Þjóðviljinn - 11.04.1978, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.04.1978, Blaðsíða 2
II—ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 11. april 1978 Þriðjudagur 11. april 1978 ÞJÓÐVILJINN —111 g D[þ[F®ÖðQ[?(2) D[þ[?(2)ðGÖ[P Reykjavíkurmótið í knattspyrnu byrjað; Víkingarnir byrja með látum Sigruðu Ármenninga 4:0 í þokkalegum leik. KR Þróttur 1:1 Reykiavíkurmótiö i knattspyrnu hófst um helgina meö leik Þrótt- ar og KR og er skemmst frá þvi að segja að leiknum lauk með jafntefli, 1:1 Það var Sverrir Her- bertsson sem náði forustufyrir KRí fyrri hálfleik, en i þeim síðari tókst Páli ólafs- syni að jafna fyrir Þrótt og þar með lauk leiknum með jafntefli 1:1 eins og áður sagði. Auk leiks Þróttar og KR léku Vikingur og Armann i Reykjavikurmótinu og lauk leiknum með yfirburðasigri Vikings 4:0. Staðan i leikhléi var 1:0 Vikingum i hag. Það var KR-ingurinn fyrr- verandi Jóhann Torfason sem nú leikur með Vikingi sem skoraði fyrsta mark leiksins og opnaði þar með markareikning sinn hjá Vik- ingi. Það gerði einnig annar leikmaður með Vikinglen sá heitir Helgi Helgason og lék hann áður með Völsungi frá Húsavik. Eitt marka Vikings var sjálfsmark markvarðar, en siðasta mark leiksins og jafnframt það fallegasta skoraði Arnór Guðjónssen og erþað fyrsta mark hans með meistaraflokki félagsins. Það má þvi segja að öll mörk Vikings i leiknum hafi verið ný af nálinni. SK. Norðurlandamótið í júdói Finnar tóku gullin Gisli Þorsteinsson varö annar I sinum þyngdarfiokki. Norðurlandamótið í júdói fór fram um helg- ina i Finnlandi. Finnar áttu mótiðog hirtu öll þau gullverðlaun sem um var keppt i flokkunum átta svo og sveitakeppninni. Gisli Þorsteinsson, Norður- landameistarinn frá siðasta Norðurlandamóti, varð annar i sinum þyngdarflokki og þriðji i opna flokknum. Bjarni Friðriksson varð þriðji isama flokki og Gisli,en hafnaði i öðru sæti i opna flokknum. Hinn Norðurlandameistarinn okkar Halldór Guðbjörnsson lenti i þriðja sæti í sinum þyngdarflokki. Jónas Jónasson hreppti þriðja sætið i þeim þyngdarflokki sem hann tók þátt i. I sveitarkeppninni sigruðu Finnar. Noregur kom á óvart og náði öðru sæti, Sviar i þriðja, Danir i fjórða og islenska sveit- in hafnaði i siðasta sæti. SK. ^gHMHHHflHBSflflB Kári setti tvö íslandsmet á R-víkurmótinu Kári Elisson úr Ármanni setti tvö íslandsmet á Rey kjavikurmótínu í lyft- tngum sem háð var um helgina. Hann snaraði 105 kilóum, tókst ekkí að bæta metið í jaf nhendingu, en setti samt met i samaniógðu, 227,5 kg. Gustaf Agnarsson sem á Norð- urlandametið I sfnum þyngdar- fiokkí íók lifinu með rö, én sigraði samt i sinum þyngdarfiokki. Lyfti hann samtals 300 kg. Orslit á mótinu urðu annars þessi: Flokkur 56 kg. Þar. sigraði Þorvaidur B. Rögnvaidsson KR, lyfti 145 kg. samtals. t 60 kg. flokki sigraði Baldur Borgþórsspn KR, lyfti 135 kg. Sigurvegari i 67,5 kg. flokki var svo Kári Elísson eins og áður sagði. 