótnum Polarsirkel. Þetta er sama skipið sem notað var I rann- sóknarleiðangri Norðmanna til Suðurhafsins 1976-1977. Auk Norðmanna taka þátt i ieið- angrinum i Norðurishafið vis- indamenn frá háskólanum i Washington i Seattle. Meining leiðangursins er að gera nákvæma rannsókn á haf- svæðinu norður og austur af Svalbarða, en þar hefur að vetri til veriö islaust hafsvæöi að und- anförnu, og er giskað á að einmitt þetta hafsvæði geti haft áhrif á hitastig i Norðurlshafi og vlðar. Þá er meiningin að leiðangurinn geri athuganir við tsröndina í Barenthafi á þvi hvaöa áhrif is- röndin hefur á strauma I hafinu. Norskirvisindamenn reikna með, að árangur sem fæst I þessari rannsóknarferð geti orðið grund- völlur að viðtækari rannsóknum i Norðurlshafibæðifrá hendi Norð- manna svo og á alþjóðavettvangi. Boðar þetta nýja tveggja skipsskrokka farþegasklp Norðmanna byltlngu I flutnlngum á sjó? Þannlg er sagt að ýmsir hafi spurt þegar þeir sáu þetta nýja farþegaskip sem notað verður með ströndum fram I Noregi, og er nýlega lokið smíði á. UppHnningamaðurinn að þessari nýsmiði er yfirforingi I norska fiot- anum Haraid Henrikssen. Skip þetta er smlðað hjá Westermoen Hydrofoii A.S. IMandaiog Alta, og skal nú gefa nokkra iýsingu á þvi. Lengd er 30,00 m. Breidd 9,00 m. Djúprista 1,30 m. Skipið er gert fyrir 205 farþega. A skipinu er hvorki skrúfa né venjulegt stýri, heldur er þvl stýrt með sjódælum. Aflið sem knýr skipið áfram kemur frá tveimur 3.350 hestafia gastúrblnum sem með glrabúnaði knýja 2,36” sjódælur. Skipiö á að geta náð 40 mllna hraða. Ýmsir telja að þetta nýja skip, sé aöeins upphafið að byltingar- kenndum tækniframförum I strandsiglingum ekki bara með farþega heldur lfka með vörur. Kreppuástand hjá tank- skipa- og vöruskipa- flota heimsins. Kreppuástand hefur nú um langt skeið rikt hjá tankskipa-og vöruskipaflota heimsins og sér ekki fyrir endann á þvi ástandi. Sem dæmi um þetta þá var búið að leggja 53 tankskipum Norö- manna i endaðan september og voru þessi skip til samans 3,651,000 tonn. A sama tíma lági’ 27 vöruflutningaskip I Noregi sem vantaði verkefni og voru þau til samans 1,438,000 tonn Þessi mikla kreppa hjá sigl- ingaflotanum hefur haf11 för meö sér samdrátt i nýsmiði bæði tank- skipa og vöruflutningaskipa svo til vandræða horfir viöa. Það sem bjargaö hefurstóru norsku skipa- smlðastöðvunum fram til þessa, ersmlði borpalla fyrir olluvinnslu I Norðursjó. En nú er svo komið eftir þvl sem norska Arbeiter- bladetupplýstinýlega.þá reiknar rlkisstjórnin með að styrkja þurfi skipasmiöastöðvarnar með 400- 500 milj. n.kr. Færeyingar huga að nýtingu þangs og þara. Nú á s.l. sumri voru gerðar við- tækar rannsóknir á þangi og þara við Færeyjar með framtlðar nýt- ingu fyrir augum. Niðurstaða þeirra rannsókna ersú að reiknað er með að 400 þús. tonn séu við eyjarnar og mikið af þvl á 15-20 m. dýpi. Tæp 13 kg. reyndust vera á fermetra.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.