Þjóðviljinn - 16.04.1978, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 16.04.1978, Blaðsíða 14
14 — ÞJÓÐVILJINN # Man ekki eftir annarri r eins eftirspurn í ferðir segir Ingólfur Guðbrandsson, forstjóri Útsýnar — l<'erftaskrifstofan Útsýn er stofnuð 1955, sagöi Ingólfur Guö- brandsson forstjóri i viötali við Þjóöviljann. — útsýn er elsta starfandi feröaskrifstofan á islandi, ef undan er skilin Feröa- skrifstofa rikisins, sem ekki hcfur efnt til orlofsferða mörg undun- farin ár. Og þaö er óhætt að full- yrða, að Útsýn er brautryðjandi I skipulagningu ódýrra sólarlanda- feröa frá tslandi, og hefur kynnt islendingum f lesla þá dvaiarstaði i sólarlöndum, sem siðan hafa orðið vinsælir. — Kr samkeppnin hörð milli islenskra ferðaskrifstofa? — Markaðurinn er litill á Islandi og þess vegna verður samkeppnin e.t.v. óeðlilega hörð og ekki grundvöllur fyrir mikla fjölbreytni. útsýn kynnti Islend- ingum fyrst sólarstrendur Spánar fyrir 20árum. Nú auglýsa þrjár islenskar ferðaskrifstofur ferðir til Costa del Soi.! ttaliu eru mö.rig. hundruð baöstaðir. úlsýn hóf leiguflug til Lignano á Italiu fyrir 5árum,og þess var ekki langt aö biða, aö önnur islensk ferðaskrif- stofa auglýsti ferðir þangað lika, þóttekkert hafi reyndar orðið úr framkvæmd þeirra áætlana enn sem komiö er. Útsýn býöur nú viðskiptavinum sinum 6 mismun- andi dvalarstaði við Miðjarðar- hafið, á Spáni, Itailu, Júgóslaviu og Grikklandi. — Ilvernig hefur þróunin verið i hópferðunum gegnum árin? — Fyrstu árin voru útsýnar- ferðir landkynningarferðir ef svo má segja, kynnisferðir um helstu sögustaði Evrópu og var þá ferð- ast i áætlunarbilum. Siðan hefur eftirspurnin eftir sólarlandaferð- um oröiö sifellt meiri meö hverju ári sem liður. útsýn hefur alltaf reynt aö fylgjast með þróuninni i þessum málum. 1 þvi skyni að auka fjölbreytnina hefur Útsýn nú fólksflutninga i stórum stil til Júgóslaviu og Grikklánds. Við höfum tekið á leigu DC—8 þotur Flugleiða, sem flytja 250 farþega i ferð, til þessara ferða. Þannig gerum viö fólki kleift aö komast til þessara landa meö ódýru móti, þrátt fyrir sihækkandi ferða- kostnað ásamt lækkandi verögildi islensks gjaldmiðils. — Eru Spánarferðirnar ekki samt alltaf vinsælastar? — Jú, ferðatiðninerennþá mest til Spánar. Júni, júli ogágúst eru aðalferðamánuðirnir og ferðir i september eru einnig mjög eftir- sóttar. En fólkigengur illa að átta sig á þvi, að vorið er fegursti árs- timinn i þessum löndum. Verðlag er þá lilca lægra og þjónusta miklu betri. — Eru vorferöirnar ekki ódýr- ari? — Jú, og allar okkar vorferðir eruseldar langt undir kostnaðar- veröi. Skýringin er sú, að það er vonlaust að fá aðstöðu á þessum eftirsóttu stöðum nema að gera gistisamning til langs tima. Reksturinn getur ekki náö yfir skemmra timabil en 4—5 mánuði, þaö er alstysta timabil sem hægt er að byggja slikan atvinnurekst- ur á. — Hvernig er útlitiö nieö vor- feröirnar núna? — 1 páskaferðinni núna var sneisafullt og fólkiö kom alveg himinsælt til baka. Undirtektir i vorferðirnar eru