1 flokkí 82,5 kg. sigraði Már Vilhjálmsson, Armanni, lyfti 255 kg. i ílokki 75 kg. sigraði ölafur Emílsson Armanni, og íyíti hann 220 kg. Birgir Þór Borgþorsson sigraði siðan i 90 kg. flokki, lyfti 265,5 kg. Ágúst Kárason sigraði i 100 kg. flokki, lyfti 245 kg. og Gústaf í 110 kg. fiokki eins og áður sagði. SK. pD^SS'te 9 " ' 9E áV Wk. \Siit: i' t!'£"'&M tm&mp'. @ B(þc^6GQ[pg) sp8?aa5i^§ Bjarni Bessason átti stórleik gegn KR og hér sést hann i þann veginn skora eitt marka sinna. Gamla góða KRlagt í rúst af IR-ingum sem burstuðu þá 29:19. Staða KR afar slæm IR-ingar voru í miklum ham þegar þeir mættu KR í islands- mótinu í handknattleik á laugardaginn. Leiknum lauk með yfirburðasigri IR sem skoraði 29 mörk gegn aðeins 19 mörkum KR. Staðan í leikhléi var 14:6/ ÍR i vil. Eins og markatalan gefur til kynna var um algera yfirburði 1R að ræða all- ann leikinn. Vörn og markvarsla var nokkuð sem ekki sást i leiknum af KR hálfu. Leikmenn liðsins virkuðu næsta áhugalausir og úrslit leiksins réðust strax á fyrstu minútu leiksins. Staðan varð fljótlega 7:3 og enn siðar 11:5 og i hálfleik var slaðan eins og áður sagði 14:6. 1 siðari hálfleik var um sömu yfir- burði tR að ræða. Siðari hálfleiknum lauk siðan með sigri ÍR 15:13, og leikn- um þar með 29:29. Það er skemmst frá þvi að segja að yfirburðir IR i þessum leik voru algjör- ir. Þeir voru mun ákveðnari og upp- skáru eftir þvi. Það sem kom manni mest á óvart i leik þessum var það hversu lélegir KR-ingarnir voru. Það var bókstaflega ekki heil brú i leik liðsins. Allir léku undir getu og vel það. Astandið hjá KR er nú orðið mjög alvarlegt. Þeir eru svo gott sem fallnir en eiga þó möguleika á að halda sæti sinu er þeir leika gegn HK um 1. deildarsætið siðar. Það er ef til vill það sem þeir treysta á. ÍR lék vel að þessu sinni en ekki má þo dæma liðið eftir þessum leik. Til þess var mótstaðan of litil. Langbesti leikmaður vallarins var Jens Einarsson markvörður ttí. Hann varði mjög vel og sýndi það rétt einu sinni að hann er kominn i hóp okkar bestu markvarða ef hann er þá ekki nú þegar bestur. Bjarni Bessason var markhæstur 1R- inga i þessum leik og skoraði hann 8 mörk. Vilhjálmur Sigurgeirsson lék einnig vel og skoraði hann 7 mörk. Þá má ekki gleyma Sigurði Gislasyni i vörninni en þar átti hann stórleik. Hjá KR var Björn Pétursson mark- hæstur með 6 mörk en þeir Ingi Steinn og Jóhannes Stefánsson skoruðu þrjú mörk. SK. Dómarahneyksli í Höllinni Dómararnir í leik Víkings og Fram næstum bláir af hlut- drægni. Frammistaða þeirra vel undir frostmarki. Leiknum lauk með jafntefliog geta Framarar þakkað þaðdómurunum Framarar komu mjög á óvart þegar þeir léku gegn víkingum í Islandsmótinu í handknattleik á sunnudagskvöldið og náðu jafn- tefli 21:21. Það voru nú samt ekki Framarar sem komu mest á óvart. Það voru dómarar leiksins eða öllu heldur trúðar þeir er fóru með hlutverk stétt- ar innan handknattleiksins sem nefnir sig dómara. Þeir