Þjóðviljinn - 05.07.1978, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 05.07.1978, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 5. júli 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 af erlendum vf*tivangi Húa Kúó-feng — ætlar lengra vestur en fvrirrcnnari Zbigniew Brzezinski, öryggismáiaráðunautur hans fór. Bandarikjaforseta, og kona hans, sem er frænka Benesar, fyrrum forseta Tékkóslóvakiu. Brzezinski er sagður beita sér mjög fyrir auknum samböndum Bandarikjanna við Pólland, enda er hann sjálfur þaðan ættaður. Þreifa fyrir sér í Austur-Evrópu Erlendir fréttamenn f Beograd, höfuðborg Júgóslavfu, hafa eftir háttsettum heimildarmönnum að Húa Kúó-feng, formaður kfn- verska kom múnis taflokksins, muni heimsækja Júgóslaviu og Rúmeniu i næsta mánuði. Sé þetta rétt meö farið, veröur þetta I annað sinn, sem Húa formaöur bregður sér i kvnnisför tii eriendra þjóðhöfðingja, frá þvi að hann kom til valda. Eini eriendi valdhafinn, sem hann til þessa hefur heimsótt, er Kim II Súng I Norður-Kóreu. Maó formaður gerði ekki held- ur tfðreist út fyrir landsteina. Hann ferðaðist aöeins tvivegis erlendis á allri sinni löngu og viö- burðariku ævi, og i bæöi skiptin til Moskvu. Sóst eftir hylli „endur- skoöunarsinna” Fyrir skömmu var kinversk hermálasendinefnd á ferð i RUmeniu i boði þarlendra her- yfirvalda. Þetta er ásamt fleiru til merkis um stóraukna viöleitni Kinverja til þess að koma sér vel við „endurskoðunarsinnuð” riki Austur-Evrópu, þar á meðal riki, sem að nafninu til að minnsta kosti er I Varsjárbandalaginu, það er að segja Rúmeniu. Þeir byrja með þvi að fara á fjörurnar viö Júgóslava og Rúmena, vegna þess aö þeir fara sinu fram án þess að spyrja kóng eða prest i Kreml, en siðar gæti komiö til greina að Kinverjar reyndu aö vingast við fleiri Austur-Evrópu- riki. Sú var tiðin að Júgóslavar voru allra „endurskoðunarsinna” verstir aömativaldhafa I Peking, en það er liðin tiö. Fyrsta og helsta meginreglan i utanrikis- stefnu Kina virðist nú vera sú, að efla alla andstööu gegn Sovétrikjunum, hvaðan sem hún kemur og hvers eðlis sem hún er. Tito Júgóslaviuforseti hefur orðið frægastur sem sá Austur-Evrópu- leiðtogi, sem staðið hefur gegn ofurelfi Sovétmanna með mest- um árangri, og Kínverjar eru lik- lega ekki óttalausir um, aö ein- hverjir Sovétvinir komist til valda i Júgóslavíuað honum látn- um. Með heimsókn sinni — ef af henni verður — hyggst Húa for- maöur sennilega stappa stálinu i þá aðila júgóslavneska sem stað- ráðnireru að feta i fótsprorTitos. Kaldar kveðjur frá Albönum Opinberlega komst fyrst skrið- ur á bætt samskipti Kina og Júgóslaviu er Tito heimsótti Kina s.l. ár. Seint I s.l. mánuði, þeg ar j ú g ó s 1 a v n e sk i r kommúnistar héldu ellefta flokksþing sitt, sendi miðnefnd kinverska kommúnistafloldisins þeim hlýlegar kveðjur, sem sum- ir telja merki um fulla sátt milli flokkanna. Kinverjar kváöu meira að segja vera farnir að sýna áhuga á kerfinu i júgóslavneska iðnaðinum, sem byggist á verulegu sjálfstæði fyrirtækjanna og itökum starfs- manna i stjórn þeirra. Júgóslavar halda þvi gjarnan fram, að þetta sé betri sósialismi en annarsstað- ar og þýöi meira vald fyrir verka- lýðinn en þekkist i nokkru landi austan tjalds eða vestan, en fyrir skemmstu hefðu Kinverjar for- dæmt svoleiðis nokkuð sem arg- asta kapitalisma. Fáleikar eru milli Júgóslaviu og Aibanfu og standa á gömlum merg. Albanir, um margra ára skeið einu vinir Kinverja i Evrópu, brugðust þvi illa viö, þegar Kinverjar fóru að vingast við Júgóslava, og tóku að senda vinum sinum i Peking tóninn und- ir rós. Þetta haföi þveröfug áhrif viö það sem til var