Þjóðviljinn - 22.01.1978, Side 15

Þjóðviljinn - 22.01.1978, Side 15
Sunnudagur 22. janúar 1978 ÓÐVILJINN — SIÐA 15 Silja Aðalsteinsdóttir skrifar um barnabækur Tvær góöar útlendar Nú eruislensku barnabækurnar uppurnar,þær sem mér bárust og mál aö halda áfram aö sinna þvi besta sem barst aö utan. Þegar hefur veriö fjallaö um þær bækur þýddar sem aö'minu mati bera af aö gæöum hvort sem litiö er á inn- tak eöa frágang Berin á lynginu, safnritiö i þýöingu Þorsteins frá Hamri og Elsku Mió minn, fallega og sorglega ævintýriö hennar Astrid Lindgren. Bækurn- ar sem nú veröur rætt um eru báöar fyrir stálpuö börn og ungl- inga, báöar vel geröar og lika reglulega þarfar bækur. Stríösvetur Höf. Jan Terlouw. (Jlfur Hjörvar þýddi Iöunn 1977 Hollendingar gera góöa. barnabækur er mér sagt og hlúa vel aö góöum barnabókarithöf- undum. Ég get ekki lesiö holl- ensku og veit of litiö um hvað stendur I bókum þaöan, en i útliti finnst mér þær sérstaklega snotr- ar, mikiö og vel myndskreyttar þær sem ég hef séö og vandaðar aö ytra búnaöi. Sú bók sem hér um ræðir er ekki myndskrey tt og káputeikningin er ekki uppruna- leg (listamanns er hvergi getiö) en innihaldiö er sannarlega aölaöandi. Þetta bendir kannski til þess aö viö ættum aö þýöa fleira úr hollensku aö staöaldri en Barbapapa. Stiösvetur segir frá seinasta vetri siöari heimsstyrjaldar frá sjónarhóli 15 ára drengs í hollensk um smábæ. Faöir hans er þar bæjarstjóri. Fjölskyldan er ekki alveg á nástrái ennþá en miðlar gjöful þvi sem hún á til allra sem hennar leita. Og þeir eru margir. Striöi hefur geisaö í fimm ár.þús- undir hafa flosnaö uppfrá heimil- um sinum og flakka um þjóöveg- ina. Allir eru hræddir og van- næröir,margir eru búnir aö missa von um framtiö. Þaö er erfitt fyrir okkur hér aö gera oldcur þetta ástand i hugarlund en saga Michiels hollenska drengsins, hjálpar mikið til. Andspyrna gegn hernámi Þaö gerist ótalmargt I lifi Michiels þennan vetur. Hann er ekki annaö en unglingur en aö- stæöurnar krefjast þess af honum aö hann taki á sig ábyrgð eins og fulloröinn maður. Honum er þaö bæöi ljúft og skylt, þótt þaö valdi honum óumræöilegum erfiöleik- um og hugarangri. Hann lifir afar spennandi lifi þennan vetur, en þegar hann hefur loksins eitthvaö til aö stæra sig af og segja kunn- ingjunum þá er fyrsta boöoröiö að þegja. Oft er i holti heyrandi nær og sá heyrandi gæti veriö óvinur. Þjóöverji eöa Þjóöverjavinur. Meöal almennings I Hollandi var töluverö andstaöa gegn þýska innrásarliöinu og hersetunni og i landinu starfaöi öflug neðan- jaröarhreyfing, þótt ekki sé hún eins þekkt hér á landi og and- spyrnuhreyfingin norska. Eftir striö hafa þjóöirnar sem 82 þús. kr. minningargjöf Krabbameinsfélagi Islands barst fyrir nokkru minningargjöf um Þyri Sigriði Hólm frá Siglu- firöi, f. 21. april 1946, d. 21. okt. 1977, frá skólasystrum hennar i Húsmæðraskólanum á Lauga- landi veturinn 1963—1964. Gjöfin var aö upphæð kr. 82.000.- Vill stjórn félagsins hér með færa öll- um hlutaðeigandi alúöarþakkir fyrir að minnast félagsins á þenn- an hátt. Þjóöverjar hernámu viljaö trúa þvi aö allur almenningur, allir landsmenn, hafi veriö andvigir Þjóöverjum. Þaö er ekki rétt, þvi þeir leyndust viöa kvislingarnir og einn þeirra er persóna i sögu Michiels. Sú persóna og lýsing hennar er eitt af þvi sem gerir söguna raunsæja og sannfærandi. Mannskilningur höfundar kemur £0BS0N / 'S fHÍPSS betur fram i lýsingu svikarans en flestraannarra og þó er mannval mikiö og gott i