Þjóðviljinn - 09.12.1977, Page 15

Þjóðviljinn - 09.12.1977, Page 15
Föstudagur 9. desember 1977' ÞJÓtfVlLJINN — SIÐA 1S bækur bsekur bækur bækur bækur bækur bækur bækur Bréf og bögglar Eftir Bergsvein Skúlason Bókaútgáfa Þórhalls Bjarna- sonar hefur gefið út bókina Bréf og böggla eftir Bergsvein Skúla- son. Þetta er bréf vesturfara heim til Islands og þjóðlifslýs- ingar af Vesturlandi. Bréfin eru frásagnir af frumbýlingsárum i Vesturheimi og kennir þar margra grasa. Einar Gislason bókbindari sem fluttist vestur árið 1887 skrifar flest bréfin til föður sins og dóttur sinnar, Kristinar, en bæði bjuggu þau lengst af i Skálaeyjum á Breiðafirði. Bögglarnir eru aðal- lega þjóðlifslýsingar úr Breiða- fjarðareyjum og af Barðaströnd. Sagt er frá atvinnuháttum og bú- skaparháttum þar. Bergsveinn Skúlason hefur löngumlagtrækt við æskustöðvar og haldið til haga mörgum sögum og sögnum af lifnaðarháttum frá fyrri tið. Nýr bókaflokkur fyrir unglinga í leit að horfnum heimi Meira úran finnst á Grænlandi BRÚSSEL Reuter — Talsmaður Efnahagsbandalags Evrópu segir að nýlega hafi komið i ljós, að Ur- an i jörðu i Grænlandi sé nálega þrisvar sinnum meira en áður hafði verið álitið. Talsmaðurinn sagði að ef það sýndi sig að borg- aði sig að vinna úranið, myndi þvi verða skipt á milli Danmerkur og Euratom, kjarnorkustofnunar EBE. Leyndardómar Faróanna og Fall og eyðing Tróju Bókaútgáfan örn og örlygur hefurhafið útgáfu nýs bókaflokks sem ætlaður er unglingum af báð- um kynjum. Hér er um bækur að ræða sem i senn eru fræðandi lesning um horfin menningarriki og skemmtileg að framsetningu. I bókinni Leyndardómar faró- anna skiptist efnið i þrennt. Fyrstihlutinn er sögulegt yfirlit um fornminjaleit og nefnast kafl- ar hans: Opnúð grafhvelfing Faraós, Gersimarnar i grafhvelf- ingunni, Bölvun Faraósins og Lykillinn að fortið Egypta. Annar hlutinn nefnist Saga Nekhebus og er látínn gerast á þeim timum sem bókin fjallar um. Kaflarnir nefnast: Hinn voldugi landeigandi, Siglingin upp Nil, Komið i höfuðborgina, Skólanám Nekhebus, 1 þjónustu Konungs, Eftirleikur styrjaldar- innar, Sigurhátið, Heimilislifið, Trú og dauði og Annað lif. Þriðji hlutinn er svo sögulegt yfirlit eftir valdaskeið Faróanna og nefnast kaflarnir: Hnignun Forn-Egypt- alands, Dauðir konungar, lifandi steinar, og Björgun Abu Soimbel. í bókinni Fall og eyðing Tróju er uppbygging hin sama og i bók- inni um Faraóana. 1 fyrsta hlut- anum er sagt frá fornminjaleit Schliemanns, i öðrum hlutanum er sögð saga Agamemnons og i þeim þriðja frá þvi hvernig öld Hómers lýkur. Bækurnar eru filmusettar i prentstofu G. Benediktssonar en prentaðar á ítaliu. Lokast inn í lyftu ræðst með honum til starfa við byggingu orkuvers inn á miðhá- lendinu. Siðan segir frá lifinu á virkjunarstaðnum, konunum fimm og körlunum 200, ástamál- um, öfund og einstæðingsskap, slysum og ránum og loks fiótta Reykjavikurstúlkunnar vestur á land i' leit að sjálfri sér. Bókin er Filmusett og umbrotin i Prentstofu G. Benediktssonar, prentuð i Offsettækni h.f. og bundin i Arnarfelli h.f. Kápu- teikningu gerði Hilmar Þ. Helga- son. Sjötta bók Snjólaugar Bragadóttur Sjötta bók Snjólaugar Braga- dóttur frá Skáldalæk er komin út , hjá Bókaútgáfunni Erni og örlygi. Nefnist hún Lokast inn i lyftu og segir frá örlögum Reykjavikur- stúlku sem lokast inn i lyftu með ungum og myndarlegum manni i stóru skrifstofu húsnæði i höfuð- borginni. Leikar fara svo að hún Snjólaug Bragadóttir. Málf relsiss j óður Tekið er á móti framlögum i Málfrelsissjóð á skrifstofu sjóðsins Laugavegi 31 frá kl. 13-17 daglega. Girónúmer sjóðsins er 31800-0* Allar upplýsingar veittar i sima 29490. VERÐ KR.: 2.990.- Sikileyjarleikurinn er söguleg skáldsaga, byggð á þeim grunsemdum. að morðið á bandaríkja- forseta hafi haft viðameiri bakgrunn heidur en upplýst hefurverið. Segir bókin frá hrikalegum starfsaðferðum Mafíunnar í Bandaríkjunum og á Sikiley. Þegar CIA þurfti á aðstoð að halda í vafasöm verkefni, þá var ekki hikað við að leita á náðir Mafíunnar. Bókin er skrifuð af þekkingu, höfundur hefur kynnt sér vel hvernig þessi samtök vinna, og hvernig þau blanda sér aftur og aftur í hringrás valdakerfis i Bandarikjunum. Bókin er 328 bls. HAGPRENT H/F y „Ég iá endilangur í grasinu með skammbyssu i hendi. Armbandsúrið mitt tifaði í samræmi við æðislegan hjartslátt minn. I óralanga sekúndu sá ég andlit vina minna, sem fallið höfðu fyrir hendi nas- ista. Sprengjurnar áttu að springa eftir þrjár minútur. Ef við hefðum farið rétt að, táknaði það eyðileggingu enn einnar verksmiðju, sem nasistum var bráðnauðsynleg. Enn voru tvær mínútur eftir. Égtók eftir að ég var farinn að rif ja upp, hvernig ég hafði lent hérna, hvernig þetta hafði allt byrjað. Ein mínúta. Ég beit á neðri vörina. Jafnvel þótt þetta spellvirki bæri árangur, þá gæti svo farið áður en kvöldið væri á enda, að við værum allir dauðir." — Þannig hefst þessi ógnarsaga, hún er skjalfest og sönn frásögn, sannkölluð Háspennubók! „Hér er um martröð dularfullra atvika og ofbeldis að ræða", segir Evening News í London. — ,,Harð- soðin bók, sem skrifuð er af þekkingu, — full af stormum, bellibrögðum og skjótri atburðarás", segir Birmingham Mail. — „Blóðidrifin ógnarsaga um morð, ofbeldi og dularfulla atburði úti á rúm- sjó, sem ætti að gleðja hina fjölmörgu lesendur, sem velta'því fyrir sér, hvað haf i eiginlega orðið af hinum gömlu, góðu ævinfýrafrásögnum. Og svarið er, Brian Callison skrifar enn slíkar sögur. Ég spái því að þegar hinir fjölmörgu lesendur McLeans uppgötva bækur Brian Callisons, muni vinsældir hans verða gífurlegar", segir Sunday Express. — En Alister McLean sagði einfaldlega: „Það getur ekki verið til betri höfundur ævintýrabókmennta i landinu núna". — Þetta er sannkölluð háspennu- bók!

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.