Þjóðviljinn - 09.12.1977, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 09.12.1977, Blaðsíða 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 9. desember 1977 BLAÐBERAR óskast 1 eftirtalin hverfi: Laufásveg Lambastaðaherfi (Seltj.) Efri Laugaveg Bólstaðarhlið Hjarðarhaga Efri- Skúlagötu Miðtún Okkur vantar tilfinnanlega blaðbera i þessi hverfi, þó ekki væri nema til bráða- birgða i nokkrar vikur. UúBvium Vinsamlegast hafið samband við af- greiðsluna, Siðumúla 6.— Sími 81333. GRINDAVIK DALVÍK Þjóðviljann vantar umboðsmenn á þess- um stöðum. Vinsamlega hafið samband við afgreiðsluna i Reykjavik i sima 8 13 33. HÖFN, HORNAFIRÐI Þeir sem áhuga hafa á að taka við um- boðsmannsstarfi af Birnu Skarphéðins- dóttur hafi vinsamlegast samband við hana i sima 8325. Lífeyrissjóður rafiðnaðarmanna auglýsir hér með eftir umsóknum um fasteignaveðlán. Umsóknir skulu sendast stjórn sjóðsins, Freyjugötu 27 Reykjavik, á eyðublöðum sem sjóðurinn lætur i té, eigi siðar en 30. desember næstkomandi. Stjórn Lífeyrissjóðs rafiðnaðarmanna. Blaðberabíó Hafnarbíó. Laugardaginn 10. desember kl. 13.00 Monte Valsh Kúrekamynd með Lee Marvin í aðalhlutverki. islenskur texti. Haf ið samband við af greiðsluna, ef þið hafið ekki fengið miða. Þjóðviljinn s: 8 13 33 Umræðufundur um nýlendustefnu Dana á Grænlandi Samtök herstöðvaandstæðinga i Smáibúða- hverfi-Hliðum og Leiti halda fund mánudag- inn 12. desember að Tryggvagötu 10. Umræðu- efni: Nýlendusteína Dana á Grænlandi. Framsögumenn Guðmundur Þorsteinsson og Benedikt Þorsteinsson. Umræðufundurinn hefst kl. 20.30. Félagar úr öllum hverfisdeildum eru vel- komnir. Beljandi I Breiftdalsá. Fréttabréf úr Breiðdal Landpósti hefur borist eftir- farandi bréf frá góftkunningja sinum austur I Breiödal. Er þaft póstlagt þann 29. fyrra mánað- ar: Ibúatala t Breiftdalshreppi búa nú um 380 manns. Þar af búa rétt um 200 manns I Breiftdalsvikur- þorpi. I sveitinni eru þvi um 180 manns og hefur flest þetta fólk framfæri sitt af landbúnafti. Byggingaframkvæmd- ir Óvenjumikift er um útihúsa- byggingar i sveitinni á þessu ári. Byrjaö var i vor á fjárhús- um á þrem bæjum og eiga þau aö rúma um 1200 fjár. Verfta þessi hús öll tekin i notkun á þessu ári. Eitt fjós fyrir 16 mjólkurkýr er i smiftum. Á tveim bæjum voru byggöar þurr- heyshlöftur fyrir um 2000 hest- buröi af heyiog á einum bæ vot- heyshlaða, 120 rúmmetra. Væntanlega veröa byggð tvö fjárhús á næsta ári. Auk þessa er að veröa lokiö endurbótum á tveim gömlum ibúðarhúsum, en á þeim jörðum hafa bændur hafið búskap fyrir skömmu. 1 Einnig er á vegum bænda i byggingu nýtt sláturhús, sem væntanlega verður tekið i notk- un á næsta ári. Slátrað var i Breiðdal á þessu ári 13 þús. fjár sem er mun meira en I fyrra. Sjá má af þessu að ekki er nein uppgjöf i bændum i Breið- dalshreppi, þrátt fyrir undar- lega afstöðu nokkurra manna f garð landbúnaðarins. Eru flest skrif þessara manna þar að lút- andi I rauninni svo barnaleg og órökstudd að þau eru ekki svaraverð. Skólamál Nú er vetrarriki mikið i Breiðdal og þykir mörgum full- snemmt. Harðviðri hefur verið svo mikið að börnin komust ekki i skólann i tvo daga i siöustu viku. Barnaskólinn er i Staöar- borg, nokkuð miðsvæðis i byggðarlaginu. Skólinn er byggður sem heimavistarskóli en s.l. f jóra vetur hefur börnun- um verið