Þjóðviljinn - 03.02.1978, Síða 1

Þjóðviljinn - 03.02.1978, Síða 1
UÚWIUINN Föstudagur 3. febrúar 1978—43. árg. 28. tbl. 50 miljónir frá einu fyrirtæki Sjá greinargerðir á 2. síðu blaðsins BSRB mótmælir öllum hug- myndum um kjaraskerðingu Kvikmyndahátíðin sett í gser Kvikmyndahátf&in 1978 var sett i gær. Þetta er 10 daga hátift meö dagíegum tiðindum úr þessari ungu listgrein. t gær veitti menntamálaráð Agústi Guðmundssyni ungum kvikmyndastjóra styrk til kvikmyndagerðar og tók Ágúst viö styrkinum viö upphaf samkomunnar i gær sem haldin var i Háskólabiói. Wim Wenders flutti ræðu við setningu hátiöarinnar i gær og er myndin tekin þegar hann steig i ræðustól. Nánar segir frá hátíðinni á 2. siðu. Á stjórnarfundi BSRB sl. þriðjudag, 1. febrúar, var eftirfarandi tillaga samþykkt einróma og með öllum greiddum atkvæðum: „Stjórn BSRB mótmælir harðlega öllum hugmyndum um að skerða nýgerða kjarasamninga opinberra starfsmanna eða afnema visitöluá- kvæði samninganna. Vili stjórnin i þvi sambandi vekja athygli á þvi, að meginhluti hækk- unar á kauptöxtum félagsmanna BSRB eru verðlagsbætur vegna hinn- ar stórfelidu dýrtiðar hér á landi og auka þvi alis ekki kaupmátt launa. Grunnkaupshækkun sú, sem BSRB og bæjarstarfsmannafélögin sömdu um við fjármálaráðherra og sveitarstjórnir miðaði að þvi að bæta opinberum starfsmönnum þá gifurlegu kjaraskerðingu, sem þeir urðu fyrir á árunum 1974—1977, svo og aö leiörétta launakjör opinberra starfsmanna miðað við sambæriiega starfshópa. Kaupmáttaraukning opinberra starfsmanna i siöustu kjarasamning- um er sist meiri en aukning þjóðartekna og þjóöarframleiðslu undan- farin ár.” MÁL BORGARLÖGMANNS: Skýrslu er að vænta Birgir ísleifur Gunnarsson, borgarstjóri, skýrði frá þvi utan dagskrár á borgarstjórnarfundi i gær, að hann kannaðist ekki við, og enginn af embættismönnum borgarinnar, að borgarráði heföi borist bréf um misferli einstakra embættismanna, en þvi bréfi sið- an stungið undir stól, án þess það væri rætt. Yfirlýsingu þessa gaf borgar- stjóri vegna ummæla Páls Lin- dal, fyrrv. borgarlögmanns, um að slíku bréfi hafi verið stungið undir stól meðan úlfaþytur væri gerður út af hans eigin máli. I umræðum, sem spunnust vegna yfirlýsingar borgarstjóra, í dag kom fram að borgarráð hefur fengið i hendur skýrslu frá borgarendurskoöun um rannsókn málsins. Hefði borgarráð ekki lokið athugun sinni á skýrslunni, og meðan svo væri, litu borgar- ráðsmenn allir svo á, að hún væri trúnaðarmál. Borgarráð hefði gert ýmsar athugasemdir við skýrsluna og lagt fyrir borgar- endurskoðanda að svara þeim skriflega fyrir hann. Þá kom það fram, að borgarráð væntir svara frá borgarendur- skoðanda i dag, og er þess að vænta, að borgarráð gefi út yfir- lýsingu um málið að loknum fundi sinum i dag. —úþ Dómsorð Hœstaréttar í aðalmálinu gegn Þjóðviljanum: Engar miskabætur handa VL-ingum Hæstiréttur kvaö i gær- morgun upp dóm í máli VL-manna gegn Þjóðvilj- anum. Dómur þessi er um margt athyglisverður í samanburði við fyrri dóma hins nýja Hæstaréttar. i dómnum hafnar meirihluti