Þjóðviljinn - 17.02.1978, Síða 7

Þjóðviljinn - 17.02.1978, Síða 7
Föstudagur 17. febrúar 1978 l^JÓÐVILJINN — StÐA 1 Og ef það er ekki heppilegt fyrir sósíalismann að menn séu óbilgjörn stálmenni heima og heiman, þá verður maður að vita hvernig slíkt fólk verður til, Stalínar og Stalínur. Steinunn Jóhannesdóttir, leikari: Feður og synir og dætur Þaö hefur nú gerst annað árið i röð, að leiksýning i Þjóðleik- húsinu verður mönnum tilefni til ritæfinga á opinberum vett- vangi, þar sem kemur i ljós að skoðanir manna eru mjög skipt- ar á innihaldi verks. t fyrra var það sá frægi Lér konungur, i ár er það leikrit Vésteins Lúðvíks- sonar, Stalin er ekki hér. Spurn- ingin er, hvort andi þess mikla alþýðuleiðtoga svifi enn yfir vötnunum hér og þar, eða hafi gert það 1957, árið eftir að búið var að afhjúpa vin verkalýðsins sem höfuðpaurinn i útrýming- arherferð gegn kommúnistum af annari gráðu en þeirri, sem hann taldi æskilega. Auk þess er spurt i hve viðtækri merkingu megi nota hugtakið stalinisma. Má einungis nota það yfir stefnu Stalins eða er það viðara hug- tak, sem vlsar til ákveðinnar hegðunar og hugarfars? Eru fasistar bara aðdáendur Musso- linis sáluga, eða er átt við ein- hverja sérstaka manngerö? Leikhús er litils virði nema það geti valdið einhverjum geðshræringum, komið fólki til að hlæja, gráta, hugsa. (Nokkur heyrt slagoröið: Leikhús á að vekja til umhugsunar.) Nú virö- ist sem sagt hafa tekist svo vel til aö allt þetta hefur gerst, og fullt af fólki, sem finnur hjá sér hvöt til aö segja frá þvl, hvað þvi finnist um kosti og galla verksins og höfundinum ætlað sitt af hverju, allt frá þvi að langa til að sýna verk sitt fasist- um i Chile (sjá Þjóðv. 14.1.) til þess að vera flokksbundinn i Alþýðubandalaginu. (Morgun- bl. 11.2.) Honum hefur tekist að snerta þá strengi 1 brjóstunum, að ljóst er að fólk lætur sig verk hans nokkru skipta, fyrir sum- um er það greinilega mjög við- kvæmt mál. Af hverju er það svona við- kvæmt mál? Eiginlega er það svo viðkvæmt mál, að það er varla að maður hætti sér út á þann hála Is að hafa skoðun á þvi. Auk þess er það flókið. Ég held ég láti samt vaða. Leikritið, Stalln er ekki hér, fjallar ekki um Jósep Stalln, eins og kunnugt mun orðið, en það fjallar um mann, sem eitt sinn hefur litið á Stalin sem leið- toga sinn og mænt vonaraugum til Ráðstjórnarrikjanna, þar sem allar fegurstu hugsjónir mannkynsins áttu að rætast. Ef rétt væri á málunum haldið. Ef nógu viturlega væri stjórnaö af hinni upplýstu forystusveit. Ef arðinum af vinnunni væri rétt- látlega skipt. Ef, ef, ef. A þeim tima sem leikritið um Þórð Karlsson, járnsmiö I Land- smiðjunni og fjölskyldu hans gerist, hefur ef-unum fjöigað til muna. Jafnframt því sem bakið á Þórði bognar kemur I ljós, aö ,,það hafa verið gerð mistök i Sovétrikjunum”. Og hann, sem alltaf hefur veitt börnum sinum föðurlega forsjá, og verið þeim. ‘fyrirmynd i fórnfýsi og dyggð- ugu liferni, að visu strangur en réttlátur yfirboðari, verður að reyna, hvaö það er að eiga grimmar dætur og drykkfelldan kjaftforan son. Heimsmyndin hrynur og heimiliö splundrast. „Hvaðhefég gert?”, spyr Þórð- ur. Dóttir hans, Hulda gefur I skyn, að hann hafi gert svipuð mistök og Stalln, hann hafi verið einráður harðstjóri á „sinu heimili”, eða „Ihaldssamur for- stjóri”, einkallfi sinu hafi hann lifað i mótsögn við pólitiska hugsjón sina, takmark sósialismans um algjört jafn- rétti. Þetta er þungur dómur um þreyttan mann, einn af frumherjum sósial- iskrar hreyfingar á Islandi: Það er von að mönnum sárni. Og það er von að Þórði sárni, þegar þessi dómur er felldur af dóttur hans, sem hann hefur sjálfur uppfrætt um sósíalism- ann, gert að sálufélaga sinum, og sem kannski er honum