sögunni. Lýsingin á umhverfi og ööru sögusviöi er miklu breiöari en lesendur barnabóka eiga aö venj- ast. Lesandi kynnist bænum, um- hverfi hans og ibúum mjög vel, ungum jafnt sem gömlum. En gott heföi veriö aö hafa kort I bók- inni til aö átta sig á hvar i Hol- landi bærinn er. Héraðið er ekki merkt inn á venjuleg skólalanda- bréf enda fær Holland ekki mikiö pláss þar. Verðlaunabók Striösveturvar valinbesta holl- enska unglingabókin áriö 1973 enda er hún bókmenntalegt lista- verk,vel skrifuð,spennandi, sam- félagslega raunsæ og vekjandi lesning fyrir unglinga sem alltof oft sjá bara glamúrhliðar striös i bókum, kallamannaleikinn og hetjudýrkun hans. Hér er sagt frá áhrifum þessa hörmulega hildar- leiks á venjulegt fólk I venjuleg- um smábæ, fólk sem viö þekkjum öll. Þaö er ögn hollari lesning en striðsbækur eru yfirleitt. Leiðrétting I setningu Striösvetrar hafa orðiö mjög bagaleg mistök sem ég vil nota tækifærið og leiörétta hér.Þeir sem eiga bókina og hafa áhuga á geta auðveldlega fært leiðréttingarnar inn i eintök sin. Égtek fram að til öryggis fékk ég ensku útgáfuna sem þýtt var eftir lánaða hjá forlaginu svo allt yröi satt og rétt: Fyrsti kaflinn á að enda á neðstu greinaskilum á bls 10. Siöasta setningin 1 kaflanum á aö vera þessi: „... og vissi ekki framar af eittþúsund sexhundruöustu og elleftu nótt þýska hernámsins.” Siöan skal lestri haldiö áfram I byrjun 2. kafla á bls. 16. Sá texti sem er þarna á milli (frá bls. 10 neðst til og meö bls. 15) á aö fly tjast á bls. 70 og koma allur i einu lagi i önn- ur gránaskilin á siöunni. (Orða- lagiö er kannski flókiö en i reynd er þetta alveg ljóst ef bókin er viö höndina!) Aö ööru leyti er frágangurinn á bókinni þokkalegur, helsti mikiö um óþarfar gæsalappir en litiö. um prentvillur. Þýöingin er góö en mikiö væri gaman ef bókin heföi veriö þýdd beint úr frum- málinu. Okkur finnst fúlt til dæm- is þegar Islensk verk eru þýdd úr dönsku á ensku enda vill breikka biliö milli frumtexta og þýöingar viö slika milliliöi. Barnið hans Péturs Höf.: Gun Jacobson Jónina Steinþórsdóttir þýddi Æskan 1977 Barniö hans Péturs er mjög ólik Striðsvetri aö flestu leyti, ólikur timi, ólikt umhverfi, aöstæður og atburöarás. Sameiginlegt eiga sögurnar aö vera báöar vekjandi og taka vel á erfiöum og óvenju- legum viöfangsefnum. Barniö hans Péturs gerist i sænskum bæ 1 nútimanum. Pétur er 16 ára en ekki búinn með grunnskólann ennþá, hann byrjaði i skóla ári seinna en venjulegt er vegna þess aö hann var seinn til. Hann er yngstur fjögurra systkina og einn eftir heima. Faöir hans er smiður,illa farinn af drykkjuskap, móöirin er nýbúin að fá gott starf utan heimilisins.áður hefur hún drýgt stopular tekjur fjölskyldunnar með skúringum og hreingerning- um. Þau búa I einu herbergi og eldhúsi,Pétur sefur I eldhúsinu, foreldrarnir I herberginu. Pétur er kaldur kalli, þýtur um á skellinöðru reykir og drekkur bjór. Hann var um tima mikið meö stúlkunni Mariönnu en hún varð leið á honum og sleit sam- bandi þeirra nokkrum mánuðum áður en sagan hefst. Þá var hún orðin ófrisk eftir Pétur og hefur nú fætthonum dóttur. Pétur hefur ekki mikinn áhuga á þessu barni sinu en þegar hann fréttir aö Maríanna sé að flytjast til Stokk- hólms langar hann þó til aö sjá litlu stelpuna áöur en hún fer. Marianna hefur hins vegar ekki i hyggju aö taka barniö meö sér. Hún veröur fyrir aökasti heima fyrir og getur ekki búiö þar meö þaö. Sagan spinnst svo út frá þeirri ákvörðun Maricmnu aö skilja barniö eftir