ætlast: af ótta viöaömissa vináttu Albana lögðu Kinverjar að likindum aukið kapp á að afla sér vináttu Júgóslava og Rúmena, til að verða ekki vina- lausir i Austur-Evrópu. Þaö magnar svo enn reiði Albana. sem fyrir fáum dögum tóku svari Vietnama.i deilum þeirra viö Kin- verja og sökuðu Kina þá um heimsvaldastefnu, sem þeir hafa ekki gert áöur. Að visu var árás þessi, sem gerð var i grein i Zeri i Pópullit, aöalblaði Albaniu, skrif- uð á einskonar dulmáli, en ekki mun þó leika efi á þvi, hver sneiðina hafi átt. Kúbanir á hálum is Júgóslavia hefur mikiö forustu- hlutverk i„bandalagi” rikja utan hernaöarbandalaga, sem þriöja heims riki eiga einkum aðild að og lætur verulega að sér kveöa i heimsmálum. Kinverjum þykir sem aö Sovétmenn hafi of mikil áhrif i þvi bandalagi fyrir tilstilli Kúbu, sem þar er framarlega i flokki. Með vægast sagt hæpnum afskiptum sinum af hernaðaraö- gerðum í Eþiópiu viö hlið Sovét- manna hafi Kúbanir að sumra áliti fyrirgert rétti sinum til þess að vera I bandalagi „hlutlausra” rikja, og Kinverjar vilja koma þeim úr bandalaginu til aö klekkja á Sovétmönnum I augum þriðja heimsins. Tito mun þvi ekki að öllu leyti fráhverfur, þótt hann fari hægar I sakirnar. Hér er að leita einnar ástæðunnar enn til þess, að Kina leitar nú svo kapp- samlega eftir vináttu Júgóslava. En þaö eru fleiri stórlaxar en Kinverjar, sem nú um stundir leitast viö að komast i kærleika við Austur-Evrópurikin. Einn liöurinn i utanrikisstefnu Carter- stjórnarinnar bandarlsku, sem mörgum, jafnt vinum sem and- stæðingum, þykir mótsagna- og ruglingskennd, er einmitt i því fólginn. Og Bandarikjamenn láta ekki viö það sitja að brosa til Júgóslava og Rúmena, heldur þreifa þeir ófeimnir fyrir sér hjá rikjum, sem eru nátengd Sovétrikjunum i Varsjárbanda- laginu og Comecon. Carter fer öðruvisi að Nixon-stjórnin reyndi þetta að visu lika, en þeir Nixon og Kissinger voru i grundvallar- atriðum sammála sovéskum ráðamönnum um, að uppskipta- reglan skyldi gilda. Þeir játuöu þvi hikstalaust, að Austur-- Evrópa yrði sovéskt áhrifasvæði um alla framtið, og þeir sýndu bandalagsrik jum Sovétmanna þvi aldrei vináttuvott nema þvi aöeins að þaö væri liður i sam- skiptum Bandarikjanna og Sovét- rikjanna. Þegar Nbcon heimsótti Varsjá fyrstur Bandarikjaforseta 1972, geröi hann það á heimleið frá Moskvu, þar sem þeir Bres jnef höfðu ræðst við, og Ford forseti kom við i sömu borg 1975, er hann var á leiö til Helsinki að hitta sovéska leiðtogann. Carter-stjórnin sniðgengur hinsvegar alveg ráöamenn i Moskvu, þegar hún stigur i væng- inn við Austur-Evrópurikin. Helst snúa Bandarikin sér að Pólverj- um, og Ungverjum. I Póllandi er þorri manna kaþólskur og kirkjan þar einhver sterkasta stjórnar- andstaða, sem fyrirfinnst i nokkru Austur-Evrópuriki. Ung- verjaland er mjög háö utanrikis- verslun og leggur þvi áherslu á sem best samskipti við Vestur- lönd. „Bestu kjör” fyrir Ung- ver ja ? Carter-stjórnin hefur komiö til móts við Ungverja með þvi að skila þeim þjóöardýrgrip þeirra, kórónu Stefáns konungs helga, er Bandarikin höföu i sinni vörslu frá þvi i lok sföari heimstyrjald- ar, og til mun standa aö Banda- rikjaþing veiti Ungverjaiandi „bestu kjör” i verslunarviðskipt- um við Bandarikin. Bandariska fréttatimaritið Time segir, að með þvi að færa sig þannig upp á skaftiö i Austur- Evrópu reyni Bandarikjastjórn aö skjóta Sovétmönnum skelk i bringu, i von um að þeir láti minna að sér kveða annarsstað- ar, til dæmis i Afriku. Allt mun á hulduum það, hvort sá refskapur beri einhvern árangur, en sú staðreynd, að Pólverjum og Ung- verjum helst uppi aö taka upp nánari samskipti við Bandarikin