þess vegna kærust barna. Hvernig getur hún verið svona grimm við pabba sinn? Hvernig geta dætur verið grimmar við feður sina? Hvers vegna gera börn uppreisn gegn foreldrum sin- um? Sósialistum hefði kannski ekki sárnað eins mikið ef Þórð- ur hefði kosið Ihaldið, og Ihaldið heldur kannski að það sé stikk- fri af þvi Þórður er kommi, en höfundur hefur vit á að gera málið flóknara en svo. Það er ekki hægt aö afgreiða uppgjör Þórðar og Huldu með þvi ein- faldlega að þau séu ósammála i pólitik. Þau eru ósammála um, hvað sé pólitik. Þau eru ósam- mála um, hvernig eigi að lifa lif- inu. Þau eru ósammála um rétt- mæti og nauðsyn þess að börn brjótist undan yfirráðum for- eldra sinna, þau eru ósammála um, hvar mörkin iiggi milli ein- ræðis og „skynsamlegrar for- sjár þeirra, sem reynsluna hafa”. Þau eru ósammála um Stalin, og þau . eru ósammála um, hverja sé hægt aö bendla við nafn hans. Þau eru sem sé ósammála um, i hve viðtækri merkingu sé hægt að nota hug- takiö stalínisma. Nákvæmlega sama vanda- málið vefst fyrir höfundum nokkurra dagskrárgreina, sem hafa birst hér I Þjóðviljanum og fjallað um leikrit Vésteins. Hvaö er stalinismi? Hver er stalinisti? Það er vist hægt að gera hug- tök svo vlö, að þau glati allri merkingu, en það er líka hægt að þrengja þau svo, að þau nái ekki yfir neitt. Allir vita að eftir ósigur Þjóðveraja i seinna strið- inu fyrirfannst varla nokkur nazisti i öllu Þýskalandi. Var hugmyndin á bak við orðið naz- isti gufuð upp. Er enginn stalln- ismi til lengur af þvi búið er að skýra upp götur og borgir, steypa styttum af stöplum og af þvi Stalín fær ekki lengur að sofa hjá Lenin i grafhýsinu á Rauða torgi. („Ö langt er nú umliðið / siðan láréttum i hinzta sinn þar verðir mér vörpuðu á dyr” : Megas.) Er það nóg fyrir flokk eða mann, sem gerir upp við staliniska fortið sína að for- dæma Stalin fyrir að hafa lát- ið drepa of marga kjósendur, eða þarf að gera alveg sérstak- lega upp við staliniskt hugar- far? Það síðarnefnda virðist vera skoðun Vésteins. Þess vegna reynir hann að bregða upp mynd af manni, sem aðhyllist ekki bara sósialisma á þeim tima, þegar Jósep var „óumdeilanlegur leiðtogi sósialiskrar hreyfingar um all- an heim”, heldur er hann lika ákveðin manngerð, sú mann- gerð, sem trúir á forræði hins sterka og alvitra, lýtur flokks- aga og sjálfsaga og ætlast til þess sama af öðrum. Sá sem hlýðir skilyrðislaust getur llka farið að heimta jafn skilyröis- lausa hlýðni af þeim sem undir hann eru settir, það fer bara eftir stöðu hans I valda- og virð- ingarröðinni, hversu marga hann má krefja um hlýðni og undirgefni. Ef þessir tveir synir alþýðunnar eiga eitthvað sem- eiginlegt, þá er það sannarlega ekki nóg til þess að þeir nái jafn- langt. Annar klifur valda- og virðingarstigann i topp I stærsta riki veraldar, hinn situr bara i efstu tröppunni heima hjá sér. Milljónir verða að sitja og standa eins og annar vill, heimilisfólkið eins og hinn vill. Báðir unna alþýðunni heitt og annar tjáir henni ást sina með þvi að hefja sig upp fyrir hana og elskar hana eftir það svo ástriðufullt að honum finnst réttast að taka alla þá af lifi, sem ekki skilja, hvað sé velferö hennar, hinn með þvi að teljast til hennar alla tið og verja mál- stað hennar úr þeirri stöðu. Það er margt sem skilur þá að, fleira en höf og lönd, en þeir eru samt tengdir. Þeir eru tengdir sömu pólitisku hugsjón, þeir eru strangtrúaðir á hana, þeir hafa svipaðar skoöanir á þvi, hvernig fólk eigi að hegða sér i þágu hugsjónarinnar, hvernig fólk eigi aö vera, hvern- ig fólk eigi að hugsa, hvað fólk eigi að lesa (og ekki laumast i neitt I öðrum húsum) og þeir gefa skipanir þar að lútandi og ætlast til að þeim sé hlýtt. Ef „þörf krefur” beita þeir