Guð- mundur og Þórður óskarssynir sem dæmdu þennan leik, eru greinilega ekki menn til að standa í stórræðum sem þess- um. öllum er það Ijóst að því fylgir mikii ábyrgð að dæma leik í 1. deild, ég tala nú ekki um þegar um einn af úrslitaleikjum mótsins er að ráða. En leikurinn var annars nokkuð skemmtilegur á að horfa. Brá oft fyrir skemmtilegum samleiksköflum hjá báðum liðum og oft var góður hand- knattleikur leikinn. Það voru Framarar sem skoruðu þrjil fyrstu mörk leiksins og þeir höfðu yfir allan leikinn en staðan i leikhléi var 13:9 Fram i vil. Mestur munur i fyrri hálfleik varð hins vegar 11:6 Fram i vil. Eftir að Karl Benediktsson hafði hald- ið mikla tölu yfir sinum mönnum i leik- hléi var sem nýtt Vikingslið gengi til leiks i siðari háifieik. Þeir tóku að saxa á forskot Fram og náðu að jafna leikinn þegar staðan varð 16:16. Vikingur komst siðan i 19:17 og enn siðar i 21:20 og skoraði Arni Ind- riðason 21. mark Vikings úr vitakasti þegar eftir voru 25 sekúndur af leiknum. Framarar byrjuðu með boltann og þeg- ar aðeins 7 sekúndur voru eftir var brot- ið á einum Framara og vitakast dæmt og úr þvi skoraði hinn knái og smái leik- maður Fram Gústaf Björnsson örugg- lega. Leiknum lauk því með jafntefli einsog áður sagði 21:21. Það er erfitt að gera upp á milli Framara i þessum leik. Liðið lék vel, mun betur en i siðustu leikjum. Arnar Guðlaugsson var markhæstur hjá Fram og skoraði 9 mörk en Atli Hilmarsson og Gústaf Björnsson skor- uðu sin fimm mörkin hvor. Hjá Vikingi var Arni Indriðason lang- bestur, klettur I vörn og skoraði auk þess mjög þýðingarmikil mörk. Hann var markhæstur, skoraði 6 mörk en Páll Björgvinsson skoraði 4. Þá er eftir að gefa dómurunum sina einkunn. Ef gera ætti tilraun til þess færi sú einkunnagjöf vel niður fyrir frostmark. Þeir virtust ekki kunna undirstöðuatriði i handknattleik og bitn- aði það mun meira á Vikingum. Var ekki laust við að Framarar sumir hverj- ir fengu gæsahúð við suma dóma þeirra. Þeir veifuðu spjöldunum hlæjandi og ánægðir með sjálfa sig. Er langt siðan að maður hefur orðið vitni að ööru eins og er þá langt leitað. SK. Litla Bikarkeppnin Skagamenn hafa forustu En Blikarnir úr Kópavogi hafa enn ekki tapað leik og allt stefnir á sigur þeirra Tveir leikir voru háðir I Litlu Bikarkeppninni um helgina. Keflvikingar heim- sóttu Skagamenn á Skipa- skaga og lauk leiknum sem leikinn var i miklu roki og kulda með markalausu jafn- tefli. Þa léku Breiðablik úr Kópavogi gegn Haukum úr Hafnarfirði og lauk leiknum með stórsigri Breiðabliks 6:1. Mörk Blikanna skoruöu þeir Hinrik Þórhallsson, Ólafur Friðriksson, Þór Hreiðarsson úr viti, Vignir Baldursson. Valdimar Valdi- marsson og Einar Þórhalls- son úr viti. Staðan i Litlu Bikarkeppn- inni er nú þessi: ÍA 3 2 1 0 5:1 5 UBK 2 2 0 0 7:1 4 Haukar 3 1 0 2 4:9 2 IBK 2 0 11 0:1 1 FH 2 0 0 2 2:6 0 Jón Þorbjörnsson markvörð- ur. Skagamenn geta aö miklu leyti þakkaö honum