góöar, t.d. er ferö til Spánar 14. mai, sem alveg er uppselt i, og ferðir til ttaliu og Grikklands 13. mai eru að fýllast. En það þarf ennþá átak til að hvetja fólk i þessar feröir. Hins vegar verðum við að visafrá okk- ur viðskiptum straxi byrjun júni, þá eru allar okkar ferbir uppseld- ar. deild, sem sér ferðafólki fyrir hagkvæmum fargjöldum til Norðurianda, farseðlum, gistingu og annarri ferðaþjónustu. Einnig er töluvertmikið um að viðskipu- leggjum ferðirfyrir smærri hópa, skólafélög o.s.frv. Útsýn er lang- stærsta söluumboð Fiugleíða og flugfélaga innan IATA hér á landi. Hér vinna sex sérfræðingar i farseðlaútgáfu, sem eingöngu annast ferðaþjónustu við ein- staklinga. — Hvernig stendur á þessari góðu samvinnu ferðaskrifstofa, sem annars eru keppinautar, uin Kanarieyjaferöirnar? — Þar er fyrst og fremst um að ræða hagræðingaratriði. En það væri sjálfsagt fyrir ferðaskrif- stofurnar aðstanda meira saman um nýtinguáflugfariog gistingu. Samkeppnin spillir fyrir i vissum tilvikum. — Útsýn hefur auglýst mjög hagstæð afborgunarkjör á sólar- landaferöum. Veldur þessu iiarðnandi samkeppni eða minni fjárráð ferðamanna? — Við höfum boöið upp á af- borgunarkjör fyrst og fremst i þvi skyni að auðvelda fólki meö tak- markaða greiðslugetu að komast i þessar ferðir og einnig til aö vinna að aukinni þátttöku i vor- feröunum. Það er ekki hægt að gera ráð fyrir þvi, að fyrirtækið hafi fjármagn til að reka ferðir sem seldar eru á mjög lágu verði með þessu móti, enda eru þessi kjör einungis boðin i fyrstu ferð- um á sölutimabilinu. — Hvað kostar meðalferð hjá Ú tsý n? — Meðalferð kostar i kringum 100 þúsund krónur, og er þá inni- falið fargjald og gisting i góðu ibúðarhúsnæði. En verðið er allt niður i 87 þúsund fyrir hálfsmán- aðar ferð. — Gista fleiri i ihúðum en á hótelum? — Já, bæði á Spáni og Italiu gistir meiri hlutinn i ibúðum og gisting i ibúðum hefur stórlega aukist á siðari árum. car rental - SÍMAR 24480 & 28810 OKKAR BILL ER ÞINN BILL HVAR SEM ER OG HVENÆR SEM ER þetta er þjónustutakmark okkar Aó sjálfsögóu veitum vió allar upplýsingar þú þarft aóeins aó hringja eóa koma FERÐIST UM LANDID í 0KKAR RÍL — Nú rekur útsýn viötækari starfsemi en sólarlandaferöir? — Já, við rekum hverskonar ferðaþjónustu allt árið um kring. Útsýn er lika aðili að Sólarferð- um, sem annast rekstur Kanari- eyjaferða að vetrinum, og þar er- um við f samvinnu við Flugleiðir, Úrval ogLandsýn. Þá starfrækir Útsýn sérstaka Norðurlanda- — Og cr nokkuð að draga úr feröalögum landans? — Nei, ég man satt að segja ekki eftir annarri eins eftirspurn í hópferðir. Á siðustu fjórum vik- um hefur á 5. þúsund manns staðfest pantanir i hópferðir út- sýnar i sumar. A siðasta ári nutu um 16.000 manns ferðaþjónustu okkar, og segir það sina sögu. —eös Ferðamenn! Strandasýsla er fögur og heillandi feröamannaleið. Við erum miðsvæðis, með kaffi, mat og gistingu. Einnig svefnpokapláss fyrir hópa. Verið velkomin Gistihúsið Hólmavík Sími 95-3185

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.