refs- ingum eftir þvl sem þeir hafa ráð á. Þeir reka fólk að heiman eða úr flokknum og senda það til Siberiu, og af þvi að Stalln haföi ■ svo mörgum stalinistum á að skipa, þá gat hann gert hermd- arverk sin mun fjölbreytilegri en almenningur hefur ráð á. Þrátt fyrir (dálitinn) ein- strengingshátt og húmorsleysi held ég að flestum þyki Þórður traustur og heiðarlegur maður, hann minnir á margan pabb- ann, og snúi maður sér aftur að Stalln þá er barnaskapur og sögufölsun að láta eins og hann hafi ekki gert neitt annað en láta ,. myrða fólk. Þvert á móti lét hann framkvæma margt svo stórfenglegt að fólk fékk glýju I augun og gengur kannski með hana enn — sumt. Þeim mun þyngra varð áfallið, þegar myrkraverkin fóru að koma i ljós. A sama hátt og það er áfall fyrir sum börn að komast aö þvi, að foreldrar þeirra eru ekki fullkomnir, að þau aðhafast ýmislegt I myrkrinu, að þau hafa ekki sagt satt, hvernig heimurinn er, hvort sem þaö er af fávísi eða vegna þess að það er ekki holt fyrir börn að vita alla skapaða hluti. (Það er vist ekki heldur hollt fyrir fullorðiö fólk að vita alla skapaða hluti, ekki einu sinni það sem það þegar veit um eða i þaö minnsta grunar, sbr. úrskurð saksókn- ara og fleiri siðgæðisvaröa I klámverndunarmálinu svokall- aða, svo maður taki nýlegt dæmi um stalinisma (?). 1 sliku máli væru þeir allir á einu máli Jósep og Þórður og Þórður, þó þeir væru ekki I sama flokki. Það verður að hafa vit fyrir fólki þegar Veldi tilfinninganna erannars vegar. „Klám” er eitt af því, sem verður að banna. En hvað er klám? „Loðið og teygj- anlegt hugtak eins og listin” sagði prófessor Jónatan i sjón- varpinu og brosti út I annað. Ég stokkroðnaði. Er hægt að demba svona tviræðni yfir hvert einasta blásaklaust heimili i landinu, Hvar eru samtökin Varið velsæmi?) Þessi litla klámsaga innan sviga kemur kannski umræddu leikriti Vésteins ekki beint við, ekki að öðru leyti en þvi að „klám” væri aldrei leyft á heimili Þórðar Karlssonar, þar er allt stripl bannað, nema á bak viö læstar dyr, þegar búið er að slökkva ljósið. Þaö að ein- hverjum þyki gama'n að sofa hjá heyrir ekki Þórður. Blessaður kallinn. Hann heyrir það eitt sem hann vill heyra og „skilur þaö eitt sem þarf að skilja”. En börn hans vilja neyða hann til að sjá hlutina I nýju ljósi, þau leyfa sér að segja föður sinum til syndanna. Þetta eiga krakkar til. Það er ekki hægt aö skoða þetta leikrit bara út frá þvi hvort pólitlska umræðan sem fram fer I þvl sé hugsanleg árið 1957, sennilega er hún það þó, það er llka og ekki siður verið að fjalla um samskipti foreldra og barna. Þess vegna er það, að þegar börn Þórðar snúast gegn honum, þá er það ekki bara I pólitikinni, þau snúast gegn honum persónulega, þau brjót- ast undan ráðrlki hans og tjá það með pólitiskum slagorðum. Þaö er svo miklu fleira sem ger- ist á pólitiskum fundi en að fólk skiptist á rökum og skoðunum, það hatast og elskast og bist um völdin. Og þvi meiri tilfinningar sem eru meö I spilinu því hat- rammari veröur deilan. Eins og á milli foreldra og barna. Eins og i fjöldskyldum. Pólitik er eins gott yfirskyn og hvaö annað til að hleypa ástriðunum út, hefna persónulegra harma sinni, pólitikin rúmar alls kyns mannleg undarlegheit. Hulda fyrirgefur ekki pabba sinum það, að hann brást henni I eina tiö, aö hann gaf henni heimsmynd, sem ekki stóöst nánari skoðun, að hann notaöi hana kannski til að bæta sér upp hjónabandsóhamingju, (hann talar við hana um flokkinn) og hún fyrirgefur honum ekki held- ur, hvernig fór um framkvæmd sósialismans, það er honum og mönnum eins og honum að kenna að tilraunin mistókst! Stalínistunum! Þessari ákveðnu manngerð, karlmanninum sem hefur og trúir á valdið, imynd hins stranga