stigin sin fimm. Kristinn ekki með á Polar Cup Mikill missir fyrir íslenska landsliðið Hinn frábæri körfuknattleiks- maður, Kristin Jörundsson, hefur nú tilkynnt að hann leiki ekki með islenska landsliðinu á Norður- landamótinu sem i hönd fer um aðra helgi. Hljóta þetta að vera öllum unnendum körfuknattleiks- ins mikil vonbrigði, þvi Kristinn hefur um árabil verið okkar snjallasti körfuknattleiksmaður og marg-oft leikið i landsliði og á Norðurlandamótum. Er við höfðum samband við Kristin i gær sagði hann að hann sæi sér ekki fært að æfa á hverju kvöldi með landsliðinu. Mikið væri að gera hjá sér i vinnu þeirri r ...........------< staðan sem hann stundar, en hann er lærður viðskiptafræðingur og starfar hjá Landsbanka tslands. En vonandi verður hægt að fylía skarð Kristins fyrir Polar CUP. Möguleikar Islands eru góð- ir. Til þess liggja margar ástaeo- ur. Pétur Guðmundsson leikur nU i fyrsta skipti með landsliðinu á sliku móti og verður hann liðinu ómetanlegur styrkur ef aö likum lætur. Hitt er svo einnig, að erki- óvinir okkar Danir eru skemmti- lega lélegir um þessar mundir, og væri gaman að því ef islenska lið- inu tækist nú i eitt skipti.fyrir öll að jarða Danina. Það eiga þeir skilið af okkur. SK. Kristinn Jörundsson hinn snjalii körfuknattleiksmaður. islending- ar verða án hans á Norðurlanda- mótinu. Staðan I Islandsmótinu i hand- knattleik er nú þessi: Vlkingur Haukar Valur FH Fram ÍR KR Armann 12 12 12 12 13 12 12 13 272:235 18 236:206 16 247:226 16 250:259 12 267:294 12 243:232 11 251:267 8 10 239:286 5 Næstu leikir i 1. deiid eru á föstudag og leika þá 1R og Viking- ur og siðan Ármann og KR i Laugardalshöll. Verður gaman að fylgjast með fyrri viðureigninni, þvi aö lið ÍR er til alls liklegt. ÍR-ingar sönn- uðu það með frammistöðu sinni gegn KR á laugardaginn. Leikur Armanns og KR skiptir ekki lengur máli, þar sem Armenningar eru nú þegar fallnir i 2. deild, en hins vegar verða KR- ingar að sigra ef þeir ætla ekki að leika aukaleik gegn HK um 1. deildar sætið á næsta keppnis- timabili. SK. Anægður ,,Ég er ánægður meö framistöðu minna manna að þessu sinni", sagði Jóhann Ingi Gunnarsson hinnsnjalli þjáifari Fram eftir leikinn gegn Vikingi. „Þetta sýnir það sem ég hef alltaf sagt að ef strák- arnir gera eins og þéim er sagt, þa standa þeir sig vel. Þetta eru ungir strákar og ónéitanlega erfitt fyrir þá að þurfa að bera merki Fram hátt. Fram hefur alltaf verið stórveldi i handknattleiknum og það þarf mikinn dugnað og eijusemi til aö slikt félag detti ekki níður á lagt plan er kynslóðaskipti verða i lið- inu." Jóhann sagði einnig að hann hefði vitað að hverju gengiB var er hann sá dóm- ara leiksins. Hann hefði brýnt mjög fyrir sinum mönnum að vera ekki með kjaftbruk við dómarana og þeir hefðu hlýtt þvi. Það hefðu Vikingarnir hins vegar ekki gert og þeir hefðu oft farið illa á þvi i leiknum. SK.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.