hæstaréttar miskabóta- kröfum VL-manna alfarið. Meirihluta hæstaréttar skipuðu Þorsteinn Thorarensen, borgar- fógeti, Unnsteinn Beck, borgarfó- geti og Jón Finnsson, hrl. Minni- hlutinn vildi dæma VL-ingum sárabætur, en minnihlutann skipa Halldór Þorbjörnsson .firsaka- dómari og Guðmundu. lngvi Sig- urðsson hrl.Er skipting dómend- anna á sama vegog stundum fyrr og hafa þeir Guðmundur Ingvi og Halldór áður verið þeirrar skoð- unaraðganga ætti lengra til móts við kröfur VL-inga. Niðurstaða dómsins varö ann- ars þessi i heild: „Gagnáfrýjandi Svavar Gests- son greiði 30.000 króna sekt til rik- issjóös. Ummæli sem rakin eru i for- sendum (I.A.l. og 3., II., III., IV., V., VI., VII. B.I., 2., 3., 6. og 7., IX.1-2., X., XI.A.l. og 4., XII., XIII.1., XIV.l. 5og 7, XV, XVI. og XVII) skulu ómerk. Gagnáfrýjandi greiöi aöal- áfrýjendum sameiginlega 40.000 kr. til þess að kosta birtingu dóms þessa i opinberum blöðum. Birta skal dóm þennan i fyrsta eða öðru tölublaði dagblaösins Þjóðviljans, sem út kemur eftir birtingu dómsins. Gagnáfrýjandi greiði aðal- áfrýjendum sameiginlega 200.000 kr. i málskostnaö i héraði og fyrir Hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viölagðri aðför að lögum.” Sératkvæði Halldórs og Guð- mundar Ingva var á þessa leið: Viö erum sammála úrlausn meiri hluta dómenda nema um miskabótakröfuna, sbr. 3. lið kröfugerðar aðaláfrýjenda. Gagnáfrýjandi er sekur fundinn um refsiverða meingerðgegn æru aðaláfrýjenda, svo sem greinir i atkvæöi meiri hlutans. Af þessum sökum teljum við að aðaláfrýj- Framhald á bls. 14. Endurnýjun og efling Skipaútgerðar rikisins SJÁ OPNU Kratar köstuðu Jóni fyrir róða Alþýðuflokksfélögin i Reykjaneskjördæmi ákváðu á kjördæm isráðsfundi á miðvikudagskvöld hvernig endanlcgur framboðslisti flokksins við alþingiskosn- ingar i þvi kjördæmi skuii skipaður. Var þar sainþykkt að Jóni Armanni Héðinssyni, núverandi þingmanni flokks- ins I kjördæminu, skyldi varpað út i ystu myrkur. Þjóðviljinn hefur það eftir áreiðanlegum heimildum, að ætlun uppstillingarnefndar hafi verið sú, aö leggja fyrir kjördæmisráð tvo valkosti um skipan þriðja sætis listans. Skyldi kjördæmisráð skera úr um þaö, hvort þar ætti að sitja Jón Armann Héðinsson eða Gunnlaugur Stefánsson Gunnlaugssonar fyrrv. alþm. úr Hafnarfirði. Frá þessu var horfið á siðustu stundu vegna eindreginnar andstöðu Gunnlaugs, Stefáns föður hans og Finns Torfa bróður hans, sem skipar efsta sæti á framboðslista Alþýðuflokks- ins i Noröurlandskjördæmi vestra. Var þvi lagt fyrir kjördæmisráðið, að þriöjá sætið skyldi skipað Gunn- laugi. Listi þeirra krata veröur þvi svo skipaður, að i efsta sæti verður Kjartan" Jóhannsson, verkfræöingur úr Hafnarfirði, i öðru sæti Karl Steinar Guðnason form, Verkal.- og sjómannaféj. Keflavikur, i þriöja sætinu Gunnlaugur Stefánsson, guö- fræðinemi úr Hafnarfirði, og Ólafur Björnsson, útgerðar- maður i Keflavik skipar svo fjórða sætið. Þjóðviljinn reyndi i gær árangurslaust að ná tali af Jóni Armanni Héðinssyni. , -úþ.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.