föður, sem alltaf hefur á réttu að standa og þorir aldrei að sleppa hendinni af börnum sinum, fyrr kremur hann þau i greip sinni. Það er lika kyrkingur I þessum krökk- um hans Þórðar, þau eru ekkert sérlega yndisleg, þau eru til- finningalega bækluð eins og fólk verður, sem er alið upp undir harðstjórn. Það er niðurstaðan af því að skoða þessa fjölskyldu- mynd. Hvernig á þá að ala upp börn, hverjir eiga að gera það og hvenær hætta börn að vera börn? Þetta eru slgildar spurn- ingar ekki sist fyrir sósialista og aðra þá sem vilja breyta heim- inum frá grunni. Ef á að gera þaö, þá verður nefnilega að byrja á byrjuninni. Þess vegna er jafn mikilvægt að huga að einkalifinu og efnahagsllfinu. Þess vegna er ekki gott að pólitisk hugtök séu of þröng. Þess vegna er nauðsynlegt að vita, hvað stalinismi er. Og ef það er ekki heppilegt fyrir sósialismann að menn séu óbil- gjörn stálmenni heima og heim- an, þá verður maður að vita hvernig sllkt fólk verður til, Stalinar og Stalinur. I leikritinu Stalln er ekki hér er ekki fundin nein leið út úr ógöngunum, en þar er þó gerð tilraun til að ræða vandamáliö. Þótt það sé viðkvæmt mál. Samdrykkja um skáldskap og túlkun Þrír kunnir heimspekingar, Paul Ricoeur, Lars Hertzberg og Peter Kemp Félag áhugamanna um heim- speki, Norræna húsið og heim- spekideild Háskóla Islands gang- ast fyrir samdrykkju um skáld- skap og túlkun helgina 18. og 19. febrúar. Fyrirlesarar á samdrykkjunni verða Paul Ricoeur, prófessor i Paris og Chicago, Peter Kemp, lektor I heimspeki við Kaup- mannahafnarháskóla og Lars Hertzberg, heimspekingur frá Helsinki. Dagskrá samdrykkjunnar er sem hér segir: Laugardaginn 18. feb. 13.00-15.00 Lars Hertzberg: „Psychology as a Hermeneutic Study” 15.00-16.00 Kaffihlé 16.00-18.00 Peter Kemp: „Videnskap og sprog I det politiske engagement” Sunnudaginn 19. feb. 14.00-16.00 Paul Ricoeur: „The Narrative Function’ Allir fýrirlestrarnir verða flutt- ir i Lögbergi, húsi lagadeildar, og eru öllum opnir. Um Paul Ricoeur Paul Ricoeur, prófessor í Paris og Chicago, er heimskunnur fræðimaður á sviði heimspeki og einn virtasti heimspekingur Frakka nú á dögum. Hann er fæddur árið 1913 i Valence i Frakklandi. A striðstlmanum var hann fangi Þjóðverja og vann i fangelsinu við að þýða þýsk heim- spekirit yfir á frönsku. Meginritverk Ricoeurs er Heimspeki viljans (Philosophie de la Volonté), en því verki sem er í mörgum bindum er enn ólok- ið. I þeim bindum sem birst hafa fæst Ricoeur við að greina þau hugtök sem liggja viljalífi manna og þar með athöfnum þeirra til grundvallar. Þá er þar einnig að finna vlðtæka heimspekikenningu um manninn sem þekkingarveru, viljaveru og tilfinningaveru, ásamt greiningu á trúarlegu táknmáli sem tjáir reynslu manna af hinu illa, sekt þeirra og sakleysi. Með þessum ritum sinum og mörgum öðrum ritgerðum hefur Ricoeur haslað sér völl i sam- timaheimspeki sem einn merk- asti fræöimaður okkar tfma á sviðikenninga og aðferða I mann- vfsindum. Rannsóknirsinar hefur hann nefnt túlkunarfræði, fræði um aðferðir við rannsóknir á mannlifinu, sögu manna og menningararfi, — fræði um það hvernig mönnum sé unnt að öðl- ast skilning á eigin lífi og tilveru. SiDasta bók Ricoeurs nefnist Hin lifandi liking (La métaphore vive) og kom Ut 1976: eru I þvi riti átta ritgerðir um llkingamál með hliðsjón af fornum sem nýjum rannsóknum I skáldskaparfræði, guðfræði, mannfræði og heim- speki. Fyrirlestur Ricoeurs á sunnudaginn hinn 19. þ.m. nefnist á ensku „The Narrative Func- tion” og f jallar um tengsl sögu og skáldskapar, en kenning Ricoer- us er sú að mjög náin tengsl séu með svonefndum sönnum frá- sögnum og skálduðum. ’ Framhald á bls.2i

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.