Þjóðviljinn - 11.04.1978, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 11.04.1978, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 11. april 1978 ÞJOÐVILJINN — I Pressuleikur í körfuknattleik: Landsliðið á réttri leið Eftir góðan sigur gegn liði íþróttafrétta- manna 106:102. Pétur Guðmundsson lék með landsliðinu og vakti kátínu. Landliðið i körfuknatt- leik vann mjög svo kær- kominn sigur yfir liöi þvi sem íþróttafréttamenn höfðu valið er liðin mætt- ust í pressuleik í Haga- skóla á sunnudaginn. Leikurinn var vel leikinn af beggja hálfu. Pétur Guðmundsson, maðurinn sem allir binda svo miklar vonir við i sam- bandi við Polar Cup sem verður haldið hér í lok þessa mánaðar, lék með landsliðinu og þótti standa sig vel. Sýndi hann margt skemmtilegt og er greini- legt að hann verður lands- liðinu styrkur er það leikur gegn hinum Norðurlöndun- um. „Pressan” var lengst af yfir i fyrri hálfleik gegn landsliðinu.og með þrjá bandariska leikmenn gekk landsliðsmönnum okkar erfiðlega að stöðva pressuna. Þeir léku vel þeir Dunbar, Mark og Rick og lögðu öðrum fremur grunninn að þessari frammistöðu pressuliðsins. Stað- an i leikhléi var 48*45 landsliðinu i vil. í siðari hálfleik tóku landsliðs- menninrir sig verulega saman 1 andlitinu og náðu á lokaminútun- um að tryggja sér mjög svo kær- kominn móralskan sigur fyrir Polar Cup 106:102. Það var oft frábært að sjá til pressuliðsins á sunnudaginn. Dunbar lék mjög vel og lék félaga sina Rick Hockenos og Mark Christiansen mjög vel uppi og mataði þá óspart. Þeir þrir voru áberandi bestu menn pressuliðs- ins. Landsliðið undir stjórn Helga Jóhannssonar lék vel að þessu sinni og gefur leikur þess góðar vonir um góða frammistöðu á Norðurlandamótinu sem i hönd fer. Koma Péturs i liðið virtist færa mikinn kipp i það. Hann er mikill ógnvaldur hvaða liði sem er og við hann eru bundnar mikl- ar vonir i framtiðinni. Hann, ásamt þeim Simoni Ólafssyni og Jóni Sigurðssyni, var besturað þessu sinni. Stigahæstir hjá Pressunni voru Dunbar með 22 stig, Rick með 19 og Mark með 17. Hjá landsliðinu var Pétur stiga- hæstur með 25 stig; þeir Kristján Ágústsson,sem lék mjög vel og Simon Ólafsson skoruðu sin 17 stigin hvor og Jón Sigurðsson skoraði 15 stig. Leikinn dæmdu þeir Hilmar Viktorsson og Eirikur Jóhannes- son og gerðu það illa. Voru oft ósammála og ósamkvæmir sjálf- um sér. SK. HK í aukaleikinn HK, eða handknattleiks- félag Kópavogs hefur nú tryggt sér rétt til auka- leiks við næst-neðsta lið 1. deildar um tilverurétt i 1. deildinni á næsta keppnistímabili. Tvö lið, Þróttur úr Reykjavik og HK,urðu jöfn að stigum i öðru sæti i 2. deild i vetur og urðu félögin þvi að leika tvisvar um aukaleiksréttinn. Þeir leikir hafa nú farið fram og sigraði HK i þeim báðum. HK sigraði i fyrri leiknum með 18 mörkum gegn 16 og i siðari leiknum sem leikinn var i tþróttahúsi Varmárskóla á laugardaginn sigruðu þeir enn 18:15. Þróttur hafði forustu I þeim leik til að byrja með og komst i 5:2, en Kóparnir úr Kópavogi létu sitteigi eftir liggja, og i hálf- leik var staðan 9:8 HK i vil. Þróttur komst siðan yfir 15:14 i siðari hálfleik, en það dugði þeim ekkiþvi HK sigraði 18:15 eins og áður sagði og leikur þvi að öllum likindum gegn KR um lausa sætið i 1. deild á komandi keppnistimabili. SK. Mark Christiansen átti mjög góðan leik gegn landsliðinu, og hér sést hann i baráttu undir körfunni gegn Bjarna Gunnari og Pétri (ekki sköllóttur). íslandsmótið í Handknattleik: Yalur sendi Ármann í Þorbjörn Guðmundsson, Val. Hann ásamt félögum slnum sendi Armenninga i 2. deild. deild Ármenningar halda enn kjallarasæti sinu i 1. deild- inni í handboltanum eftir að liðið tapaði fyrir Val í leik liðanna í íslandsmót- inu í handknattleik á sunnudaginn. Leikurinn var slaklega leikinn af beggja hálfu og lauk honum með sigri Vals 26:22. Staðan í leikhléi var 13:11 Val i víl, eftir ójafn- an fyrri hálfleik. t siðari hálfleik var leikurinn öllu jafnari og munaði t.d. einu marki 17:16 um miðjan seinni hálfleikinn, en þá settu Valsmenn á fulla ferð áfram og náðu góðu forskoti á lokaminútunum og sigruðu eins og áður segir 26:22. Valsliðið var nokkuð jafnt i þessum leik. Jón Karlsson var þó einna bestur ásamt Stefáni Gunn- arssyni. Jón var markhæstur með 8 mörk. Það sem háði Armannsliðinu i þessum leik var fyrst og fremst það að vörn þess var i algjörum aðra molum og gátu Valsmenn gengið þar út og inn að vild. Það, hversu vörnin var léleg, orsakaði einnig hörmuiega markvörslu. Höfðu þeir vart við að skipta, Heimir og Ragnar i marki Armanns.en allt kom fyrir ekki. Hvorugur varði nokkuð að ráði. Björn Jóhannsson var mark- hæstur Armenninga nú sem oftar með 9 mörk, en Friðrik Jóhanns- son skoraði 5. Dómarar leiksins þeir Gunnlaugur Hjálmarsson og Björn Kristjánsson dæmdu mjög vel. Er vonandi að þeir bræður er dæmdu fyrri leik kvöldsins hafi á þá horft og af þeim lært. SK.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.