án miiligöngu sovéskra ráða- manna, bendir til þess að eitthvaö sé fariö að losna um tök Sovét- rikjanna á bandalagsrikjum þeirra i Austur-Evrópu. Sadat sam- þykkir við- ræður yið ísraela 4/7 — Anúar Sadat Egypta- landsforseti hefur samþykkt uppástungu Bandarikja- stjórnar um að taka að nýju upp miliiliðalausar samn- ingaumleitanir við lsraels- stjórn, en þær viðræður hafa nú legið niðri i sex mánuði, eftir að Sadat kallaði utan- rikisráðherra sinn heim frá Jerúsalem i janúar og sakaði Israela um þvermóðsku. Að sögn egypsks blaðs mun fundur þessi verða haldinn i Lundúnum 18. þ.m. Sadat segist ætla aö senda utanrikisráðherra Egypta, Mohammed Ibrahim Kamel, til Lundúna, og gert er ráö fyrir aö hann ræði þar við þá Mosje Dajan, og Cyrus Vance, utanrikisráðherra ts- raels og Bandarikjanna. Raunar segist Menakhem Begin, forsætisráðherra ts- raels, enn ekki hafa ákveðið hvort hann sendi Dajan til Lundúna; kveðst fyrst ætla að athuga vel, hvað Egyptar hafi fram aö færa. Sadat segist hafa afhent Walter Mondale, varaforseta Bandarlkjanna, nýjustu friö- artillögur Egypta þegar Mondale kom til Kairó ný- veriö.en vill ekkert láta uppi um efni þeirra. En sagt er aö Sadat leggi til að tsraelar af- hendi Gasaspilduna og Vesturbakkahéruðin og að Egyptar og Jórdanir taki viö stjórn þessara svæða til bráðabirgða. t næstu viku fer Sadat i op- inbera heimsókn til Austur- rikis og mun þá að sögn hitta að máli Sjimon Peres, leiö- toga israelsku stjórnarand- stööunnar. 20 spreng- ingar á Korsíku 3/7 — Rúmlega tuttugu sprengjur sprungu á ýmsum stöðum á frönsku Miöjarðar- hafseynni Korsiku i dag meö fárra minútna millibili. Eng- inn beið bana af völdum sprenginganna eöa varö fyr- ir meiriháttar meiðslum. Taliö er vist að hópar, sem vilja Korsiku sjálfstæða, hafi verið að minna á sig með sprengingunum. Þaö sem af er árinu hafa yfir 160 sprengjutilræöi verið framin á Korsiku gegn stjórnarbyggingum, bönk- um, fasteignasölufyrirtækj- um og verslunum i eigu út- lendinga. Eru sjálfstæðis- sinnum eignuð flest þessara tilræða. óttast er að þeir herði sprengingar sinar yfir sumarið, eins og þeir hafa gert siöustu árin. — Frönsk stjórnarvöld hafa talsverðar áhyggjur af þvi aö sjálfstæð- issinnar fái hljómgrunn meðal eyjarskeggja.og i sið- astliönum mánuði hét Giscard d’Estaing forseti skjótum umbótum i félags- og efnahagsmálum eyjar- innar. Tennessee: Slökkyilidsmenn sagdir reyna aö brenna Memphis 3/7 — Borgaryfirvöld I Memphis, 625.000 manna borg I Tennessee, Bandarlkjunum, hafa sakað slökkvilið borgar- innar, sem er I verkfalli, um að reyna að brenna borgina til grunna. Hafa yfir 300 eldsvoðar komið upp I Memphis slöustu tvo dagana. Tveir slökkviliðsmenn hafa verið handteknir og ákærðir sem brennuvargar og sá þriðji, sem staðinn var að þvi aö hafa spilkomu með oliu i bil sinum, var handtekinn fyrir að veita lögreglunni viðnám. Slökkvi- liðsmennirnir, um 1200 talsins, krefjast launahækkunar fyrir næturvinnu. Lögreglustjórinn i borginni segist sannfærður um, að þeir hafi kveikt að minnsta kosti 9 af hverjum 10 þeirra elda, sem upp hafa komið i borginni siðustu tvo dagana. Borgarstjórinn i Memphis lýsti yfir neyöarástandi I borg- inni i gær og setti á útgöngubann frá kl. 10 á kvöldin tii 6 á morgn- ana. Einnig bannaði hann sölu á oliu i dúnkum. Borgaryfirvöld eru að undirbúa málaferli gegn slökkviliðsmönnum til að knýja þá til undanláts. Einn mesti eldsvoðinn til þessa varð i nótt, er geysistór en ónotuð kornlyfta i miöborginni brann, og varð bálið svo mikið að ekid þótti öðru óhætt en aö rýma nærliggjandi hverfi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.