ekið heiman og heim á degi hverjum. Hefur þetta fyrirkomulag mælst vel fyrir hjá flestum, þó að vegalengdir i skólann frá innstu bæjum I sveitinni séu i lengsta lagi, eða um 25 km. Skólahúsið i Staðarborg var byggt árið 1956, og þjónar ennþá vel sinu hlutverki. Húsið var mikiö endurbætt á þessu ári, en þó er nauösynlegt að taka upp þráðinn á næsta ári og ljúka þessu verki. Við skólann er áföst ibúð fyrir skólastjóra (eða kennara), og á skólalóðinni er ibúðarhús, þar sem einn kennari skólans er bú- settur. Einnig er á skólalóðinni félagsheimili sveitarinnar og fá börnin þar afnot af sal til iþróttaiðkana og leikfimi- kennslu. Vegamál Vegir hér innan sveitarinnar hafa verið erfiðir skólabilstjór- um, sérstaklega i dölunum. En á s.l. sumri var mikið unnið að vegagerð i Norðurdal og lokið við að leggja veg frá Tinnu- dalsá að utan og að innstu bæj- um i dalnum, sem eru Þorvalds- staðir og Tungufell. A næsta ári á að leggja brú yfir Breiðdalsá, liklega gegnt Flögu, og vonandi verður gertátak við að lagfæra þann voðalega óveg, sem er frá Asunnarstöðum og út að Tinnu- dalsá á Suðurdal. Meö þeirri frómu ósk læt ég þessu spjalli lokið. Tala búfjár á Austurlandi 1974-76 A Austurlandi er sama sagan og annarsstaðar að breytingin á búf jártölum á árunum 1974—1976 geng- ur i þá áttað nautgripum fækkar en sauðfé og hrossum fjölgar. Nautgripir Sauðfé Hross 1974 N-Múlasýsla S-Múlasýsla A-Skaftafellssýsla Seyðisfj. Neskaupstaður Eskifjörður Samkvæmt þessu hefur nautgripum á Austurlandi fækkað á þessu 3ja ára bili um 681, sauðfé fjölgað um 7.090 og hrossum um 224. —mhg 1974 1975 1976 1974 1975 1976 1974 1975 1976 1769 1442 1379 65.346 64.519 68.927 771 810 864 2193 1923 2033 53.246 52.363 55.024 573 590 614 1404 1286 1282 23.995 24.534 25.542 527 555 604 540 530 713 4 5 6 421 413 431 26 24 21 16 14 13 158 162 159 4 14 20 Rangæinga- félagid athafnasamt Rangæingafélagið i Reykjavik :ók haustið 1975 upp þá nýbreytni i starfsemi sinni að bjóða félags- mönnum þátttöku i kórsöng, likt og fleiri átthagafélög hafa staðið fyrir. Þá um veturinn var stofn- aður blandaður kór, sem siðan hefur starfað af dugnaði og lifgað mjög upp á félagsstarfið. Kórinn er deild i Rangæingafélaginu, og eru allir Rangæingar sem gaman íafa af söng boðnir og velkomnir :il þátttöku i kórstarfinu. 1 haust lófst þriðja starfsár kórsins, en lann hefur undanfarin tvö ár oft sungið á samkomum félagsins og jafnframt komið fram i Utvarpi og farið austur i Rangárvalla- sýslu i heimsókn til heimamanna. Var stofnuð kvennadeild innan féiagsins og hefur hún unnið af miklum dugnaði við að styrkja kórstarfið og afla fjár til þess. Föstud. 9. desember verður skemmtun i Hreyfilshúsinu við Grensásveg og verður þar til skemmtunar kórsöngur og myndasýning frá sumarferð Rangæingafélagsins. Húsið verð- ur opnað kl. 20.30,en dagskráin hefst kl. 22.00; að heúni lokinni verður dansað. Z-etu ljóð Margrét i Dalsmynni er enginn sérstakur z-vinur, eins og eftirfarandi erindi votta: 1 Z-liði er sóknarhiti, samt er það min von og trú að það sé Z-u banabiti, sem bruggað er á þingi nú. Þótt grafift sé i gamla hauga, glamrað og þrefaft lengi enn, og þingmenn vilji vekja upp drauga, vantar alveg galdramenn. Margrét i Dalsmynnf. Umsjón: Rftagnús H. GisSason

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.