hjá Pétri sem vissulega hefur skyldur viö þá litlu ekki siöur en móöirin. Vandinn að vera pabbi Hvaö gerir 16 ára gæi þegar hann verður allt i einu forráöa- maöur kornabarns? Þarf að mata þaö og hiröa, hafa þaö hjá sér i eldhúsinu á næturnar sitja bund- inn yfir þvi öll kvöld og meira að segja fara meö þaö meö sér i skólann vegna þess aö hann hefur ekki efni á að setja þaö i dag- gæslu.Móöir hanserloksins oröin frjáls og eölilega ófús aö fórna góöu starfi og byrja upp á nýtt með ungbarn. Það er sjálfsagt ekki auöveldara fyrir rosknar konur aö fá vinnu I Sviþjóö en hér heima. Sagan lýsir vandræöum Péturs á afar skemmtilegan og aölaöandi hátt og lika þeim óljósu og flóknu tilfinningum sem drengurinn fyllist til barns sins smám saman. Auk þess tekur sagan meö i reikninginn viöbrögö allra i kringum Pétur, foreldra hans, kennara, starfsmanna barna- verndarnefndar og almennings i bænum. Allir eru sannfærðir um aö Pétur gefist upp fyrr en varir, hann sé bara aö sýnast. Lesandi veit hvertstefnir i bókarlok en þó er ýmislegt óákveöið I lokin enda hefur Gun skrifað aöra bók um Pétur og barniö hans sem von- andi kemur á islensku fyrr en varir. Þetta er yndisleg saga full af bjartsýni og mjög timabær þvi strákar mega vel vita það aö þeir geti séö um böfn engu siöur en stelpur. Þaö má ef til vill finna aö þvi aö atvik i sambandi viö brott- flutning Mariönnu séu ósannfær- andi og lauslega afgreidd I sög- unni en þaö er ekki stórmál. Mál mála er hvernig tekst til meö Péturog reynslu hans. Þar er fátt aðfinnsluvert — ef til vill helst það hvaö barniö er undur þægt og ljúft, minnir á skemmtiTegt leik- fang. Mjólk eða súpa Þýöingin hefur tekist lakar en skyldi. Málfarið er óþjált, ekki sist i samtölum viöa beinlinis óeölilegt: „Þaö var betri timi þegar hann var 15 ára.” (64) „Allt gengur svo hægt, þegar hann er neyddur til aö nota aðeins fæturna.” (65) „Piltur aöeins 16 ára — meö hjól og allt — hann þarf að hlaupa af sér hornin.” (74) „Hvitar mýs I kennslustof- unni,sleppt hundi inn á leikvang- inn i miðri knattspyrnukeppni kastaö smásteinum i rúöur hjá ókunnu fólki á dimmu kvöldi, ljót ogklúr orð skrifuö á veggi og þilj- ur. sundurtættar bækur, skoriö með hnif á bekki o.s.frv. ” (107) Dæmimáfinnaá hverriblaösiöu. Svo er ýmislegt undarlegt I textanum eins og t.d. þaö aö barniö fjögurra vikna fær enga mjólk.alltaf súpu. Ég held aö það sé ekki uxahalasúpa sem hér er átt við heldur hljóti súpan að vera mjólkurblanda sem Pétur býr til úr dufti I pakka. Frágangur er þokkalegur, fáar prentvillur en stundum skipt skrftilega milli lina (af-tur, cau-sár). Gámakerfi fyrir hjálp í viðlögum Eins og allir vita veröur æ meira um þaö um allan heim aö flutningar eigi sér staö I stórum gámum. Þykir flestum þetta framför nema hafnarverkamönn- um sem missa vinnu viö tilkomu þessara tækni. Hönnuöir vestur-þýska firmans Porsche hafa lagt fram hug- myndir um einskonar gámakerfi fyrirhjálp I viölögum. Hugmynd- in er sú, aö slysavaröstofur hafi tilbúna nokkra gáma meö öllum helstu tækjum til aö gera aö meiöslum, gefa blóö, aöstoöa hjartasjúklinga osfrv. Þegar eitt- hvert tæki er ekki i lagi, eöa ein- hverjar birgðir eru brotnar á aö vera fljótlegt aö skipta um gáma á bilgrind. Þá á einnig aö vera hægt aö útbúa sérhæföa sjúkra- gáma og búa til úr þeirn I skynd- ingu heilt gámasjúkrahús — eins og myndin sýnir. 51 UKf K/IiIilJ i/i^nra MaWwm tm Asmjöri Núna kostar kílóið aðeins 880.-kr.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.